Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐI9 Bankaatræti 2 Simi 12 45 hefir á boðstólnm tjölbreytt úrval ai: matvörum, nýlenduvörum, hreinlætisvörum, sælgæti og tóbaksvörum til dæmis: Gerhveiti á 40 aura kg. Hveiti á 38 aura kg. Rúgmjöl á 26 aura kg. Haframjöl, tvær teg. Hrísgrjón, póleruð. Hrísgrjón, með hýði. Sagógrjón venjuleg. Sagógrjón, stór. Mannagrjón. Semoullegrjón. Victoríu baunir. Grænar baunir. Bón, innlent og útlent. Skóáburður, innl. og erl. Handsápur, innlendar og erl., svo sem hin- ar fínu handsápur frá J. G. Mouson & Co. Ilmvötn og hárvötn. Andlitsduft, margar teg. Andlitskrem, m. teg. Tannkrem, m. teg. Tannburstar, m. teg. Húsgagnaáburður. Fægiduft Coddard’s. Rakkrem, rakvélar, rakspeglar, rakblöð. Þurkaðir ávextir: Rúsínur, Sveskjur, Gráfíkjur, Döðlur, Apricosur, Epli. Nýir ávextir: Vínber, Appelsínur, Epli, Bananar. Góðar vörur — Sanngjarnt verð. Selt gegn staðgreiðslu — Sendum um allan bæ. Káupfélag Reykjavíkur Sími 1245. Mjólkurgjafirnar í barnaskólunum. Framh. af 1. síðu. fengu hana gefins. f fyrra var þetta eitthvað svipað. Ná- kvæmar tölur um hve mikið bærinn greiddi í fyrra fyrir þessa mjólk hefir ekki tekizt að fá. Blaðið hringdi til bæjar- gjaldkerans, en hann þóttist j hafa með sér, súrnar, stund- engan tíma hafa til þess að tala við oss og hringdi af. Þá náðist tal af öðrum manni á skrifstofunni, en hann sagði að það tæki svo mikinn tíma að finna þetta og hann vissi held- ur ekki hvar ætti að leita að því. - Skólastjóri Austurbæjarskól- anum, því þó heimilin hafi efni á að láta börnin fá mjólk, vilj.i oft verða misbrestur á þessu. Stundum er mjólkin ekki komin þegar börnin fara að heiman, mjólkin, sem þau Þjóðverjar breyta kolum í benzín. Viðtal norska blaðs- ins Nationen við þýzka efnafræðinginn Carl Bosch forstjóra Farbenindustrie A.G, Hinn frægi efrtafræðingur og iðjuhöldur Carl Bosch, Nobels- verðlaunamaður og forstjóri eins stærsta iðnaðarfyrirtækis Þýzkalands, Farbenindustrie A. G., var nýlega á ferð í Oslo. Birtir norska bændablaðið Nationen útdrátt úr viðtali við hann um iðnaðarmál Þýzka- lands og getur um leið fyrir- lesturs, sem hann hélt þar í borgínni um svipað efni. Bosch fullyrðir, að í iðrum jarðar sé ekki til hráolía til benzínframleiðslu, nema sem svarar þörfum mannkynsins um einn mannsaldur, eins og nú sé komið benzinnotkun. Nú er þó framleiðsla og framboð á benzíni umfram þarfir, þeg- ar á heildina er litið, en innan skamms, segir Bosch að sú of- framleiðsla hljóti að snúast í framleiðsluþurð. f Þýzkalandi er nú farið að framleiða ben- zin úr kolum. Sú framleiðsla hefir til skamms tíma verið á tilraunastigi, en er nú að breytast í stórframleiðslu. í því iðnaðarfyrirtæki, er Bosch stjórnar, einu saman, eru nú árlega unnin 100 þús. tonn af benzini úr brúnkolum, og hann býst við, að eftir hálft annað ár hafi fyrirtækið aukið þá framleiðslu upp í 400 þús. tonn. Öll benzínframleiðsla Þýzka- lands úr kolum svarar nú til 400 þús. tonna á ári, en Bosch tel- ur vel fært að auka hana upp í 2 millj. tonna'og er það 2/5 af benzínþörf landsins. Með í því skapast atvinna handa um 150 þús. atvinnulausra manna 1 í landinu í þeirri iðjugrein ' einni saman um fá þau aura til þess að kaupa sér mjólk fyrir og kaupa þau þá sælgæti eða citron í stað mjólkur. Síðan mjólkur- gjafirnar byrjuðu, kvað skóla- stjóri sælgætiskaup barnanna hafa minnkað stórum. Hugmyndin er, að öll böm fái mjólk í skólanum. Einnig ans upplýstí, að brátt mundi j hefi ég. farið fram á það við byrjað á mjólkurveitingunum í skólanum, og hefði bæjar- stjórnin nú áætlað kr. 9000.00 til mjólkurgjafa á þessu ári, og mundi það vera alveg nægi- legt og sama upphæð mundi nægja næsta ár og væntanlega verða samþykkt. Þá gat skólastjóri þess, að hann hefði fengið þær upplýs- ! ingar, að ástæðan til þess að ! svona löng bið hafði orðið á | mjólkurveitingunum væri sú, j að mjólkurekla hefði verið í i skólanefndina, segir skólastjóri, að börnin fái ókeypis lýsi. Það hefir lítinn kostnað í för með sér, en gerir mikið gagn. Blaðið sneri sér einnig til skólastjóra Miðbæjarskólans og spurðist fyrir um hvort mörg börn hefðu fengið mjólk þar, en hann kvað þau vera mjög fá. Mjólkurgjafimar í barnaskól- unum eru vafalaust þýðingar- mikið atriði, sérstaklega fyrir bænum, en nú myndi brátt j fátækustu börnin, sem oft eiga verða byrjað, og borgarstjóri hefði leitað samninga við Mjólkurfélag Reykjavíkur um mjólkurkaup. Nauðsynlegt er, segir skóla- stjórinn, að öll bömin í skól- anum geti fengið mjólk í skól- ekki kost á góðu fæði heima. — Til samanburðar skal þess getið, að í fjöldamörgum barnaskólum á Norðurlöndum fá fátæk börn allan mat í skól- anum, og þau allra verst stæðu einnig föt, skó og bækur. Hefir Remarque verið myrtur? Þó svo ógifíusamlega hafi viljað til, munu bækur hans lifa meðan nokkur friðarhugsjón er til i heim- inum. - Remarque skrifaði tvær bækur, Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum og Vér héldum heim, sem gerðu hann heimsfrægan á skömmum tfma. Þær hafa báðar verið þýddar á islenzku og fást hjá bóksölum um land allt. Kaupið þessar bækur í dag — á morgun getur það orðið of seint! íöófmcmitir - íþróttir - íistir | ■ IIIW(~~~H>1 Raudskinna. Þjóðsögur og sagnir. Safnað hefir Jón Thorarensen prestur í Hruna. Rauðskinna II. bindi er ný- komið út. Það er nær 200 bls. að stærð og hefir að geyma 47 sögur frá ýmsum tímum. Fyrra bindi þessara sagna, sem út kom 1929, var skrásett af safnanda sjálfum, en í þessu síðara hefir hann að nokkru stuðzt við handrit ýmissa manna og reynt að láta sér- kenni hvers eins halda sér. Það mun leitun á þeim Is- lending, sem finnst bók þessi ekki hinn bezti fengur. Séra Jón ritar aðdáanlega gott mál, svo sem menn sáu einnig af fyrra bindi hans. Yfir því er sérstakur þjóðsagnablær, auð- ugt og smekklegt orðaval og einstök mýkt, sem gerir stíl- inn aðlaðandi. í þessari bók veður tunglið í skýjum. Þar eru ýmsar magn- aðar draugasögur bæði fornar og nýjar, sumar prýðilega lognar, en aðrar raktar að svo góðum heimildum, að mörgu er trúað hér á landi, sem ó- sennilegra er og miður sannað. Sagan „Kirkjugarðurinn rís“, j er skrásett af ömmusystur síra | Jóns, Ólínu Andrésdóttur, eftir ' sögn breiðfirskrar konu, sem hún var samtíða. Eitt sinn dvaldi kona sú í Unaðsdal, sem er kirkjustaður við Isafjarðar- djúp. Var hún á gamlárskvöldi ein heima að gæta veikrar stúlku, skreppur út 1 bæjarlæk að sækja henni vatn, en á leið- inni heim aftur sér hún kirkju- garðinn þéttskipaðan fólki. En | er hún kemur að sálaðrahliði á I leiðinni heim að bæ, sér hún . sér til skelfingar veiku stúlk- una komna í hópinn fyrir inn- an hliðið, en er hún kemur inn í bæ, var stúlkan önduð. Beið hún svo í angist þar til fólkið kom heim, sem aðeins sagði þetta: „Þú hefir séð garðinn rísa“. Álfkonan í Kirkjuhöfn er falleg saga, ekki síst fyrir vísu þá, sem álfkonan huggar mennska konu með, sem gift var suður með sjó, en þjáist af heimþrá til æskustöðvanna uppi í sveit. Vísan er svona: Brimhljóð á köldu kveldi kyrrir og svæfir bezt; hlóðirnar hlaðnar eldi huganum sýna flest, glæður og glitruð bára gylla muna og rann, þá gleymist sorgin sára sæztu við byggð og mann. Þarna veitir álfkonan nátt- úrutöfrum sjávarstrandarinnar og heimilishlýju inn í hug hinn- ar ungu konu og bendir henni þannig á uppbót fyrir sveita- umhverfi æskustöðvanna, sem hún hafði saknað. Tveimur minnisstæðum skip- töpum er lýst í þessari bók, og ýmsum atburðum í sambandi við þá. Skiptapinn frá Kross- nesi 1868 er eftir handriti Áma Sveinssonar frá ísafirði, og er frásögnin afar skýr og prýði- lega samin. Sama má að mestu leyti segja um handrit mag. Guðna Jónssonar um mann- skaðaveðrið í Þorlákshöfn 1883, þegar Ólafur frá Dísarstöðum drukknaði og öll áhöfn hans, en sem þjóðsagnaritara skýzt hon- um yfir markið, að því leyti, að hann reynir að stikla sem fljótast yfir það, sem er þunga- miðja sögunnar sem þjóðsögu, án þess að lesandinn fái neina skýringu á því, að betur hefði ekki mátt gera. „Dulskyggna konan“ er all- löng saga, sem verður mörgum ógleymanleg. Hún bregður úpp svo sérstæðri mannlýsingu af gamalli konu, sem bjó við Hlíð- arhúsastíg og dó hér 1908. — Herdís skáldkona Andrésdóttir skrásetur þessa sögu. Þær syst- ur, Herdís og Ólína, eru löngu orðnar landskunnar fyrir rit sín, og kostir Herdísar koma hér greinilega í ljós. Styrkur í stíl hennar er fyrst og fremst fólginn í því, að hún gerir frá- sögn sína svo einlæga og ó- brotna, að frásagnarlist henn- ar kemur fram eins og ósjálf- rátt og óafvitandi. — Kona þessi, sem Herdís lýsir, virðist hafa búið yfir óvenjumiklum miðilshæfileikum, sem lítil rækt var lögð við í þá daga. T. d. þegar gamla konan vakir ein um nótt yfir deyjandi, frönsk- um sjómanni, þá birtist henni kona, klædd erlendum búningi, sem hún heyrir franska ung- linginn ávarpa, sem móður sína. Hvernig kona þessi birtist, minnir á kaþólska helgisiði, sem gamla konan hefir eðli- lega ekki borið neitt skynbragð á. - Yfirleitt myndi saga þessi njóta sín fullt eins vel í sálar- ransóknariti eins og í þjóð- sagnasyrpu. Islenzkar þjóðsagnir hafa sett æfintýrablæ á bókmenntir íslendinga og auðgað þær stór- lega, en menn líta eðlilega á þær frá misjöfnu sjónarmiði. Sumir vilja fá sannar sögur eða sennilegar, aðrir hafa yndi af sérkennileik þeirra, málblæ og frásagnarlist. En Rauð- skinna hefir þann kost, að hún | getur boðið hverjum flokki ! manna það, sem hann leitar að. K. S. *** Kristmann Gudmundsson, skáld. Norska blaðið „Nationen“ seg- ir frá því 28. okt. að bækur Kristmanns Guðmundssonar eigi alltaf meiri og meiri vin- sældum að fagna. I vetur kem- ur „Livets morgen" út á ítölsku og „Den blaa kyst“ á þýzku. Fyrir skömmu er „Sig- mar“ kominn út á dönsku og í ! desember kemur „Brudekjolen“ ut á pólsku. Áður hefir hann , verið þýddur á hollensku, ! dönsku, finnsku og íslenzku. Mega Islendinga samfagna þessum landa sínum, sem und- anfarin hefir verið að vinna hvern stórsigurinn á fætur öðrum, í heimi bókmenntanna.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.