Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 09.11.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A 3 < DAGBLAÐIÐ NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. 1 lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Ennþá er blaðið ekki .nema örfárra daga gamalt. En það sem af er, hefir það fengið á- gætar viðtökur. Á hverjum degi koma tugir manna inn á afgreiðslu þess og gerast kaup- endur, og margir geta þess jafnframt, að þeir ætli að segja upp öðrum blöðum, því að þeim geðjist miklu betur að þessu nýja blaði en gömlu dag- blöðunum. Tvennt er það þó einkum, sem behdir á, að mikils þyki um blaðið vert. Annað er það, hvað mikið hefir á því borið, að blaðið hafi horfið af hurð- arhúnum, þar sem unglingarn- ir, sem bera það út, hafa skil- ið það eftir til kaupenda, ef ekki hefir verið búið að opna húsin. Hitt er það, að margir auglýsendur blaðsins hafa fengið nafnlaus hótunarbréf um ýmisleg viðurlög, ef þeir hætti ekki að auglýsa í blað- inu. Að hvorutveggju er blaðinu meiri ávinningur en tjón. Blað- stuldurinn veldur afgreiðslunni að vísu erfiði, en vekur meiri eftirtekt á blaðinu og læt- ur kaupendurna finna enn betur en ella, hvers virði það er þeim. Og um auglýs- endur er það að segja, að ekki mun það verða Nýja dagblað- inu að skaða, að það sé gert að prófi á hugrekki þeirra, hvort þeir áræða að auglýsa þar eða eigi. Og víst er um það, að bæjarbúar munu fljótt skilja, að það er ekki óvænlegra að eiga viðskipti við þá, sem prófið standast en hina, sem „falla í gegn“. Nokkur af hótunarbréfum þessum hefir blaðið þegar fengið að sjá, og eru sum þeirra býsna skemmtileg af- lestrar. Munu sýnishorn af þeim verða birt í blaðinu á morgun. En þeir af auglýsend- um blaðsins, sem fengið hafa slík hótunarbréf, en ekki sagt frá því ennþá, eru góðfúslega beðnir að láta blaðinu þau í té í dag. Ymsir vinir Nýja dagblaðs- ins hafa þegar gert því þann greiða að senda því ritgerðir um bókmenntir og fleira efni til fróðleiks og skemmtunar. Er slíkt næsta kærkomið og mun verða birt eftir því sem rúm og ástæður eru til. En beðnir eru menn að minnast þess, að slíkar greinar verða, hvað lengd snertir að laga sig eftir formi blaðsins og efnis- skipun. Ósk blaðsins er sú, að flytja eitthvað við allra hæfi. Varnir Jóns Þorlákssonar Eftir Hermann Jónasson lögreglustjóra. Jón Þorláksson hefir í Mbl. í gær gert tilraun til að bera fram varnir fyrir sig og meirahluta bæjarstjórnarinn- ar út af vali þeirra sjö manna, sem borgarstjórinn setti í lög- regluþjónsstöður gegn uppá- stungum mínum. Persónulegri illkvitni borgarstjórans í minn garð, sem fram kemur í grein- inni, svara ég náttúrlega ekki, en varnir hans mun ég taka til athugunar. Innan- og utan- bæjarmenn. Borgarstjórinn heldur því fram, að meirihluti bæjar- stjórnarinnar hafi í vali sínu fylgt þeirri reglu, að taka ein- göngu innanbæjarmenn og láta utanbæjar umsækjendur víkja fyrir þeim. Þess vegna hafi orðið að hafna ýmsum þeirra 30 umsækjenda, sem ég gerði uppástungur um aðallega og til vara, og taka aðra í þeirra stað. Hér er í fyrsta lagi farið með ranga frásögn. Úr þeim 30 rnanna hóp, sem ég stakk upp á aðallega og til vara, var hægt að fá 21 heimilisfastan mann í bænum. Af þessari or- sök þurfti því ekki að fara út fyrir uppástungur mínar. f öðru lagi er reglan um að velja eingöngu innanbæjar- menn í lögregluna mjög vafa- söm, svo að ekki sé meira sagt. Erlendis er þvert á móti þeirri aðalreglu fylgt, að velja utanbæjarmeim í lögreglulið borganna. Þannig er t. d. 1 Englandi. Þessi regla byggist á reynslu. Maður, sem er alinn upp inni í bænum, hefir oftast fyrirfram ákveðnar skoðanir á því, hvernig lögregluþjónn eigi að vera og er þess vegna ó- móttækilegri fyrir þjálfun og leiðbeiningar. I bænum á hann fjölda ættingja, skólasystkina og náinna kunningja, sem gerir honum hlutlaust löggæzlustarf miklu erfiðara en utanbæjar- manninum. Jón Þorláksson veit það líka vel, að hér í Reykjavík hefir ekki verið fylgt þeirri reglu hingað til, að útiloka utanbæj- armenn frá atvinnu. Og ef nú á að fara að taka þá reglu upp, sem ég er í vafa- um, að verði gert, þá er hér áreiðan- lega byrjað á þeirri tegund at- vinnu, sem bæjarfélaginu er ó- heppilegast, að reglan gildi um. Ekkert tók borgarstjórinn heldur fram um þetta í aug- lýsingu sinni sællar minning- ar. Og fráleitt er það, að gabba utanbæjarmenn til að senda umsóknir, ef tilætlunin var frá upphafi að taka þær ekki til greina. Og þar við bætist, að 8 af þessum mönnum eiga að starfa í þjónustu ríkisins og taka laun sín hjá því. Reglan um innanbæjarmenn gæti a. m. k. ekki gilt um þá. En hvað sem nú þessu öllu líður, þá er þessi regla um inn- anbæjarmenn sýnilega aðeins fyrirsláttur hjá borgarstjóran- um, því að tveir af þeim mönn- um, sem flokkur borgarstjór- ans í bæjarstjórninni ' hefir valið, eru utanbæjarmenn. Og það er einmitt annar þeirra, sem áður hefir komizt í kast við Reykjavíkurlögregluna fyr- ir ölvun á almannafæri eins og getið er um í bréfi mínu til borgarstjórans, sem birt hefir verið opinberlega. Til þess að koma að þessum tveim utan- bæ j armönnum, gegn uppá- stungum mínum, er hafnað innanbæjarmönnum eins og Guðna Jónssyni, Sigurði Inga Sigurðssyni á Rauðará, Haraldi Jenssyni o. fl. Ungir menn eða gamlir. Jón Þorláksson viðurkennir, að mennimir, sem ég hafi stungið upp á, séu mjög álit- legir ungir menn og sé það gott frá því sjónarmiði, að koma upp „sem myndarlegastri götu- lögreglu“. Þetta er rétt, en því hefði mátt bæta við, að margir þessara manna eru prýðilega gefnir og vel menntaðir. En borgarstjórinn kveður sig og flokk sinn hafa haft annað sjónarmið fyrir augum. Hann segist hafa valið „vel mennt- aða og vel metna menn komna af æskualdri og með hæfilegri Iífsreynslu“, og þetta hafi hann gert „þótt eitthvað örlít- ið mætti finna að vaxtarlagi þeirra eða þvíumlíku“, og ætl- ist hann til, að þessir vel metnu menn „hafi á hendi eft- irgrenslanir út af lögbrotum og önnur skyldustörf“. Hér íer verulega út um þúfur vörnin hjá borgarstjór- anum. Nýju lögregluþjónarnir eiga vitanlega fyrst og fremst að vera valdir með tilliti til þess, að geta orðið góðir götu- lögregluþjónar. Vöxtur bæjar- ins með stóraukinni umferð heimtar umfram allt aukna og vel þjálfaða götulögreglu. Margir af núverandi lögreglu- þjónum eru menn við aldur. Ætlun mín var því sú, að losa suma af öldruðu mönnunum við götuþjónustuna og láta þá gegna ýmsum öðrum skyldu- störfum, þ. á m. rannsóknum með yngri mönnum, er afli sér nýjustu þekkingar á rannsókn- araðferðum. Hvergi tíðkast það, svo að ég viti, að nýliðar, ungir eða gamlir, séu teknir til svo vandasamra starfa sem rannsólcnirnar eru. Til slíkra starfa eru menn erlendis teknir eftir 6 ára götuþjónustu og ekki minna. Nýju mennirnir, þótt rosknir væru, hefðu því eingöngu verið notaðir til götu- þjónustu, a. m. k. fyrstu árin. Ur varaliði. Jón Þorláksson heldur því ennfremur fram, að hann og flokkur hans hafi fylgt þeirri reglu, að velja lögreglumenn- ina aðallega úr varaliðinu og þeirri reglu eigi að fylgja framvegis. Þó að þessi regla yrði látin gilda framvegis, þ. e. a. s., ef varalið verður til, og það valið varalið — þá getur hún ekki gilt nú, því að gamla varaliðið er eins og kunnugt er, ein- göngu sjálfboðalið, sem ekki voru gerðar nándar nærri sömu kröfur til og löggæzlumanna í bæjarlögreglunni. Hinsvegar var margt góðra manna í því liði, og við valið fylgdi ég þeirri reglu, að láta þá sitja fyrir að öðru jöfnu, en ekki í íyrirrúmi öðrum hæfari um- sækjendum. Annars er þessi svokallaða regla borgarstjórans, eins og i'eglan um innanbæjarmenn- ina, sýnilega aðeins til mála- mynda. Tveir af þeim tólf um- sækjendum, sem ég gerði uppá- stungui- um, en borgarstjórinn og flokkur hans hafnaði, vorú foringjar úr varaliðinu, þeir Markús Guðjón Einarsson og Kjartan Sigurður Bjarnason, báðir ungir og alltaf taldir með allra fremstu mönnum í varaliðinu, báðir heimilisfastir hér og annar fjölskyldumaður. Af því, sem hér hefir verið sagt, er auðsætt, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn reyndi ekkert til, að fá sem hæfasta níenn í lögregluþjónastöðurnar. Og það var heldur ekki farið eftir þeim, raunar mjög vafa- sömu, reglum við valið, sem borgarstjórinn setur nú fram og segir, að farið hafi verið eftir. Á starfhæfni mannanna fór engin rannsókn fram af hálfu meirahluta bæjarstjórn- ar, enda hafði hann enga að- stöðu til slíkrar rannsóknar. En hverskonar rannsókn var það þá, sem fór fram á þess- um mönnum, sem valdir voru og hafnað án tillits til starf- hæfni? Og eftir hvaða reglum var farið? Það er þetta, sem Jón Þor- láksson á eftir að segja bæjar- búum. Aug'lýsið i Nýja Dagbladinu. Það er nú þegar mjög mikið lesið í bænum og nágrenni. Og í glugga blaðsins er efni þess veitt sérstök athygli af mesta fjölda manna á hverjum degi. Verið ekki mjög 'hrædd, þó að þið fáið eitthvað af nafn- lausum rógs- og hótanabréf- um! Nýja dagblaðið ])irtir smáauglýsingar, tvær línur, fyrir eina krónu (t. d. um at- vinnu, liúsnæði, . kennslu, tapað, fundið, kaup, sölu, adressur og símanúmer o. fl.). — Tekið á móti smáauglýsingum til kl. 10 á kvöldin á afgr. blaðsins eða í Acta. Fyrír 1 krónu Alum. eggskerar...........1,00 Alum. smjördósir..........1,00 Teppabankarar.............1,00 Mjólkurmál, ltr..........1,00 Gler í hitaflöskur........1,00 Fataburstar, sterkir . . . . 1,00 3 klósettrúllur (1500 blöð) 1,00 4 eldspýtnabúnt (40 st.) 1,00 50 þvottaklemmur, gonn . 1,00 Þvottasnúrur, 20 mtr. . . 1,00 2 kveikir í olíuvélar . . . . 1,00 3 gólfklútar, góðir . . .. 1,00 Kökuform..................1,00 Sápuþeytarar..............1,00 Flautukatlar, blikk . . . . 1,00 4 borðþurkur.............1,00 Diska- og könnu-bretti .. 1,00 Myndarammar...............1,00 4 vatnsglös...............1,00 Rafmagnsperur.............1,00 2 borðhnífar.............1,00 4 matskeiðar, alm........1,00 3 vartappar..............1,00 2 matardiskar.............1,00 2 bollapör...............1,00 3 sápustykki.............1,00 1 bóndós.................1,00 2 brúsar fægilög.........1,00 Niðursuðuglös.............1,00 Skaftpottar...............1,00 •Leirskálar...............1,00 Emaill. skálar............1,00 Sigurður Kjartansson Laugavegi 41. ííýjar fréttir úr Mýrdal. Tveim mönnum enn vísað úr vegavinnunni hjá Klifandi. Fimmtudaginn 19. október, meðan á máltíð stóð hjá mönn- | um þeim, sem þá unnu~við uppfyllingu við brú þá, sem verið er að byggja yfir ána Klifandi í Mýrdal, kom verk- stjórinn, Jón Brynjólfsson, sem stjórnar þessari vinnu, til Að- alsteins Jónssonar frá Skóg- nesi í Mýrdal, með skjal, sem hann vildi að Aðalsteinn skrif- aði undir. Efni þess var yfir- lýsing um að Jón Brynjólfsson hefði ekki dregið tíma af verka- mönnum þeim, er undirrituðu skjalið og að þeir bæru fullt traust til hans sem verkstjóra. Aðalsteinn kvaðst fyrir sitt leyti geta skrifað undir fyrra atriðið, en síðara atriðið léti hann liggja milli hluta. Lýsti Jón þá því yfir í heyr- anda hljóði, að þeir sem eikki skrifuðu undir, þeir ynnu ekki lijá sér. Síðan gekk skjalið milli verkamannanna og rituðu samtals þrettán undir það, en bræðurnir Aðalstemn og Jón frá Skagnesi neituðu að skrifa undir, og vék Jón Brynjólfsson þeim þá samstundis úr vinn- unni. Aðalsteinn og Jón eru bræð- ur Magnúsar Jónssonar frá Skagnesi, þess er kært hefir yfir atvinnukúgun þeirri, sem fram við hann hafi komið af hendi þessa sama verkstjóra, fyrir þá sök, að hann vildi ekki kjósa Gísla Sveinsson sýsíu- mann á alþing. Um þetta hefir blaðið fengið frásögn þeirra bræðra sjálfra, en þeir voru staddir hér í bæn- um núna um síðsutu helgi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.