Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 19.11.1933, Blaðsíða 2
s W T í A D A O B L A ð X 9 Beztu cigaretturnar í 20 atk. pökkum, sem koeta kr. 1.10 — •ru C o xn xn. ander Westminster Viririnia cigarettur Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá Tóbakseinkasölu ríkisins Búnar til af IMnlitt Toteci Compiy lll London Umferðin í bænum 1. Bifreiðastjórar! Hjól- reiðamenn! Gleymið ekki að tendra hin lögboðnu ljós á farartækjum yðar á tilsettum tíma. Ljós- leysið getur valdið slysum. 2. Bifreiðarstjórar! Það er óheimilt í Reykjavík, að gefa hljóðmerki með horni bifreiðar nema í tilefni af um- ferðinni. Hljóðmerki utan við hús til að kalla á farþega eru alveg óþolandi einkum að næturlagi. V.V. S Skemmtun í K.-R.-húsinu i kvöld kl. 8V2. Til skemmtunar: Ræður, kórsöngur, leiksýaing, dans. Hljómsveit Aage Lorange spilar. Aðgöngumiðar á kr. 2,00 fást við innganginn eftir'kl. 4. 3. ökumenn! Hjólreiðamenn! Veitið þessu athygli! Um götuhorn skal aka í kröppum boga ef snúið er til vinstri handar, en í löngum boga, ef snúið er til hægri. Að bregða út af þessari reglu, er eitt hið allra hættu- legasta brot á umferðarreglun- um, enda hafa fjölda mörg slys orðið af þeim sökum. Lát- ið slíkt ekki koma fyrir oftar! G-unnar M. Magnúss B.. . Bornin í Víðigerði Þessi skemmtilega unglingasaga er nu komin í bókaverzlanir Aðalútsala: iikhtaiúH Lækjargötu 2, sími 3736 HUSQVARNA- merkið er alltaf örugg trygging fyrir úrvals- efni og afburða-smíði. Kynnið yður verð og gæði HUSQUARNA- prjónavélanna og HUSQUARNA- saumavélanna. Samband ís . samvinnufélaga Kosningarnar á Spáni. Sbr. Limdúnafregn á 4. síðu 1 dag. Nú berast daglega í blöðun- um fréttir um mikinn kosn- ingaundirbúning á Spáni, og að allmikils hita gæti þar á fund- um um þessar mundir. Spánverjar munu byggja eitt hið bezta land álfunnar, en hafa í síðustu þrjár aldirnar haft einhverja hina verstu stjóm, sem sögur fara af, dáð- lausa og úrættaða konunga, harðdræga og síngjarna klerka- stétt, og aðal, sem lítið sinnti um þarfir þjóðarinnar. Tók þó út yfir um hinn síðasta kon- ung, Alfons 13. Hann var rek- inn frá ríkjum vorið 1931, og lifir nú í útlegð í Frakklandi. Tókst honum, áður en hann flúði, að koma úr landi um 200 miljónum króna, svo að ekki skortir hann fé, það sem eftir er af æfinni. Bylting Spánverja 1931 var fremur hógleg. Konungur og ætt hans höfðu ekkert traust eða álit hjá neinni stétt eða flokki í landinu, og vildi eng- inn leggja honum lið á neyð- arstund. Sá maður, sem þá tók við stjórnartaumunum, og stýrði málefnum Spánverja í haust hét Manuel Azana. Hann var áður þekktur sem skáld og rithöfundur. Hann var leiðtogi frjálslynda umbótaflokksins. Jafnaðarmenn höfðu um 100 þingmenn og studdu þeir stjórn Azana. Var stjórnin í einu djörf, athafnamikil og framsýn. Á þessum tíma festu Spánverjar gengi myntar sinn- ar, aðskildu ríki og kirkju, ger- breyttu skólamálum landsins, tóku illa fengið land af aðlin- um, og gerðu þá búnaðarlög- gjöf, sem talin er einna fremst í Evrópu. En í haust gerðust þau tíðindi, að einn af stuðn- ingsmönnum stjómarinar Ler- roux, gerði heimilisófrið í stjórnarflokknum, ól á óá- nægju út af því að framfarim- ar væru. of stórstígar, og of mikilli hörku beitt við andstæð- inga stjórnarinnar, þá sem staðið höfðu að uppreisnum og samsærum. Kom þar, að stjórn Azana féll snemma í septem- ber. Þingið kom saman í byj- un október En á fyrsta fund- inum, þegar Lerroux sýndi sig og meðráðherra sína var borið fram og samþykkt vantraust. Sagði stjórn hans af sér þegar í stað. Eftir mikla erfiðleika tókst að mynda bráðabirgða- stjóm, til að stýra kosningun- um. Þingið kemur saman fyrir jól, og þá kemur ný stjórn til valda í landinu. *** Verður néö milli heimsálía. Dr. Carl Bosch, sem fyrir tveim árum fékk Nobelsverð- laun í efnafræði og talinn er einn af allra færustu vísinda- mönnum Þýzkalands, var fyrir skömmu staddur í Kaupmanna- höfn og hélt þar fyrirlestur í- náttúruvísindafélaginu danska. Meðal annars ræddi hann þar um firðsjártæki. Hvað hann það hingað til hafa verið höfuðannmarkann á myndasendingu milli fjarlægra staða, að vissir hlutar mynd- arinnar komi ekki nægilega skýrt fram, en nú væri á leið- inni ný uppfynding, sem yfir- stigi þennan annmarka. Sagði hann, að með nýjustu aðferð- um væri hægt að taka mynd og senda og framkalla hana á móttökustaðnum á einum 30 sek. Kvað hann vel mega gera ráð fyrir því, að þess yrði ekki langt að bíða, að sjá mætti frá Kaupmannahöfn það, sem ger- ist á sama augnablikinu í New York, líkt og nú er hægt að hlusta á ræðuhöld þaðan með góðu útvarpstæki. QSófmcxmtlr - iþróttir - íiötir Sænska skáldkonan Selma Lagerlöí 75 ára í dag. I dag er sænska skáldkonan Selma Lagerlöf 75 ára. Verður hennar minnst við þetta tæki- færi eigi aðeins meðal Svía, er telja hann eitt sinna allra beztu skálda, heldur meðal flestra menntaðra þjóða, sem svo er kallað. Skáldrit Selmu Lagerlöf hafa verið þýdd á rúm 30 tungumál og sé rétt- mætt að tala um heimsbók- menntir — sem sumir menn efast reyndar um — þá er vaíalaust, að ýmsar af bókum hennar koma undir þessa grein. Sænsku bókmenntirnar eru af ýmsum taldar bera af bók- menntum Norðurlandaþjóða. Héi' skal ekki um það dæmt. Við íslendingar höfum hingað til haft mjög ófullkomin kynni af bókmenntum Svía og stafar það meðal annars af því, að sænsk tunga hefir ekki verið kennd í ‘skólum landsins fyrri en nú á síðustu árum. Og menntamenn vorir og kennarar hafa fram til þessa um of gengið fram hjá Sví- þjóð og sænskum menntum, meðfram vegna þess, hvað Danmörk hefir dregið íslend- ingsí fast til sín. Námsskilyrð- in fyrir íslenzka mentamenn hafa verið miklu betri þar en í öðrum löndum og meira að því unnið, að greiða götu íslenzkra menntamanna við skóla í Dan- mörku en í nokkru öðru landi. Kemur og til vanafesta. Þetta er nú að breytast að því er Svíþjóð snertir, og er það sýn framför í íslenzku menningar- lífi ef takast mætti greiðara samband með íslenzkum menntamönnum og sænskum menntastofnunum en hingað til. Og aukin kynni af sænsk- um bókmenntum, miða áreið- anlega að því, að lyfta ís- lenzkum bókmenntasmekk. , — Þegar minnst er skáldkonunn- ar Selmu Lagerlöf vekst þetta upp fyrir manni — og margt annað. Þrátt fyrir lítil kynni íslendinga af sænskum bók- menntum, er því svo varið, að enginn erlendur rithöfundur er jafnkunnur íslenzkri þjóð og einmitt þessi sænska skáld- kona. En það er áreiðanlega ekki af því, að hún er sænsk og bækur hennar alveg sérstak- lega sænskar í eðli sínu, held- ur af hinu, að þrátt fyrir þetta er hún alþjóðlegur höf- undur. Alþjóðleg hefir hún orðið vegna ágætrar frásagn- argáfu og þess, að mannlýs- ingar hennar eru gerðar á þann hátt, að ekki fer hjá því að maðurinn þekkist og skilj- ist, kallai' á samúð manns, hvort sem hann er leiddur á sjónarsviðið í bændabúningi Dalakarla 'eða gerfi sveita- prests frá Vermalandi, hvórt hann er fiskimaður í skerja garðinum við Bohuslán eða geggjaður förukarl, sem heima á á þjóðvegunum, þar sem öll landshorn mætast við kross- götur mannlegrar þjáningar, niðurlægingar — og mann- legrar göfgi. Búningurinn er aukaatriði. Hjartað sem slær undir búningnum, er höfuðat- riðið. Maðurinn framar öllu. Yms af ritum Selmu Lager- löf eru þýdd á íslenzku. Annað höfuðrit hennar, skáldsagan Jerúsalem, Helreiðin, Föðurást, Herragarðssaga og ýmsar smærri sögur. Sagan af Gösta Berling hefir ekki verið þýdd í heild sinni, en verður víst bráðlega gefin út á íslenzku. Nokkur af verkum Selmu hafa verið kvikmynduð, þar á meðal sagan af Gösta Berling. Sú mynd hefir verið sýnd hér á landi. Sömuleiðis Charlotta Lövenskjöld. Söngskemmtun Eggerts Stefánssonar. • Eggert Stefánsson, einhver glæsilegasti og víðförlasti söngvari Islands, söng í Gamla bíó á fimmtudagskvöldið — við litla aðsókn. Söngur Eggerts var írábærilega góður, eins og viðtökurnar líka sýndu. Hann var oft kallaður fram og hon- um færðir margir blómvendir, enda er nú langt síðan hann lét til sín heyra hér í borginni. Líf og andi einkennir söng Eggerts Stéfánssonar. Hann er enginn saltstólpi. Söngur hans er bæði sálrænn og listrænn. Hversvegna er þá ekki fullt hús hjá slíkum söngvara. Hvers vegna kemur ekki fólkið hóp- um saman til þess að njóta fegurðarinnar í list þessa glæsi- lega söngvara? Iivað segja þeir lærðu herrar, sem eiga að lyfta sönglífi okkar í hærra veldi? Láta þeir sig það engu skifta þótt beztu söngvarar vorir séu fyrir borð bornir? Eggert er sá fyrsti, sem leitt hefir inn þann ítalska söng- máta og ítölsku lögin, enda alltaf vakið aðdáun er hann hefir sungið þau, og það gerði hann einnig síðast. Þá hefir hann ekki síður verið braut “tyðjandi fjölmargra íslenzkra tónsmíða, bæði utan lands og innan og alltal' borið þær fram til sigurs. A íimmtudaginn söng hann nýja söngva eftir Markús sál. Kristjánsson, Sigurð Þórð- arson og Pál ísólfsson og var þeim öllum vel tekið. Þá söng hann lög eftir Karl. Runólfs- son, Þórarinn Jónsson og Sigv. Kaldalóns, og eru þeir söngvar allir vinsælir orðnir ekki sízt af flutningi Eggerts. Loks ber að geta nýrra söngva, er nú heyrðust í fyrsta sinn hér heima. Það voru tveir dásam- lega fagrir negrasöngvar, sem og líka nutu sín ágætlega í meðferð Eggerts. Þakkir fyrir sönginn, Eggert. Páll Isólfsson var við hljóð- færið og fylgdi söngvaranum ágætlega. Söngvinur t

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.