Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 1
1. ár. í DAG Sólaruppkoma kl. 9.12. Sólarlag kl. 3.14. Háflóð árdegis kl. 6.20. Háílóð síðdegis kl. 6.45. Veðurspá: Allhvass sunnan. pýð- viðri og rigning eða skúrir. Ljósatími hjóla og bifreiða 3.55 e. m. til 8.25 árd. Söfn, skrifstofur o. fL: Jijóðminjasafnið .......... kl. 1-3 Náttúrúgripasafnið ........ kl. 2-3 Alþýðubókasafnið ....... opið 4-10 I.istasafn Einars Jónssonar opið 1-3 Pósthúsið: Bréfapóstst. opin 10-11 Landsíminn ................... 10-8 Upplýsingaskrifstofa mæðrastyrks- nefndarinnar, þingholtsstræti 18, öpin kl. 8—10 e. m. á morgun. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landspítalinn •............ kl. 2-4 Landakotsspitalinn ........... 3-5 Laugarnesspitali ....... ki. 12^-2 Vifilstaðahælið .. 12^-2 og 3%-4í4 Kleppur ................... kl. 1-5 Næturvörður í nótt og aðra nótt: Reykjavíkur apótek og Lyfja- búðin Iðunn. Næturlæknir: Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9. Sími 3272. Aðra nótt: Halldór Steíánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Skemmtanir og samkomnr: Gamla bíó: Stolna bamið, dönsk mynd kl. 5 og 7. Rauði lcöttur- inn kl. 9. Nýja bió: kl. 5 barnasýning. Kl. 7 og 9: Parísarloft Madame Pompadour. lðnó: Galdra-Loftur kl. 8. K.-R.-húsið: Dansskemmtun V. V. Messur: Dómkirkjan: kl. 11 árd. sr. Frið- rik Ilallgrímsson. Kl. 5 sr. Bjarni Jónsson (altarisganga). Fríkirkjan: kl. 2 sr. Árni Sigurðs- son. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Fréttaerindi og fréttir; endurtekning. 10,40 Veðurfregnir. 14,00 Messa í Fríkirkjunni (séra Arni Sigurðsson). 15,00 Miðdegis- útvarp. 15,30 Erindi: Hallgrímur. og hin heilaga glóð (Ragnar E. Kvaran). 18,45 Barnatími (Aðal- steinn Sigmundsson). 19,10 Veður- lregnir. 19,20 Tilkynningar. Tón- ieikai'. 19,35 Upplestur á sænsku úi' Gösta Berlings saga (frú Estrid Brekkan). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Um Selmu Lagerlöf (Ásgeir Ásgeirsson for- sætisráðherra). 21,00 Sænsk þjóð- lög. (Útvarpskvartettinn). 21,20 Grammófóntónleikar: César Franck: — Symphonia í D-moll. Danslög til kl. 24. Dagskrá útvarpsins á mánudag: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Ilá- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir, Endurtekning frétta o. fl. þing- fréttir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tón- leikar. 19,35 Óákveðið. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Frá útlöndum (Séra Sig. Einarsson). 21,00 Tónleikar. Al- þýðulög.(Útvarpskvartettinn). Ein- söngur. (Sigurður Eyþórsson). — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Reykjavík, sunnudaginn 19. nóv. 1933. 20. blað NewYork Borgarhlutinn á Manhattan-eyjunni. Nýafstaðnar borgarstjóra- kosningar í New York hafa vak ið mikla athygli. Úrslitin sýna þau straumhvörf sem nú eru að verða í stjórnmálalífi Banda ríkjanna og sem eru bein af- leiðing af viðreisnarstarfi Roos- evelts forseta. Tammany Hall heitir félags- | skapur demokrata í New York, flokksins sem kom Roosevelt til valda. Þegar prófkjör fór fram um forsetaefni, innan flokksins, beitti Tammany Hall sér á móti því að Roosevelt yrði kosinn. 1 En eftir að hann hafði sigrað við prófkjörið studdi það hann , þó við kosninguna. Þjóðskipulagið og yfirráð yf- | ir atvinnutækjunum hefir ekki valdið deilum milli stjórnmála- \ flokkanna í Bandaríkjunum. — Flokkarnir hafa látið sig þau mál litlu skifta. Þegar Roose- velt verður forseti breytist þetta. Hann hleypir af stokkun- um róttækum ráðstöfunum. gegn atvinnuleysinu, misskift- ingu fjárins, braskinu og alræði auðkýfinganna. Og þessi nýja stefna, að breyta skipulaginu að meira eða minna leyti, þó ekki falli hún altaf í farveg með tillögum Roosevelts, hefir aukizt og eflzt með amerískum hraða. En Tammany Hall hefir ekki fylgzt með straumnum. Félag- ið hefir hvergi nærri veitt Roosevelt öruggan stuðning, enda eru í því margir auðkýf- ingar. Að því frátöldu hafa demókratar fylgt Roosevelt á- kveðið að málum. Frambjóðandi Tammany Hall við þessar kosningar var frá- farandi borgarstjóri, O’Brien. Fyrirrennari hans, Mac Kee, var líka demókrat. Tammany Hall hafði þó ekki viljað styðja hann aftur til framboðs við næstsíðustu kosningar. Hafði hann þó unnið sér miklar vin- sældir borgarbúa, sem sjá má á því, að við kosningarnar voru honum greidd um 10 þús at- kvæði, þrátt fyrir það, þó hann væri þá ekki í kjöri. Þegar repúblikanar völdu frambjóðanda sinn þótti ekki ráðlegt að velja til þess neinn af helztu forvígismönnum flokksins. Ef kosningin átti að vinnast mátti ekki binda sig við hina gömlu stefnu flokksins, sem var í fyllsta máta aftur- haldssöm. Fólkið var komið á þá skoðun, að það yrðu að verða miklar breytingar á því fyrirkomulagi, sem nú ríkti og samkvæmt því þurfti flokkur- inn að koma fram við kosning- arnar. Sigurvonimar byggðust á því að nota stemninguna, sem viðreisnarstarf Roosevelts hafði skapað og gera það á þann hátt, að ganga í ýmsu lengra en þeir, sem töldust vei’a stuðningsmenn hans. La Guardia var því valinn frambjóðandi flokksins. Hann var nýlega genginn í repúblik- anaflokkinn, hafði áður verið jafnaðarmaður. Hann naut trausts ýmsra smáflokka sem höfðu frjálslyndar stefnuskrár. Með því að velja hann, sem frambjóðanda, fengu repúblik- anar allverulegan liðsauka. Auðkýfingarnir í flokknum voru á móti La Guardia. Hann var ekki maður að þeirra skapi, og skoðanir hans áttu ekki við þá. En jafnvel innan andstæð- ingaflokksins hafði sú stefna Roosevelts, að breyta skipulag- inu og draga úr valdi auðkýf- inganna, unnið sigur. Bæði frambjóðandi og stefna flokks- Framh. á 3. síðu. Dómur féll í Vín í gær. London kl. 17 18/11. FÚ. Rudolf Dertil var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir það, að hafa gert tilraun til þess að myrða Dolfuss kanzlara. í dóminum er meðal anpars ákveðið að Dertil skuli fasta einn dag í ársfjórðungi, meðan hann er í fangelsinu, og þann dag sem morðtilraunin var gerð skuli hann fasta í myrkri. Dertil bar það fyrir réttin- um, að það hefði ekki verið ætlun sín að myrða Dolfuss, og að hann væri ekki í neinurn stjórnmálaflokki. Hann sagðist einungis hafa ætlað að draga athygli að stjúpföður sínum, sem hann taldi hinn bezta leið- toga landsins. Stórhríð í gœr í Canada og á meg inlandi Evrópu. London kl. 17 18/11. FÚ. Fyrstu hríðarbyljirnir sem komið hafa í Bretlandi á þess- um vetri komu í dag á austur- strönd Skotlands. Skipaferðir hafa teppzt nokkuð vegna þeirra. I Sviss hefir einnig shj óað mikið, og er snjókomunni mjög fagnað þar, vegna þess að nú geta fyrir alvöru hafizt þar vetraríþróttir, en þær draga að sér fjölda ferðamanna. Þá hefir gert stórhríð á austurströnd Canada, og skipa- ferðir á St. Lawrence-flj ótinu hafa teppzt. Tvö stór far- þegaskip, sem eru á leið til Englands, bíða þess að óveðr- inu sloti. Bandaríkfasttórn viður- kennir Sovét-lýdveldin. Roosevelt hvilir sig ettir samningana. Ný seðlaútgáta i vændum. London kl. 0.45 18/11. FÚ. Roosevelt Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Banda- ríkjastjórn hefði ákveðið að viðurkenna Sovétlýðveldin, og að samningar þar að lútandi hefðu verið undirritaðir í Was- hington síðdegis í gær. Kalundborg kl. 17 18/11. FÚ. Samningarnir milli Banda- ríkjanna og Sovétsambandsins hafa nú verið birtir í Was- hington. 1 þeim er það ákveð- ið, að stjórnmálaviðskipti hefj- ist aftur milli ríkjanna, og að þau skiftist á sendiherrum. Hvor þjóðin um sig skuldbind- ur sig til þess, að hafa ekki í frammi neinn pólitískan undir- róður hjá hinni, og borgarar hvors ríkisins um sig njóta fulls samvizku- og trúarbragða- frelsis hjá hinu. Bandaríkja- menn eiga að njóta í Rússlandi sömu borgaralegra réttinda og aðrir útlendingar. Skuldamálin milli ríkjanna, sem aðallega hafa tafið samningana, eru eklci útkljáð enn, en búizt er við því, að samkomulag náist um þá bráðlega. Sendiherrann, sem Bandaríkin ætla að senda til Moskva, heitir Mr. William Bullitt. London kl. 17 18/11. FÚ. í Bandaríkjunum eru tals- vert skiftar skoðanir um það ennþá, hvort rétt hafi verið að viðurkenna Sovétstjórnina. — Flestir eru þeirrar skoðunar, að þetta hafi verið rétt, en ýmsir telja þetta mjög misráð- ið. Borah öldungaráðsmaður hefir sent Roosevelt forseta samfagnaðarskeyti vegna við- urkenningarinnar. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir nú tekið sér tveggja vikna orlof frá störfum sínum. Hann flutti þó í dag ræðu í Savannah, og fór þar háðuleg- iim orðum um efagirni þeirra manna, sem ekki vildu trúa á f j ármálastef nu st j órnarinnar. Um sama leyti og forsetinn flutti þessa ræðu sína, var Verzlunarráð Bandaríkjanna að samþykkja yfirlýsingu sem fordæmdi algjörlega fjármála- stefnu stjórnarinnar, af því að hún mundi valda glundroða og óróa í viðskiptalífinu. Mikið er rætt um það, að stjórnin muni ætla að auka seðlaútgáfu á næstunni, og er lausn Woodin frá embættis- störfum, ásamt afsögn Acheson aðstoðarf j ármálaráðherra, tal- Roosevelt forseti. in vottur þess, að verðlækkun dollarsins heimafyrir sé í vændum. Á fundi, sem öldungaráðs- menn, iðnaðarmenn og hag- fræðingar héldu í Washington í gær, var samþykkt yfirlýsing þess efnis, að fundurinn styddi stjórnina í fjármálastefnu hennar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.