Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Síða 1

Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Síða 1
1 DAG Sólaruppkoma kl. 8,38. Sólarlag kl. 3,44. Máflóð árdegis kl. 9,40. Háflóð síðdegis kl. 10,05. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 4,20 e. m. til 8,05 árd. Veðurspá: Suðvestan og vestan- gola, skúrir og kaldara. Söfn, skrifstolur o. fL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 JJjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 þjóðminjasafnið .......... kl. 1-3 Náttúrugripasafnið ....... kl. 2-3 Landsbankinn .... opinn kl. 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg ................... opið 2-7 Sparisjóður Rvikur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskifél. ... Skrifst.t. 10-12 og 1-5. Samband ísl. samvinnufélaga opið ............... 9-12 og 1-6 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofumar opnar 10-12 og 1-4 Baðhús Reykjavíkur opið 8—8. Upplýsingaskrifstofa mæðrastyrks- nefndarinnar, þingholtsstræti 18, opin kl. 8—10 e. m. Alþingi: Fundur kl. 1 í báðum deildum. Heimsóknartimi sjúkrahása: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12%-2 Vífilstaðahælið 12%-1% og 3%-4% Kleppur .................... kl. 1-5 Næturlæknir Valtýr Albertsson, Túngötu 3. Sími 3751. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og Lyfjábúðinni Iðunn. Læknisskoðun íþróttamanna Póst- hússtræti 7 kl. 7—8 (Óskar þórð- arson læknir). Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Gæfubíllinn, þýzk mynd, kl. 9. Gamla Bíó: Hjartaþjófurinn kl. 9. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. þing- fréttir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20. Tilkynningar. Tón- leiktír. 19,35 Dagskrá næstu viku. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi (úr dómkirkj- unni): Kristilegt félag ungra kvenna. (Frú Guðrún Lárusdóttir). 21,15 Tónleikar. (Útvarpstríóið). Grammófón. Wennerberg: Glunt- arne. Danslög. Stjórnarskipt Enn einu sinni hafa orðið stjórnarskipti í Frakklandi. Frakkar eru orðnir frægir fyrir tíð stjórnarskipti. Þing- flokkarnir eru nú alls 15 og enginn svo stór að hægt sé að j mynda flokksstjóm. Stjómin á ' því löngum líf sitt undir mörg- um flokkum, sem annars eru lítt samstæðir. Albert Sarraut. Þegar Daladier tókst að mynda stjórn snemma á þessu ári, væntu margir þess, að | honum tækist að halda völd- . unum lengur en fyrirrennurum . hans. Þær vonir studdust við , það álit, sem Daladier hafði sem einn þróttmesti og hæf- asti stjórnmálamaður Frakk- lands. - Flokkur Daladiers, social- radikali flokkurinn vann mikið á í kosningunum 1932 og varð stærsti flokkur þingsins, fékk 160 sæti, en alls eru þingsætin 615. Kjörorð flokksins í kosn- ingunum var það, að lækka yrði útgjöld ríkisins og af- j greiða tekjuhallalaus fjárlög. Fjárlögin fyrir 1934 voru lögð fyrir þingið með miklum tekju- halla. Þann halla hugðist Dala- dier að jafna án þess að taka Mjólkurgjaflrnar Blaðið hafði frétt að dráttur hefði orðið á því í haust, að byrjað væri á því að veita börnunum mjólk í barnaskól- unum hér í bænum, en það hefir nú verið gert 2 undanfar- in ár. Blaðið hringdi því til skólastjóranna til þess að afla sér upplýsinga um þetta. Eins og kunnugt er, stakk skóla- stjóri Austurbæjarskólans upp á því í hitteðfyrra, að veita mjólk í skólanum og að fátæk- i í Frakklandi ný lán. Til Þess þurfti að taka til óvenjulegra ráðstafana bæði um niðurfærslu á gjöld- um og frekari tekjuöflun. Laun opinberra starfsmanna og þá einkum eftirlaun, skyldu lækka að verulegu leyti. Beinir skatt- ar áttu að aukast og krefjast skilyrðislausrar greiðslu á þeim sköttum, sem þegar væru á lagðir. Ekki þurfti að því að spyrja, að þessar fyrirhuguðu ráð- stafanir Daladiers yrðu æði ó- vinsælar. Hægri mennirnir stóðu fast á móti hækkun skattanna, en vinstri á móti lækkun laun- anna. Almennust var þó mót- staðan gegn þeim róttæku ráðstöfunum, sem gera átti til að fá skattana greidda og koma í veg fyrir skattsvik. En skattsvik eru mjög algeng í landinu og þykir sjálfsagt ráð til þess að verjast „blóðsugum ríkisst j órnarinnar“. Þegar Daladier lagði þessar tillögur sínar fyrir þingið, rak hann fast á eftir og vildi fá þær afgreiddar sem skjótast. Fyrst í stað gekk allt skaplega og sumt af tillögum hans gekk fram. En þegar kom að niðurfærslu launanna, varð ekki lengra komizt. Róttækustu flokkarnir báru fram vantraust á stjórn- ina. Hægri flokkarnir gripu tækifærið og studdu auðvitað vantraustið og stjómin féll með allverulegum atkvæðamun. Stjórnmálamennirnir munu þó hafa fengið eftirþanka um það, að tæplega yrði gengið framhjá höfuðlínunum 1 fjár- málapólitík Daladiers, því að til tals kom, að hann myndaði stjórn að nýju. Það varð þó ekki. Sarraut myndaði ráðuneytið, en ekki er gert ráð fyrir, að j tillögur hans til viðreisnar j verði að verulegú leyti frá- 1 brugðnar tillögum Daladiers. ■ Er Daladier nú hermálaráð- ! herra í ráðuneyti Sarraut. 1 barnaskólunum. Viðtöl við skólastjórana. | um börnum yrði gefin mjólkin. Þetta fékk litlar undirtektir hjá ráðamönnum bæjarins og vildu þeir þá ekkert fé veita til slíks. En nokkurir áhuga- menn sáu þörfina á þessu og gáfu töluvert fé til þessa, einn af læknum bæjarins byrjaði með því að gefa til þessa um 200 krónur. Þennan vetur fengu um 900 böm mjólk í skólanuni og um 100 af þeim Frtonh. á 2. aíðu^ Kosníngarnar i Bretlandi. Ihaldið tapar. London kl. 17,00 8/11 FÚ. Við aukakosningar, sem fram fóru í gær í Skipton kjör- dæmi í Englandi, sigraði fram- bjóðandi íhaldsflokksins, D. W. Rickard, og hlaut 18.136 at- kvæði, eða 3 979 atkvæða meirihluta. Við síðustu kosn- ingar hafði frambjóðandi Ihaldsflokksins í þessu kjör- dæmi 14.960 atkvæði meiri- hluta. Það er frambjóðandi Verkamannaflokksins, J. P. Davis, sem mest hefir unnið á síðan, og hlaut hann nú rúm- lega 14.000 atkvæði, og fram- bjóðandi Frjálslynda flokksins rúmlega 9.000. Kommúnistar höfðu einnig mann í kjöri í kjördæmi þessu, en hann hlaut svo lítið fylgi, að hann tapaði tryggingarfé því, sem fram- bjóðendur verða að setja að enskum lögum um leið og þeir bjóða sig fram. London kl. 17,00 8/11 FÚ. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í Skotlandi í gær. Verka- mannaflokkurinn vann á víð- ast hvar. I Glasgow vann flokk- urinn 8 sæti, og náði algerðum meirihluta í bæjarstjórninni. í Aberdeen vann hann 3 sæti, 1 í Dundee og 4 í Greenock. Bardagar á Cuba. London kl. 17,00 8/11 FÚ. Óeirðir hafa nú brotizt út á Cuba. í dag sveimuðu flugvél- ar yfir Havana, og skutu á borgina úr vélbyssum. Upp- reisnarmenn í Havana réðust í dag á höll forsetans, en varn- arlið hallarinnar hratt árás þeirra af sér. Menn halda að á bak við þessa uppreist standi leynifélagsskapur, að mestu leyti sá sami, sem hrakti Mac- hado forseta frá völdum. Borgarstjórakosn- ing í New-York. London kl. 0,45 8/11 FÚ. Borgarstjórakosningar fóru fram í New York í gær, og voru um þær miklar æsingar. Almennt var gert ráð fyrir því, að Major la Guadia myndi bera sigur úi' býtum, en hann hafði verið útnefndur af samfylkingu flokka og félaga, sem andvíg eru „Tammany Hall“, eða samtökuni Democrata Imndon kl. 17,00 8/11 FÚ. La Guadia Major var í gær kosinn borgarstjóri í New York. Kosning hans er sigur fyrir andstöðuflokka Tammany Haíl, og er þetta í fyrsta skipti í 20 ár að andstæðingur Tam- many Hall hefir verið kosinn borgarstjóri. Göbbels leiddur sem vitni. London kl. 17,00 8/11 FÚ. Göbbels mætti í dag sem vitni fyrir Ríkisréttinum í Leipzig. Ilann flutti ekki ræðu í réttinum, eins og Göhring gerði, en svai-aði spurningum, sem fyrir hann voru lagðar. Dimitroff og Torgler lögðu báðið fyrir hann margar spurn- ingar. Göbbels sagðist fyrst hafa heyrt um þinghúsbrunann heima hjá sér, en Hitler hefði þá verið þar staddur, og hefðu þeir verið að borða. Þeir hefðu ekki trúað fréttunum fyrst í stað, og haldið að þær væru í gamni sagðar, en þegar þær voru ítrekaðar, sagði hann að þeir hefðu tafarlaust haldið af stað til þinghússins, og séð að það var satt, að eldur var kom- inn upp. Dimitroff minntist í spurn- ingum sínum á ódáðaverk, er hann kenndi Nazistum, en Göbbels svaraði því, að slík ódáðaverk hefðu máske verið unnin af kommúnistum í Naz- istabúningi. Dollarinn lækkar enn. London kl. 17,00 8/11 FÚ. Gullverð í Bandaríkjunum hækkaði enn í dag, og er nú $ 33.05 únzan af nýunnu gullu. Gengi Bandaríkjadollars féll talsvert mikið í London í dag', og var $ 4.94% er viðskiptum lauk, og hefir gengi hans ekki verið svona lágt síðan í styrj- aldarbyrjun. Franskur franki féll einnig dálítið. Hvar er eldurinn uppí? Mest hefir orðið vart við öskufallið á Fáskrúðsfirði.. Var það svo mikið að vart var kom- ándi út undir bert loft meðan það var sem mest. Frá Breið- dalsvík sást bjarmi í stefnu á Dyngju, og hafa ýmsir haldið, að þar mundi hafa verið eldur uppi, en ekkert er þó víst um það. I gær að mestu bjart á Austfjörðum. f Vattamesi ogá Reyðarfirði var þó slæmt skygni og sömuleiðis í Horna- firði. Landskjálfta hefir ekki orðið vart. Landskjálfti á Þýzkalandi. Berlín kl. 11,45 8/11 FÚ. í nótt klukkan tæplega 2 fannst allsnarpur jarðskjálfta- kippur í Wiirtenberg í Þýzka- landi. Voru dunur og dynkir samfara jarðskjálftanum, en ekkert tjón hlauzt af.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.