Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Blaðsíða 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
SÍI>A\
Stefán amtmaður Þórarins-
son á Möðruvöllum andaðist
snögglega að liðninn miðjum
degi 12. dag marzmánaðar 1823.
Það var á föstu og bar upp á
miðvikudag. I árbókinn Jóns
Espólíns er frásaga um atvik
að fráfalli hans, en yfir sögu
þeirri hvilir einhver hula, er
gerir hana tortryggilega; en hér
er sagan höfð eftir manni, sem
átti heima þar í sókninni og við
var staddur útför amtmanns-
ins.
Sunnudaginn næstan áður
amtmaður lézt, embættaði Árni
prestur Halldórsson á Möðru-
völlum, og kom að vanda í stofu
til amtmanns og átti tal við
og hann réð yfir lífi og limum
samlanda sinna. Fyrir Þjóð-
verja hefir útnefning hans þeg-
ar orðið happadrjúg. Hann hef-
ir látið reka marga foringja fyr-
ir ímyndaðan ódugnað, hefir
látið reka óáreiðanlega yfirfor-
ingja í hernum og sett upp sér-
stakan dómstól, án áfrýjunar-
stigs, til að dæma frönsku föð-
urlandsvinina til dauða.
Þýzku blöðin hafa aldrei vér-
ið sparsöm að lýsa afrekum
Darnands, og blað Göbbels, Das
Reich, skrifaði langan leiðara
um æviferil hans og hæfileika.
Engu verður um það spáð,
hve lengi hann muni halda völd-
um.
Skýrsla hans um mannaveið-
ar, ásamt dýrslegu grimmdar-
æði óalda^flokka hans, verður
æ lengri.
Fylgifiskar hans eiga i bar-
áttu upp á líf og dauða við ó-
einkennisklædda heriím og ekki
er hægt að segja um fjölda
þeirra hetjulegu föðurlands-
vina, sem blóðhundar hans hafa
pínt til dauða. En nafn hins
samanrekna svíradigra óþokka
stendur ofarlega á minnisblaði
yfir stríðsglæpamenn, sem
bandamenn munu draga fyrir
lög og dóm, er þeir hafa sigrað.
Hinn ofstækisfulli áhugi Darn-
ands fyrir málstað nazista,
grimmd hans og miskunnar-
leysi hefir orðið til þess, að
bæði í Frakklandi og annars
staðar í frjálsum löndum hefir
hann fengið á sig hið viðbjóðs-
lega nafn „Franski Himmler“.
hann. Var amtmaður þá að vísu
heill á húfi, en venju fremur
mjög angursamur og dapur,
enda var það í byrjun fásinnu
Vigfúsar sonar hans. Prestur
mat svo, að þetta einkum mundi
valda fásinnu hans og angur-
semi. Amtmaður mun þá hafa
látið prest á sér heyra, að til
eins mundi draga fyrir sér.
Hafði hann og raunatölur nokk-
urar, er hann hafði aldrei fyrr
haft. Furðaði pres’t á, hversu
honum var þá brugðið, og hafði
orð á því heima hjá sér inn
kvöldið.
Á miðVikudaginn fór prestur
til embættisgjörðar á Möðru-
völlum. Veður var dumbungs-
legt með stormi nokkrum og
kraparigningu. Prestur steig þá
af baki á hlaðinu við kirkju-
garðshliðið og gekk i kirkjuna.
Amtmaður stóð þá í útidyrum
við stofuna, hið svonefnda nýja
hús, að heita á vinnumenn, er
þar voru, til liðveizlu að binda
Vigfús. Fátt var manna í bað-
stofu, því sumt fólk var í
kirkju, en vinnumenn sumir að
þjóna peningi. Þó voru inni einn
eða tveir karlmenn, og brugðu
þeir við skjótt. Var þá og sent
i kirkju, að sækja fólk, er þar
var. Amtmaður vissi, hvert Öl-
afur (sonur sinn) hafði gengið,
og fór sjálfur að sækja hann.
Karl gamall var á Möðruvöllum,
fjósamaður, sá er Lárus hét.
Hann stóð við bæjardyr og
horfði á amtmann, þá er hann
fór eftir ólafi. Sagði hann síð-
ar, að sig hefði undrað á, hve
liratt hann fór, fram og aftur,
því hann hefði hlaupið eins og
lamb; það voru orð karls. ÓI-
afur brá við skjótt og hljóp
undan föður sínum suður hlað-
ið og inn í stofuna, og er þang-
að kom er .Vigfús inni, en amt-
maður á'eftir. Bar nú allt að i
senn. Fólkið kom að, réðst á
Vigfús, og var nú eigi dælt við
hann að eiga. Braut það hann
niður í lausarúm, og héldu sum-
ir, en aðrir búndu, og höfðu nú
allir ærinn starfa. Kom amt-
maður þar þá inn að baki fólks-
ins, mæddur af göngunni, og
studdi hendinni á rúmstólpann
að höfðalagi Vigfúsar, en jafn-
skjótt datt hann þar dauður nið-
ur á gólfið og varð af dynkur
mikill. Annarhvor hinna yngri
sona amtmanns, Stefán eða Jó-
hann, sá fyrst til og hrópaði
upp: „Guð hjálpi mér! Er hann
faðir minn dauður?“ Var þá
brátt lokið að binda Vigfús, og
var tekið að stumra yfir amt-
manni, en hann var liðinn. —
Miklar lýkur sýnast til að or-
sök bráðdauða hans hafi verið,
að maðurinn var mjög feitur og
Hann er næsta
spekingslegur litli
þúfutittlingurinn,
sem situr hérna í
mannslófanum og
sperrir höfuði'ð
upp eins og han
sé aS hlusta eða
hann ætli að fara
aÖ syngja. En
þessu er nú samt
ekki þannig variÖ,
því aÖ þetta er
helsærÖur angi,
vængbrotinn og ó-
sjálfbjarga, enda
þót hann beri sig
eins og hetja. Ef
til vill bera dýr
sársauka betur en
menn, en senni-
legra er hitt þó,
aÖ viÖ mennirnir
þekkjum dýrin
ekki nógu veí til
þess aÖ kunna að
lesa sársaukann
úr svip þeirra.
Nærðnr fngrl:
hafði haft mjög snögga hreyf-
ingu, en þar að auki hrygg-
ur í geði og aldurhniginn, og
hafi því andrúmið teppzt, er
hann nam staðar og hafi hann
svo misst andann og dáið, af
þvi að sprungið hafi æð nálægt
hjartanu.
Svo sem á var minnzt var það
á huldu, hversu amtm. lézt, og
urðu því grunsemdir á um
dauða háns. Sá kvittur kom
upp litlu siðar, að þá er amt-
maður datt niður bak við fólk-
ið, hafi Vigfús átt að segja:
„Nú get eg drepið hann föður
minn! Þið skuluð fara á eftir!“
Þá hefði og verið laus hönd
hans önnur, og hefði haldið á
pennahnífi opnum. Ætluðu þeir
er þessu vildu trúa, að hann
hefði lagt hnífnum í brjóst föð-
ur sínum, í hjartað. Styrktist
sú trú manna við þann atburð,
er Vigfús banaði Þorvaldi
Skógalín á þann hátt, að hann
stakk hnífi í hjarta honum.
Jarðarför amtmanns fór fram
á líkan hátt og segir í Árbókun-
um. Þar voru viðstaddir prest-
arnir, séra Jón í Stærra Árskógi
og séra Árni. Jón prestur flutti
ræðtt yfir líkinu í stofunni, áð-
ur en það var út hafið, en Árni
prestur flutti sína ræðu fyrir
altarinu í kirkjunni. Kistuna
báru: Jón stúd. Þórarinsson,
skrifari amtmanns, Páll Þor-
bergsson, er síðar varð læknir,
— hann var þá með séra Jóni
— Jón hreppstjóri Flóventsson
í Dunhaga, og Árni hreppstj.
Árnason á Reistará, Þorlákur
dannebrogsmaður Hallgrímsson
á Skriðu, og tók hann danne-
brogsorðuna af kistunni, og
Þorsteinn Daníelsson á Skipa-
lóni; hann var þá á Akureyri,
og hafði smíðað líkkistuna, og
var snilld á smíðinni. Þessir sex
báru líkkistuna, og hinn sjöundi
Gunnlaugur Briem sýslumaður,
er gekk undir höfðagaflinum,
og hélt hann ræðu yfir gröfinni,
áður en frá henni var gengið.
Að lokinni greftrun var veizla
haldin til minningar og voru
eigi aðrir virðingamenn við-
staddir en getið er. Daginn eftir
tóku heimamenn á staðnum
gröfina. Hún var fjögurra álna
djúp, og var við syðri hlið kórs-
ins. Þeir hinir sömu mokuðu
moldinni aftur ofan í gröfina
við jarðarförina. Var þeim og
matur gefinn á eftir, í húsi sér
og fáeinum öðrum aðkomandi
mönnum, er viðstaddir voru.
★
Ferðamaður kom eitt sinn á
forngripasafn. Eigandi safnsins
sýndi honum meðal annars riðg-
að sverðsblað og mælti: „Hér
er sverðið sem Bíleam drap ösn-
una sína með.“ Ferðamaðurinn,
sem var mjög biblíufastur,
vakti þá athygli eigandans á, að
Bíleam hefði alls ekki haft neitt
sverð, heldur aðeins óskað sér,
að hann hefði sverð til að drepa
ösnuna með.
„Já, þér hafið rétt að mæla“,
mælti eigandinn djarflega og
hiklaust; „þetta er einmitt
sverðið, sem Bíleam óskaði sér
í það skipti að hann hefði.“