Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 4
4 W Ý J A DAGBLABIÐ ) ijff] i Kosningarnar á Spáni í dag. 92 flokkar i kjöri. London kl. 17 18/11. FÚ. í kosningunum sem fram fai'a á Spáni á morgun hafa konur kosningarrétt í fyrsta sixm. Það eru alls 92 flokkar eða flokksbrot, sem hafa frambjóðendur í kjöri, og til jafnaðar eru 15—16 frambjóð- endur í hverju kjördæmi. Ö- eirðir eru enn sumstaðar í sambandi við kosningabarátt- ,. una, svo sem í Barcelona, þar sem flutningamenn gerðu verk- fall í dag. Annáll. Skipaíréttir. Gullfoss fór til Kaupm.hafnar í gærkvöldi kl. 8. Goðafoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 6. Brúarfoss er ,á leið til Kaupmannahafnar frá London. Dettifoss fór frá Fáskrúðs- firði í gærmorgun áleiðis tii Hull og Hámborgar. Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss var væntanlegur frá útlöndum í nótt. Börnin frá Víðigerði heitir ný- útkomin skáidsaga eftir Gunnar M. Magnússon kennara. Er hún ætluð unglingum, og svo er hún skemmtileg aflestrar, að ekki er vafi á, að hún verður vinsæl. Brekkan les kafla úr Gösta Ber- lings sögu, á sænsku og útvarps- kvartettinn leikur sænsk þjóðlög. Drengnum, sem varð fyrir bíln- um í fyrradag leið eftir atvikum vol í gær. Ekki er þó kunnugt um hve mikið hann hefir meiðst, því ekki var húið að röntgen- mynda hann i gær. Bannsókn' stendur yfir út af slvsinu. 70 ára er í dag frú Jóhanna Guðmundsdóttir, Vitastíg 10. Einar Halldórsson hreppstjóri á Kárastöðum í jtingvallasveit varð fimmtugur í gær. Einkcnnilegur þjólnaður. í gær- lcvöldi þegár hjón nokkur, sem búa vestur á Norðurstíg hér í bænum, komu heim, var dívan, sem þau höfðu í stofunni, horfinn. þau áttuðu sfg nú ekki vel á þessu, en gerðu lögreglunni að- vart. þegar lögreglan fór að at- huga hverjir mundu valdir að þessuin einkennilcga þjófnaði, komst hún brátt að því að þjóí- arnir sátu þegar inni í fangahúsi. Höfðu þeir strax selt dívaninn, fengið sér áfengi fyrir peningana og farið á ærlegt fyllerí, svo ekki þótti vert að láta þá vera að þvœl- ast á götunum og því höfðu þeir verið látnir inn. Stauning heitir kæliskip, sem í ráði mun vera að fá til Keflavík- ur og nokkurra hafna á Vestur- landi, til þess að taka fisk og fara með til London. Danir hafa nú selt allan þann fisk sem þeir mega selja tii Englands, samkv. samningum, til nýárs. Er því lík- legt að við íslendingar getum selt mun meira á þessum tíma en áður liefir verið gert. Úr Keflavík. Litlar gæftir eru þar um þessar mundir, en fiskast sæmilega þegar á sjó gefur. 6 15—20 tonna bátar og nokkrir minni opnir bátar stunda drag- nótaveiði. Aflann selja þeir allan til Reykjavíkur. Kolann kaupir Sænska frystihúsið og gefur það frá 20—25 aura fyrir kíló, eftir stærð kolanna, og má það heita ágætt verð. Einstaka bátur hefir farið með línu og aflað sæmilega. Eru menn nú farnir að undirbúa sig undir vertíðina, með viðgerð á veiðarfærum og annað slíkt. Dánardægur. Nýlega er látinn merkisbóndinn Brynjólfur Bergs- son á Ási í N.-Múlasýslu. — Hann var bróðir Jóns sál. Bergs- sonar á Egilsstöðum og náfrændi i þorleifs alþm. Jónssonar á Hólum. Brezki iðnaðurinn. Ensk stál- verksmiðja, sem hefir verið lokuð ^ í síðastliðin þrjú ár, tekur innan skamms til starfa aftur, og fá þar 1000 manns atvinnu. Er þetta tal- in frekari sönnun þess, að iðnað- ur og viðskipti séu að færast í betra liorf í Englandi. þá eru ný- birtar skýrslur um innflutning og útflutning Canada í síðastliðnum september taldar bera vott um heldur batnandi ástand. Verð- niagn útfluttrar vöru var einni miljón dollara meira en í sama mánuði í fyrra, og innflutningur hafði einnig aukizt að sama skapi. — F.Ú. Samningunum milli JJjóðverja og Pólverja er vel tekið í War- schau, og víðar í álfunni. þar sem ósamkomulagið inilli þessara tveggja þjóða hefir verið talið eitt hið mesta vandamál álfunnar, virðist mörgum svo, að gleðilegt spor hafi nú verið stigið í áttina til aukins friðar í Evrópu. — F.Ú. Skipuiagning silkiiðnaðarins. A1 þjóðafundur um silkiiðnað og silkiverzlun stendur nú yfir í Par- ís. Aðcilviðfangsefni fundarins er það, að ræða um samkeppni Jap- ana í silkiiðnaðar- og silkiverzlun- armálunum. Fundarmenn töldu það almennt útilokað, að unnt yrði fyrir aðrar þjóðir að lækka laun i silkiiðnaðinum að því skapi, að þau verði verði sambæri- leg við hin Jágu verkalaun í Japan. Hinsvegar hölluðust menn helzt að því, að reynt yrði að k’oma á samtökum um takmörk- un á framleiðslunni, og að koma á sömu, eða svipuðum, fram- leiðsluskilyrðúm í öllum löndum. - F.Ú. Ný þýzk hjúskáparlöggjöf. þýzka stjórnin hefir gefið út ný lög um fjölskyldurétt, og á með lögum þessum að koma í veg fyrir alls- konar misbrúkun á lijónabandinu, sem sagt er að hafi átt sér stað síðan 1918. Sumir menn af göml- um ættum hafa til dæmis selt riafn sitt hæstbjóðanda í hjóna- band, og kornið hefir fyrir að samningar hafa verið gerðir um skilnað, um leið og hjónabandið vaí' stofnað. þessi lög leyfa nú að rjúfa öll hjónabönd, sem stofnað kann að verða til á þessum og þvilíkum grundvelli, og gildir það einnig um eldri hjónabönd, sem stofnuð hafa" verið eftir 9. nóv. 1918. — F.Ú. Stormar og kuldar hafa nýlega gengið um austurhluta Banda- ríkjanna. í Pennsylvania var fannkoman svo mikill, að eins- dæmi þykja, og fannbreiðan varð þar 41 þumlungur á þykkt. Tutt- ugu manns hafa farizt af völdum þessa óveðurs. — F.Ú. Undirróður nazista Göbbels mótmælir Berlin kl. 11.45 18/11. FÚ. Blaðið Petit Parisien flutti í gær þá fregn, að félagsskapur Nazista í öðrum löndum, og sendisveitir Þýzkalands um allan heim, hefðu fengið leyni- iegar fyrirskipanir um það frá Göbbels, að vinna að út- breiðslu nazismans, og telur blaðið sig hafa í höndum ýms skjöl og sönnunargögn í mál- inu. ' Þessi frétt hefir vakið mikla eftirtekt um allan heim, og hafa brezk blöð einnig tekið hana upp. Göbbels hefir nú gefið út yfirlýsingu, og kveður hann frásögn blaðsins vera eintóm- an uppspuna, og gerða í því skyni, að spilla utanríkisstefnu og friðarstefnu Þýzkalands. Hann kveður það næga sönn- un, að útbreiðsluráðuneytið hafi ekkert samband við sendi- sveitir erlendis, og ekkert vald til þess að gefa þeim fyrirskip- anir. Skjölin, sem blaðið kveðst hafa með höndum, segir hann vera samsett úr margra ára gömlum skjölum, og séu þau því fölsk. Sendiherrum Þýzka- lands í París og London hefir verið falið að fara fram á það við stjómir ríkjanna, að þær komi í veg fyrir útbreiðslu slíkra frétta. Enska blaðið Saturday Re- view flytur í dag grein, sem heitir „Takmark Þýzkalands — Þýzkaland krefst aukins landrýmis“, sem sögð er að vera eftir Dr. Göbbels. Þegar Dr. Göbbels frétti þetta, brá hann við, og sendi ritstjórn blaðsins mótmælaskeyti. — Kveðst hann ekki hafa ritað Nýlega voru gefin saman í hjón<nband Hulda þórðardóttir lijúkrunarkona og Anton Sigurðs- son trésmiður. Heimili ungu hjón- anna er á Brávallagötu 26. Geymsluhús hafnarinnar, sem verið hefir í smíðum í sumar við höfnina, er nú svo að segja full- gert. Er verið að ljúka við að húða það utan. Er þetta stórt og ínyndarlegt hús. Annað hús er haínarsjóður einnig að láta reisa á bakvið þetta, og er verið að steypa veggina á þvi húsi. Aflasala. Rán seldi afla sinn i Englandi í fyrradag 682 sterlings- pund að írádregnum tolli og Geys- ir seldi um 1000 kröfur fyrir 337 steringspund. Slysavamafélagið er nú að láta smíða smábáta til notkunar í ver- stöðvunum út um land. Bátarnir eru á stærð við fjögramannaför og- útbúnir með loftkössum. Eru bátar þessir aðallega ætlaðir til þess að flytja sjómenn á milli vélbátanna og lands. En b átar þeir, sem til þessa hafa verið not- aðir eru oftast litlir og lélegir. Erindi flytur ltagnar E. Kvaran í útvarpið kl. 15,30, er hann nefnir Hallgrímur og hin heilaga glóð. Selma Lagerlöf, sænska skáld- konan fræga, verður 75 ára í dag. í tilefni af því verður hennar minnst í útvarpinu í kvöld. As- geir Ásgeirsson forsætisráðherra heldur fyrirlestur um hana, frú greinina, hvorki fyrir það blað né annað, og vonazt til þess, að ritstjómin sjái sér fært að eyðileggja upplag blaðsins eða að öðrum kosti birta þessi mót- mæli hans í öllum enskum dagblöðum. 0 Ódýru Q auglýsing’arnar. Keimsla ÖKUKENN SL A. Steingr. Guðmundsson Bergst.- stræti 65, heima. Sími 8978 eða á Aðalstöðinni. Sími 1383. Kenni börnum og unglingum. Borgun í fæði eða húsnæði. A.v.á. Þýzku kenni ég. Axel Guð- mundsson, Skálholtsstíg 2. — Sími 1848. TIL SÖLU Kvenblúsur og samkvæmis- kragar. öaumastofan Tízkau Austurstræti 12. Notuð smokingföt til sölu ó dýrt. Uppl. í síma 4755. Rúllugardinur alltaf til úr bezta efni. Skóla- brú 2 (hús Ólafs Þorsteins- sonar læknis). ÓDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin Brúartoss Sími 3749. Nothæfur ofn óskast til kaups. Sími 3429. Kjarnabrauðin. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? Tilkyimingar „Verkstæðið Brýnsla* Hverfisgötu 4 (hús Garðars Gíslasonar) Brýnir öll eggjárn. Sími 1987. I Húsnaiði 2 stúlkur í fastri stöðu óska eítir herbergi. A.v.á. RAUÐA HÖSIÐ. hann leit til Antony, sem kinkaði kolli til hans. Ég hefi heyrt, að þeir ætli sér að fara til baka til Lund- úna í kvöld. Þér hafið víst ekkert á móti því? — Þér getið gefið mér upp nöfn þeirra og heim- ilisfang, ef ég þyrfti að snúa mér til þeirra? — Sjálfsagt. Einn þeirra verður eftir, ef þér skylduð vilja hitta hann síðar. Þeir voru rétt að koma frá golfleiknum, þegar við gengum gegnum forsalinn áðan. — Þetta er ágætt, mr Cayley. Jæja. Nú skulum við hverfa aftur að því, sem gerðist klukkan þrjú. Hvar voruð þér staddur, þegar Robert kom? Cayley skýrði því því, að hann hefði setið í for- salnum, að Audrey hefðí spurt hann, hvar húsbónd- inn væri, og að hann hefði sagt, að hann hefði séð það seinast til hans, að hann hefði gengið upp í musterið. — Hún fór og ég hélt áfram að lesa. Ég heyrði fótatak í stiganum, leit upp og sá að Mark var að koma niður af loftinu. Hann gekk inn í vinnustof- una og ég hélt fram að lesa. Ég gekk inn í bóka- herbergið til þess að fletta upp í annari bók, og í því heyri ég skot. Að minnsta kosti talsvert háan hvell; ég var ekki viss um, að það væri skothvellur. Ég fór að hlusta. Svo gekk ég að hurðinni og leit fram fyrir. Svo fór ég inn aftur, hikaði við, eins og þér getið skilið og loks réð ég af að fara beint inn í vinnustofurnar og ganga úr skugga um' það, að allt væri í röð og reglu. Ég sneri handfanginu og fann að hurðin var lokuð. Þá greip mig ótti, ég barði á hurðina og kallaði og — ja, þá var það, að mr Gillingham kom. Hann hélt skýrslu sinni áfram og lýsti því, hvernig þeir hefðu fundið líkið. Fulltrúinn leit brosandi á hann. — Já, við verðum víst að ganga í gegnum eitt- hvað af þessu á ný, mr Cayley. Tökum fyrst Mark. Þér hélduð, að hann væri í musterinu. Gat hann kom- izt heim og inn til sín án þess að þér yrðuð varir við? — Það er hægt að komast upp á loftið um bak- dyr. Venjulega notaði hann auðvitað ekki þann inn- gang. En ég sat ekki í forsalnum allan tímann. Hann hefði vel getað komizt þar upp á loftið án þess að ég yrði var við. — Þér urðuð þá ekki undrandi, þegar þér sáuð hann koma ofan af loftinu. — Ekki nokkurn hlut. — Sagði hann þá ekkert? — Ilann sagði „Er Robert kominn“ eða eitt- hvað því líkt. Líklegast hefir hann heyrt til dyra- bjöllunnar eða þá heyrt mannamál í forsalnum. — Hvernig snýr svefnherbergið hann. Gat hann séð til mannsins, þegar hann var að koma? — Já, það gat hann. — Og svo? — Já, þá sagði ég: „Já“, ög hann ypti öxlum og sagði: „Farðu ekki langt frá, það getur verið að ég þurfi á þér að halda“. Og svo fór hann inn. — Hvað ætli hann hafi átt við með því? — Ja, hann var vanur að leita ráða hjá mér um ýmisleg mál. Ég var einskonar lögfræðilegur ráðu- nautur hjá honum. — Þetta var þá eiginlega fremur reikningsskil en fundur bræðra? — Já, áreiðanlega. Þannig leit hann á, eftir því sem mér skilst. — Rétt er það. Hvað leið á löngu, þangað til þér heyrðuð skotið? — Það leið ekki á löngu. Ég hugsa það hafi verið um tvær mínútur. Fulltrúinn hætti að skrifa og horfði hugsandi á Cayley. Svo sagði hann upp úr hljóði: — Hvað álítið þér um dauða Roberts? — Þér eruð víst reyndari en ég. Þér eruð útfarinn

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.