Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 22.11.1933, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 22.11.1933, Qupperneq 2
2 N T J A DAOBLABIB 19 3 4 kemnr út eftir nýárið. E i n i: NAFNASKRÁ í stafrófsröð yfir alla íbúa bæjarins eldri en 19 ára, gerð eftir manntali í haust. HEIMILASKRÁ, gerð eftir manntali haust. VIÐSKIPTASKRÁ, tekur yfir allar helztu greinir verzlunar og iðnaðar í bænum. MINNISGREINAR um afgreiðslutíma stofnana og embættis- manna, formenn almennra félaga o. fl. KORT AF REYKJAVIK og nágrenni, hið fullkomnasta sem til er. Ritstjórnarskrifstofa Bsjarskrárinnar er á Fjólugðtu 25. - Sími 4471. Pétur Cr. Gruðmundsson. Verksmiðjueffirlitíð danska Bannsóknir dr. med. Skula V. Guðjónssonar. Það er öllum kunnugt, að hinai- ýmsu atvinnugreinar hafa misjöfn áhrif á heilsu manna, þó áreynslan, sem þeim er samfara, sé undanskilin. Sérstaklega á þetta við um verk, sem haft getur áhrif á andrúmsloftið, þannig að það blandazt ýmsum óhollum efn- um, ryki o. s. frv. Stjórn verksmiðjueftirlitsins danska hefir verið að láta gera rannsóknir á því, hvaða áhrif hinar ýmsu tegundir verk- smiðjuiðnaðar muni hafa á heilsu verkafólksins. Rann- sóknunum hefir Islendingurinn dr. med. Skúli Guðjónsson veitt forstöðu. Hefir hann fyrir nokkrum árum síðan lokið þessum rann- sóknum að því er snertir postulínsiðnaðinn. I postulín er notað kvarz og ýmsar leir- tegundir blandaðar kísilefnum. Við að mylja þessi hráefni og blanda þeim saman myndast mikið af steindufti, sem bland- ast andrúmsloftinu. Verka- mennirnir anda þessu að sér, það sezt að í lungunum og undir slíkum kringumstæðum er að jafnaði hætta á þeim sjúkdómi, sem á læknamáli heitir Silicose og á íslenzku mun hafa verið nefndur stein- lungu. Það hefir líka borið tölu- vert á þessum sjúkdómi meðal postulínsiðnaðarmanna. Lækn- ar hafa veitt eftirtekt, að margir menn, þjáðir af þess- um sjúkdómi, hafa komið frá postulínsverksmiðjunum. Gaml- ir postulínsiðnaðarmenn kunna sögur af mörgum samverka- mönnum, sem fallið hafa í val- irln af völdum hans. Verk- | smiðjueftirlitið hefir því látið : gera ýmsar vamarráðstafanir. En rannsóknir dr. Skúla benda : til þess, að þær eru enn hvergi nærri fullnægjandi. i Alls voru fengnar upplýs- I ingar um 1400 postulínsiðnað- armenn, og af 750 voru teknar | röntgenmyndir. Og niðurstað- . an, segir dr. Skúli, er mjög í- ( skyggileg. Að hans hyggju gengur helmingur þeirra manna, sem rannsakaðir voru, með Silicose, margir aðrir eru þegar smitaðir og nokkuð margir hafa berkla. Þeir, sem . ekki hafa Silieose, eru flestir I nýkomnir eða á þeim stöðum ' í verksmiðjunum, sem ryk- | hættan er minnst. I Hefir Skúli nú komið fram I með tillögur til frekari varnar gegn rykhættunni. Hélt hann fyrir skömmu fyrirlestur í , Læknafélaginu danska, þar : sem hann lýsti þessum tillög- , um sínum. Það trúnaðarstarf, sem dr. ’ Skúla hefir verið falið að gera í framandi landi, bendir til, að : hann hafi þegar unnið sér i traust, sem dugandi og skarp- : skyggn vísindamaður. Má það vera löndum hans ánægjuefni. Og hitt er líka nauðsynlegt fyrir okkur, að fylgjast með í því, hvað aðrar þjóðir gera til að draga úr þeirri hættu, sem ! fylgir verksmiðjuiðnaði, og notfæra sér reynslu þeirra, við vaxandi iðnaðarfram- kvæmdir hér á landi, svo ekki þurfi að lenda í þeim torfær- um, sem aðrir eru nú að yfir- stíga. Lindberg flýgur heim London kl. 17.00 21/11 FÚ. Lindbergh og kona hans eru nú lögð af stað heimleiðis, og fljúga eins og þeirra er vandi. Lögðu þau af stað frá Lissa- bon í morgun, og lentu skömmu síðar í Azoreyjum. Bretar stöðva asnalest. London kl. 17.00 21/11 FÚ. Frá Peshawar kemur sú frétt, að landmæralögreglan milli Afghanistan og Indlands hafi stöðvað asnalest, sem var á leið inn í Afghanistan, og spurt lestamennina hvað væri í farangri þeirra, og kváðu þeir það vera sykur. En við rann- sókn kom það í ljós, að hann var mestmegnis sprengikúlur, skothylki, rifflar, hermanna- byssur og púður. Bandaríkin og Rússland. London kl. 0,45 21/11 FÚ. Enn er deilt um það í Banda- ríkjablöðum, hvort stjornin hefði átt að viðurkenna Sovét- ríkin, og gætir þar mikið dóma um stefnu Roosevelts forseta yfirleitt. Einn öldungaráðsmað- ur á að hafa sagt í gær, að það1 væri síður en svo að hann væri mótfallinn því, að Bandaríkin hefðu viðurkennt Sóvétsam- J I bandið; Bandaríkjastjórn væri j | nú búm að ganga svo langt j fram úr Sóvétstjórninni, að það merkilega væri, að Sóvét- stjóinin vildi viðurkenna Bándaríkin. Kosningar á Bnglandi. London kl. 17,00 21/11. FÚ. Tvær aukakosningar fóru fram í Englandi í dag, önnur i í Rusham kjördæmi, en hin í i Rutland og Stanford kjördæmi. j Fyrri þingmenn beggja kjör- . dæma voru íhaldsmenn. Kosn- ! ingaúrslit verða kunn á morg- ■ un. (33ófra£nntir - íþróttir - íiðtir rmr ~~ i ^ruiifi* Skiptið við þá sem auglýsa í Nýja dagblaðinu. Skeyti um fjármálaástandið/ í NeAvfoundland birtist á öðr- um stað í blaðinu. Dollar og franki falla. London kl. 17.00 21/11 FÚ. Dollar féll í dag úr $ 5.32V4 niður í $ 5.36% og franki féll einnig úr 83.06 í 83.37, hvort- tveggja miðað við sterlings- pund. Útsala byrjar í dag. Mikið af vörum selzt um og undir hálfvirði. Minnst 10% afsláttur. Verzl. DYNGJA1 55 Bankastræti 3. Kristrún i Hamravik. Sögukorn Guöm. Gísla- sonar Hagalíns um þá gömlu, góðu konu, er merkasta bókmenntafyr- irbrigði ársins hér á landi. Atbux-ðasviðið er þröngt, at- burðarásin fábreytt. Bráðó- kunnugt stúlkutetur, Aníta Hansen, kemur til Hamravík- ur. Hún er á flótta undan ör- lögurn sínum og áleitni borg- aralegs réttlætis. En hann veit hvað hann syngur, himna- faðirinn. Ilúsbóndiiín, Falur Betúelsson, sonur Kristrúnar, þarf á konu að halda. Stúlkan i-eynist líka artug og þénanleg, — en Falur mæðir þó rnóður sína lengi ,vel með frámuna- legu sinnuleysi í ástamálunum. Svo leggur hann í íerðareisu, —- á þingið, — og þegar hann kemur aftur, er hreppstj órinn í þeim hreppi, Grundai’hreppi, í för með honum. Aníta er á glóðum, — grunai' að hann muni vera í embættiserindum, sem og líka er. En gamla konan er á verði; hx-eppstjór- inn fer Anítulaus og blindfull- ur — og kemur aldi'ei aftur. Við þetta verðui- Aníta eins og önnur manneskja, „iðandi af lífi og náttúrlegum kven- mannsins óróa“. Og þar kem- ur, að Falur reynist ekki allur þar sem hann er séður. Fram- an úr eldhúsinu heyrast, einix góðan veðurdag, „þau marg- víslegustu hljóð, hlátur, kvein, hrinur, ískur“. Það er unga fólkið, sem hefir lært að þekkja sinn vitjunartíma. Og garnla konan fer að lesa í Passíusálmunum — sátt við guð og menn. En svo kemur arkarkrumm- inn til söðunnar. Það er Ólafur Betúelsson, sem fyrir löngu hafði skyndilega hoi-fið með noi’skum, og dettur nú allt í einu niður í hana Hamravík, með danska blankskó á fótum. Hann hefir víða farið, og er nú orðinn bergenskur drottins sendiboði, einn af guðs útvöldu. Gamla konan hefir lengi þráð hann, en nú lízt henni ekki meir en svo á blikuna. Þá sker Aníta sig í fingur, og arkar- krummi sýnir mikil ferðugheit í að meðhöndla slíkt. Þetta verður til þess að Kugirnir nálgast, og eftir þetta taka þau Falur og Aníta boðskap Ólafs og skrumsögum með frugt og bifan. Gömlu kon- unni gezt þó miður vel að og hugsar: Hingað og ekki lengra! En þá fer Ólafur að leita sér fróðleiks hjá móður sinni og breytir sínu háttelsi til þess betra. Samt virðist eitthvað á seiði. Unga fólkið situr við bíleggirí frammi í búi’i og eldhúsi, — máske stendur það í þeirri meiningu, að hún sé mótfallin því, að Ólafur setjist líka að í Hamra- vík. Hún leiðir þetta í tal við Anítutetur og lýsir yfir vel- þóknun sinni á þessu — en þá gengur Aníta út og grætur beisklega. Það sama kvöld kemst gamla konan að því, hvað um er að vera: dýi’bítur- inn hoppar kringum lambið, það á að véla þau ungu hjúin burt úr Hamravíkurhreiðrinu, út í þann stóra sá, veröldina. Þá er það, að heimilisdraugur- inn, Hamravíkurkollur, veitir hina nauðþurftugu þénustu. Guðshetjan Ólafur gugnai’ fyr- ir ímyndaðri magt myrkranna, — daginn eftir lötrar hann úr garði á sínu ættar óðali. Tærir dropar hi’ökkva þá af augum Kristrúnar gömlu. Mannkindin veit ekki alltaf hvers biðja ber. En hún og sá hái himnakóng- ur eru þó klár og kvitt. Falur Betúelsson er eftir með sína kvinnu í sínum faðmi, þá fyr- irheitnu rnóður þeirx’ar nýju kynslóðar. Út frá dx-aumnum um do, do og ná, ná blessaðra barnunganna hallast hún upp að súðinni í hinzta sinn. Þessi er bláþráður sögunnar, að mestu spunninn úr fyrir- sögnum kaflanna, eh nógur til að sýna helztu atriði efnisins og nýstárleika málfarsins. „Brýrnai' voru eins og hengja, sem er að því komin að hlaupa, augun eins og gljá- andi svell og munnurinn eins og samansígin sprunga í guln- aðri gróf undir klettaskúta“. — Slík er Kristrún gamla á að sjá, þegar verst horfir. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Ósvikinn frumþróttur lífsins sindrar sífellt um allan persónuleik hennar. Hún er slungin órofa tengslum við hvorttveggja 1 senn: blinda tröllakyngi vestfirskrar nátt- úru og vökula forsjón and- legra dulmagna. Styrkur henn- ar er slíkur, að hún býður byrginn þeim guðs og manna lögum, sem ekki hljóma sam- an við ófalskan. grunntóninn í eðlisfari hennar. Manni verður einhvernveginn svo notalegt í návist þessarar brimsorfnu út- skagasálar, að trúin á óþrot- legan viðnámsþrótt mannleg- leikans hlýtur að aukast til muna. Hagalín hefir enn vaxið drjúgum við þessa bók. Ein- mitt vegna þess hve glöggt hann skynjar sín eigin tak- mörk, er hann nú orðinn stór- merkur höfundur, látlaus, sannur, skyggn — og þaul- æfður í markvísum, eðlilegum listbrögðum. Hann segir þessa sögu með tungutaki Horn- strandakerlingar, forneskju- lega og bráðlifandi í senn, af- burða skemmtilegu og svo hnit- miðuðu, að óvíða skeikar. Bak við það, sem í fljótu bragði kynni að virðast ómerkilegt mas, glittir hvarvetna í hið gullna mannvit, — með trúu lítillæti listamannsins opnar hann hinar stórkostlegustu fjarvíddir. Það er ekki hávær umróða- þrá eða byltingahiti, sem ber bók þessa uppi. En í öllum einfaldleika sínuni er hún þó hrópandi hrós um þessi „ljóm- andi mannablóm“, sem berjast æfilangt við útlegðardóm til- Framh. á 3. síðu. i

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.