Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 1
1 DAG Sólaruppkoma kl. 8.45. Sólarlag kl. 3.38. Iláflóð árdegis kl. 11.35. Háflóð síðdegis kl. 12.00. Ljósatími hjóla og bifreiðo 4.20 e. m. til 8.05 árd. Ljósatími hjóla og bifreiða 4.20 Skúraveður. Söfu, skrifstofur o. fL: Landsbókasal'nið opið kl. 1-7 og 8-10 jrjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 Landsbankinn ......... opinn 10-1 Búnaðarbankinn ......... opinn 10-1 IJtvegsbankinn ......... opinn 10-1 Útibu Landsbankans á Klappar- stíg .................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Böggiapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband isl. samvinnufélaga opið ............... 9-12 og 1-6 Sölusamband isl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. rikisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Haínarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 St j órnarráðsskrifstof umar opnar 10-12 og 1-4 Baðhús Reykjavíkur opið kl. 8-8 Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Alþingi: Fundur kl. 1 í báðurn deildum. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12%-2 Vífilstaðahælið 12%-1% og 3%-4% Kleppur .................... kl. 1-5 Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Læknisskoðun íþróttamanna Póst- hússtræti 7 kl. 7—8 (Óskar þórð- arson læknir). Samgöngur og póstferSir: ísland til Kaupmannahafnar kl. 8. Bílar til Grindarvíkur, Reynivalla og Vatnsleysu í Biskupstungum. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: . Útlaginn eftir I.uis Trenker kl. 9. Gamla Bíó: Stolna barnið, dönsk mynd, kl. 9. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. ping- fréttir. 18,45 Barnatími (Gunnar M. Magnússon). 19,10 Veðurfregn- ir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Tónleikar. (Útvarpstríóið). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: María Stúart. (Guðbrand- ur Jónsson). 21,00 Tónleikar: Fiðlusóló. (Einar Sigfússon). Dans- lög til kl. 24,00. Fyrirheitna la.xi.clid Wanchep, núverandi landstjóri Breta í Gyðingalandi og höll hans í Jerúsalem. Nafn og' saga landsins helga er í vitund flestra manna tengd við Gyðinga. En öldum saman hafa búið þar og ráðið löndum menningarsnauðir Ar- abar og breytt þvi í hálf- gerða eyðimörk, meðan Gyð- ingar hafa verið tvístraðir út um alla jörð. En fyrir undra- vert þrek kynstofnsins og fastheldni við fornan sið, er þjóðin enn til sem sérstök þjóð eins og vel er kunnugt. Á öldinni sem leið kom upp meðal Gyðinga hreyfing, sem kölluð er Zionismi. Enn skyldi þjóðin safnast heim í hið fyr- irheitna land og nema það að nýju. Bak við hreyíinguna hafa staðið margir fjársterkir menn, enda eru Gyðingar frægir fyrir auð sinn. En ekki hefir það verið fýsi- legt fyrir þá Gyðinga, sem hafa sæmilega vel um sig bú- ið meðal siðmenningarþjóða Norðurálfu og Vesturheims að flytja sig austur í þá eyði- mörk, sem landið er orðið. Því hefir landnámi þeirra austur þar þokað fram hægum fetum. I | I ( i Fram að ófriðnum mikla tóku lielzt þátt í því landnámi ör- eigar úr Austurevrópu, þar sem Gyðingaofsóknir voru mestar. í ófriðnum mikla lofaði brezka heimsveldið Gyðingum því, að þeim skyldi aftur skil- að þeirra forna landi, og þá var því jafnframt lofað, að Ar- abarnir sem þar eru fyrir, gætu einnig átt þar heima. Og að því leyti var þetta tvöfalda loforð réttlætanlegt, að í land- inu eru skilyrði til margfaldr- ar fólkstölu við það sem nú er. En þegar Gyðingar tóku að flytja til landsins, komu erfið- leikarnir þegar í ljós. Hvernig áttu Arabamir, latir, íhalds- samir, menningarsnauðir og kunnáttulausir bæði til verka og félagslegrar skipulagningar, að standast samkeppni við Gyðingana iðna, duglega, með alla verklega kunnáttu nútím- ans, herta í margvíslegum fé- lagslegum mannraunum og með mikið fjármagn að baki? Gyðingarnir keyptu upp landið, náðu í sínar hendur öllum beztu auðsuppsprettum þess, og stofnuðu margsháttar iðn- aðar- og verzlunarfyrirtæki. Arabarnir eiga aðeins eina von, geta sigrað þessa háskalegu nýju keppinauta; að geta yfir- bugað þá með vopnum, meðan þeir eru ekki orðnir allt of margir. Það sem hingað til hefir bjargað því, að ófriðarbálið hefir ekki gengið upp ljósum logum þar eystra, er að inn- flytjendastraumur Gyðing- anna, skipulagður af Zionist- um, hefir að þessu verið hæg- ur. En nú hafa Gyðingaof- sóknirnar á Þýzkalandi aukið hann til stórra muna. Og þá er það brezka hervaldið eitt, sem getur haldið bálinu niðri. En landið er eins og kunnugt er, undir „vernd“ Breta. Þaðan að austan má því allt- af búast við miklum tíðindum. Að vísu er barátta Arabanna vonlaus, þrátt fyrir það, að þeir eru enn í meirahluta að fólkstölu. Fyrr en varir sam- lagast þeir Gyðingunum og hverfa úr sögunni. Borgarastyrjöldín á Kuba. Bandaríkjamenn skerast í leikinn. London kl. 0,45 10/11 FÚ. Frá Cuba berast þær frétt- ir, að barist sé bæði á sjó og landi, og að í ,gær hafi 50 manns fallið og 150 særst. San Martin forseti hefir lýst alla eyjuna í hernaðarástandi. Sagt er, að pólitísk samtök séu um að skemma eða eyðileggja brezk fyrirtæki á Cuba, í von um að Bandaríkin skerist í leikinn. London kl. 17,00 10/11 FÚ. Óeirðirnar á Cuba fara vax- andi. í dag hefir höfuðborgin, Havana, verið lýst í umsáturs- ástandi, og umferð um göturn- ar bönnuð að mestu leyti. Bandaríkjahersldpið Wyoming er á leið til borgarinnar. Ennþá féll dollar- inn í gær en hækkaði aftur. London kl. 17,00 10/11 FÚ. Miklar sveiflur hafa orðið á gengi dollarsins í dag. í New York stóð hann síðast í kvöld í $ 5.1414, miðað við sterlings- pund, en í London var hann $ 5.13 er viðskiptum lauk, en hafði um eitt skeið í dag kom- izt ofan í $ 5.16V&. (1 Oslo var hann í kvöld $5.133/4). Bandaríkjablöðin skrifa í dag mikið um þetta mikla fall dollarsins, og afleiðingar þess. Fjármálaritstjóri New York segir í grein í dag, að stjórn- in hafi nú algerlega misst vald yfir dollarnum, og ráði ekkert yfir gengi hans. Ennfremur segii' í greininni að sennilega hafi kreppan í peningamálun- um nú bráðum náð hámarki sínu, og muni mega vænta ein- hverra umskipta, á alþjóða- peningamarkaðinum. Reconstruction Finance Corporation hefir enn í dag haldið áfram að hækka verð á gulli, og var það í dag $ 33.20 unzan. f London var gullverð í dag lægra en í gær, en það stafaði aðallega af gengisfalli frank- ans. Hann var 81.50 er við- skiptum lauk í dag. Kreppuhjálp til bænda í Ameríku. London kl. 17,00 10/11 FÚ. } Reconstruction Finance Cor- , poration hefir ákveðið að veita ! 150 miljónir dollara til kreppu- ; hjálpar handa bændum. Það er ! ætlunin að greiða 45 cents fyr- | ir hvern mæli korns af upp- ' skeru bændanna. Óspekiipnar í fyppakvöld. Eftir því sem blaðinu tókst að fá upplýsingar í gær um óeirðirnar í fyrrakvöld, munu þrír menn hafa meiðst, auk lögregluþjónsins, sem sagt var frá í gær. Einar Olgeirsson hafði fengið nokkur högg í höfuðið svo þung að sprungið hafði skinnið á nokkrum stöð- um. Næturlæknirinn, Valtýr Albertsson, tjáði blaðinu, að hann hefði heft saman sár á höfði Einars, en honum liði heldur vel og mundi geta far- ið á fætur í dag. Aðrir sem fengu skrámur voru þeir Gunnar Sigurmundsson og Sig- urður Guðmundsson. Hafði sprungið fyrir í hársverði þeirra beggja. Um fleiri meiðsl sem teljandi eru, hefir blað- ið ekki frétt. Einn af lög- regluþjónunum fékk spark í andlitið og skrámaðist hann dálítið. 1 gær var lögreglan að grennslast eftir hakakrossfán- anum, sem tekinn var, 0 g gerði hún húsrannsókn á ein- um stað, en án árangurs. Rannsókn útaf ryskingunum er ennþá ekki byrjuð. Konungsmorðið í Afghanistan. Normandie kl. 0,10 10/11 FÚ. Sendiherra Afghanistan í Londoh fór þegar af stað til Parísar á fund afghanska sendiherrans þar, þegar það fréttist að konungurinn í Af- ghanistan hefði verið myrtur, en sendiherrann í París er bróðir hins látna konungs. Amanullah, fyrrum konung- ur í Afghanistan, sem rekinn var frá völdum 1929, dvelur nú í Róm. Elzti sonur Nadir konungs tekur þegar við ríki eftir föð- ur sinn. Hann er ungur mað- ur, og sagður vel látiím af al- þýðu. London kl. 17,00 10/11 FÚ. Tvær opinberar tilkynningar hafa í dag borizt frá Afghan- istan, önnur til afghönsku senöisveitarinnar í London, og hin til afghanska ræðismanns- ins í Bombay. í fyrri tilkynn- ingunni er sagt, að konungur- inn hafi verið myi'tur af manni að nafni Abdul Kalik, sem á einhvern hátt hafi tek- 1 izt að komast inn í höllina. j, Hann hefir nú verið tekinn fastur, og eru réttarhöld yfir honum þegar hafin. í síðari tilkynningunni, sem er frá konungsfjölskyldunni í Afghanistan, er sagt, að son- ur hins myrta konungs og ætt- fólk hans sé við góða heilsu, og líði vel, en friður og full- komin ró sé í landinu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.