Nýja dagblaðið - 22.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.11.1933, Blaðsíða 3
1» Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NYJA DAGBLAÐIÐ Út;íefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjóniarskrifstofur: I augav. 10. Símai: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Simi 2323. Framkv.stj óri: Vigfús Guðmuudsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. 100°|o álagning á rafmagnið. Borgarstjórinn var að tala um þaö á síðasta bæjarstjórn- arfundi, að reksturafkoma raf- veitunnar væri góð og að eign- ir hennar væru afskrifaðar ríf- lega á efnahagsreikningi. Gaf hann í skyn, að eignir r af- veitunnar væru talsvert meira virði en þær eru reiknaðar. í tilefni af þessum hugleið- ingum borgarstjórans vakti einn af bæjarfulltrúunum at- hygli á því, hvernig hin „góða rekstursafkoma“ rafveitunnar væri fengin — og peningarnir til að afskrifa af eignum. Gjöld rafveitunnar árið 1932 eru (auk afskriftanna) talin á bæjarreikningunum krónur 549,554,50. En tekjurnar af rekstri stöðvarinnar eru taldar á þess- um sömu reikningum krónur 1,072,638,55. Við nánari athugun er þá útkoman þessi: Á árinu 1932 hefir fram- leiðsla rafmagnsins í Reykja- vík (fyrir utan afskriftir) kostað rúml. J/2 milljón króna. Á því að selja þetta raf- magn, sem kostar Vt millj. kr. að framleiða, græðir rafveitan um J/2 milljón króna, þar sem kostnaðurinn er rúml. Vt millj. og tekjurnar rúml. 1 milljón. Rafveita Reykjavíkur leggur þannig um 100% á kostnaðar- verð rafmagnsins, sem hún framleiðir handa bæjarbúum. Þetta myndi þykja mikil á- lagning annarsstaðar, jafnvel á sement, sagði áðurgreindur bæjarfulltrúi! Enginn mælir væntanlega á móti því. En rafstöðin við Elliðaárnar hefir þurft á peningum að halda. Bærinn er nú búinn að leggja samtals í hana og raf- taugakerfið um 6 milljónir króna, og þó er aflið algerlega ófullnægjandi. Til þess að vinna upp allan þennan stofn- kostnað, og til þess að draga úr rafmagnsnotkuninni er raf- magnið selt með 100% álagn- ingu og hefir verið. Mannvirki, sem kostuðu 6 milljónir, eru nú uppfærð aðeins nokkuð á þriðju milljón. En þau ei’u minna virði en það. Á meðan Elliðaárstöðin er notuð til að tefja fyrir virkjuninni við Sogið, er víst óhætt að halda áfram að afskrifa hana og leggja 100%’ á rafmagnið í nokkur ár enn. Þetta ei' óbeinn skattur — neyzlutollur — á fátæka jafnt sem ríka, sem almenningur verður að greiða fyi-ir óstjórn- ina í bænum. Frá Alþingi í gær. Þriðja umræða kosningalaganna hefír nú staðið tvo daga i neðri deild og- er enn ólokið. Fjöldi breytingatillagna liggur fyrir. — Um hvað er ágreiningurinn? í gær hófust fundir í báðum deildum kl. 1. Voru aðeins tvö mál á dagskrá í efri deild, en 12 í neðri deild. Þar af voi’u tvö tekin út af dagskrá. En mestallur fundartíminn fór í umræður um kosningalögin og er 3. umi’æðu þó enn ekki lok- ið, en hún hófst í fyrradag. I gær gerðu Halldór Stefánsson, Hannes Jónsson og Vilmundur Jónsson grein fyrir bi’eytinga- tillögum sínum. En Eysteinn Jónsson gerði grein fyrir af- stöðu stjórnarskrárnefndar til tillagnanna, og Thor Thors fyrir ágreiningsatriðum innan nefndai’innar sjálfrar, en þau ágreiningsati’iði eru nú fram komin í sérstökum breytinga- tillögum. Þessi eru helztu ági’einings- atriði: Hvenær kosning skuli fara fram. Hvort vera skuli einn kjör- dagur eða tveir í sveitum. Hvort sýslumenn og hx-epp- stjórar skuli vera sjálfkjörnir í kjörstjórnir. Hvort yfirlýsing flokks- stjórnar sé áskilin um, að frambjóðandi eða listi sé í kjöri af hálfu flokksins. Hvoi’t vera skuli sérstakur landlisti fyrir utanflokkamemx, sem ekki hafa formleg sarntök. Hvort landlisti skuli tak- markaður við frambjóðendur í kjördæmunx. I júní eða júli? Við kosningalagafrv. liggur nú fyrir fjöldi breytingartill. frá stjórnarski’ánxefnd og ein- stökum þingmönnum. Margt af þeim tillögum felur aðeins í sér orðabreytingar eða ann- að, sem ekki skiptir miklu máli. En hér skulu nefndar nokkrar helztu brtt. Vilmundur Jónsson ber fram brtt. um, að kjördagur skuli vera fyrsti sunnudagur eftir nxiðjan júní.. En í frv. eins og það liggur fyrir er kjördagur ákveðinn fyrsti sunnudagur í júlímánuði. Tveir kjördagar. Eysteinn Jónsson og Bergur Jónsson bera fraro hrtl. um tvo kjördaga. í kjördeildum utan kaupstaða og kauptúna þeirra, sem samkvæmt síðasta manntali hafa haft yfir 300 íbúa, er, sanxkvæmt þessum tillögum, skylt að halda auka- kjörfund daginn fyrir hinn almenna kjördag, ef a. m. k. þriðjungur kjósenda innan kjördeildarinnar, sendir undir- kjörstjórn skriflega áskorun um það eigi síðar en viku fyr- ir kjördag. Skal kjörstjórn þá auglýsa aukakjörfundinn tafar- laust. Aukakjörfundur skal standa frá kl. 2 til kl. 7 síðdegis. Yfirlýsing fiokksstjórnar Halldór Stefánsson flytur bi’tt. um, að frambjóðendur skuli „láta fylg’ja framboði sínu yfirlýsingu sína, ef þeir óska að taka fi’anx, að þeir bjóði sig fx-am fyxár tiltekinn stj órnmálaflokk“, og teljist þeir þá franxbjóðendur þess flokks. En í frv. eins og það liggur fyrir, er gert ráð fyrir, að yfii'lýsing flokksstjói’nar sé áskilin. Miðlunarleið í þessu efni felst í bi’tt. Bernharðs Stefánssonar og Gísla Sveins- soixar. Þá vill H. St. láta falla niður ákv. frv. um, að atkvæði, sem fallið hafa á frambjóð- endur utan flokka, komi ekki til greina við úthlutun upp- bótarþingsæta. Loks vill hann gera strangai’i kröfur til kjós- enda unx frágang kjörseðils en gert er í frv. Prótkosx ing i flokksfélög-um Gísli Sveinsson og Bernharð Stefánsson flytja svohljóðandi viðaukatillögu við frv. „Ef prófkosning fer fram í kjöi’dænxi meðal kjósenda á- kveðins stjói'nmálaflokks, á þann hátt, er flokksstjórn tel- ur fullnægjandi, skal sá, sem þar fær flest atkvæði, teljast frambjóðandi fyrir flokkinn". Allir Irambjóðend- ur kjördæmanna á landlista. Hannes Jónsson, Pétur Otte- sen og Jón Sigui’ðsson flytja brtt., senx fai-a í sömu átt og till. H. Stef. að afnema yfir- lýsingu flokksstjórixar, og ennfremur er í tillögum þeiri’a gert ráð fyrir, að allir fram- bjóðendur flokks í kjördæmum skuli jafnfranxt vera á landlista flokksins nema þeir hafi af- salað sér þeim rétti. 1 stjómarskrái’frv. er ákveð- ið, að a. m. k. helmingur manna á landlista skuli jafnfi’anxt vera frambjóðendur í kjöx’dæmum utan Reykjavíkux’, og í kosn- ingalagafrv., sem fyrir liggur, er flokkunum í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja hafa sérstakan landlista eða frambjóðendurnir j í kjördæmunum séu jafnframt I taldir vera á landlistanum. Launuð stört þingmanna. Jón Pálmason og Jón Sig- ui’ðsson flytja svohljóðandi | tillögu: | „Ef þingmaður tekur við i launuðu starfi, sem ríkis- stjórn veitir eða ræður veit- ingu á, skal hann tafarlaust segja af sér þingmennsku. Þetta ákvæði tekur þó ekki til þess, er embættismaður flyzt úr einu embætti í ann- að í sömu stjórnargrein, eða þó þingmaður taki um stundar- sakir að sér starf, sem hann sökum sérfræðiþekkingar er öðrum færari til að vinna. Sé þingmaður, sem segir af sér vegna ákvæða þessarar grein- ar, hlutfallskjöi’inn, eða hafi setið sem uppbótarþingmaður, þá tekur vai’amaður sæti. Ella fer fi’am aukakosning“. Sýslumenn og hreppstjórar . Meirihluti stjórnarski’ár- nefndar flytur brtt. um, að sýslunxenn og hreppstjórar skuli ekki vera sjálfkjörnir oddvitar kjörstjói'na. Einkaréttur isl. skipa til að ann- ast strandferðir. Eysteinn Jónsson og Bergur Jónsson flytja frv. um strand- j fei’ðir. Aðalefni frv. er senx i hér segir: | „1. gi'. Ríkisstjómin hefir frá j 1. júní 1934 að telja eixxkarétt I til þess að flytja fai’þega milli lxafna á Islandi. | 2. gr. Á meðan íslenzka í'ík- ið hefir ekki nægilegan skipa- stól til þess að annast far- þegaflutninga saixxkv. 1. gr., getur ríkisstj órnin veitt öðr- unx skipum leyfi til farþega- flutnings milli hafna á íslandi, gegn því að greitt verði í j i'íkissjóð 20% af fargjöldum. Undanþegin skatti þessunx ex-u skip og bátar, sem fá styrk úr ríkissjóði til þess að annast samgöngur á sjó meðfram ströndunx landsins. 6. gr. Lög þessi öðlast þeg- ar gildi“. Greinai’gei’ð frumvarpsins er svohljóðandi: „Það er kunnugt, að almenn- ur áhugi er fyrir því, að ís- lenzk skip njóti flutninga þeirra, er landsmenn þurfa á að halda á milli innlendra hafna. llinsvegar hafa ei’lend skip löngunx keppt við hin inn- lendu hvað þetta snertir og lxagað siglingum sínunx þannig, að koma nær eingöngu á hinar stærri hafnir. Hafa þau með því sölsað mjög farþegaflutn- inga fx’á íslenzku skipunum, sem vegna almennings heilla eru neydd til að konxa á fleiri hafnir. Nú mun það hvergi vera leyft í næi’liggjandi löndum, að erlend skip reki slíka flutn- inga, sem áður greinir, og með tilliti til þess, að eiginn skipa- stóll íslendinga er fyrir löngu orðinn svo mikill, að forsvaran- legt virðist að láta hann eiix- an annast alla strandferða- flutninga, getur það ekki tal- izt vansalaust, að strandferða- skip ríkisins séu vegna erfiði’- ar fjái’hagsafkomu bundin í höfn, á meðan hin erlendu skip halda áfranx að reka hér óbreyttan atvinnurekstur sinn og fleyta rjómann ofan af sti'andf lutningunum. Fyllsta ástæða er því til þess að löggjafarvaldið taki hér í taumana þegar í stað, til að tryggja hagsnxuni hins íslenzka ríkis“. Kristrún i Hamravik. Fraxnh. af 2. síðu. vex-unnar — án þess nokhru sinni að hopa. Og hún er köld, alvöruþrungin spurning til mannfélagsins um það, hve- nær það ætlar að fara að gefa slíkum efniviði verðskuldaðan gaunx. Kristrún í Hamravík hefir náttúx-lega haft síixa galla, — sagan máske líka í augum ein- hverra gagnrýnenda. En ég kýs ekki þessháttar „umþenk- ingar og véringar“ að þessu sinni, því allt hið einlægasta 1 nxannlund minni og listvitund telcur undir með Anítutetri: „Hún er svo góð, hún Krist- rún, og mér þykir svo vænt um hana“. Jóhannes úr Kötlum. Frá Japan. Framh. af 1. síðu. lxreyfli og stýrt af manni. Er þeinx líkt við litla neðansjávar- báta. Við árekstur springur tundurskeytið og stýrimaður-: inn ferst. Til slíki’a fórnar- verka eru japanskir hermenn reiðubúnir og með þvílíkum liðsmönnum hyggjast hers- höfðingjar Japana að sigi*a hina hvítu böðla Asíu. Takizt það ekki hlýtur í'íkið að sundr- ast. En hvort senx heldur verð- ur kostar íxxiklar blóðsúthelL ingar í ægilegri styrjöld. Opinn vélbátur óskast leigður tveggja til þriggja mánaða tíma. Uppl. í síma 2901 kl. 10—11 f. h. Alþýðu-Magasínið kemur á morgun. Síðasta sagan af Leyndardómum Reykjavíkur byrjar í 1. hefti. r I matinn i dag: Norðlenzkt dilkakjöt. Kjötfars Hakkað kjöt Vínarpylsur og Medisterpylsur. HERÐUBREIÐ FRIKIRKJUVEG 7 SÍMI 4565. Reyfcvíkingar! Þið, sem eigið frændur og vini úti um sveitir og kaup- tún landsins, sendið þeim Nýja dagblaðið. Fátt verður vinum ykkar í fjai’lægð jafnkærkomið í skammdeginu. Auglýsiö í Nýja Dagblaðinu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.