Nýja dagblaðið - 29.10.1933, Side 3

Nýja dagblaðið - 29.10.1933, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NÍJA DAGBI/AÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Askriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. 30. ættliður Þannig nefnir Guðmundur Kamban nýjustu skáldsögu sína. Sagan er lýsing á ís- lenzku nútímalífi, gerist í Reykjavík á síðustu árum og endar með heimsókn ítölsku flugsveitarinnar í júlí í sumar. Skáldinu telst svo til, að fólkið, sem hann er að }ýsa, sé 30. ættliður frá landnámsmönn- um talið. 30 ættliðir hafa nú um 1000 ára bil háð harða baráttu fyrir lífinu í þessu landi. Sagan um þessa baráttu er mannraujiasaga. Það hefir kostað mikið erfiði, þjáningar, sjálfsafneitun og þreklyndi, að brjótast gegn andstreymi 1000 ára í harðbýlu landi, við mjög misjafna stjóm á málefnum þjóðarinnar. 30. kynslóðin er því nær um alla hluti betur sett en hinar 29, sem á undan eru gengnar. Hvemig skyldi hún halda á þeim gögnum sem henni em fengin í hendur: Tækni, fé og sjálfsforræði, meira en áð- ur þekktist. Tekst henni að sveigja tæknina til þjónustu við sig í stað þess að ganga sjálf undir ok hennar, líkt og hent hefir margar aðrar þjóðir? Tekst henni að ráða yfir fjár- magni í stað þess að verða þræll þess ? Tekst henni að skapa sér svo trausta félags- lega þjóðarmenningu, að stjórnarfarslegu sjálfstæði hennar sé vel borgið? Margt er vel um fortíðina. En nútíðin er þó betri en for- tíðin, og framtíðin á að verða betri en nútíðin. Lögreglumáliö (framh. af 1. síðu). Kosning hinna nýju lögregluþjóna, 21 að tölu. Borgarstjóri bar fram tillögu þess efnis: Að settir skyldu menn í 21 lögreglumannsstöðu og skyldi setningin gilda frá 1. nóvember næstkomandi. Fyrir fundinum lá listi um 21 umsækjanda, sem lögreglu- stjóri leggur til að verði lög- regluþjónar og um 9 aðra, Sfcm hann telur hæfa og stmgur upp á til vara. Stefán Jóhann StefÓnsson kvaddi sér hljóðs og spurðist fyrir um það, hvort lögreglu- stjóri myndi veita viðtöku í lögregluliðið öðrum mönnum en þeim 30, sem haim hefði gert tillögur um. Hermann Jónasson kvað ekld vera ráðlegt að setja lögreglu- þjónana, fyrr en þeir hefðu tekið þátt í lögreglunámskeiði eins og síðast þegar lögreglan var aukin. Bar hann fram til- lögu um. Að valin yrðu nú 25 lög- reglumannaefni, sem síðan gengju á lögreglunámskeið og ' að sett yrði í stöðurnar frá áramótum. Fyrirspum Stefáns Jóh. Stefánssonar svaraði lögreglu- stjórinn á þá leið Að það hefði veríð óþarft að spyrja, því að vitanlega gætu ekki aðrir starfað á sína ábyrgð en þeir, sem hann hefði gert uppástungu um. Þá gerði hann fyrirspum um það til borgarstjóra, hvort upplýsingar þær um umsækj- enduma, sem hann hefði sent borgarstjóra með tillögunum, hefðu verið fjölritaðar og send- ar bæjarfulltrúum til athugun- ar, og kvaðst ganga út frá að svo væri. Borgarstjóri kvaðst ekki hafa sent þessar upplýsingar, j en bæjarfulltrúar hefðu getað ! séð þær á skrifstofum bæjar- ins. Stefán Jóh. Stefánson kvaðst ekki hafa vitað, að neinar ná- kvæmar upplýsingar lægju fyr- ir um umsækjendurna frá Jög- reglustjóra, og kvaðst óska eft- ir að sér og flokksmönnum sín- um gæfist kostur á að kynná sér þær. Hann bar þá fram tillögu um Að ákvörðun um lögregln- þjónastöðurnar yrði frestað, svo að bæjarfulltrúunum gæfist kostur á að kynna sér upplýs- ingamar, sem fyrir lægju frá lögreglustjóra. Þessi tillaga var felld með 8 atkvæðom Sj álístæðismanna gegn 7 atkvæðum Framsóknar- manna og Alþýðuflokksins. Tillaga borgarstjóra um að setja í 21 lögregluþjónsstöðu frá 1. nóv. n. k. var samþykkt með 8 atkvæðum (Sjálfstæðis- manna) gegn 6, og tillaga Her- manns Jónassonar kom því ekki til atkvæða. Þá var gengið til skriflegr- ar kosningar lögreglumanna, 21 að tölu. Um bæði málin urðu snarp- ar umræður. Frá þeim verður nánar skýrt, og ítarlega um mál þessi ritað í Nýja dag- blaðið á þriðjudag. Kosning lögreglumanna fór svo: Þessir hlutu kosningu: Friðrik Garðar Jónsson, Jón Jónsson, Laug, porkell Steinsson, Guðmundur Illugason, Aðalsteinn Jónsson, Geir Sigurðsson, Ágúst H. Kristjánsson, Ármann Sveinsson, Bárður Óli Pálsson, Bjami Eggertsson, Egill þorsteinsson, Eiríkur Eiríksson, Haraldur þ. Jóhannesson, Kristbjörn Bjarnason, Kristján þorsteinsson, Leó Sveinsson, Ólafur Magnússon, Ólafur Sigurðsson, S. Gr. Thorarensen, Sigurgeir Albertsson, Stefán Z. Jóhannsson. Bankastræti 2 — Sími 13 45 Hefir á boðsfólum fjölbpeyff úpval af: maivöpum, nýlenduvörum hpeinlŒÍisvopum, sælgazii, og fóbaksvöpum fil dæmis: Gerhveiti á 40 aura kg. Hveiti á 38 aura kg. Rúgmjöl á 26 aura kg. Haframjöl, tvær teg. Hrísgrjón, venjuleg. Hrísgrjón, póleruð. Hrísgrjón, með hýði. Sagógrjón, venjuleg. Sagógrjón, stór. Mannagrjón. Semoullegrjón. Bón, innlent og útlent. Skóáburður, innl. og erl. Handsápur, innlendur og erlendar, svo sem hinar fínu handsápur frá J. G. Mouson & Co. Ilmvötn og hárvötn. Anlitsduft, margar teg. Andlitskrem, do. Tannkrem, do. Tannburstar, do. Rakkrem, rakvélar, rakspeglar, rakblöð. Þurkaðir ávextir: Rúsínur, Sveskjur, Grá- fíkjur, Döðlur, Apricosur, Epli. — Vínber ný. Appelsínur nýjar, Epli, ný. — Góðar vörur. — Sanngjarnt verð. Selt gegn staðgreiðslu. Sendum um allan bæ. Haupfél. Reykjavikur Sími 1245. Þessir menn voru kjörnir úr hópi þeirra, sem lögreglustjóri hafði mælt með sem vara- mönnum: Aðalsteinn Jónsson, Ármann Sveinsson, Leó Sveinsson, S. Gr. Thorarensen, Stefán Z. Jóhannsson. Þessir voru kosnir gegn til- lögum lögreglustjóra: Egill þorsteinsson, Eiríkur Eiríksson, Kristbjörn Bjarnason, Kristján þorsteinsson, . Ólafur Magnússon, Ólai'ur Sigurðsson, Sigurgeir Albertsson. Menn þeir, sem lögreglu- stjóri hafði gert tillögu um sem aðalmenn, en ekki náðu kosningu, voru þessir: Kristján Kristjánsson, Auðunn Sigurösson, Einar Einarsson, Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðni Jónsson, Hamldur Jensson, Jónas Th. K. Guðmundsson, þórður Benediktsson, Bjarni Jóhannsson, þórður Sveinbjörnsson Ásgeirsson, Markús Guðjón Einarsson, Kjartan Sigurður Bjarnason. Fundinum var slitið um klukkan níu. er ekki í hag seljandans þó hann selji mikið úr því hann hefir selt sinn ákveðna skammt. Hver og einn, sem neytir reglulegrar máltíðar á veitingahúsi, sem hefir full- komin áfengisréttindi, getur fengið 15 sl. af brennivíni eða öðru jafnsterku víni með matn- um og ault þess létt vín eftir óskum. Vínveitingin má fara fram í flestum bæjum og borg- um frá kl. 12 á hádegi til 11 eða 12 á kvöldin. Strangt eftir- lit er haft með þvi að reglum þessum sé hlýtt, og er eftirlits- nefnd ríkisins eða aðstoðar- menn hennar jafnan á varð- bergi. Menn sem koma ölvaðjr inn í veitingahús, fá ekki keypt vín, þótt það sé annars veitt á þeim stað. Áfengi geta menn einnig fengið keypt og flutt heim til sín, en það er þó ýmsum vand- kvæðum bundið. Fyrst verður maður að fá sér vínkaupabók, en ekki er hlaupið að því. Um- sækjandinn verður að vera fullra 23 ára og verður hann að gefa upplýsingar um efna- hag sinn, hve margt fólk er í fjölskyldunni, hvort aðrir í fjölskyldunni hafa vínkaupa- bók o. s. frv. Þegar stjóm heildsölunnar hefir látið rann- saka, hvort þær upplýsingar, sem hún hefir fengið um um- sækjandann eru réttar, ákveð- ur hún hvort hann fái við- skiptabók. Heildsölustjórinn úr- skurðar einnig, hve mikið um- sækjandinn fær leyfi til að kaupa á mánuði, og fer það eftir efnahag hans og eftir þvi, hve vel má treysta honum til þess að fara með áfengi. Slíkt er vitanlega erfitt að á- kveða, og ómögulegt nema með því að kynna sér persónulega allar aðstæður. Enginn fær þó meira en 4 lítra af brennivíni á mánuði, nema sérstaklega standi á. Flestir fá aðeins einn J eða 2 lítra á mánuði. Sá sem vínkaupabók hefir má einnig kaupa létt vín. Hver vínkaupabók gildir einungis á einum útsölustað og hver umsókn verður að vera með eiginhandar undirskrift eiganda bókarinnar. Ekki má lána öðrum vínkaupabók til þess að kaupa áfengi út á hana og ekki má eigandi held- ur selja það vín, er hann tek- ur út. Ekki er heldur hægt að láta safnast saman, þannig, að eigandi bókarinnar taki lítið einn mánuðinn til þess að eiga mikinn forða þann næsta. Ef eigandi bókarinnar tekur ekki allan skammtinn á mánuði hverjum, missir hann réttinn til þess að fá afganginn síðar. Þetta er auðvitað gert til þess að koma í veg fyrir ofdrykkju, sem því hættara er við, sem forðinn er meiri. Sá, sem misnotar réttindi þau til vínkaupa, er honum hafa verið veitt, annaðhvort með því að selja öðrum eða veita ólöglega, eða þá með því að láta sjá sig drukkinn á al- mannafæri og kemst fyrir það í tæri við lögregluna, missir vínkaupabókina um tveggja ára bil við fyrsta brot og æfi- langt við ítrekað brot. Áfengið er ódýrt, einn lítri af 40% brennivíni kostar aðeins kr. 2.65. Þetta veldur því, að bruggunin þrífst illa, þar eð hún er lítill gróðavegur og þungar hegningar. Smygl er af sömu ástæðum tiltölulega lítið. Lög þessi voru í fyrstu mjög óvinsæl, höfundur þeirra, dr. Bratt varð fyrir hörðum árás- um í ræðu og riti. Loks kom að því, að menn þr^yttust á því að berjast á móti lögunum, og smám saman fór þeim að aukast fylgi. Fyrir nokkrum árum var töluvert rætt um það hvort lögin skyldu af- numin eða látin haldast áfram, óbreytt eða breytt. Sárafáir af þeim, sem tóku þátt 1 umræð- um um þetta mál, vildu af- nema þau, nokkrir vildu breyta þeim eitthvað, en lang- flestir vildu, að þau héldust ó- breytt. Niðurstaðan varð líka sú, að þau héldust óbreytt. Þetta sýnir, að lögin hafa reynst betur en menn gerðu sér vonir um, og skal hér sýnt með nokkrum tölum hve happadrjúg þau hafa verið, og hversu mjög ofdrykkjan hefir minnkað í landinu. Árið 1913 drukku Svíar 44 miljónir lítra af spíritus eða rúmlega 6,9 lítra á mann til jafnaðar, en 1926 nam áfeng- isneyzlan aðeins 25 milj. lítra eða rúml. 4,4 lítra á mann til jafnaðar. Árið 1913 voru 59 þús. manna dæmdir fyrir of- drykkju, en ekki nema 29 þús. árið 1926. í Stokkhólmi einum voru 584 menn lagðir inn á sjúkrahús vegna ofdrykkju ár- ið 1913. En aðeins 156 árið 1926. Tölur þessar sýna ljóslega áhrif áfengislöggjafarinnar sænsku, enda er Svíum þetta ljóst sjálfum og svo öðrum er fylgst hafa með þessum mál- um Svíanna. Guðlaugur Rósinkranz.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.