Nýja dagblaðið - 15.11.1933, Page 4

Nýja dagblaðið - 15.11.1933, Page 4
4 N Ý J A DAOBLAÐIÐ Annáll. Iðnaðarmaður, sem auglýsti í Nýja dagblaðinu fyrir nokkrum dögum sendi blaðinu hótanabréf í gœr, er honum hafði borizt eins og flestum öðrum auglýsendum blaðsins. Sendi hann með því nýja auglýsingu, er hann kvað vera svar sitt til nafnlausu höfund- anna, sem í skuggum dyljast. Hnupl. það hefir borið talsvert á að Nýja dagblaðið hyrfi frá læstum dyrum á morgnana. Menn eru beðnir að leiðbeina ungling- unum, sem bera blaðið út, um ör- uggan geymslustað og láta af- greisluna vita sem allra fyrst, fái þeir blaðið ekki með skilum. Ull. Sala á ull hefir gengið miklu betur nú en í fyrra. Frá áramótum til 1. nóv. í fyrra var útflutningurinn 424 þús. kg. og nam verð hans 370 þús. kr. A sama tíma í ár hefir verið flutt út 1.144 þús. kg. og fyrir það fengust 1.223 þús. kr. (Samkv. skýrslu gengisnefndar). Gærur. Verð á söltuðum gærum hefir verið betra i ár en í fyrra. í tímabilinu jan.—okt. í fyrra voru fluttar út 200 þús. gærur og fengust fyrir þær 249 þús. kr. Á sama tíma í ár hafa verið fluttar út 160 þús. gærur og er verð þeirra reiknað 344 þús. kr. Hinsvegar hefir minna verið flutt út af sút- uðum gærum en 1932. Voru á sama tíma i fyrra fluttar út ca. 12 þús. sútaðar gærur, en í ár hafa þær ekki verið nema 2240 talsins, Verðið hefir yerið nokkuð svipað (Skv. skýrslu gengisnefnd- ar). Saltfisksalan. í október voru flutt út um 10 þús. tonn af yerk- uðum saltíiski fyrir 3 milj. og 950 þús. kr. í lok síðastl. mánaðar var búið að flytja út á þessu ári 94 þúsund tonn fyrir um 19% milj. kr. Magnið er svipað og 1 fyrra, en verð þessa fiskjar hefir verið um 1% milj. kr. meira. Skipafréttlr. Gullfoss fór frá Ak- ureyri í gær. Goðafoss kom frá Hull og Hamborg í gær. Brúar- íoss er á leið til London frá Vestmannaeyjum. Dettifoss var á Sauðárkróki í gær. Lagarfoss er á leið til Leith. Selfoss kom til Leith í fyrradag. póroddur Jónsson heildsali kom í fyrrinótt kl. 1 til bæjarins. Hafði hann hitt bíl héðan úr Reykjavík í Ölfusinu og kom með honum suður. Var þóroddur tölu- vert hress er vér áttum tal við hann í gær, en var þó slæmur af kuldabólgu í höndum og fót- um. Lik Sigurjóns Guðmundsson- ar var fiutt hingað til bæjarins í gær. Misprontast hafði í blaðinu í gær nafnið á ekkju Sigurjóns. Heitir hún ekki Elisía eins og þar stóð, heldur Elín. í ófriði. Formaður nefndarinnar er .Tesper Simonsen landsdómari. - (F.Ú.). Rjúpur. Allmargt hefir sézt af rjúpum í þingeyjarsýslu í haust, einkum í Aðaldalshrauni. Virðist þeim ætla að fjölga ’þar jafnhratt og þær hurfu snögglega. — (F.Ú.). stjóri A Sandi og Sæmundur Ól- afsson oddviti á Lágafelli í Rang- árvallasýslut Aflinn. Samkv. skýrslu Fiskifé- iagsins var fiskafli (þur fiskur) á öllu landinu 1. nóv. 68.320 tonn og er það hérumbil 13 þús, tonn- um meira en á sama tíma í fyrra. Byggíngamefndin samþykkti á síðasta fundi einbýlishús úr timbri, sem Byggingarsamvinnufé- lag Reykjavíkur ætlar að byggja á svokölluðu Jóhannstúni hér í bænum. Fisksala. Geir seldi afla sinn í Grimsby í fyrradag, 1200 körfur, fyrir 1357 sterlingspund, brúttó. Esja fer á laugardaginn vestur um land. Trúlofun sína opinberuðu ung- frú Olga Valdemarsdóttir frá Æð- ey og Jens Hólmgeirsson bústjóri á ísafirði, nýlega. Meiri útflutningur hefir verið í ár en 2 ár undanfarin. Verð útflutn- ings í ár til 1. nóv. er kr. 39.209.600 í fyrra var það á sama tíma kr. 36. 019.400 og 1931 var útflutning- urinn kr. 38.149.500. Áheit á Strandarklrkju frá H. S. kr. 5,00. Ný rafmagnsstöð i Vík i Mýr- dal. Nýlega er fullgerð rafmagns- stöð fyrir Suður-Vík, er stöðin 7 kw. eða 12 turbínubestöfl. Kostaði stöðin um 7000 kr. Var aðstaða þar töluvert erfið og er verðið mjög lágt eftir því hvernig aðstað- an er. Bjami Runólfsson frá Hólmi hefir staðið fyrir byggingu stöðyarinnar. íslenzklr matréttir, Undanfarna daga hefir frk. Helga Torlacius haft sýningu á réttum úr íslenzk- um jurtum. Á sýningu þessari var ákaflega gott sætmauk úr fjalla- grösum, sem lagt er á kex úr ís- lenzku rúgmjöli. Skarfakál var þar matreitt sem spinat, og söl í salat. Búðingur var þar úr geitna- skóf og var mjög góður. — Er það athyglisvert að svo fjölbreyttan og góðan mat skuli vera hægt að matreiða úr jurtum okkar. Er það lofsvert að reyna að kenna fólki að nota þetta ódýra efni, sem við höfum og sem um leið er hollt og gott. Frk. Torlacius hefir í hyggju að byrja námsskeið, um þann 20 þ. m. til þess að kenna matartilbúning úr íslenzkum jurt- um. • Eiturgasvamfr f Danmörku. Danska stjórnin hefir nú skipað nefnd, sem rannsaka á og gera tillögur um vemd gegn gaseitrun Frá Hólum. Á Hólum í Hjaita- dal var heyfengur 2400 hestar taða, og 600 hestar úthey. Tíu manns unnu þar að heyvinnu með heyvinnuvélum, og hafa afl- að ferfalt meiri heyja en talið er í meðallagi eftir sama mannaafla þar í sýslu. Garðávextir þar voru 40 tunnur jarðepla og 120 tunnui' af rófum. 1500 jarðabótadagsverk voru unnin þar í sumar. í Hóla- siióla eru nú 20 nemendur og von á nokkrum nemendum enn. - (F.Ú.). Fiskbirgðir voru l. nóv. samkv. skýrslu Fiskifélagsins 22.123 tonn og er það um 600 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Útflulningur á íreðkjöti í októ- bei' var 620.000 kg. fyrir um 370 þús. krónur. Hefir kjötið svo að segja allt verið flutt til Englands. Hraðsaumastofu hefir Kaupfélag Stykkishólms setl á stofn fyrir karlmannafatnað, séi'Staklega úr innlendu efni. Klæðskeri er ráð- inn Gunnar Sæmundsson. Samvinnan. 2. hefti yfirstand- andi árgangs er nýkomið út. Efn- isyfirlitið er á þessa leið: Hannes Gebliard og bændasamvinnan finnska, eftir pórarinn þórarins- son, Kaupfélag þingeymga 1882— 1932, eftir Jón í Yztafelíi, Heim- ilisiðnaður, eftir Pál H. Jónsson, Ástæður bænda, eftir Böðvar á Laugarvatni, þróun og bylting, eft- ir Jónas Jónsson, Byggingar, eftir sama og svo Forstöðumenn sam- vinnufélaganna og Fréttir. Kaup- félagsstjórarnir, sem minnst er ,á að þessu sinni, er Helgi Lárusson við Kaupfélag Reykjavikur og þorvaldur Jónsson við Kaupfélag Alþýðu í Reykjavík. próun og bylting heitir svar.eft- ir Jónas Jónsson, sem hann hefir skrifað móti grein Einars Olgeirs- sonar: Efling kommúnismans og andóf Jónasar frá Hriflu. Svar Jónasar hefir komið út í Samvinn- unni, en þar sem margir hafa bæði gagn af og þykir skemmti- iegt að kynnast þessari ritdeilu er það nú að koma út sérprentað og verður selt hér á götunum. þeir menii úti á landi, sem vildu fá sérprentunina eiga að snúa sér til afgreiðslu Samvinnunnar. Utan- áskriftin er: Samvinnan, Lauga- veg 10, Reykjavík. Blfreið stolið. Síðastliðna nótt var bifreiðinni R.E. 715 frá B. S. R. stolið. Skömmu síðar hafði lög- reglan upp á þeim er tekið hafði bifreiðina. Var það unglingspilt- ur. Hafði hann ekið bifreiðinni eftir Fríkirkjuveginum og þar á girðingu og brotið þar bæði girð- inguna og bifreiðina. Meðal gesta í bænum eru Sig- urður Símonarson kaupfélags- Uppreistarmenn dæmdir. Dómui' er nú fallinn í Surabaja á Java í máli því, sem hafið var gegn skipverjum á Hollenzka herskip- ihu de Zeven Provinsien út af uppreist og stroki þeirra með skip- ið í marz síðastliðnum, Dómurinn verður kveðinn upp yfir sakborn- ingunum í nokkrum flokkum, og í fyrsta ílokkinum, sem dæmd- ur var í dag, eru 19 innfæddir menn, Fimin þeirra voru dæmdir í 18 ára þrælkunarvinnu, én hinir 14 i 6 til 10 ára þrælkunarvinnu. Allir mennirnir hafa áfrýjað dóm- inum. — FÚ. . Rússar og Tyrklr. þegar tyrk- neska „lýöveldið" var 10 ára 28. okt. s. 1. fékk fors.etinn, Mustafa Kemal m. a. heimsókn 1700 Rússa undir forustu rússneska hermála- ráðherrans, Vorosjilov. Forsætis- ráðherrann tyrkneski, Ismet Pasja, sló upp veizlu fyrir hina rúss- nesku sendimenn. Hitler hefir í viðtali við amer- ískan blaðamann, sem heitir Wiegand, lýst yfir því að þýzkum Nazistum sé stranglega bannað að agitera fyrir nazismanum erlend- is, því að það spilli sambúðinni við önnur ríki, og ef þeir einhverj- ir verði uppvísir að þessu, verði þeim tafarlaust vísað úr flokkn- um. Skipabygglngar. Slcv. nýkomn- um skýrslum frá Lloyds Register hafa verið byggð 216 skip á þriðja íjórðungi yfirstandandi árs. Sam- anlögð stærð þeirra er 756 þús. brutto tonn. Af skipunum eru 101 gufuskip, 7 seglskip, en hin eru með olíuvélum. Ef dæmt er eftir þessari skýrzlu, er Stóra-Bretland mesta skipabyggingarlandið. það eitt hefir smíðað um 40%* allra # Ódýru • auglýsingarnar. rm Hiísnæði mn Herberg'i óskast með öðrum. Uppl. í síma 3328. Vantar litla íbúð, eða vil jafnvel kaupa lítið hús á góð- um stað í bænum. A. v. á. Atvinna Ungur maður óskar eftir vinnu við skepnuhirðingu eð:a jarðabætur. Uppl. í síma 3328. Kaup og sala Rúllugardinur alltaf til úr bezta efni. Skóla- brú 2 (hús Ólafs Þorsteins- sonar læknis). Gott píanó til sölu með sér- stöku tækifærisverði (hálf- virði). A.v.á. Raímagnsperur kosta eina krónú hjá Sig. Kjartanssyni. Laugavegi 41. Munið síma Herðubreiðar 4565, Fríkirkjuvegi 7. Þar fæst allt í matinn. II Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? ÓDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin Brúartoss Sími 3749. Ný lifur og hjörtu. Klein Baldursgötu 14. Sími 3073. Guðspekilélaéið. Lesflokkurinn heldur fyrsta fund í kvöld kl. 8V8 síðd. skipanna. Næst kemur Frakk- land, þá Japan og það fjórða í röðinni er Svíþjóð. Hér eru aðeins tnlin þau skip, sem stærri eru en 100 smálestir. RAUÐA HUSIÐ. hátt. Hann fór ekki út um gluggann á herberginu' við hliðina af því það var læst. — Er það ekki dálítið undarlegt? — Jú, það fannst mér líka í fyrstunni; en .. • Hann benti á vegginn, sem skagaði fram til hægri hægri handar. Gætið þér nú að, fari maður út hér, sést hvergi til hans úr öllu húsinu og svo er hann strax kominn inn í runnana. Fari maður út um franska gluggann, held ég að sjáist miklu betur til manns. Úr öllum þessum hluta hússins — hann benti með hægri hendi — vesturhlutanum og norð- vesturhlutanum líka, eldhúsmegin, sést ekki hingað. Já, hann hefir verið kunnugur húsinu, hver sem hann var, og hann fór alveg rétt að þegar hann fór út um gluggann héma. Svo gat hann í einu vetfangi stungið sér inn í runnana. Cayley leit til hans og var hugsandi. — Heyrið þér nú, mr. Gillingham, það lítur út fyrir að þér þekkið húsið furðu vel, þegar þess er gætt, að þetta er í fyrsta skipti sem þér komið hingað. Antony brosti. — Já, ég er aðgætinn, sjáið þér, ég er fæddur með auga á hverjum fingri. Og haldið >ér ekkl að ég hafi rétt fyrir mér í því, hversvegna hann hafi afráðið að fara út hérna? — Jú, það held ég reyndar. Cayley skotraði aug- unum til runnanna. Langar yður til þess að fara þangað og gæta að? Hann hneygði höfuðið í átt til runnanna. — Ég held við ættum að láta lögregluna um það, sagði Antony rólega. Það — liggur ekkert á. Cayley dró andann djúpt, meðan hann beið eftir svai'i og gat nú aftur andáð rólega. — Þakka yður fyrir, mr. Gillingham, sagði hann. Bróðirinn frá Ástralíu. Þeir, sem voru gestkomandi í Iiauða húsinu, höfðu leyfi til að lifa og láta eins og þeir vildu, innan vissra, skynsamlegra takmarka — en Mark ákvað sjálfur hvað skynsamlegt var. En úr því þeir (eða Mark) voru komnir að niðurstöðu um það hvað gera skyldi, þá varð að fylgja gerðri áætlun hvað sem tautaði. Mrs Calladine, sem þekkti ofboð vel þennan veikleika húsbóndans, var alveg mótfallin tillögu Bills um að fara í annan leik seinni partinn og aka svo heimleiðis í ró og næði til þess að drekka te. Hitt golfleiksfólkið var heldur en ekki á hans máli; en mrs. Calladina stóð fast á því, að þau skyldu koma heim fyrir fjögur, eins og búið var að ákveða, án þess þó beinlínis að nefna það, að Ablett myndi ekki láta sér annað líka. — Ég held nú sannast að segja ekki, að Mark kæri sig um að við komum svona snemma til baka, sagði majórinn. Honum hafði gengið illa leikurinn fyrri hluta dagsins og nú langaði hann til þess að sýna það seinni partinn, að honum gæti tekizt betur. Þegar þessi bróðir hans er kominn, verður hann bara feginn að við erum ekki að flækjast fyrir. — Já, það er augljóst mál. Nú var það Bill, sem talaði. Mynduð þér ekki vilja koma í einn, miss Norris? Miss Norris leit á húsmóðurina, beggja blands. — Ef þér viljið fara heim, þá viljum við ekki halda í yður. Og það er von að yður leiðist að bíða úr því þér eruð ekki með í leiknum. — Bara litla stund, sagði Betty, og fór nú bón- arveginn. — Þér gætuð nú farið heim í bílnum og sagt að við ætlum í einn til, og svo getur bíllinn kom- ið til baka og sótt okkur, sagði Bill, og þótti- þetta snjallt úrræði.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.