Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAStS Anná.11. Kolbeinsey. Kolbeinsey hefir nýlega verið mæld. Er hún um 70 m á lengd og 30,60 m á breidd. Hæð eyjarinnar er 8 m. Hún liggur 35 sjómílur frá Gríms- ey í norðvesturátt. Fiskafli. Samkvæmt skýrslum Fiskifé- lags Islands var fiskafli hér við land frá áramótum til 1. sept. 66.453 þús. kg., og er það ailmiklu meira en í fyrra og nokkru meira en 1931. Nýtt varðskip. Danir hafa látið Bmíða nýtt varðskip, sem nota á við strandgæzlu hér og við Græn- land og kemur í staðinn fyrir „Fylla“. 23. sept. síðastl. var því fyrst hleypt í sjóinn og gefið nafnið „Ingolf“. Það er 1325 smál. og 70 metra á lengd. Frá Ölafsíirðingum. Ólafsfirðingar hafa nýlega komið sér upp dráttarbraut fyrir vélbáta sína og rúmar hún 10 vélbáta í einu. Áður hafa þeir komið sér upp góðri bryggju, vélaverkstæði og frystihúsi. Hafa allar þessar framkvæmdir stórum bætt að- stöðu þeirra til sjósóknar og bendir það til, að þeir séu dugnaðarmenn miklir í sjávar- útvegsmálum. Síld til Póllands. Utanríkisráðuneytið hefir, eftir því sem segir í nýkomn- um Ægi, fengið tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu danska, um að samningsleg trygging sé fengin fyrir því, að inn- flutningsleyfi fáist 1 Póllandi fyrir 7000 smál. af íslenzkri síld til næstu áramóta, og skuli á það magn leggjast lægsta innflutningsg j ald. Beinhákarlar við Austurland. I sumar hefir nokkuð orðið vart við beinhákarla við Aust- urland, en það hefir verið fá- títt að undanförnu. Hafa sjó- menn bæði af Norðfirði, Mjóa- firði og Gunnólfsvík orðið var- ir við þá, og einu sinni sáust 8 samtímis inni á Norðfirði. Var þá farið út á tveim trill- um og tókst að skutla einn. En skutullinn losnaði úr hon- um þegar draga átti hann að landi og náðist hann ekki úr því. Einn vélbátur frá Norð- firði rakst á beinhákarl og stöðvaðist báturinn á hákarl- inum! (Eftir Ægi). Hæpin forsjálni . Vitaskipið Hermóður var núna í haust látið liggja 25 daga samfleytt á Siglufirði, eftir því sem blaðinu er tjáð að norðan, til þess að bíða eftir að afferma tvö tonn af vörum við vitann á Sauðanesi. Ilægðarleikur hefði verið að fá mótorbát fyrir 100 kr. eða svo til að skjóta þessum slatta á milli. En bið skipsins þessa 25 daga kostar að líkindum um 8 þús. kr.! Svona er hald- ið á fjármununum í ráðuneyti M. G. Skipafréttir. Gullfoss fór vestur og norð- ur í gærkvöldi kl. 9. Goðafoss íor frá Hull í gærmorgun áleið- is til Vestmannaeyja. Brúar- foss fór í gærkvöldi kl. 10. um Vestmannaeyjar til London og Kaupmannahafnar. Lagar- foss er í Kaupmannahöfn og fer þaðan í dag. Dettifoss fór frá Norðurfirði í gærmorgun áleiðis til Hólmavíkur. Selfoss fór frá Antwerpen í gærkvöldi. Prófi í forspjallsvísindum lauk Snorri Hallgrímsson með I. einkunn nýlega. Veðrið í gær. Á Suðvesturlandi var hvass- viðri og rigning síðari hluta dags, en á Norður- og Austur- landi hægviðri. Reitingsafli hefir verið í Vestmanna- eyjum í haust, aðallega ýsa, svo sem venja er til um þetta leyti árs. Hefir aflinn verið fluttur í kössum ísvarinn til Englands og selst einkar vel, einkum upp á síðkastið. Til Spánar. Fisktökuskipið Bro fór héð- an í gærkvöldi með fullfermi af fiski áleiðis til Barcelona. Eros er nú að taka fisk í Keflavík. Hvalaveiðar Norðmanna. Skýrslur og reikningar tveggja norskra hvalveiða- félaga voru birtar nýlega og sýna góða afkomu hvalveið- anna á árinu. Pólarís-félagið telur reksturshagnað 3 miljón- ir 793 þús. kr. Hitt félagið greiðir 10% í arð. — F.Ú. Eiturlyf. I Finnlandi hefir komizt upp um allmikið kókainsmyglunar- mál, sem vekur þar mikla eft- irtekt. Kókaininu var smyglað inn frá Svíþjóð. — F.Ú. Innbrotsþjófar? í húsi einu á Bárug. bar það við í fyrradag, að aðkomu- kona rakst á þrjá unglings- menn uppi á efstu íbúðarhæð í húsinu. Þegar konuna bar að, spurði einn þessara manna hvatskeytslega: „Býr ekki maður hér sem heitir Guð- mundur“. Konan var ekki það kunnug, að hún gæti skorið úr um þetta, en vísar á einar dyrnar, og telur, að þar búi maður, sem hún viti ekki hvað heiti. Segjast mennirnir vera búnir að berja þar, og sé hann ekki þar. Flýta sér síðan burtu. Um kvöldið þegar leigjendur á þessari hæð koma heim, geta tveir þeirra með engu móti opnað herbergi sín. Hafði auð- sjáanlega verið gjörð tilraun til þess að „dirka“ skrárnar upp, og eru hlutaðeigendur ekki í vafa um að þar hafi hinir þrír ungu menn, sem að- komukonan rakst á um daginn, verið að verki. Farþegar með Lyru til Noregs voru L. Kaaber bankastjóri, Wendel- boe vicekonsull, Einar Péturs- son o. fl. Loðdýrarækt. Sýning á loðdýrum, einkum refum, er byrjuð í Bergen og eru sýnd þar um 406 dýr, og í Trondheim stendur nú einn- ig yfir slík sýning á 470 dýr- um. Margir skinnakaupmenn sækja sýningar þessar — F.Ú. Úr Hornafirði. Tveir Karakúlhrútar voru keyptir í sýsluna, annar í Nesjahrepp en 'hinn í öræfi. Báðir eru komnir austur og þrífast vel. Heyfengur var með allra mesta móti en nýt- ing misjöfn. — Garðávextir spruttu vel og jarðeplasýki gerði næstum ekkert vart við sig. — FÚ. Frá Akureyri I gærkvöldi. Helgi Scheving er staddur á Akureyri í erindum fyrir Samband bindindisfélaga Is- lands. Hefir hann haldið fundi í menntaskólanum og iðnskól- anum hér. Á morgun fer hann norður að Laugum. — Torfi Iljartason cand. jur. er nýkom- inn til bæjarins. Verður hann fulltrúi hjá bæjarfógeta. — Húsið sem brann i kvöld, var eign Kristínar Árnadóttur frá Brunná. — Hret gerði í fyrri- nótt og fölgvaði jörð, en má nú kalla snjólaust. Fleíri hótanabrét. Framh. af 2. síðu. gallharður Tima maður, þvi þér auglysið i Nyja Dagblaðinu. Vér viljum ráðleggja yður að selja bændim ....*) og ax halda yður eingöng að þeim. þegar þér vinnið á móti hagsmunum Reykja- vikur ber okkur skyldu að sjá til að þér uppskerið eins og þér sáið. Haldi auglvsingar yðar áfram i þessu blaði, munu margir hrotta xiðskiftum við yður. III. Oruggasta leiðin til að minka umsetninguna er að auglysa í Nyja Dagblaðinu. Vjer sjálfstæðis- menn hættum gjörsamlega að skifta við yður. Einn þeirra auglýsenda, sem hótunarbréf hefir fengið hefir snúið sér til ritstjóranna við Heimdall og Morgunblaðið og spurzt fyrir um, hvort þeir eða stjórn „Sjálfstæðisflokksins“ i stæðu að hótunum þessum. ' Eins og menn taka eftir eru í sumum bréfunum gefnar yfir- lýsingar af hálfu „Sjálfstæðis- manna“. En á báðum stöðum | sóru íhaldsritstjóramir og I sárt við lögðu, að þeir væru ' ekkert við þetta riðnir, og 1 þeim vitanlega ætti „Sjálf- stæðisflokkurinn“ engan þátt í að móðga hlutaðeigandi kaup- ! sýslumenn eins og gert er með ' hótunum þessum. *) Nafn vörutegundarinnar, sem lilutaðeigandi fyrirtœki verzlar með. Húsbruni á Akur- eyri í gærkvöldi. Kl. tæplega 61/2 kviknaði í húsinu Strandgötu 39 á Akur- eyri. Logn var og kviknaði í húsinu á efri hæð. óvíst um upptök eldsins. Ein stúlka var heima með barn, allt fólk bjargaðist og tókst að verja næstu hús. Eitthvað bjargað- ist af innanstokksmunum af neðri hæð og kjallara. Miklar skemmdir urðu af eldi, reyk og vatni. Eldurinn var slökkt- ur innan skamms, og húsið stendur, timburhús 2 hæðir á stórum kjallara. I húsinu bjuggu, á efri hæð Karl Niku- lásson konsúll, á neðri hæð Stefán Vilmundsson kaupm. — F.Ú. • Ódýrn § auglýsingarnar. Húsnæði 2 herbergi (annað lítið) og eldhús óska bamlaus hjón að fá seinni hluta þ. m. Fyrir- framgreiðsla. A. v. á. Tapað-Fuudið Kvennarmbandsúr hefir tap- ast. Skilist á afgr. blaðsins. Atvimia Mæld feiti í mjólk. Sími 2151. Nýmóðins pergament lampa- skermar, handmálaðir. Fyrir- liggjandi og saumaðir eftir pöntun á Grundarstíg 8. Verð afar ódýrt. Sími 4399. Munið síma Herðubreiðar 4565, Fríkirkjuvegi 7. Þar íæst allt í matinn. Ritvél, helzt Caronne, óskast keypt með tækifærisverði. A. v. á. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? ÓDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin Brúarloss Sími 3749. Kjötfars alltaf bezt hjá K 1 e i n Baldursgötu 14. Sími 3073. AfgreiðslU' og aug~ lýsingasími Nýja dagblaðsins er 2323 tveir-þrír-tveir-þrír Verzlið við þá sem aug- lýsa í Nýja dagblaðinu. RAUÐA HÚSIÐ. Antony ypti öxlum. — Sá sem gerði þetta, sagði hann og benti á manninn, sem á gólfinu lá. Er hann dauður? — Hjálpið mér, sagði Cayley og svaraði þessu ekki öðru. Þeir veltu nú líkinu á bakið og hertu sig upp til þess að geta virt það fyrir sér. Robert Ablett hafði verið skotinn í ennið milli augnanna. Það var ófag- urt að sjá. Og jafnframt því sem Antony fann til hryllings, kenndi hann samúðar með manninum, er var þarna við hlið hans og skammaðist sín fyrir það hvað hann var eiginlega ósnortinn af þessu öllu. En þetta er nú venjan, að menn halda, að svona atburðir geti alls ekki komið fyrir — nema þá þeir komi fyrir aðra. Það er erfitt að gera sér fulla grein fyrir þeim, trúa sínum eigin augum, þeg- ar maður allt í einu verður fyrir slíku sjálfur. — Þekktuð þér hann kannske? sagði Antony lágt. Hann meinti: Þótti yður vænt um hann. — Nei, aðeins að nafni. Mark er frændi minn. Ja, ég á við .það, að ég þekki Mark miklu betur. — Frændi yðar? — Já. Hann hikaði og hætti svo við: Er hann dáinn? Sennilega er hann það. Viljið þér — hafíð þér nokkurn tíma — þekkt svona? Máske það sé bezt, að ég sæki vatn? Beint á móti lokuðu dyrunum voru aðrar dyr, sem, eins og Antony fékk nú brátt tækifæri til að ganga úr skugga um, opnuðust fram á gang nokk- urn, og við endann á þessum gangi voru ennþá tvö herbergi. Cayley fór út á ganginn og lauk upp dyr- unum til hægri. Dyraar að vinnustofunni, sem hann gekk fram hjá, voru opnar. Dyrnar við endann á hinum stutta gangi voru lokaðar. Antony, sem kraup við hliðina á líkinu, fylgdi Cayley með augun- um, og þegar Ceyley hvarf inn í herbergið hélt hann áfram að horfa á auðann vegginn í gangin- um, en hann var sér ekki meðvitandi á hvað hann norfði, því hugur hans var allur hjá dauða mann- inum. — Ekki svoleiðis að það þýði nokkuð að eyða vatni á dauðann manninn, sagði hann við sjálfan sig. En bara þetta að gera eitthvað, léttir manni fyrir brjósti, enda þótt maður viti, að hér sé reynd- ar ekkert að gera. Cayley kom inn aftur. Hann var með svamp í annari hendinni og vasaklút í hinni. Ilann leit á Antony. Antony kinkaði kolli. Cayley muldraði eitt- hvað og beygði sig niður til þess að þvo þeim dauða í framan. Því næst breiddi hann vasaklútinn yfir andlit líkinu. Antony vaipaði öndinni, honum létti við þetta. Þeir stóðu á fætur og horfðu hver á annan. — Ef ég get nokkuð hjálpað, þá vildi ég það gjaraan, sagði Antony. — Það er vingjarnlegt af yður. Hér er margt, sem gera þarf. Lögregla, læknir og ég veit ekki hvað. En þér megið ekki láta mig níðast á góð- mennsku yðar. Annars ætti ég að biðja afsökun, því ég hefi þegar níðzt stórlega á henni. — Eg kom hingað til þess að hitta Beverley. Hann er gamall vinur minn. — Hann er í golfleik. En hann kemur bráðlega heim. Svo bætti hann við, eins og honum hefði komið/ það til hugar í sömu svifum: Þér komið víst strax til baka? — Ég verð kyr, ef ég gæti gert eitthvert gagn. — Já, gerið þér það. Þér skiljið, hér er líka kvenfólk í húsinu. Það verður býsna óþægilegt Ef þér vilduð ... Hann hikaði við og brosti vandræða- lega. Það var eitthvað svo átakanlegt að sjá svo stóran og myndarlegan mann brosa svo vandræða- lega. Aðeins siðferðilegur styrkur, sjáið þér. Það er mikil hjálp. I

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.