Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DAQBLADIB NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Ásltriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Hvemig á að af- styra bansmíðum? Ryskingarnar hérna í bæn- um í fyrrakvöld gefa tilefni til að gera nýja gangskör að því að koma í veg fyrir, að lögreglan þurfi að eiga í bar- smíðum við óróamenn og meiðsl að hljótast af, bæði á lögreglumönnum og öðrum eins og því miður hefir komið fyr- ir nokkriim sinnum. Aðstaða lögreglunnar, þar sem margmenni safnast sam- an og hindrar löggæzlu vilj- andi eða óviljandi, er eins og nú standa sakir, mjög erfið. Notkun barefla, sem stundum er alveg óhjákvæmileg nú, er alltaf mjög varhugaverð, og getur komið hart niður bæði á lögreglunni sjálfri, óróamönn- unum og jafnvel þeim, sem 1 sjálfu sér eru saklausir, en lenda inn í viðureigninni, þar sem oft er erfitt að greina milli sekra og saklausra. Þess vegna hefir núverandi lögreglustjóri hvað eftir annað skrifað dómsmálaráðuneytinu og óskað eftir, að gerðar væru ráðstafanir til að koma í veg fyrir barsmíðahættuna. Sér- staklega ritaði hann um þetta ítarlegt bréf 8. des. 1932 og síðan tvö önnur um sama efni 5. jan. og 25. apríl 1933. En dómsmálaráðherrann hefir ekk- ert gert í málinu og jafnvel ekki svarað bréfunum. Það sem lögreglustjóri hefir farið fram á, er að keypt verði hingað brynvarin bifreið með vatnskastara, en þvílíkar bif- reiðar eru notaðar erlendis til að dreifa upphlaupum án þess að meiðsli hljótist af. Svona bifreið tekur um 5 tonn af vatni. Á henni er dálítill turn með opum á fjóra vegu og gegnum þessi op er vatninu sprautað með vél, sem dregur um 50 metra leið, og er vatns- þrýstingurinn svo mikill, að erf_ itt er að standa fyrir. Svona áhald er óskaðlegt og vekur venjulega enga andúð, en það er mikilvirkt og getur komið í stað margra tuga af lögreglu- þjónum. Ef lögreglan hér fengi svona vatnskastara, myndi tæplega til þess koma, að nokkurntíma þyrfti að beita bareflum. Og jafnvel þótt kommúnistar eða nazistar hér eigi ekkert gott skilið fyrir að stofna til ólög- legra æsinga, kæra fáir sig um, að þeir verði fyrir meiðsl- um. Hinsvegar eru þeir ekkert of góðir til að fara heim og hafa fataskipti, ef þeir geta ekki stillt sig um að valda óróa á almannafæri. Réttvísin á sjó og landi. Það er nú liðið nærri 1% ár síðan íhaldsflokkurinn fékk yfirstj órn réttarf arsmálanna hér á landi í sínar hendur. Margir höfðu spáð þunglega fyrir réttvísinni í höndum Magnúsar Guðmundssonar og studdust þar við eldri reynslu. Og segja má það nú með vissu, að margt hafi þó farið enn ver en ætlað var, en ekkert betur í þeim efnum. Allir rétt- sýnir borgarar í landinu munu nú verða þeirri stundu fegn- astir, ef takast mætti að losa réttarfarsmálin úr því niður- lægingarástandi, sem þau nú eru komin í. — Allir mannaðri samherjar M. G. eru búnir að opna augun fyrir þessu. Það var í septembermánuði í fyrrahaust, sem M. G. lét að þeim kröfum togaraútgerð- armanna í Reykjavík að reka Einar M. Einarsson skipherra af varðskipinu Ægi og' svifta þannig landhelgisgæzluna dug- legasta og skylduræknasta manninum, sem hingað til hefir verið kostur á í barátt- unni við veiðiþjófana. Þessi maður er hrakinn frá starfi sínu vegna uppspunninna saka- gifta, sumpart í hefndarskyni, sumpart af því, að landhelgis- gæzlan þótti óþarflega rögg- söm og sumpart til að beina athygli almennings frá illa þokkuðum hæstaréttardómi í Belgaum-málinu. Og hver er árangurinn í landhelgisgæzlunni ? 1 nýútkomnu hefti fiskveiða- tímaritsins „Ægir“ birtist m. a. skýrsla erindreka Fiskifé- lagsins á Austurlandi, fyrir tímabilið 1. júlí til 1. október í ár. Þar stendur m. a. þessi eftirtektarverði kafli um land- helgisgæzluna við Austurland: „I sumar hafa verið óvenju margir togarar að veiðum úti fyrir Austfjörðum. Hafa þeir verið á slóðum, þar sem vart hafa sézt togarar áður. T. d. kringum Færabak, við Skrúð- inn utan og sunnan verðan, einnig á milli Seleyjar og Skrúðs, á Vaðlavík og Sand- vík, en á víkunum eru þeirra beztu landhelgismið að fornu og nýju. Gátu Fáskrúðsfirðing- ar vart lagt línu á sínum venju- legu fiskimiðum vegna togara. Er það vitanlega ýsan, er þeir hafa sókst eftir. Er auðvitað lítið um það að segja, því að þar eru þeir utan landhelgi, en auk þess munu togarar ekki í manna minnum hafa stundað eins stöðugt í landhelgi og nú í sumar.* Hafa að vísu oft ver- ið mikil brögð að þessu áður, en aldi-ei eins og nú, svo menn viti. Engin varðskip hafa verið á þessum slóðum. í september komu þó bæði varðskipin aust- ur, en daginn áður en þau komu, hurfu allir togarar úr landhelgi og þeir, sem utan landhelgi voru, færðu sig jafn- vel utar. Var engu líkara en varðskipin hefðu (gert boð á * Leturbr. blaðsins. undan sér. Þótt svo sé vitan- lega ekki, þá er það litlum vafa bundið, að einhversstaðar frá hafa togararnir fengið vitneskju um komu varðskip- anna“. Það skal tekið fram, að er- indrekinn á Austurlandi, Frið- rik Steinsson skipstjóri, er eftir því sem blaðið bezt veit, flokksmaður Magnúsar Guð- mundssonar. Enginn mun því væna hann um að gefa þessa skýrslu í árásarskyni á stjórn- arráðstafanir íhaldsins viðvíkj- andi landhelgisgæzlunni. En samhliða berzt önnur rödd úr verstöðvunum. Það er áskorun rúmlega tvö hundruð útgerðarmanna og sjómanna í Vestmannaeyjum til Alþingis og ríkisstjórnar, þar sem born- ar eru fram opinberlega sam- eiginlegar þakkir til Einars M. Einarssonar fyrir að hafa „sýnt alveg óvenjulegan dugn- að við að bjarga skipum og mönnum úr sjávarháska"*) og „litið dyggilega eftir veið- arfærum manna hér“ (þ. e. við Vestmannaeyjar) og fyrir að hafa „lagt grundvöllinn að tryggri og öruggri landhelg’is- gæzlu“. Og jafnframt er skor- að á Alþingi og stjórn að láta skipherrann „halda áfram starfi sínu, meðan heilsa hans og þrek leyfir“. Engum dettur það heldur í hug, að þessir rúml. 200 út- gerðarmenn og sjómenn í V estmannaey j um sendi slíka áskorun til pólitískra árása á íhaldsflokkinn. En réttvísi Magnúsar Guð- mundssonar — réttvísin á sjónum — hefir hér hlotið tvo eftirtektarverða dóma — dóma almennings, sem við þessa réttvísi á að búa. En hvernig er svo ásig- komulag réttvísinnar innan við landsteinana ? Til þess að, forða sjálfum dómsmálaráð- herranum frá óþæglndum, hef- ir gjaldþrotalöggjöfin verið gerð áhrifalaus í framkvæmd og viðskiptasiðferði, þjóðar- inar sett í yfirvofandi voða. Og nú er svo komið að lokum, að jafnvel hæstaréttar- dómum yfir stórafbrotamönn- um fæst ekki fullnægt lengur. Slíkum mönnum er nú leyft að leika lausum hala og jafnvel að halda áfram fyrri iðju sinni eins og ekkert sé um að vera. Og hvort munu lögreglustjór- ar landsins ekki þreytast á því að reyna að koma lögum yfir slíka menn er þeir eiga von á því að sjálf dómsmálastjóm- in taki fram fyrir hendur rétt- vísinnar á þennan hátt. Það er von, að veiðiþjófar og fjárglæframenn vilji halda í Magnús Guðmundsson sem allra, allra lengst. Hann er jafnvígur á réttvísina til sjós og lands. *) JJaö sem hér er innan tilvitn- unarmerkja er tekiö orðrétt úr áskoruninni frá Vestmannaeyjum. S Okkarjárlega haustútsala stendur nú yíir. - Notið tækifærið. Marteinn Eínarsson <fe Co. I matinn: Norðlenzkt dilkakjöt. do. spaðsaltað kjöt. do. hangikjöt. Nauta buffkjöt af ársgömlu. Svlna- og lamba- kotelettur Rjúpur og svíð. Allskonar áiegg. Margskonar grænmeti. HERÐUBREIÐ FRÍKIRKJUVEG 7 SÍMI 4565. I sunnudags- matinn____________ Rjúpur Norðlenzkt dilkakjöt Alikálfakjöt Hangikjöt Svínakjöt Svið Ennfremur margskonar grænmeti. K j ö t búð Reykj avikur Vesturg. 16 — Sími 4769. Auglýsið i Nýja Dagblaðinu. Það er nú þegar mjög mikið lesið í bænum og nágrenni. Og í glugga blaðsins er efni þess veitt sérstök athygli af mesta fjölda manna á hverjum degi. Verið ekki mjög hrædd, þó að þið fáið eitthvað af nafn- lausum rógs- og hótanabréf- um! Nýkomið: Hnoðaður mör Tólg' Kæfa Hólmavíkur-saltkjöt Páll Hallbjörns Laugaveg 55. — Sími 3448. Leyft að deyða menn. j Dómsmálaráðherrann prúss- i neski hefir komið fram með • frumvarp til nýrra hegningar- 1 laga, sem meðal annars heim- ila læknum að stytta mönnum aldur, ef þeir eru veikir af ó- læknarídi sjúkdómi. Þetta á þó því aðeins að vera leyfilegt, að maðurinn óski þess sjálfur. Til þess að koma í veg fyrir, að réttindi þessi verði misnot- uð, eru ýms ákvæði sett um það hvenær þetta sé leyfilegt. Tveir læknar í föstu embætti verða að samþykkja það, og læknir í þjónustu ríkisins að framkvæma. Ef sjúklingurinn getur ekki sjálfur borið fram ósk sína, er leyfilegt að taka ósk nánustu skyldmenna hans um aldurs- styttinguna gilda, en skylt er þó lækninum, að fullvissa sig um, að ósk þessi sé einungis borin fram í þeim tilgangi að losa mann við þjáningar, sem víst er um, að endi ekki nema með dauða. Umræður hafa nokkrum sinnum verið um það í Norð- urlandablöðunum, hvort slík á- kvæði sem hér ræðir um, skuli sett í lög. Miklai- umræður urðu um þetta atriði 1931 í Danmörku, þegar frú Bang- Wille gaf móður sinni eitur, eftir eigin ósk hennar, en hún þjáðist af ólæknandi sjúkdóm. Enginn, sem til þekkti var í vafa um, að dóttirin hefði Nýja dagblaðið birtir smáauglýsingar, tvær línur, fyrir eina krónu (t. d. um at- vinnu, búsnæði, kennslu, tapað, fundið, kaup, sölu, adressur og símanúmer o. £1.). — Tekið á móti smáauglýsingum til ld. 10 á kvöldin á afgr. blaðsins eða í Acta. þarna breytt eftir ósk móður sinnar og af einskærri ást til hennar, en þrátt fyrir það var hún dæmd fyrir þetta sem morðingi. Umræðurnar hafa snúizt um ]rað, hvort hægt sé að treysta læknunum til þess að dæma um, hvenær skuli taka til deyðingarinnar, sökum þess, að það sé oft ofvaxið mannlegu viti að sjá, hvenær slíks sé þörf, og breytingar geti orðið á heilsufari sjúklingsins jafn- vel þótt öll von virðist vera úti. Björn Dúfa. Ein saga barst til Hermanns heim og heyrðist jafnt og þétt: sú lýsing er frá Kleppon kom og Kjerúlf — hún var rétt: svo lengi hefir ljótur karl í lygafjötrum tórt, að rýr var orðinn heili hans, en lijartað — það var stórt. („Aldamótaljóð").

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.