Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Page 1

Nýja dagblaðið - 12.11.1933, Page 1
Reykjavík, sunnudaginn 12. nóvember 1933 14. tbl. í DAG Sólaruppkoma kl. 8.48 Sólarlag kl. 3.35. Háflóð síðdegis kl. 13.00 Veðurspá: Stinningskaldi á norð- an og norðaustan, úrkomulaust, kaldara. Ljósatími hjóla og bifreiða 4.20 e. m. til 8.05 árd. Söín, skrifstoíur o. íL: pjóðminjasafnið ........... kl. 1-3 Nátti'irugripasafnið ...... kl. 2-3 Alþýðubókasafnið ....... opið 4-10 Listasafn Einars Jónssonar opið 1-3 Pósthúsið: Bréfapóstst. opin 10-11 Landsíminn ................... 10-8 Upplýsingaskrifstofa mæðrastyrks- nefndarinnar, þingholtsstræti 18, opín kl. 8—10 e. m. á morgun. Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Landspítalinn ........... kl. 2-4 Landakotsspitalinn ........... 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12%-2 Vifilstaðahælið .. 12^-2 og 3V^-4Vi Kleppur ................... kl. 1-5 Næturvörður i nótt og aðra nótt: Ingólís- og Laugavegsapótek. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjarg. 4, sími 2234. Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. w Kristindómur og Asatrú. Bændur beita valdi. Þrjár járnbrautarbrýr sprengdar f loft upp. Berlín kl. 11,45 11/11 Ftí. Bændur í Bandaríkjunum hafa enn í frammi ýmiskonar ofbeldi til þess að reyna að : stöðva flutning á búnaðaraf- urðum til borganna. I gær var járnbrautarbrú nálægt Cincin- nati sprengd í loft upp, og er ; það þriðja járnbrautarbrúin, ■ sem sprengd hefir verið á stuttum tíma. Bandaríkjamenn hervæðast af kappi London kl. 0,45 11/11 FÚ. Flotamálráðherra Banda- ríkjanna, Swanson öldunga- i-áðsmaður, leggur til að öllu því fé, sem áætlað hefir verið til aukningar Bandaríkjaflot- ans sé varið nú þegar til bygg- ingar nýrra skipa og flugvéla, og að flotinn verði svo fljótt sem unnt er aukinn upp í það hámark, sem leyfilegt er sam- kvæmt núgildandi samninstum. Samningum boosevelts og Litvinoffs miðar vel áfram. Berlín kl. 11,45 11/11 FÚ. Samningaumleitunum milli Litvinoffs og Roosevelts, um nýtt viðskiptasamband milli Bandaríkjanna og- Rússlands, var enn ekki lokið í gær, og hefir það heyrzt, frá utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna, að enn séu tvö atriði, sem þarfn- ist skýringar, sem sé innieign amerískra tíorgara í Rússlandi f rá st j órnarbyltingartímanum, og málaleitanir um lán með löngum gjaldfresti Rússum til handa. Oslo kl. 17,15 11/11 FÚ. Talið er að fullnaðarsamn- ingar milli Rússlands og Bandaríkjanna muni enn eiga alllangt í land, en tvö mikils- verð atriði er þegar fullsam- ið um. í fyrsta lagi, að Banda- ríkin viðurkenni Rússland, og í öðru lagi að hvort ríki fyrir sig skuldbindi sig til þess að reka enga pólitíska starfsemi eða undirróður innan vébanda hins. Skemmtanir og samkomnr: Gamla Bíó: Stolna barnið, dönsk mynd, kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: kl. 5 barnasýning. Út- laginn kl. 7 og 9. Messur: Dómkirkjan: kl. 11 árd. sr. Bjarni Jónsson (Lúthersminning). kl. 2 barnaguðsþjónusta, sr. Fr. Hall- grimsson. kl. 5 sr. Fr. Hallgríms- son (Lúthersminning). Fríkirkjan: kl. 5 sr. Árni Sigurðs- son (Lúthersminning). Dagskrá útvarpsins. Kl. 10 fréttaerindi og fréttir /end- urtekið). 10.40 veðurfregnir. 11.00 messa í dómkirkjunni (sr. Bjarni Jónsson). 15.00 miðdegisútvarp. 15.30 erindi: 30. kynslóðin, bók Guðm. Kamban (Ragnar E. Kvar- an). 18.45 Barnatími (sr. Fr. Hall- grímsson). 19.10 veðurfregnir. 19.20 tilkynningar, tónl. 19.35 grammó- fóntónleikar: lög úr óp. Boheme. 20.00 klukkusláttur, fréttir. 20.30 erindi: Marteinn Lúther. 450 ára minning (Jón Helgason biskup). 21.05 grammófóntónleikar. Beeth- oven: Symplionia nr. 7 í A-dúr, óp. 92 (Philadelphia Symphoniu- orkestrið, Leopold Stokowski). Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. þing- fréttir. 19.00 tónleikar. 19.10 veð- urfregnir. 19.20 tilkynningar, tón- leilcár. 19.35 óákveðið. 20.00 kíukku sláttur, fréttir. 20.30 erindi: Frá útlöndum (sr. Sig. Einars.). 21.00 tónleikar, alþýðulög (útvarpskvart- ettinn). Einsöngur (María Mark- an). Grammófónn: Schubert: Rosa- munde Musik (Halle orkestrið, Sir Hamilton Harty). Frá hátiðahöldum i Wittenberg Eins og- kunnugt er, á hin þjóðlega bylting Hitlers líka að ná til andlega lífsins. Eitt af því, sem stjórn Hitlers vill skapa á Þýzkalandi er „þýzk- kristna kirkjan". Þar vík- ur krossinn, tákn kristninnar smátt og smátt fyrir Þórs- merkinu (swastika). Og um leið víkur andi kristninnar, draumurinn um bræðralag og boðskapurinn um frið og að elska jafnvel óvin sinn fyrir anda nýja „eranska" heiðin- dómsins, nýrri Ásatrú Nazist- anna, dýrkun þeirra á hetjunni og' blóðugum bardaga. í vitund hinnar þýzku þjóð- ar geysar nú hörð barátta milli kristninnar og þessarar nýju „erönsku“ heiðni. Þrátt fyrir allt fer því enn fjarri, að Hitler og Göhring hafi tekizt að bæla til hlítar hinn kristna „uppreisnaranda". Á allsherjar prestastefnu hinnar þýzlc-kristnu kirkju í Wittenberg var 28. sept. út- býtt mótmælaskjali, rituðu í Berlín 27. s. m. og undirrituðu af leiðandi prestum, sem enn eru utan við þýzk-kristnu kirkjuna. Bak við þessi mót- ! mæli standa 2000 þýzkir prest- ar. Mótmælin eru á þessa leið: „Allsherjarprestastefnu Þýzka- lands, sem ætlað er að innleiða nýtt tímaskeið í hinni evan- gelisku kirkju vorri, sendum vér ávarp vort í nafni 2000 presta hinnar evangelisku kirkju. Svo að kirkjan hefji ekki til minningar um siðbót Lúthers. vegferð sína með lygi, viljum vér í nafni kærleikans og sann- leikans taka fram: 1. Hin nýja skipun kirkj- unnar hefir verið innleidd og . útfærð með þeim hætti og eft- | ir þeim leiðum, að það hefir kallað andlega neyð yfir ótal | menn, sem kristindómurinn er : heilagt alvörumál. Á presta- | stefnum, þar sem þessum mál- ' um hefir verið ráðið til lykta, | hefir meirihlutinn neitað | minnihlutanum um málfrelsi til að færa fram rök fyrir mál- | stað sínum og það jafnvel um | þau mál, sem snerta innsta | kjarna kristindómsins og æðsta ! hlutverk kirkjunnar. Um nokk- ; urra mánaða skeið hefir allt ! hið kirkjulega starf og kirkju- lega líf verið í ánauð eins | kirkjulegs flokks. En slíkt get- ; ur ekki staðizt, að kirkja JesQ : Krists verði ríki af þessum ! heimi, sem gengur til þjónustu við ofbeldið, en afneitar kær- leika og bræðralagi. 2. Með samþykki grafar- þagnarinnar hefir hin nýja kirkjustjórn látið ganga í gildi lög og samþykktir, sem eru í beinni mótsögn við heilaga ritningu og boðskap og játn- ingar kirkjunnar. Þetta gildir fyrst og fremst um „eranska- paragraffinn“. Slíkt fær ekki staðizt, að orð guðs séu færð í spennitreyju politískra sér- hagsmuna og laga og rænd þeim gildandi krafti, sem er gjöf til allra manna. Framh. 2. síðu. Úrslií aikvæðagreiðslunnar um bannlögin urðu kunn í gærkveldi 57,74 °i° já — 42,26 % nei. í gærkveldi urðu kunn síðustu úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar, sem fram fór fyrsta vetrardag. Það eru úrslitin úr Strandasýslu. Þar hafa 177 sagt já, en 231 nei. 53 seðlar voru ógildir og 4 auðir. Úrslit atkvæða einstökum héröði inu í heild eru segir: Hafnarfjörður . . .. | Gullbr. og kjósars. ; Borgarfjarðarsýsla Mýrasýsla......... Snæfellsnessýsla .. Dalasýsla......... Barðastrandarsýsla V .-í safj ar ðarsýsla . N.-ísafjarðarsýsla . Isafjörður........ Strandasýsla .. .. V.-Húnavatnssýsla . A.-Húnavatnssýsla . Skagafjarðarsýsla . Eyjarfjarðarsýsla . Akureyri..........: S.-Þingeyjarsýsla . N.-Þingeyjarsýsla . N.-Múlasýsla . . . . S.-Múlasýsla . . . . Seyðisfjörður . . . . A.-Skaftafellssýsla . V.-Skaftafellssýsla . iðslunnar í og í land- i sem hér Já. Nei. 6972 2762 552 441 . .886 339 311 322 233 189 370 349 143 154 255 381 178 512 279 384 326 702 177 231 106 132 188 258 347 383 694 609 564 620 245 547 155 153 237 236 510 712 175 138 68 94 215 142 Rangárvallasýsla .. 527 166 Vestmannaeyjar . . 637 246 Árnessýsla 534 422 Samtals eru þá: Já 15884, nei 11624, já umfram nei 4260. Þingsályktunin um þjóðar- atkvæðagreiðsluna var sam- þykkt í sameinuðu Alþingi hinn 29. maí s. 1. og var svo- hljóðandi: | „Alþingi ályktar að fela , ríkisstjórninni að láta fram fara þjóðaratkvæði á þessu ári meðal kjósenda í málefn- um sveitar- og bæjarfjelaga : um það, hvort afnema skuli bann það gegn innflutningL áfengra drykkja, er felst í gildandi áfengislöggjöf“. (Sam- þykkt með 26 :2 atkv.). Á kjörseðlinum fyrsta vetr- ardag stóð: Aíkvæðaseðill við þjóðaratkvæðagreiðslu um, hvort afnema skuli bann það gegn innflutningi áfengra drykkja, er felst í gildandi áfengislögum 19. maí 1930. Eftir gildandi lögum er lieimilt að flytja inn vín mað Framh. 2. ííðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.