Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ ÍBl'C Víí?/ I tk. PAKKINN HOSTAR hr. 1*20 jtvf: j/ms.s MAY BLOSSOM VIRGINA CIGARETTUR StísCi e&amvettámam Frá Alþingi í gær. Atkvæðagreiðsla um kosningalögin Í5ófmcnntir - íþróttir - íietir Kosningalagafrumvarpið var afgreitt frá neðri deild í gær. Og- fór þá fram atkvæða- greiðsla um fast að 100 breyt- ingartillögur áður frumvarpið í heild væd samþykkt. Hér skulu nefnd úrslit at- kvæðigreiðslunnar um nokkur atriði frumvarpsins. Kjördagur er ákveðinn fyrsti sunnUdagur í júlímánuði. Brtt. Eysteins Jónssonar og Bergs Jónssonar um tvo kjör- daga í sveitum var felld. Móti henni greiddu atkvæði Alþýðu- flokksmenn, Sjálfstæðismenn og Hannes Jónsson, en með henni allir Framsóknarmenn nema Iiannes Jónssen. Sýslumenn og hreppstjórar eru sjálfkjörnir oddvitar kjör- stjórna* Enginn landlisti er fyrir ut- anflokkamenn, sem ekki hafa formleg samtök. Tillaga Hannesar Jónssonar, Péturs Ottesen og Jóns Sig- urðssonar, um að yfirlýsing frambjóðanda sjálfs (og með- mælenda hans) nægi til þess að hann sé talinn til ákveðins flokks, var samþykkt. Landlistar skulu takmarkað- ir við frambjóðendur í kjör- dæmum. Nú^ fer frumvarpið til efri deildar. Atengt öl til útflutnings. Bjarni Ásgeirsson flytur frv. um einkaleyfi fyrir 'ölgerðina Egil Skallagrímsson h/f. Reykjavík, til þess að búa til I og selja áfengt öl til útflutn- | ings. Leyfishafar greiði í rík- ! issjóð (fyrir leyfið) 25% af j hreinum nettóarði útflutnings- ! ins. í greinargerð segir m. a.: ! „Fyrir því að leyfa slíka framleiðslu, er lögin mæla fyr- ir um, má færa margvísleg rök, og má t. d. benda á eftir- farandi: 1) Framleiðsla þessi mun verða nokkur tekjugrein fyrir ríkissjóð, og fer vaxandi eftir því sem fram líða stundir og ölið nær fótfestu erlendis. 2) Framleiðsla þessi mun veita aukna . atvinnu innan- lands, sem gera verður ráð fyrir að fari vaxandi. 3) Við solu ölsins skapast erlendur gjaldeyrir, sem aug- ljóslega verður skortur á í nánustu framtíð og því full á- stæða til að reyna að bæta úr. Einkaleyfi það, sem veitt er með lögum þessum' getur ekki brotið í bág við hagsmuni rík- isins eða einstakra manna eða löggjöf landsins. Fullkomið eft- irlit verður haft, með því, að ölið sé ekki selt eða drukkið innanlands, og þungar refs- ingar lagðar við, ef út af er brugðið. Það er enginn efi á því, að ölgerðin Egill Skallagrímsson getur framleitt fullkomlega samkeppnisfært öl, þar sem félagið hefir hin fullkomnustu hús og vélar, ágætan brugg- meistara og %uk þess hið á- gæta vatn, sem varla hefir sinn líkai). Allt þetta hlýtur að tryggja það, að ölið geti orðið gott og samkeppnisfært og líklegt til að geta, er fram líða stundir, orðið allveruleg tekjugrein fyrir félagið og því einnig ríkissjóðinn, auk þess sem bæjarfélagið mundi þá einnig njóta góðs af bættum hag félagsins. Vitanlega hlýtur það að taka nokkurn tíma að vinna ís- lenzku öli verulegan markað erlendis, og því er óhjákvæmi- legt að veita félaginu einka- leyfið um nokkurt árabil“. *) Ætli þetta eigi líka við þeg- ar búið verður að blanda Gvend- arbrunnavatnið með skólpinu úr Elliðaánym? Afvopnunarráð- stefnunni frestað London kl. 17,00 22/11 FÚ. Afvopnunarráðstefnunni hef- ir nú verið frestað, en hún á að koma saman aftur þegar lokið er fundi Þjóðabandalags- ráðsins, sem á að koma saman 15. janúar næstkomandi. Þessi ákvörðun um frestun- ina var tekin á lokuðum fundi dagskrárnefndar afvonunarráð- stefnunnar í dag. Það sem helzt var deilt um í sambandi við þessa frestun ráðstefnunn- ar var það, hvort herfræðinga- nefndin, sem starfar í sam- bandi við afvopnunan’áðstefn- una og í þjónustu hennar, skyldi halda. áfram störfum sínum eða ekki, á meðan á frestinum stæði. Boncour hélt því ákveðið fram, að nefnd þessi ætti að starfa eftir sem áður, því að það mundi seinka störfum afvopnunarráðstefn- unnar þegar hún kæmi saman aftur, ef undirbúningsstörfin yrðu látin falla niður. Italski fulltrúinn áleit hinsvegar að það væri ónauðsynlegt, að láta undirnefndir starfa úr því störf aðalnefndarinnar félli niður. Ihaldið tapar lylgi á Englandi. London kl. 17,00 22/11 FÚ. 1 aukakosningum í Rutland- Stanford kjördæminu var Willoughby de Eresby lávarð- ur kosinn, með rúmlega 1000 atkvæða meirihluta. Hann er íhaldsmaður, en á móti honum sótti frambjóðandi Verka- mannaflokksins. Við síðustu kosningar hafði frambjóðandi íhaldsflokksins rúmlega 11000 atkvæða meirihluta. Dollar íellur enn. London kl. 17,00 22/11 FÚ. Gengi Bandaríkjadollars lækkaði enn í dag, var $ 5.41 er viðskiptum lauk, en komst um eitt skeið í dag niður í $ 5.45Ú2 Það var í gær $ 5.3614. (I Kaupmannahöfn féll dollar í dag um 5% eyri í kr. 4.13). Franskur franki féll einnig í London í dag, úr 83,37 í 83.65. Það er nú haft á orði, að Frakkar séu að hugsa um það, að hverfa frá gullinnlausn um næstu áramót. Stórkostleg flugslys. 13 menn farast. London kl. 17,00 22/11 FÚ. Alvarlegt flugslys varð í dag nálægt Kharkov í Rússlandi. Þrettán manns biðu bana, þar á meðal fulltrúi frá yfirstjórn flugmálanna í Rússlandi. Nefnd hefir þegar verið skipuð til þess að rannsaka það, hvernig á þessu slysi muni standa. Flug Líndbergs London kl. 17,00 22/11 FÚ. Lindbergh og kona hans hafa gert ráðstafanir til þess að fljúga aftur til Evrópu á morgun, frá St. Michaeleyju í Azoreyjum, ef veður verður hagstætt. Fáll Erlingsson og sundlaugarnar í Rvk. Um 1890 kenndi maður að nafni Björn Blöndal sund hér í Reykjavík. Sundstaðurinn var inn við Laugalæk. Sundlaugin var gerð á þann hátt, að læk- urinn var stíflaður með fyrir- hleðslu úr torfi en bakkarnir stungnir niður, til þess að fá meiri breidd á laugina. 1 þess- ari laug lærir Páll Erlingsson að fleyta sér, sá maður, sem mest allra manna hér á landi hefir gert fyrir sundíþróttina, maðurinn, sem allt að 30 ár háði látlausa baráttu fyrir um- bótum á sundkennslu og sund- laugunum í Reykjavík. 1893 byrjar Páll að kenna hér sund og gerði það jafnan síðan til 1921, er synir hans tóku við því starfi eftir að hafa hjálpað föður sínum nokkur ár, sérstaklega Erlingur. Allt til 1906 átti Páll heima austur í Árnes- sýslu, en kenndi héx- sund um 6 vikna tíma að vor- inu eða frá vertíðarlok- um til Jónsmessu. Um leið og Páll tók við kennslunni byrjaði hann strax á því að reyna að hafa áhrif á bæjarstjórn Reykjavíkur um það að endurbæta Sundlaugarn- ar, en það var löngum þungur róður og ekki heiglum hent að lenda í þeim barningi. Eins og áður er sagt, voru Laugarnar gerðar á þann hátt að hlaðið var fyrir lækinn og var þetta því moldarlaug eða ósvikinn forarpollur að öðru leyti en því, sem það Var bland- að með skólpinu frá Þvotta- laugunum. Páll gerði nú ítrekaðar til- raunir til þess að fá þetta endurbætt og benti ennfremur á þann háska, sem ósyndir menn væru í, ef fyrirhleðslan bilaði, sem alltaf var yfirvof- andi. Varð nú loks af því, að Laugamar yrðu hlaðnar upp úr grjóti, en þéttað var með moldarhnausum og vildi þá oft leka. Einnig var þá byggt skýli út í Lauginni, en áður hafðist Páll við í tjaldi, sem hann bar með sér og hafði í geymslu á Fúlutjörn á nóttunni. Þótti mönnum nú, sem bæj- arstjórn hefði sýnt af sér mikla rausn og eru þess þá dæmi, að bæjarfulltrúar gengi í bað í hinni nýju láug, en i Páll hafði löngum mikið erfiði við að stinga og bera hnausa til að þétta með grjótgarðinn og var honum það vel ljóst, að ekki mátti hann lina róð- urinn fyr en laugin væri gerð úr steinsteypu. Leitaði hann nú allra ráða til þess að fá því framgengt. Var það loks árið 1907, að byrjað var á því verki og stóð það víst yfir í tvö ár, enda var þá ekki ann- að eftir en að fá hreint vatn í laugina, því allt að þessu hafði hún verið nokkurskonar skólpþró. Vildi Páll nú upp- vægur að vatnið yrði leitt í pípum frá uppsprettunni, en við það var ekki komandi, og mátti heyra það á sumum bæjarfulltrúum, að nóg væri nú komið samt, þó ekki yrði farið að eyða fé bæjarins í slíkan óþarfa. Var nú sett stífla í lækinn nokkuð fyrir ofan laugina og vatnið leitt í tréstokk þaðan. Af því leiddi meðal annars það, að laugin var köld þegar kalt var, en heit þegar heitt var. Bráðlega fór að bera á því, að hin nýja, vatnshelda laug, hafði einn höfuðókost, sem sé þann, að mun meíra bar á ýldulofti af vatninu en áður hafði þekkzt og varð það að Páll Erlingsson sundkennari. lokum til þess, að bæjarstjórn sá sér ekki annað fært en að leiða hreint vatn í laugina og var það gert 1910. Síðan hef- ii' lauginni lítið verið breytt að öðru en því, að salerni hefir verið reist þar og sólbaðsskýli byggð. Margt er það fleira, sem sögulegt er um þetta mál þó hér verði numið staðar í bili. Það er aðallega þrennt, sem ég vil taka fram að lok- um: Fyrst er það, að bóndi austan úr Árnessýslu verður til þess að berjast fyrir um- bótum á sundlauginni í Reyk- javík, annað er það, að þessi maður hefir leyst af hendi meira en meðalmanns verk, aðeins með þessu eina starfi, og það er hið þriðja, að bæjar- stjórnir Reykjavíkur hafa sýnt mikinn spamaðarhug og eftir getu spornað við útgjöldum til sundlauganna. En þér, hátt- virtu Reykvíkingar, eruð þér vissir um að hafa gert yður fulla grein fyrir því hvað þér eigið Páli Erlingssyni mikið að þakka og hvernig hafið þér vottað honum þakklæti yðar? M. Tekíð upp í dag: Tekið upp í dag: TITANIA, mest eftir- sótta lag í augnablikinu. Iiinumegin á plötunni er „Dron’t in der Loban“. HLJÓÐFÆFAHÚSIÐ, Bankastræti 7. ATLABÚÐ, Laugaveg 88.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.