Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐI9 Auk þess er húsrúmið allt of lítið, en þó er eldhættan mesti ágallinn. Málverk landsins eru nú geymd í einu herbergi í Arnarhvoli. Þar er ekki eld- hætta, en þar eru þau grafin fjársjóður. Tillagan gerir ráð fyrir því, að nokkur herbergi í leikhús- byggingunni væru fullgerð að innan og sett miðstöð og raf- ljós í þann hluta hússins, og gert ráð fyrir, að þessi tvö söfn yrðu þar geymd næstu .20—30 árin“. Jónas Jónsson flytur enn- fr. frv. til 1. um bygging og Frá Alþingi í gær. 1000-platna-úftsalan Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kœtir. Fegrar, yngir, færir þrótt 1á. Freyju kaffibætir. í ATLABUÐ Nýjar danzplötur á 2,90. íslenzkar söng- plötur á 1,50. Marzar (stórt úrval) á 2.90. Stórar klassiskar plötur á 3,50. Ástarsöngur heiðingj- ans kr. 2.50. Ef þér getið rétt hve margar af síðast- nefndri plötu muni seljast á útsölunni, eigið þér kost á að eignast vandaðan ma- hogny borðfón ókeyp- is. Komíð og fáið skrá yfir plöturnar með tilgreindu verði. Verður þjóðmiujasafuið flutt í þjóðleiklmsið ? Fundir voru stuttir í báðum deildum þingsins: I efri deild var frv. um breyting á Kreppu- lánasjóðslögunum vísað til nefndar, og í neðri deild var sömuleiðis vísað til nefndar, frumvarpi til laga um breyt- ing á 1. um kosningar í sveita- og bæjarmálefnum. Allshn. efri deildar hefir skilað áliti um frv. um sam- komudag Alþingis á árinu 1934, sem ætlazt er til að verði 1. október, og leggur til að það verði samþ. óbreytt. Fjárhagsn. efri deildar hefir 1 einnig skilað áliti um bráða- ; byrgðarlagafrv. stj. (breyt. á 1. um útflutningsgjald af síld), er að efninu til var samþ. og og afgreitt á síðasta þingi, en á því var eigi leitað staðfest- ingar konungs vegna form- galla, er leiðréttur var með bráðabyrgðalögunum. Nefndin leggur til að frv. verði samþ. Jónas Jónsson flytur þings- ályktunartillögu í efri deild um að ríkisstjórninni sé falið að rannsaka, hvort hægt væri að geyma fornmenjasafnið og listaverk, sem landið á, í þeim hluta þjóðleikhússins, sém fyrst um sinn þarf ekki að nota vegna leiksýninga, þó að húsið verði fullgert, og leggja áætlun um kostnað er af þessu leiddi fyrir næsta Alþingi. Tillógunni fylgir svohjóðandi greinargerð: „Leikhússbyggingin er nú komin undir þak og fokheld, en útlit fyrir, að dregizt geti um nokkur ár, að hún verði 1 fullger. Auk þess er vitað, að byggingin er við vöxt, og að leikhússtjórnin hefir miðað innri gerð hússins við þær kröfur, sem ætla má, að gerð- ar verði þegar þjóðin er orðin til muna mannfleiri en nú. í leikhúsbyggingunni er þess- vegna húsrúm, sem leikhúsið þarf síðar meir að nota, en engin ástæða er til að nota fyrst um sinn vegna leikþarfa. Á hinn bóginn er landið 1 mestu vandræðum með húsa- skjól fyrir forngripasafnið og allmörg listaverk, er það hefir eignazt. Síðar meir verður vit- anlega reist sérstök bygging fyrir þessi söfn, e'n líkur eru til, að dráttur verði á þeirri framkvæmd, m. a. meðan há- skólinn er á döfinni. Forngripasafnið er á efsta lofti í landsbókasafnsbygging- unni, undir trésúð og tréskil- rúm milli herbergja. Safnið er þar í mikilli hættu af eldi, og megnið af því verðmæti, sem þar er geymt, er ekki hægt að fá aftur fyrir fé, þótt til væri. ábúð á jörðum, sem eru al- mannaeign; hið sama og hann flutti á síðasta þingi. I 1. gr. frv. er svó fyrir mælt, að allar i jarðir og hjáleigur, sem eru I eign ríkissjóðs eða kirkna landsins skulu næst er þær losna úr ábúð, eða þegar nú- verandi ábúandi óskar þess, verða byggðar á erfðafestu eftir lögum þessum. Undan- 1 skildar eru þær jarðir, sem ákveðnar eru fyrir bústaði embættismanna, eða til ann- arar opinberrar notkunar. — 1 Afgjald þessara jarða skal ákveðið 3% af þáverandi fast- i eignamati landsins og 2% af verða jarðarhúsa og álags, sem á þeim hvílir. — Þá eru ýms ákvæði um erfðafestu- réttinn og fl. Fleirí hótanabrék. Frá auglýsendum Nýja dag- blaðsins hafa nokkur ný hót- anabréf borizt, sem þeim hafa verið send tvo síðustu daga. Sum þeirra eru alveg eins og bréf, sem áður voru komin. Sýnilega er hér um eina eða tvær verksmiðjur að ræða. Stíll og réttritun sá sami og áður! Hér birtast þrjú af þess- um bréfum (stafsetning ó- breytt). c3$ó6menutir - íþröttxr - íiðttr w*n... Ný ljódabók. Nýlega er komin út ljóðabók eftir Jón Þorsteinsson á Arn- arvatni og hefir Ólafur Mar- teinsson magister í Reykjavík gefið hana út. Framan við bók- ina er mynd af höfundi, grá- hærðum öldung og göfugmann- legum með kempuskegg og hvelft enni, og það þarf enga skarpskygni til að sjá, að und- ir þvílíkum skalla býr engin sauðarsál. Yfir þessari bók er norðlenzk heiðríkja. Rímið er fágað og létt, og víða prýðilega komizt að orði. Skulu hér aðeins tekin nokkur sýnishorn af handahófi. Á bls. 107 segir hofundurinn: líg vissi tæpast mitt rjúkandi ráð, sú raunin var mér of sterk; eg gat ekki beðið, því brostin var rödd og biti í þi’öngri kverk. — Þá heyrði eg dvnja um hnattanna geim: því hróparðu svo til mín? Nei, Drottinn, það var bara andvarps ögn, sem eg ætlaði að senda til þín. Kvæði til Einars Benedikts- sonar endar þannig: Lát oss heyra hjóma’ og orð, sem haía aldrei verið til. Kvæði þetta er hin bezta lofgjörð til E. B., þessa manns, sem býr í Herdísarvík, í stað- inn fyrir heiðursbústað, sem þjóð vor átti fyrir löngu að vera búin að reisa sínu bezta skáldi. Ljóðtækni höfundar kemur einna bezt fram í kvæðinu „Til íslenzkunnar“: Nei, hvergi’ er í heiminum hreinna inól eða hraustara’ en íslenskan mín. I-Iún hljómar sem hvíni steinn við stál, eða stormur úr hafi’ eða snarkandi bál; og svo er hún stælt sem stórhuga sál við vín. Hin íslenzku Ijúfyrði laða mann sern leikandi hjalandi barn, og síóryrðin heitu hrífa mann og hrakyrðin snörpu ýfa mann, en bölvyrðin römmu rífa mann sem hjarn. Margar ágætar stökur eru einnig í þessari bók eins og t. d. þessi, en ekki getur höf. þess, hvort hún sé mótuð af kaupfélagsskap eða „framtaki einstaklingsins", en vísan er svona: Dýrt er ljós um loftin blá, lítil birtuneyzla. Gömul sólhvörf okra. á ofurlitlum geisla. Ein veðurvísa hans er svona: Fellur regn með íossanið fúlt og' Ijótt í bragði. — En höf. eygir allsstaðar ein- hverja huggun, og hér er hún sú, að: allt er betra en íhaldið, eins og Tryggvi sagði. Höfundi er einnig sérlega sýnt um hestavísur og brúð- kaupakvæði, en um þessi efni eins og fleiri kveður hann sín- um rómi. í einu brúðkaups- kvæðinu vitnar hann til þess: þegar Adam unga tók Evu í n ý j a n faðminn. 1 Kálfskvæði ærslast höf. í ríminu eins og kálfur á vor- degi. Það er jódynur í stíl hans er hann kveður um gæðinga, en hann er dúnléttur þegár hann kveður um folöld, eins og t. d. í þessari vísu: Sporið lireina og þelið þitt þúsund, meinum bifa, þú ert eina yndið mitt, ef eg reyni’ að lifa. Kvæðið „Miðsumarnótt" á bls. 79 er einnig sérlega fall- egt: Dalurinn minn á dögginni sýpur, draumblæja liggur um hæðir og mó; auðmýkt gegn hósæti himinsins krýpur, háíjöllin lækka í blámóðu sjó. Allt er svo fagurt, en eitthvað mér dó. Fjalklrapinn teygir úr táginni sinni,, treystir liann svörðinn barkaðri kló. Mjalllireina nóttkul, í nærveru þinni I nú skiI eg huluna’ er yfir mér bjó. Gjallanda hreimur í hlíðunum dó! Það raunu flestir vera sam- dóma um það, að bók þessi sé hverjum lesanda til ánægju og öldunginum á Amarvatni til sóma. K. S. I. Iíerr. kaupmaður ....... Laugaveg .... Reykjavík. í Nýja dagblaðinu, sem út kom 9. nov. er auglysing Irá yður og gjörist þér þarmeð stuðningsmað- ur þess blaðs, sem vinnur á móti Iiagsmunum Reykjavíkur og um leið yðar. þér gjörist stuðnings- maður þess blaðs, sem flestir Rcykjavíkurbúar hafa andstigð, þess lilaðs, sem þór vitið að styð- iii' þann ílokk, sem með blaða- kosti sinum hefur unnið að því að svivirða og visvitandi ljúga á heiðvirða borgara. i 1 þvi sama blaði sem þér aug- lysið, sé jeg að blaðið ber sig illa yfir þvi, að einhvei'jir bæjarbúar liafa varað mönnum við blað- snepli þessum og koma þeir bón- arför til kaupmanna um að halda áfrain að auglysa i blaðinu og syna nú hugrekki. Ekki vantar frekjuna hjá þessum mönnum. þeir vilja fó stuðning frá þeim sem þeir vinna á móti* þeir vilja láta kaupmenn borga brúsann, en vinna að því eftir öllum rnætti að eyðileggja kaumannastéttina til hagsmuna fyrir kaupfélögin. þeir ofsækja kaupménn með sköttum og álögum (þeir hafa meirihluta í niðurjöfnunarnefnd, með aðstoð jafnaðarmanna) i þeim filgangi sjálfir eftiró að leggja undir sig viðskiftamennina, samanbei' það sem þegai' gjört er. II. Herr......kaupmaður ............. I’eykjavrk. það litur út fyrir að þér séuð Framh. á 4. gíðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.