Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 1
í DAG Sólaj’uppkoma kl. 9,25. Sólariag kl. 3,03. llállóö árdegis kl. 9,40. Háfló'ð síðdegis kl. 10,10. l.jósatimi hljóla og bifreiða kl. 3.35 e. m. til 8.50 árd. Veðurspá: Stinningskaldi á aust- án, skýjað, en úrkomulaust. Söfa, skrifstofur o. fL: I.andsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 pjóðminjasafnið .......... kl. 1-3 Náttúrugripasafnið ........ kl. 2-3 Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Listasafn Einars Jónssonar lokað. Landsbankinn .... opinn kl. 10-3 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-3 Útvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg ................... opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7V2 Pósthúsíð: Brófapóstst. .. opin 10-0 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnufélaga opið ............... 9-12 og 1-6 Söiusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipáíél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12ogl-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 ogl-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarráösskrifstofurnar , opnar 10-12 og 1-4 'rryggingarstofnanir rikisins opnar kl. 10-12 og 1-5. Heimsóknartími sjúkrahósa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12Vá-2 Vifilstaðahælið I2V2-IV2 og 3^-4% Kleppur .................... kl. 1-5 Mæðrastyrksnefndin i þingholts- stræti 18 .............. kL 8-10 Næturvörður i Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn, Næturlæknir: Ólafur Helgason, Ingólfsstræti 6. Simi 2128. Samgöngur og póstierðlr: Lyra til Noregs kl. 6. Dronning Alexandrine vestur og norður kl. 6. Suðurland til Borgamess kl. 8. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Drottningin og ég, þýzk mynd, kl. 9. Gamla Bíó: Bláa ljósið, kl. 9. Alþingi: Fundur í báðum deildum kl. 1. Bæjarþing. Fundur kl. 10 árd. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtckning frétta o. fl. þing- fréttir. 19.00 tónleikar. 19.10 veð- urfregnir. 19.20 tilkynningar, tón- leikar. 19,35 Dagskrá næstu viku. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Nýjar íslenzkar bœk- ur, II. (Vilhj. þ. Gíslason). 21,00 Grammófóntónleikar. Sehubert: Trio nr. 1 i B-dúr. Danslög, Konungur felur Asgeiri Asgeirssyni að gera tilrann til að mynda nýia þing- ’ l f ræðisstiórn með stuðning’i eða hlutleysi meirihluta Alþingis. Bæjarstjórnarfundur Meirihlutinn beitir valdi. — Umræður skornar niður. — Neitað að bera tillögur til atkvæða. — Borgarstjórinn vill ekki leita úrskurðar dómsmála- ráðuneytisins nú þegar um setningu hinna 7 manna í bæiarlögregluna. Hann vill heldur ekki leita úrskurðar dómstól- anna um, hvort rétt hafi verið að veita þessum 7 mönnum iausn. 80 þús. kr. tjárveiting samþykkt at meirihlutanum Bæjaistjórnarfundur var settur í Kaupþingssalnum kl. 5 í gær. Virðist þessi fundur hafa verið lítið tilkynntur, því að enginn blaðamaður var þar mættur nema frá Nýja dag- blaðinu, og aðeins einn áheyr- andi annar, sem kom inn snöggvast og fór fljótlega út aftur. Fyrsti hálftíminn fór í að lesa upp fundargerðir og und- irrita þær. En svo voru lögreglumálin tekin á dagskrá. í Fyrir lá að greiða atkvæði um tillögur frá Jakob Möller um málshöfðun gegn lögreglu- stjóra og greiðslu til 7 manna, sem ekki komust inn í lögregl- una, ásamt viðaukatillögu frá Hermanni Jónassyni um að einnig yrði leitað úrskurðar dómstólanna um hvort rétt hefði verið að veita þessum 7 mönnum lausn. Þessar tillögur voru frá síðasta fundi og hafði þá borgarstjórinn borið fram munnlega breytingartillögu um að atkvæðagreiðslu um máls- höfðun út af afsetningmmi yrði frestað. Undir eins og búið var að taka málið á dagskrá, kvaddi Stefán Jóh. Stefánsson sér hljóðs og bar fram nýja til- lögu um Að leitað verði nú þegar bráðabirgðarúrskurðar dóms- málaráðuneytisins um ágrein- ingsatriði það, sem til stæði að færi til dómstólanna. Hermann Jónasson talaði næstur. Taldi vafasamt vegna lagaákvæða um ráðningu að ætla þeim 7 mönnum að starfa í varalögreglunni eins og gert væri í tillögu Jakobs Möller. Ennfremur vakti hann á ný athygli á því, að stofnun vara- lögreglu yfir höfuð — á með- an ekki væri búið að auka föstu lögregluna upp í 2 merui á hvert þúsund bæjarbúa — væri brot á 1. og 6. gr. lag- anna um lögreglumenn, sem samþykkt voru á næstsíðasta Alþingi — og loks að eðlileg- ast væri að skilja lögin svo, að um val varalögreglumanna, ef til kæmi, giltu sömu reglur og val flestra lögreglumanna — og lægi þá enn fyrir hið sama ágreiningsefni. Sigurður Jónasson krafðist þess, að um tillögu J. M. um greiðslu til þessara 7 manna færu fram tvær umræður í bæjarstjórninni, því að hér væri um nýja fjárveitingu að ræða, en um þær ættu að fara fram tvær umræður. Jakob Möller kvaddi sér þá hljóðs og lagði til að tillögu Stefáns Jóh. Stefánssonar um að leita úrskurðar dómsmála- ráðuneytisins yrði frestað. Milli Jakobs Möller og Hermanns Jónassonar spunn- ust nokkrar umræður út af lög- unum um lögreglumenn. J. M. sagði, að stofnun varalögregl unnar nú færi ekki 1 bága við lögin. H. J. gekk þá til hans og lagði stjómartíðindin með lögunum á borðið fyrir framan hann. Jakob byrjaði að lesa upphátt. Hann las alla 1. gr. og út í miðja 6 grein. Þá hætti hann að lesa upp- hátt og hélt áfram ræðunni. Borgarstjóri talaði þá og Frh. á 3 síðu. Forseti sameinaðs þings sendi konungs- ritara eftirtaracdi skeyti i gœrmorgnn. Út af síniskeyti yðar í fyrra- dag skal ég leyfa mér að taka fram eftirf arandi: Áður en ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirsson- ar baðst lausnar höfðu farið fram tilraunir til stjórnar- myndunar með þátttöku Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. En þessar tilraunir strönduðu á því, að minnsta kosti tveir alþingismenn úr Framsóknarflokknum vildu ekki styðja slíkt ráðuneyti eða samþykkja þann grundvöll er samvinna milli flokkanna um ráðuneytismyndun átti að byggjast á, og frekari tilraun- um í þessa átt er nú hætt. Það er því ekki nú sem stendur möguleiki fyrir hendi, að þess- ir flokkar geti staðið saman að stjórnarmyndun. Á Alþingi er f lokkaskipun þannig: 5 Alþýðuflokksmenn, 17 Fram- sóknarmenn og 20 Sjálfstæðis- menn. Þar sem þannig enginn einn flokkur út af fyrir sig, getur myndað sjóm, tel ég, að athuguðu máli helzt likur fyr- ir því, að Ásgeir Ásgeirsson, sem nú veitir ráðuneytinu for- stöðu til bráðabirgha sé líkleg- astur til að geta myndað þing- ræðisstjórn. Byggi ég það með- al annars á því, að formaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Þor- láksson, hefir í viðtali við mig staðfest það, að Sjálfstæðis- flokkurinn óskiptur hafi við byrjun Alþingis nú látið ráð- herra sinn í ríkisstjórninni skila því til forsætisráðherra, að Sjálfstæðisflokkurinn ósk- aði ekki eftir stjórnarskiptum að svo stöddu, og veit ég ekki til að sú afstaða sé breytt. Þá tel ég líklegt að Ásgeir Ás- geirsson myndi í sínum flokki, Framsóknarflokknum, geta fengið nægilega marga stuðn- ingsmenn til þess að væntan- legt ráðuneyti hans hefði stuðning eða hlutleysi meira hluta alþingismanna. Ég beini því til yðar að þér leggið á það ríka áherzlu við konung, að það takist áður en Alþingi nú lýkur störfum sínum að mynda ríkisstjórn á þingræðis- grundvelli með því að ætla má að lioið geti allt að sjö mánuð- ir þar til alþingiskosningar fara fram og allt að tíu mán- uðir þar til Alþingi kemur saman næst. Jón Baldvinsson. í sambandi við þetta skeyti vill Nýja dagblaðið taka það fram, að forrætisráðherra hef- ir þegar tekið afstöðu gegn þeim úrkosti, sem forseti sam- einaðs Alþingis bendir á. Sá úrkostur er því ekki til. Ef Ásgeir Ásgeirsson hefði talið þann kost tækan, að veita for- stöðu ráðuneyti, sem fyrst og fremst var stutt af Sjálfstæð- isflokknum, var það með öllu óþarft að hann bæðist lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Forsætisráöherra tékk i gærkvöldi svo- hljóðandi simskeyti trá konungi: Forsætisráðherra Ásgeir Ásgeirsson, Reykjavík. Sem síðustu tilraun til þess nú, að mynda þingræðisstjórn, viljum vér hérmeð fela yður að rannsaka, hvort þér getið aflað yður nægilegs stuðnings, til þess nú þegar að mynda nýtt ráðuneyti, er hefði stuðn- ing eða hlutleysi meiri hluta aiþingismanna. Vér bíðam svars yðar sem allra fyrst. Christian R. Nýja dagblaðið hefir áður lýst því yfir, hversu óviðeig- andi það er í þingræðislandi, ef ekki tekst að mynda þingræð- isstjórn. Hinsvegar er eins og nú er komið málum óhugsandi að þingræðisstjóm verði mynd- uð, nema frjálslyndu flokkarn- ir taki höndum saman um það. Treystir blaðið því, að enginn þingmaður Framsóknarflokks- ins muni láta á sér standa til þess, þegar ekki er annar kostur þingræðisstjórnar. Geta á þann hátt enn orðið þau lok þessara mála, er flokkurinn má vel við una, eftir að þau hafa óvænlega horft nú um I nokkura hríð.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.