Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Blaðsíða 4
< M Ý 3 A DAGBLA9 IÐ Annáll. Skipafregnir. Esja var á Sauðárkróki í gær um hádegi. Súðin kemur til Hornafjarðar í dag frá Noregi, Gullfoss fer vestur og norður á föstudagskvöld. Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg. Brúarfoss kom að vestan seint í gærkvöld. Dettifoss fór frá Stykkishólmi í gærmorgun á- leiðis til Flateyjar. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Bækur Remarque, sem auglýstar eru í þessu blaði, voru meðal þeirra rita, er brennd voru á bókabálinu mikla í Berlín í vor. í utanríkismálanefnd voru kosnir í sameinuðu þingi í gær Bjarni Ásgeirsson, Jón Þorláksson, Jónas Jónsson, Magnús Jónsson, Ólafur Thors, Tryggvi Þórhallsson og Vil- mundur Jónsson. Deildafundir voru engir í gær, en í dag eru fundir í báðum deildum kl. 1. Aðalfundur glímufélagsins Ármann var hafdinn í Varðarhúsinu nýlega og var fjölmennur. Ýms mál voru þar rædd. Á fundinum var stofnaður „utanfarasjóður glímufélagsins Ármann“. Eru stofnendurnir Svíþjóðarfarar Ármanns, sem gáfu stofnfé að upphæð 300,00 kr. 1 stjóm voru kosnir: Jens Guðbjörnsson, for. maður, ólafur Þorsteinsson, Kristinn Hallgrímsson, Jóhann Jóhannesson, Þórarinn Magnús- son, Jón G. Jónsson og Björn Rögnvaldsson. Varastjórn skipa þau Rannveig Þorsteinsdóttir, Karl Gíslason og Þórunn Jóns- dóttir, en endurskoðendur voru kosnir Stefán G. Björnsson og Konráð Gíslason. — Æfingar eru nú byrjaðar af kappi í öll- um flokkum félagsins. Glímu- kennarar eru Jón Þorsteinsson og Þorst. Kristjánsson og fim- leikakennarar Vignir Andrés- son og Jón Þorsteinsson. Útgjöld lækka. Hagstofan reiknar út eftir gildandi verðlagi á hverjum tíma hve mikil útgjöld eru fyr- ir 5 manna fjölskyldu hér í Reykjavík. Eftir yfirliti Hag- stofunnar í október ættu út- gjöld fjölskyldunnar til matar, fata, húsnæðis, skatta og ann- ara nauðsynlegra útgjalda að nema 4067 kr., en eftir verð- lagi því sem var í fyrrahaust - mundi tílsvarandi upphæð hafa numið kr. 4150,00. Lækkunin stafar aðallega af því að garð- ávextir og aldin hafa lækkað um 15% og mjólk, ostur og egg um 7%. Mjólkin lækkaði, sem kunnugt er í nóvember í fyrra úr 44 aur. niður í 40. Maður hverfur. Gamall maður, Jón Hannes- son að nafni, fyrverandi öku- maður, hvarf á mánudaginn var og hefir ekki fundizt síð- an. Hann átti heima á Elli- heimilinu og hefir verið þar í tvö ár. Leitað var á þriðjudag- inn og í gær. Hefir skátaflokk- ur tekið þátt í leitinni, en einskis orðið vart, sem gefið geti bendingu um, hvað af manninum hafi orðið. ísfisksalan. Samkvæmt síðustu hagtíð- indum hefir ísfisksalan í ár verið miklu minni en í fyrra. Á mánuðunum jan. til sept. í fyrra var fluttur út ísfiskur fyrir kr. 2.577.610,00, en á sama tíma í ár fyrir kr. 1.873.840,00. Útflutningur meiri í ár en í fyrra. Samkvæmt skýrslum lög- reglustjóranna hefir heildar- útflutningurinn í ár til septem- berloka verið 2,7 milj. króna meiri en á sama tíma í fyrra, eða 32,2‘milj. kr. á móti 29,6 milj. á sama tíma í fyrra. Aukning fimleika í K. R. Nýjum flokki hefir verið. bætt við vegna mikillar aðsókn- ar og verður það 3. flokkur kvenna, sem hefir æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6—7. Geta fáeinar stúlkur komizt í þennan flokk ennþá. Einnig hefir verið bætt við telpnaflokk undir 15 ára, sem hefir æfingu á miðvikudögum kl. 6—7 og telpuflokkur undir ! 8 ára, sem hefir æfingu á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 5—6. Kennari er ungfrú Unnur Jónsdóttir. Einnig hefir verið bætt við drengjaflokk undir 15 ára, sem hefir æfingu á miðvikudögum og föstudög- um kl. 5—6. Kennari hr. Júlíus Magnússon. Nokkrir drengir og' telpur geta komizt í þessa flokka ennþá og eru þau beðin að snúa sér til kennaranna. — Foreldrar hvetjið börn yðar til að iðka fimleika. G. Ungur þýzkur vísindamaður að nafni Landy kom hingað til lands í sumar til þess að rann- saka gróður og dýralíf í vötn-* um. Hafði hann með sér mjög fullkomin tæki, svo vænta má góðs árangurs af rannsóknum þessum. Landy hefir nú um nokkurt skeið dvalið norður við Mývatn, þar sem hann hefir verið við rannsóknir. Er það ætlun hans að rita doktorsrit- gerð um niðurstöðumar af rannsókn sinni. Landy hefir áður dvalið um tvö ár hér á landi og talar íslenzku. Maður hleypur í sjóinn. í fyrrakvöld köm lögreglu- bíll niður að höfn og ók fram hjá verkamánna skýlinu. Voru þar nokkrir menn staddir og virtist lögregluþjónunum að þeir myndu eiga erindi við einn þeirra. Stigu þeir þá úr bílnum og gengu til mannsins, en hann tók á rás undan og hljóp á bak við húsið. Þegar lögreglan kom þangað hafði maðurinn stokkið niður af uppfyllingunni og stóð upp und- ir hendur í sjó. Náðu þeir honum upp. Hafði hann með- an á þessu stóð losað sig við flösku af landa, er hann bar á sér. Fannst flaska þessi, er út fjaraði. Á veiðar eru nýfarnir togararnir Karlsefni, Hannes ráðherra, Tryggví gamli og línuveiðar- inn Jarlinn. Línuveiðarinn Sigríður er að búa sig á veiðar. Atvinnuleysið í Danmörku. 1 lok októbermánaðar var tala atvinnuleysingja í Dan- mörk 88.957, en 128.316 um sama leyti í fyrra. Síðustu viku óx tala atvinnuleysingjanna um 2477. íslenzkur matur. I dag heldur Helga Thorlaci- us sýningu á réttum úr íslenzk- um grösum og jurtum, svo sem fjallagrösum, sölvum og Skarfa. káli, og fer sýningin fram kl, 2—7 síðd. í Oddfellowhúsinu uppi. Einnig verða til sýnis réttir úr ýinsu grænmetí af erlendum uppruna, sem nú er ræktað á íslandi, fisk- og kjot- réttir ýmiskonar. íslenzkir námsmenn í Svíþjóð. Til skamms tíma hefir það verið ótíður viðburður að ísl. námsmenn hafa farið til Sví- þjóðar, en nú er þetta tölu- vert að breytast. Möimum er orðið það ljóst, að þeir geta margt gott sótt til Svíþjóðar. Nú eru þar 8 stúdentar við nám. Lesa þeir þar: 1 bygg- ingafræði, 1 jarðfræði, 1 jarð- ræktarfræði, 2 málfræði, 2 hagfræði og 1 guðfræði, 2 kandidatar í læknisfræði eru þar einnig við nám. Einn piltur er þar á verzlunarskóla og ann- ar á byggingarskóla og 6 ung- lingar eru þar á lýðskóla. Útflutningur hrossa. í september voru flutt út 199 hross fyrir kr. 17630,00, eru það tæplega 90 kr. á hross. Alls hafa verið flutt út 420 hross á þessu ári og er það 178 hrossum færra en flutt voru út á sama tíma í fyrra. Bílar. Bílar eru stöðugt að nálgast það að verða útbreiddasta sam- göngutækið. 1920 voru um 6 milj. bíla í notkun í heiminum. Við seinustu áramót var sú tala orðin 36,3 milj. Útbreiðsla þeirra í nokkrum löndum er sem hér segir: í Bandaríkjun- um 1 bíll á 5 íbúa, Canada 1 á 8, Frakkland 1 á 24, Danmörk 1 á 29, England 1 á 32, Sví- þjóð 1 á 41, Þýzkaland 1 á 95, Japan 1 á 643, Rússland 1 á 2300 og Kína 1 á 14000. Staddur er í bænum Sæmundur Einarsson bóndi í Stóru-Mork. • Ódýrn • auglýsinga rnar. Húsnæði Gott pláss óskast til leigu fyrir fisksölu. Tilboð merkt „15“ sendist afgr. blaðsins. Tapað-Fundið Grábröndóttur, stálpaður ketlingur hefir tapast. Finn- andinn góðfúslega beðinn að gera aðvart í síma 3091. Atvinna Mæld feiti í mjólk. Sími 2151. Nýmóðins pergament lampa- skermar, handmálaðir. Fyrir- liggjandi og saumaðir eftir pöntun á Grundarstíg 8. Verð afar ódýrt. Sími 4399. Munið síma Herðubreiðar 4565, Fríkirkjuvegi 7. Þar fæst allt í matinn. Ritvél, helzt Caronne, óskast keypt með tækifærisverði. A. v. á. Nýtt kjöt, saltkjöt, reykt kindabjúgu o.m.fl. — Kjötbúð Reykjavíkur, Vesturgötu 16. Sími 4769. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? ÖDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin Brúarioss Sími 3749. Iíjötfars alltaf bezt hjá K L E IN, Baldursgötu 14. Sími 3073. RAUÐA HÚSH). síns var hvergi nærri eins mikils um hann vert eins og yngri utgáfurnar í sumum öðrum fjölskyldum; til dæmis fjölskyldunni Champion Birket. En Cham- pion Birkett -ar líka bezti líereford tarfurinn, sem hann hafði nckkru sinn aiið upp. Antony ætlaði sér annars ekki lengra en til Lund- úna. Hann ætlaði sér að sjá sig um í heiminum. En það var ekki meining hans að sjá lönd heldur að sjá menn og kynnast þeim frá sem fiestum hliðum. í Lundúnum eru allskonar menn, bara maður viti frá hvaða hlið maður á að virða þá fyrir sér. Og Antony virti þá fyrir sér, frá undarlegum og marg- víslegum sjónarmiðum, frá sjónarmiði lögreglu- þjónsins, fréttaritarans, veitingaþjónsins og búðar- lokunnar. Úr því hann hafði þessi 400 pund í árs- tekjur, var honum þetta allt regluleg skemmtun. Hann var hvergi lengi í stað og endaði oftast með því að segja yfirboðaranum rétt og slétt skoðun sína á honum (þvert ofan í það sem venja er um þjóna og húsbændur). Hann átti ekki erfitt með að fá vinnu á ný. í stað vitnisburða og reynslu hafði hann mannsbrag og djarfmannlega framkomu. Hann krafðist engra launa fyrsta mánuðinn, en aftur — ef vinnuveitandinn yrði ánægður með hann — tvöföld laun næsta mánuð. Hann fékk alltaf sín tvöföldu laun. Hann var nú þrítugur að aldri. 1 Woodham hafði hann stigið af lestinni aðeins vegna þess, að honum leizt þar vel á sig. Farmiðinn leyfði honum að halda lengra áfram, en það var nú hans háttur, að gera það sem honum sjálfum líkaði bezt. Honum fannst fallegt í Woodham og hann hafði með sér farangur sinn og peninga hafði hann á sér. Hvað var þá eiginlega á móti því að stíga hér af lest- inni ? Veitingamannskonan í „The George“ varð himin- lifandi að fá að taka á móti honum og lofaði því að maður hennar skyldi sækja farangur hans á stöðina seinna um daginn. — Og hvað viljið þér hafa til hádegisverðar, herra minn? — Þakka yður fyrir, gerið yður ekki mikið ómak mín vegna. Eitthvað kalt, hvað sem vera skal. — Kannske buff, herra minn? spurði hún, rétt eins og hún réði yfir kjötréttum í hundraðatali og væri að bjóða fram það bezta. — Það er ágætt. Og svo ölflösku. Meðan hann var að borða kom veitingamaður- inn inn til þess að grennslast eftir um farangur- inn. Antony bað um flösku í viðbót og liðkaðist nú um málbeinið á gestgjafanum. — Það held ég sé nógu gaman að hafa svona veitingahús, sagði hann og hugsaði með sér, að nú væri eiginlega tími til þess kominn að fá sér nýja atvinnu. — Ég læt það vera. Það er hægt að lifa af því, en ekki er það nú meira. — Þér ættuð að taka yður hvíld, sagði Antony og virti hann fyrir sér og var hugsi. — Skrítið að þér skulið segja það, sagði veit- ingamaðurinn og hló við. Einn af gestunum í Rauða húsinu sagði svipað við mig í gær. Bauðst til þess að sjá um gistihúsið og allt saman. Hann hló svo að glumdi við. — Rauða húsinu? Það er þó ekki Rauða húsið hjá Stanton? — Jú, reyndar. Stanton er næsta stöð við Wood- ham. Rauða húsið er svona mílu vegar hér frá, þar býr mr Ablett. Antony tók bréf úr vasa sínum. Það var sent frá „Rauða húsinu, Stanton“ og undirritað „Bill“. — Bill, gamli seggur, tautaði hann fyrir munni sér. Hann kemur til. Antony hafði hitt Bill Beverley fyrir tveim ár- um í tóbaksbúð einni. Þeir stóðu þá sinn hvoru megin við búðarborðið. Antony varð einhverra hluta vegna nokkuð starsýnt á Bill, kannske vegna þess, hvað hann var. unglegur og fjörugur; þegar hann var búinn að kaupa sígaretturnar og segja til, hvert ætti að senda þær, minntist Antony þess, að hann hefði einu sinni hitt frænku Beverleys úti á búgarði nokkrum. Þeir Beverley hittust nokkru síðar af hendingu á matsölustað einum. Þeir voru báðir í samkvæmisfötum, en fóru hvor á sinn hátt með pentudúkana sína og var Antony þar slyngari. Honum geðjaðist vel að Bill. Og einn góðan veður- dag, þegar hann hafði ekkert fyrir stafni, kom hann því í kring, að vinur þeirra beggja lét fund- um þeirra bera saman og kynnti þá hvorn fyrir öðrum. Bill fór ögn hjá sér, er hann var minntur á fyrri samfundi þeirra, en hann jafnaði sig fljótt og þeir Antony urðu brátt góðir vinir. En Bill kall- aði hann „gamla bjána“, ef svo bar við, að hann sendi honum línu. Antony réði af að labba upp til Rauða hússins eftir hádegisverðinn og heilsa upp á kunningja sinn. Hann skoðaði fyrst svefnherbergið og fann að það var ekki nærri eins vaniljuþefjandi gistihússher- bergi eins og hefði mátt ætla, en þvert á móti

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.