Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 3
!C ♦ I A DAGBLA9IB S NYJA DAGBLAÐIÐ Útiíefendi: „Blaöaútgáfan h/í“ Ritstióri: Di. phil Jiorkell Jóhannesson. Ritsij Si'iiarskrifstofur: I augav. 10. Síniai: 4373 og 2353. Afgr. og augl ýsin gaskri fstofa: Austurstuct1 12. Sími 2323. Framkv.stj tri: Vigfús Guðmundsson. Askriftagj. kr. 2,00 ó múnuði. í lausasölu 10 anra eint. Prentsmiöjan Acta. irimi—nir • n.m~i "«■ ntii—--- Þingræðisstjórn og konungsstjórn. Alþýðublaðið birtir í gær grein um lausnarbeiðni ráðu- neytis Ásgeirs Ásgeirssonar og væntanlega skipun ríkis- stjórnar. Segir blaðið, að al- mennt muni nú vera ætlazt til, að mynduð verði ný þing- ræðisstjóm, og að hitt sé ó- verjandi í þingræðislandi, að konungur fari með stjórn landsins fram yfir næstu kosn- ingar. Þetta er vitanlega rétt hjá blaðinu. En annað atriði í þess- ari grein er rangt. Blaðið ber saman það stjórn- arfyrirkomulag, sem var hér í landinu rúml. tveggja mánaða tíma eftir þingrofið 1931 og hinsvegar það ástand, sem hér yrði nú, ef landið ætti að hafa konungsstjóm nú frá því í nóvember og þangað til þing getur komið saman á næsta sumri. Blaðinu virðist um hliðstæð- ur að ræða í þessum tveim til- fellum. En hér er mjög ólíku saman að jafna. Ráðuneyti Tryggva Þórhalls- sonar, það sem sat að völdum frá 14. apríl fram á sumar- þingið 1931, var ekki konungs- stjórn. Það var venjuleg þing- ræðisstjórn og ekkert annað. Það hafði hvorki fengið van- traust í þinginu né sagt af sér áður en þingið var rofið. Og kosningaúrslitin urðu þau, að ráðuneytið hafði hreinan meirahluta eftir kosningarnar. Skraf Alþ.bl. um konungs- stjórn vorið 1931 er því hrein og bein vitleysa. Og ásakanir til konungs eða Tryggva Þór- hallssonar í því efni algerlega út í loftið. Allt öðru máíi er að gegna nú. Stjórnin er búin að segja af sér. Hvort sem sama stjórn situr áfram eftir beiðni kon- ungs eða konungur skipar nýja stjórn, án þess að hún hafi stuðning eða hlutleysi meira- hluta þings, þá er það kon- ungsstjórn. Og þesshóttar á- stand er vitanlega óviðunandi 1 þingræðislandi, nema um ör- stuttan tíma sé að ræða. Ef konungsstjóm ætti að byrja nú, myndi hún sitja að völdum a. m. k. níu mánuði, og sennilega lengur, ef eitthvað dregst, að þingmenn komi saman eftir kosningar. í frum- varpi, sem nú liggur fyrir, er ekki gert ráð fyrir, að þing verði sett aftur fyr en 1. októ- ber 1934. Föst lögregla lögregla ? Ihaldsflokurinn hefir nú not- að meirahluta sinn í bæjar- stjórninni til að samþykkja, að komið verði upp hér í bænum 100 manna varalögreglusveit. Á fundinum á fimmtudags- kvöldið var, gerði Hermann Jónasson í ítarlegri ræðu grein fyrir því, hve óheppileg þessi ráðstöfun væri, að hún væri óvinsæl, hlutfallslega dýr og kæmi að tiltölulega litlum not- um. Ríkislögreglan hefir á 11 mánuðum kostað um 340 þús- und krónur, að undanskilinni húsaleigu. Miðað við þetta taldi H. J. ekki langt gengið, þótt talið væri að 100 manna varaliðssveit Jóns Þorlákssonar kostaði 250 þús. Tillaga borgarstjóra ætlar þessum mönnum að vísu ekki nema 50 kr. fastakaup á mán- uði. En ólíklegt er, að menn fáist fyrir það a. m. k. þeir, sem vanir eru að leita atvinnu úr bænum. Og fastakaupið er aðeins hluti af kostnaðinum. Mennirnir þurfa húsnæði, kennslu, búninga og tæki. Og hvert sinn, sem þessi 100 manna sveit er kvödd til starfs fær hún 500 kr. fyrstu klukku- stundina samkv. tillögum borg arstjóra. En hið versta er, að þessir menn koma ekki að neinu eðá vara- haldi við daglega löggæzlu. Og ef til óeirða kemur, eru þeir, þrátt fyrir æfingar, öllu óvan- ari en fastir lögreglumenn og starf þeirra kemur að minna haldi. Hermann Jónasson hefir allt- af haldið því fram, að rétta leiðin í þessu máli væri að styrkja fasta lögregluliðið. Enda er hæpið, að þessi vara- liðsstofnun, áður en búið er að fjölga fastalögreglunni meir en S nú er, samrýmist gUdandi lög- | um um lögreglumenn. H. J. hefir bent á það, að bæjarlögreglan sé um flesta hluti illa búin nú. Bærinn á enga lögreglustöð. Lögreglu- mennirnir hafa ekki síma i heima hjá sér, en víða erlendis er sérstakt símakerfi fyrir lög- regluna. Hún er fámennari en annarsstaðar í " bæjum ná- grannalandanna. Og hún þarf að standa í slagsmálum og sæta áverkum, af því að hún fær ekki einu sinni eins sjólf- sagt áhald og vatnsbíl. Fyrir þann kostnað, sem fer S í gagnlausa og illa séða vara- lögreglu, mætti fjölga fasta- lögreglunni upp í 85 segir H. J. Og ætli það væri ekki nær að fjölga fastalögreglunni a. m. k. upp í 60 eins og lögreglu- stórinn telur sambærilegt við það, sem annarsstaðar tíðkast? Bor^arstjórakosningin í NewTork. Framh. af 1. síðu. ins við kosningarnar var ákveðin móti þeirra vilja. Roosevelt sjálfur studdi ekki Tammany Hall í kosningunum. Mac Kee, sem áður er minnst á, bauð sig fram sem utan- flokkamann, en lýsti sig fylgis- mann við stefnu Roosevelts. Honum veitti Roosevelt stuðn- ing. Engin líkindi voru fyrir hann að ná kosningu, þar sem höfuðflokkarnir báðir voru á móti. En með stuðningi við hann, dró Roosevelt hreina línu milli sín og Tammany Hall, svo tap þess gat ekki skrifast á hans reikning, eins og andstæðingarnir ætluðu sér að gera. Úrslitin urðu þau að La Guardia náði kosningu. Tap Tammany Hall er mikið, því við seinustu kosningar fékk það 67 % atkvæðanna, en re- publikanar ekki nema 25%. En úrslit kosninganna eru ekki svo mjög merkileg, vegna þess. Heldur af hinu, um hvað var barizt. Hingað til hefir það verið álitin goðgá, að vilja tak- marka einstaklingsfrelsið, að dómi Bandaríkjamanna. Nú kepptust flokkarnir við að ganga sem lengst í þessum efnum. Kosningin er merkileg, vegna þess, að hún sýnir þessi straumhvörf, og þau eru verk Roosevelt. Frá Alþingi í gær. Afiiám bamisins til 1. umtæðu í efri deild. Umræðuuni frestað. Fundir hófust í gær kl. 1 í báðum deildum. Voru tvö mál á dagskrá í efri deild, en tíu í neðri deild. Pétur Magnússon: Þjóðar- atkvæðagreiðslan á að ráða. Umræður í efri deild hófust um frv. Péturs Magnússonar og Magnúsar Jónssonar, um breytingar á áfengislöggjöf- inni. Hafði P. M. framsögu. Sagði hann, að frv. væri fram komið vegna úrslita þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, og kvað flutningsmenn líta svo á, áð með því að leggja málið undir þjóðaratkvæði, hefði þingið skuldbundið sig til að láta úr- slit atkvæðagreiðslunnar ráða. Gat hann þess jafnframt, að frv. væri miðað við það eitt, að breyta því einu, sem spurt hefði verið um við atkvæða- greiðsluna. Þess vegna hljóð- uðu ákvæði frv. um það eitt að afnema innflutningsbannið á sterkum drykkjum, en að öðru leyti væri ekki farið fram á að breyta áfengislög- gjöfinni og m. a. ekki gert ráð fyrir að leyfa bruggun á sterku öli í landinu. Fór flm. þvínæst nokkrum almennum orðum um bannlögin, en minntist síðan á það, að í ráði væri að bera fram síðar tillögu um undirbúning nýrrar skip- unar á þessum málum öllum. Loks gat hann þess, að ýms- um myndi þykja það hjákát- legt, að áfengislögin byrjuðu á því að banna innflutning á- fengra drykkja, en enduðu á því (ef frv. yrði samþykkt), að leyft væri að flytja inn all- ar tegundir af áfengi! En þetta kvað hann stafa af því, að frv. væri borið fram sem breyting við núgildandi áfeng- islög og mætti við það una í bili. Ingvar Pálmason: 1908 vildu andbanriingar endur- taka atkvæðagreiðsluna. Ingvar Pálmason andmælti frumvarpinu. Kvaðst ekki telja sig bundinn við atkvæðagreiðsl- una m. a. af því, að þátttaka hefði verið mjög lítil og í sínu kjördæmi hefði meirihluti ver- ið á móti afnámi. Sagði ann- ars, að af atkvæðagreiðslunni mæti mikið læra. í þeim hér- öðum, þar sem banngæzlan hefði tekizt verst, væri meiri- hluti með afnámi, en þar sem hún hefði tekizt sæmilega, væri meirihluti móti afnámi. Þvílíkar bendingar og fleiri kvað hann þingið myndi hafa viljað fá með því að láta at- kvæðagreiðsluna fara fram. Þá benti hann á, að minna fylgi hlutfallslega væri með afnámi nú en verið hefði með banni 1908 og hefðu þó andbanning- ar þá viljað láta endurtaka atkvæðagreiðsluna. Ennfremur fann hann að því, að ekki væri samhliða frv. um rýmkun, borið fram frv. til ítarlegrar löggjafar um takmörkun á- fengisneyzlu. Eftir þetta töluðu Magnús Jónsson, Guðrún Lárusdóttir, Jón Jónsson og Ingvar Pálma- son í annað sinn. Umr. var frestað. Síðara mál á dagskrá var þál.till. Jónasar Jónssonar um framlag til sundhallarinnar, og var henni vísað til 2. umræðu. Eysteinn Jónsson: Land- setar bankanna eiga ekki að sæta verri leigukjörum en aðrir. I neðri deild var m. a. til umræðu frv. Eysteins Jónsson- ar, um að lánsstofnunum sé skylt, að leigja ábúendum jarðir til lífstíðar, ef þær hafa verið teknar upp í skuldir, en ekki seldar. Er frv. þetta breyting á ábúðarlögunum, en þar er lánsstofnunum, með undantekningu frá almennum ákvæðum laganna, heimilað að leigja til skemmri tíma jarðir, sem svo stendur á um. Um frv. þetta urðu nokkrar umræður, en annars var fund- urinn stuttur. Síldarverksmiðj - urnar á Norðurlandi og í Nes- kaupstað voru til 3. umr. Rússar semja við Bandaríkjamemi. 1 skeytum í gær var sagt frá því, að utanríkisráðherra Rússa, Litvinoff, hafi tekizt að koma því til vegar, að Banda- ríkjastjórnin hafi nú viður- kennt Rússland opinberlega. Eru mörg ár síðan byrjað var að halda því fram af ýmsum vestra, að sjálfsagt væri að taka upp stjórnmálasamband við Rússa, en ekki fengu þeir menn áheyrn meðan Hoover og flokkur hans sátu að völdum. Hafa þó árum saman verið mikil verzlunarviðskipti milli landanna og Rússar haft erind- reka í Bandaríkj unum, þótt ekki hafi hann verið viður- kenndur sem sendiherra. í Moskva er tíðindunum íagnað, bæði vegna þess, að þetta Styrkir óbeinlínis afstöðu Rússa gegn Japönum. En þar er nú sem næst ófriður á milli — og eigi síður hins, að þess er vænzt, ef samningar takast, að þá muni hefjast mikil gagn- kvæm viðskipti með Rússum og Bandaríkjamönnum. 1 Bandaríkjunum er reyndar látið í veðri vaka, að viðskipta- málin sé hér höfuðatriði. En líklegt þykir samt, að ófriðar- liættan í Asíu og óttinn við hana megi nú meira. Það er vitanlegt, að hernaðarstefna Japana hefir nú um hríð valdið miklum áhyggjum, bæði meðal Rússa, Frakka, Englendinga og Bandaríkjamanna, og það er alveg efalaust, að samningar þeir, sem nú eru gerðir í París og Washington eiga að efla Rússa til mótspyrnu gegn frekari sókn Japana á megin- landi Asíu. Helztu viðfangsefni samn- inganefndarinar voru þau, að semja um lán, sem Rússar fengu í upphafi byltingarinnar og fyrir hana og svo um eignir einstakra manna, er lagt var hald á eða upptækt var gjört eftir byltinguna. Þá undirróður kommúnista í Bandaríkjunum, er lengi hefir óvinsæll verið, en á hinn bóginn réttindi Banda- ríkjaþegna í Rússlandi,er mjög hafa þótt lauslega tryggð. — En Rússar munu aftur koma fram með kröfur um bætur fyrir þátttöku Bandaríkja- mann í styrjöldunum í Síberíu og Norður-Rússlandi eftir heimsstyrjöldina, þegar Banda- menn sendu sveitir á hendur Sovétstjóminni í því skyni, að steypa henni af stóli með gagn- byltingu. Harmoniku- sniiiingarnir Jóhannes og- Tölletson spila í dag kl. 31/2 og í kvöld kl. 9V*. GAFE VIFILL

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.