Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A D A OBLAÐIÐ AnnálL. Minni kaupþvingun. í Grikk- landi heíir það tiðkast, að þeir sem selt liafa þar fisk, hafa orðið að taka vörur alveg út á hann. Nú hefir þetta breyzt og er nú ekki skylt að kaupa nema fyrir helm- inginn af því, sem selt er. Flutningaskipið Eikhaug er ný- komið til Akraness og affermir þar um 1300 smálestir salts. Saltið skiftist milii 6 útgerðarfélaga, sem hat'a flest sinn vélbátinn hvert. .— FÚ. Nemcndaijöldi béraðsskóla vet- urinn 1933—34: Laugarvatn 140, Reykholt 63, Laugar 68, Núpur 16, Reykir 7, Eiðar 40. Skipairéttir. Gullfoss kemur til Kaupmannahafnar í dag. Goðafoss fór frá Dalvík kl. 5 í gœr á leið til Siglufjarðar. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn í gœr á leið til Leith. Dettifoss kom tii Hull í gœr. Lagarfoss er á leið til Aust- fjarða. Selfoss er í Stykkishólmi. Esja var á Drangsnesi i gœr. Nova fór í gærkvöldi kl. 10. Lyra fer í dag áleiðis til Noregs. Súðin er nýkomin úr ferö til Noregs. þangað fór hún með kjöt- farm og kom með tilbúinn áburð og skilaði honum af sér á höfnunum kringum land. Verður henni nú lagt hér um óákveðinn tíma. Frá Reykholtsskóla. í gær fóru nemendur og kennarar Reykholts- skóla í ferðalag upp í Norðurár- dal. Farið var í bílum í Bjarnar- dal og gengið þaðan upp á Baulu. Veður var ágætt og skyggni sæmilegt. Nokkur hálka var, en allir sem fóru komust þó upp. í heimleið var komið að Hreða- vatni og borðað þar og drukkið, en heim var komið kl. 6J4 í gær- kvöld eftir 10 tíma ferðalag. Milli 40 og 50 manns tóku þátt í för- inni. Flsksalan. Surprise úr Haínar- íriði seldi afla sinn i Englandi á þriðjudaginn, 1200 körfur, fyrir 813 stcrlingspund. Frá Norðíirði. Tólf ára drengur, Gunnar Björnsson frá Brennu, réð- ist í fyrrakvöld til uppgöngu í vörubíl, sem var á hægri ferð. Drengurinn missti fótanna, og féll 'út af aurhlífarbarðinu, þegar hann ætlaði að stökkva upp á pallinn, og varð hann þannig fyrir afturhjóli bilsins. Drengurinn meiddist nokk- uð, og leið honum óþægilega í morgun. — F.Ú. Atvinnuleysi í Danmörka hefir aukizt aftur dálítið síðastliðna viku. Norskar fréttir segja einnig að í Oslo hafi atvinnuleysi líka aukizt dálítið. — FÚ. Nýtt samvinnuíélag. Nýstofnað er á Akranesi samvinnufólagið Sólmundur. Aðaltilgangur félags þessa er að reka fiskverkunar- stöð, þar sem félagsmenn, sem margir eru sjómenn á vélbátiAn á Akranesi, geti lagt inn fisk sinn til verkunar og sölu, og notið þeirrar atvinnu, sem verkunin skapar. Félagið vill einnig stefna að aukinni hagnýtingu á afla fé- lágsmanna og aukinni atvinnu. Stjórn félagsins skipa: Sigurður Símonarson formaður, Sigurður Björnsson bráðabyrgðafram- kvæmdastjóri, Ásmundur Jónsson, Daníel þjóðbjörnsson og Svein- björn Oddsson. í varastjórn: J>or- kell Guðmundsson og Jörgen Hansson. Fjórðungsþingi tiskideildanna í Sunnlendingafjórðungi lauk í gær á Akranesi. þingið sátu 3 full- trúar, þar af tveir af Akranesi, þeir Ólafur Björnsson útgerðar- maður og Kristmann Tómasson fiskirnatsmaður, og af Eyrarbakka Bjarni Eggertsson. — FÚ. Aflafréttir. f fyrradag réru til fiskjar frá Akranesi 3 vélbátar: Frygg, Sæíari og Haraldur. Frygg aflaði um 2000 kg. Sæfari um 1500 kg. og Haraldur eitthvað rninna. Bátarnlr seldu aflann í Reykja- vík. — FÚ. Frá Seyðlsfirði. Fjái'hagsáætl- unin fyrii' árið 1934 nemur 134 þús. krónum. Útsvör eru áætluð 40 þús. krónur, en í fyrra 42 þús. kr. Áætlaður tekjuafgangur til aíborgana, kr. 10,250. — í Ung- lingaskóla Seyðisfjarðar eru 19 nemendur. Skólinn tók tíl starfa I. nóvember, og stendur til marz- loka. Slátrað var þar í haust 3000 fjár. Verð á kjöti var 60—85 aura kilogrammið, en á mör 80 aurar til 1 kr. kg. Slátur var selt á 1 kr. til kr. 1,25. — Aflatregða er á Seyðisfirði sökum beitu- leysis og ógæfta, þó vart sé síldar og þorsks þegar gefur. Rjúpna- veiði er nokkur. — FÚ. Frá Akureyri. Æfintýri á göngu- föi' var loikið á laugardagskvöldið og aftur á sunnudagskvöld, við á- gæta aðsókn, og þótti takast vel og söngkraftar vera góðir. — Nú eru komnar 1900 lcrónur í krónu- veltu laugaveitunnar. Búnings- klefar sundlaugarinnar eru þegar upphitaðir, en frekari fram- kvæmdir verða látnar bíða vors. Undirbúningur bæjarstjórnar- kosninga á Akureyri er þegar byrjaður. — FÚ. Gyllir seldi afla sinn í Cux- haven í fyrradag fyrir 25.900 mörk, en um 3/s af verði fiskjar- ins fór í toll og uppskipun. Er það ekki álitlegt að selja vöru til þýzkalands meðan svo er, að þarf að greiða rúman helming verðsins í toll. Fisktollurinn er i þýzkalandi 100 mörk á smálest. Sjávarútvegsnefnd hefir verið sett á laggirnar og á hún að rannsaka hag útgerðarinnar. Sæti eiga í nefnd þessari Jón A. .Tóns- son og' Kristjan .Tónsson frá Isa- firði og Jóhann Jósefsson frá Vestmannaeyjúm. Nefndin hefir nú sent út skýrsluform til sýslu- manna og hreppstjóra á landinu. Er liverju útgerðarfyrirtæki ætluð skýrsla, og er tilætlunin með' þessu að fá eins nákvæmt yfirlit og liægt er yfir hag sjávarútvegs- ins. Ekki mun nefndin geta farið að vinna út skýrslum þessuin fyr en í vor, því fyr munu svörin ekki koma. Fiskiinnflutningurinn tll Enp- lands. ísland hefir samkvæmt samningum við England leyfi til þess að flytja til Englands 148 þús. vættir á þessu ári (1 vætt 50,8 kg.). Urn síðustu mánaðamót var tæpiega V3 af leyfi þessu not- að. Leyfi er þvi fyrir innflutningi til Englands til áramóta fyrir um 100 þúsund vætta og er það meðal- sala, eí við getum s.elt það allt, og hinsvegar er íull ástæða til þess að gera sér vonir um sæmi- legt verð, þar sem Norðurlöndin hin hafa selt til Englands allan þann íisk, sem þau hafa leyfi til á þessu ári. Nýtt bindlndlsfélag. Á laugar- daginn var stofnað Vínbindindis- félag Menntaskóldns á Akureyri, með 130 félögum, þar af 5 kenn- urum. Stjórn þess skipa Eirikur Pálsson, formaður, Brynjólfur Sveinsson kennari, Karl Strand, Óskar Magnússon og Ingvar Bryn- jólfsson, meðstjórnendur. — FÚ. Háflag. T. G. W. Settle Iiðsfor- ingi í flugher Bandaríkjanna, fór í fyrradag í háflug i loftbelg, lenti í fyrrakvöld í Bridgetown í New Jersey, en haíði lagt af stað frá Akron Ohio um morguninn, og þannig borizt 600 mílur til austurs. Hann hefir komizt að minnsta kosti 58.000 fet í loft upp, eða um 11 enskar mílur, og þannig komizt hærra en prófes- sor Piccard síðastliðið ár, en óvíst 1 er enn hvort hann hefir komizt hærra en rússneski loftbelgurinn sem talið var að komizt hefði ll7/s mílur í loft upp í sumar, því eftir er að gera lokarannsókn á mælitækjunum. Kaupendur Nýja dagblaðsins í ' Reykjavík eru beðnir að ieiðbeina . unglingunum, sem bera blaðið út á morgnana, um hvar sé örugg- ast að skilja blaðið eftir, svo það komist til skila (sé lokað). Gerið i afgreiðslunni viðvart sem allra fyrst, ef vanskil verða. - ■ Stéttafélag kennara hélt fyrir skömmu fund þar sem þau frú Aðalbjörgn Sigurðardóttir form. skólanefndar og Pétur Halldórs- son voru boðin. Frú Aðalbjörg lióf máls um samvinnu kennara og skólanefndar og urðu allharð- ai' umræðui'. — Einnig var raitt um vöntun á viðunandi leiksvæði fyrir börnin i Miðbæjarskólanum, salernis og annara nauðsynlegra hluta. Sömuleiðis var rætt um námsgreinafjöldann í skólunum, að þær væru allt. of margar og börnin væru of lengi i skólunum. Var sérstaklega áfellst að láta börnin lesa dönsku 2 tíma á dag áður en þau kunna móðurmál sitt svo að í nokkru lagi sé. — Er það ekki að furða þó kennarar reki augun í svona fjarstæðu eins og að kenna dönsku í tvo tíma á dag i barnaskólum. Meðal gesta i bænum: Séra Jón Guðnason frá Reykjum. Kaupbætir, þeir, sem gerast kaupendur Nýja dagblaðsins nú strax, fá blaðið ókeypis til 1. des. og eins það, sem til er óselt af eldri blöðum. Nemendafjöidi gagnfræðaskóla veturinn 1933—34: Reykjavík 130, Flensborg 57, ísafjörður 55, Vest- mannaeyjar 35, Akureyri 34, Nes- kaupstaður 13. Skemmtileg afgreiðsla! Maður, sem víða hefir ferð- azt og komið í afgreiðslusali margra banka sagði fyrir skömmu: „Afgreiðslan í Lands- bankanum í Reykjavík á varla sinn líka í heiminum. Það mun líklega engin afgreiðsla geta keppt við hana í seinlæti og skipulagsleysi“. — En minnsta kosti einn af afgreiðslumönn- unum stendur líka framarlega í einu og það er ókurteisi. Gjaldkerinn í sparisjóðsdeild- inni sagði t. d. við mann, sem lengi hafði beðið eftir af- greiðslu og spurði mjög kurt- eislega hvort röðin mundi ekki bráðum vera komin að sér. „Því í andskotanum getið þér ekki heyrt, hafið þér troðið upp í eyrun?“, hljóðar svarið. — Hvar í lieiminum mundi maður fá slík svör í opinberri bankastofnun? R. % Ódýru % auglýsingarnar. Kennsla ÖKUKENN SLA. Steingr. Gunnarsson Bergst. stræti 65, heima. Sími 3973 eða á Aðalstöðinni. Sími 1383. Kaup og sala Fimmföld harmoníka óskast til kaups. A. v. á. Notað skrifborð óskast. A. v. á. TIL SÖLU Kvenblúsur og samkvæmis- kragar. SAUMASTOPAN TlZKAN Austurstræti 12. Munið lága vöi'uverðið á TÝ-SGÖTU 3 RULLUGARDlNUR alltaf til úr bezta eí'ni. Skóla- brú 2 (hús ólafs Þorsteins- sonar læknis). ÓDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. VERZLUNIN BRÚARFOSS Sími 3749. KJARNABRAUÐIN Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? Tilkynningar Gerið svo vel að hringja upp 2266 eða 4262, þegar ykkur vantar nýjan fisk. Tveim stólum,, sem fengnir hafa verið að láni á Mímisveg 8 í fyrra, óskast skilað til sjúklings á herbergi nr. 1, Landspítalanum niðri. „Verkstæðið Brýnsla* Hverfisgötu 4 (hús Garðars Gíslasonar) Brýnir öll eggjárn. Sími 1987. Munið síma Herðubreiðar 4565, Fríkirkjuvegi 7. Þar fæst allt í matinn. RAUÐA HUSH). með að fá að vita, hvað h a n n hefði sagt við h a n a. — Þér hittuð þá alls ekki mr Mark? — Nei, herra minn. Hann hlýtur að hafa verið kominn inn og upp til sín. Líka getur vel átt sér stað, að hann hafi komið inn um aðaldyrnar í því ég fór út um bakdyrnar. — Það er rétt. Jæja, ég held að það sé þá ekki fleira, sem ég þarf að fá að vita. Þakka yður fyr- ir. Þá held ég sé bezt að ég tali við hitt vinnufólkið. — Elsie heyrði húsbóndann og mr Robert talast við, sagði Audrey áköf. Hann sagði — ég meina mr Mark ... — Svo já, en ég held það sé vissara að Elsie segi mér sjálf frá því. Hver er annars þessi Elsie? — Ein af vinnukonunum. Á ég að láta hana koma herra minn? — Það væri vænt ef þér gerðuð það. Það kom sér vel fyrir Elsie að fá þessa orð- sendingu. Hún kom eins og andmæli gegn nokkrum athugasemdum frá mrs Stevens út af framferði Elsie fyr um daginn, og þær athugasemdir áttu ekki betra skilið að hennar dómi en að þeim væri lækilega svarað. I augum mrs Stevens var glæpur sá, sem framinn hafði verið í vinnuherberginu svo sem ekkert að reikna á móti tvöfaldri yfirsjón, sem Elsie hafði gert sig seka um. Því að Elsie sá það of seint, að það hefði farið betur, að hún hefði þagað aíveg um návist sína í forsalnum um nón- bilið þennan dag. Henni gekk illa að dylja sann- leikann og mrs Stevens var seig að hafa upp á hon- um. Elsie vissi fullvel, að það var ekki í hennar verkahring að labba ofan af lofti og niður í for- salinn, og ekki bætti það úr, þó hún reyndi að af- saka sig með því, að hún hefði af hendingu komið út úr herbergi miss Norris, sem var rétt við upp- gönguna, og haldið, að það gerði ekkert þótt hún gengi niður, þegar enginn var í forsalnum. En hvað var hún að sýsla - inni hjá miss Norris um þetta leyti dags? Skila blaði? sem miss Norris hafði kannske lánað henni? No, ekki kannske beinlínis lánað. Nú þykir mér týra, Elsie! Og þetta á heið- virðu heimili! Árangurslaust reyndi Elsie að af- saka sig með því, að á kápunni hefði verið aug- lýsing um sögu eftir uppáhaldshöfund hennar, með mynd af söguhetjunni, rétt í því hún var að ramba ofan fyrir gínandi hengiflugið. Það skalt þú sanna, að þannig fer líka fyrir þér stúlka mín, ef þú gætir ekki vel að, sagði mrs Stevens og kvað þétt að orðunum. En vitanlega þurfti hún ekki að játa allar þessar yfirsjónir fyrir Birch fulltrúa. Hann lét sig engu skipta annað en það eitt, að hún hafði gengið gegnum forsalinn og heyrt mannamál í vinnuherberginu. — Og þér námuð staðar til að hlera? — Langt frá því, sagði Elsie í hátíðlegum róm, hún fann til þess, að hún var sárlega misskilin af öllum. Ég gekk bara gegnum salinn, rétt eins og þér mynduð hafa gert, og þar sem ég hélt ekki, að þeir væru að tala um nein leyndarmál, þá var ég ekki að stinga bómull í eyrun. En ég hefði sjálfsagt átt að gera það. Og hún kjökraði við. — Svona, svona, sagði fulltrúinn, sefandi. Ég meinti ekki ... — Allir eru svo vondir við mig, sagði Elsie kjökrandi. Og þarna liggur mannauminginn dauður. Hefði það verið ég, þá hefðu þær séð eftir því að hafa rekizt eins í mér og þær gerðu í dag. Það er ég viss um. — Hvaða vitleysa. Ég er viss um að við munum öll verða montin yfir yðui'. Það skal ekki undra mig neitt þótt það kæmi í ljós, að framburður yðar

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.