Nýja dagblaðið - 22.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 22.11.1933, Blaðsíða 1
Reykjavík, miðvikudaginn 22. nóv. 1933. 22. blað. IDAG Sólaruppkoma kl. 9,21. Sólarlag kl. 3,06. Háll'lóð áidegis kl. 8,50. Háflób síðdegis kl. 9,15. Ljósatími hljóla og bifreiða kl. 3.35 e. m. til 8.50 árd. Veðurspá: Suðaustan kaldi. Úr- | komulaust að mestu. Söfn, skrifstofor o. fL: Landsbókasalnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 JJjóðminjasafnið lokað. Náttúrugripasafnið lokað. Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Listasafn Einars Jónssonar opið 1-3 Landsbankinn .... opiun kl. 10-3 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-3 ÚtVegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappai'- stig ................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn .............. opinn 8-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskitél....Skrifskt. 10-12 og 1-5 Samband isl. samvinnufélaga opið ............... 9-12 og 1-6 Sölusamband isl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipaféi. íslands »... opið 9-6 Skrifst. bœjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofumar opnar 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir rikisins opnar kl. 10-12 og 1-5. Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Baðhús Reykjavíkur opið kl. 8-8 Heimsóknartíml sjúkrahása: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12%-2 Vífilstaðahælið 12%-1% og 3%-4% Kleppur ................... kl. 1-5 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Halldór Stefánsson Lækjarg. 4. Sími 2234. Samgöngur og póstferðir: Póstbíll til Reynivalla. Skemmtanir og samkomnz: Nýja Bíó: Drottningin og ég, þýzk mynd, kl. 9. Gamla Bíó: Bláa ljósið, kl. 9. Alþingi: Fundur i báðum deildum kl. 1. Hæstiréttur kl. 10. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. þing- fréttir. 19.00 tónleikar. 19.10 veð- urfregnir. 19.20 tilkynningar, tón- leikar. 19,35 Tónlistarfræðsla, V (Emil Thoroddsen). 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi. þætt- ir úr náttúrufræði: Eldgosið á Krakatá. (Pálmi Hannesson). 21,00 Tónleikar. (Útv.tríóið). Grammó- fón: Strauss: Rósariddarinn. Sálm- ur. Brezka parlamentið sett. Þingmaður atyrðir kouunginn. Einstæður viðburður í þingsögu Bretlands. London kl. 17,00 21/11. FÚ. Brezka þingið var sett í dag á ný, og byrjaði konungur setningarræðu sína á því að tala um alþjóðasamvinnu í friðarmálum og eflingu friðar- ins. Þvínæst vék hann að Ind- landsmálum, og lét í ljósi von um, að lokið yrði við lögin um nýja stjórnarskipun Indlands á þessu þingi. Þá minntist hann á skýrslu þingnefndar, sem skipuð hafði verið til rannsókn- ar á málefnum Newfoundlands, og segir gjör frá henni síðar. Loks fór hann nokkrum orð- um um nýja atvinnuleysislög- gjöf, sem væntanleg væri, og viðleitni til þess að bæta úr húsnæðisvandræðum, og lét að lokurn í ljós von um að áfram iiald yrði á viðreisn þeirri, sem vart. hefði orðið í iðnaði og verzlun Englands. Kalundborg' kl. 17,00 21/11 FÚ Þá er konunugur hafði lokið ræðu sinni, bar það við, sem aldrei hefir áður gerzt í þing- sögu Englands, að þingmaður einn úr flokki verkamanna, Mc Govern að nafni, reis úr sæti sínu og hrópaði til konungs: „Þér ættuð að skammast yðar, og hugsa um alla þá, sem deyja hjálparlausir úr sulti“. Upp steytur mikill varð í þingi er McGovern hafði mælt þessi orð, og lét hann í ljós eftir á, að sér þætti fyrir að hafa hrellt konung, en sér hefði I verið ómögulegt að hafa hemil ; á sér. En orsökin mun vera j sú, að hin væntanlegu atvinnu- leysislög, sem konungur vék meðal annars að, eru í ýmsum greinum strangari í garð at- vinnuleysingja en gildandi lög. Jarðskjálítar í fyrrinótt víða um heitn London kl. 17,00 21/11. FÚ. Bretastjórn ætlar að setja fjármála- stjórn Nýfundna- lands undir eftirlit. Mikilla jarðsjálfta varð vart síðastliðna nótt og varð hann lesinn á mæla svo að segja um allan heim til dæmis í Kew í Englandi, Berlín, Bombay í Indlandi, Sidney í Ástralíu, Victoria í Canada og Bergen í Noregi. Ágreiningur er um það, hvar jarðskjálftinn muni hafa átt upptök sín, og virtist í fyrstu, sem það myndi vera við Svartahaf, en athuganir bæði í Kew og Bombay benda frekar til Baffinsflóa á norðan- verðri Canadaströnd. Uppreisnir í Kína. London kl. 17,00 21/11. FÚ. Herforingi sá, er uppreist gerði í Kien fjdki í Kína hefir nú skírt stjórn sína, og nefnir hana hina byltingasinnuðu sambandsstjóm Kína. Stefnu- skrá hefir hann einnig gefið út, og eru aðalatriði hennar að halda skuli áfram baráttunni gegn Japan, og að ekki skuli viðurkenndir neinir samningar við vestræn ríki. Uppreistar- menn hafa náð á vald sitt borg- inni Foo Chow með því að setulið borgarinnar gekk þeim á hönd. Nankingstjórnin hefir gert ráðstafanir til þess að bæla niður uppreisnina. Japan- ar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki láta málið til sín taka. London kl. 17,00 21/11. FÚ. Ensk þingnefnd sat á rök- stólum frá því í marz og þar , til í júní s. 1. og rannsakaði hag j Newfoundlands. Safnaði hún gögnum og vitnisburðum, bæði í Newfoundland og Canada, og hefir nú skilað samhljóða nefndaráliti. I nefndarálitinu segir, að fjárhagur landsins sé alveg gjörsamlega í rústum, stjórnarskipunin öll sé óvenju- lega rotin og spillt, og hafi ár- um samán verið þaulnýtt til hagsmuna fyrir einstakar per- sónur eða flokka. Nefndin legg- ur til að allt fjármála- og lög- gj afarvald í landinu verði lagt í hendur landsstjóra, sem stjórni með aðstoð sex manna ' nefndar, sem sé skipuð þremur : Newfoundlandmönnum, og j þremur Bretum, og skuli brezku nefndarmennirnir fara með öll fjálmál, nýtingu landgæða, og opinberan rekstur. Viðvíkjandi skuldum lands- ins er það lagt til, að Breta- stjórn taki á sig þá áhættu, að hreinsa til í skuldasúpunni, og reyna að komast að viðunan- legum samningum við skuldu- nauta landsins. Til þess að afla fjár leggur nefndin til, að út sé gefin Nýfundnalandsverð- ; bréf með lágum vöxtum, sem j Bretaveldi ábyrgist, og sé fénu varið til innlausnar vaxtahærri verðbréfum og skuldabyrðin þannig létt. Fra Japan. Frá því Japanar sigruðu Rússa í ófriðnum 1905 hefir Japan verið í stórvelda tölu. „Gula hættan“ svokallaða hef- ir síðan verið á orði öðru hvoru meðal Norðúrálfuþjóða, er horft hafa með nokkrum ugg á stórstíga þróun þessa stór- veldis. Nú er svo komið, að þótt ófriðvænlegt þyki hér í Norðurálfunni, þá er enn brýnni óíriðarhættan austur í j Asíu, síðan Japanir sögðu sig : úr þjóðabandalaginu og hófu á j ný sókn sína til valda á megin- j landi Asíu. Er nú ekki annað j sýnna en bráðlega hljóti að ! draga til úrslitabaráttu við j gulu hættuna, og tii þess bend- ! ir mai’gt, sem gerzt hefir nú | í sumar og haust fyrst og j fremst samningar Rússa við Frakka og Bandaríkjastjórn, ! er nú vekja mesta athygli um heim allan. Tvennt er það sern knýr Jap-' ani nú til nýrra landvinninga og hernaðar. Fyrst og fremst j sltoða þeir sig útvalda þjóð til I þess að ráða fyrir hinum mon- gólska kynflokki og hrinda ánauðaroki Norðurálfumanna af Asíuþjóðunum. Þjóðremb- ingsstefnan hefir altekið þá. Hatrið gegn hvíta kynþættin- um er rótgróið og á því alið. En þar við bætist fjárhags- leg vandræði heima fyrir, bæði vegna gífurlegrar fólksfjölgun- ar og þrengsla í landinu sjálfu og örðugleika á því að ná í markaði fyrir útflutningsvöru landsins. Allt þetta knýr for- ráðamenn þjóðarinnar til þess að hyggja á landvinninga með hernaði, og er ekki annað sýni- legt en að þjóðin fylgi slíku með alhug og vænti sér bóta við öllum sínum meinum í nýrri og stórkostlegri land- vinningastyrjöld. Japanska ríkið nær yfir 148.756 fermílur enskar, auk hins nýja ríkis í Mansjúríu. Ibúatalan var 64.447.724 árið 1930, en vex óðfluga. Síðustu tvö árin hefir mannfjöldinn vaxið um 2 milj. eða ca eina milj. á ári, og er það miklu meiri fólksfjölgun en í nokkru öðru landi. Til dæmis má nefna að fæðingar í Japan eru 33 á hvert 1000 íbúa, á móti 18 f Danmörku, 24 í Ítalíu og tæpl. 16 í Englandi og Þýzkalandi. Jafnframt þessu lækkar hundr- aðstala dauðsfalla stórum og var síðasta ár 17,7 á móti 11,4 1 Danmörku, en þar er einna lægst hundraðstala dauðsfalla. Þessu veldur stórstíg framför læknisvísinda í Japan. Vegna þessarar fólksfjölgunar vex tala vinnandi manna á ári hverju um Vá milljón. Og þessir menn þurfa að fá at- vinnu. Nú er landið þrautnum- ið og ræktað og landbúnaður- inn getur alls ekki fætt fleira fólk en hann gerir þegar. Vofa því yfir stórvandræði, ef ekki er að gert. Á næstu 15—20 ár- um má gera ráð fyrir að þurfi að sjá 10 milj. nýjum verkamönnum fyrir atvinnu. En ekki er nóg með það, að landið sé of lítið fyrir þjóð, sem vex svo ört. Nú þegar er allt of þi’öngt í landinu og at- vinnuskilyrðin svo erfið, að ótrúlegt má þykja. Til þess að standast samkeppnina við önn- ur lönd, hefir verið gripið til þess að fella gjaldeyrinn. Á þann hátt hefir að vísu tekizt að halda samkeppninni uppi út á við. En innanlands hefir þetta snúizt í kauplækkun verkafólks og yfirleitt lifir þjóðin nú við svo þröngan kost að ótrúlegt mun þykja. Á sama tíma fer kostnaðurinn til hermála vaxandi, svo að ríkið rís ekki undir, og fara ríkis- skuldirnar dagvaxandi. En Jijóðin veit, að allt sem nú er lagt í sölurnar fer til þess að búa undir mikla, nýja land- vinninga. Þegar Japanar hafa rutt sér til rúms eins og þeirra er rétturinn til meðal mon- gólskra þjóða í Asíu, þá skort- ir ekki landrými og markað. Þá eru engin takmörk lengur fyrir veldi þeirra og dýrð. Japanar eru ákaflega seigir og þolgóðir í öllum mannraunum. Þeir þykja ágætir hermenn og hræðast alls ekki dauðaim. Þessvegna er þeim margt fært, sem óhugsandi væri með Norðurálfuþjóðunum. Nýlega var skýrt frá því, að þeir hefði látið gera tundurskeyti þann- ig útbúin að þau eru með Framh. á 3. síðu, Margar tillögur eru settar fram um notkun auðlinda landsins, meðal annars að mið- bik landsins verði notað til þess að efla þar loðrýrarækt. I öðru lagi er sagt, að gera megi sjávarútveginn miklu bet- ur arðberandi, meðal annars með því að lengja vertíðina um fjóra mánuði. Ætlazt er til að þessar ráðstafanir geti orð- ið grundvöllur efnalegs sjálf- stæðis fyrir landið. Eins og kunnugt er eru við Nýfundnaland einhver beztu fiskimið í heimi. Sendimaður þaðan var hér á ferðinni í fyrra td að kynna sér íslenzka fiskframleiðslu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.