Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.11.1933, Blaðsíða 3
N Y J A DAGBLABIB S NYJÁ DAGBLAÐIÐ Útgefendi: „Blaöaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Di. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjórnarskrifstofur: 1 uugav. 10. Síniai: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœt: 12. Simi 2323. Frumkv.stj óri: Vigfús Guðmuudsson. Áskriflagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. OfríÖarhætta og viðbúnaður Um þessar mundir berast liingað margar iréttir í senn, sem allar benda á nálæga óiriðarhættu. Japanar, Banda- ríkin og Bretar keppa hvor við annan um útbúnað til sjó- liernaðar. Japanar ógna með stórkostlegum flotaæfingum og flotasýningu í Kyrrahafinu. Japanar og Rússai1 draga saman lið við landamæri Mand- sjúríu og -Síberíu. Bandaríkin hafa snúið íjandskap við Rússa upp í vináttu, hafa viðurkennt Sovétlýðveldin eftir 17 ára þversköllun, ráðgera að stofna stórfellda flugvélaverksmiðj u i Rússlandi og koma á regiuleg um flugferðum til Rússaveldis, bæði að_.austan og vestan. Jap- anar : heimta aukið land og aukna markaði Austur-Asíu á kostnað Rússa og Bandarikja- manna og þykjast nú hafa tækifæri til að ryðja sér til rúms. Sumir telja, að hin nýja vinátta Rússa og Bandaríkja- manna dragi úr ófriðarhætt- unni 'í Austur-Asíu. Japanar muni ekki þora að leggja til ófriðar, ef báðum þessum ríkj- um sé að mæta. En aðrir liyggja, að Japanir muni ekki liika að heldur, og þá verður bandalag Rússa og Bandaríkja- maima til þess eins að ófriðar- bálið ber víðar yfir, um alla jörð. Nokkrar líkur eru til, að Japanar fái bandamenn, þar sem eru fasistisku veldin í Evfópu, Þýzkaland og Italía, og þá verður leikurinn bæði harður og tvísýnn. Víst er að allar þjóðir búast af kappi til nýs ófriðar — nema við Islendingar. „En arg- ur er sá, sem engu verst“. Mun það sannast á okkur, ef við fljótum sofandi að feigðarósi. Hér skal ekki kvatt til víg- búnaðar eða vopnaburðar. En viðbúnaður verður að vera til þess að landið sé sjálfu sér nóg í næsta ófriði. Við verðum að gera sem bezt fullnægt okkar þörfum með eigin fram- leiðslu, rafmagn á að koma í stað kola, garðrækt og korn- yrkju verður að efla, iðnað verður að reisa og styðja. 1 næsta ófriði verður dreift eiturgasi, drepsóttum og alls- lionar sýkingu, líkamlegri og andlegri um alla jörð. Eina vörn okkar Islendinga gegn því er þekking og hreysti, bæði líkamleg hreysti og siðleg hreysti. Þann herkostnað eig- um við að leggja á okkur ls- lendingar að búast þeim hlut- um öllum eftir föngum. A. Kaupin á Templaraloðinni. Snemma á þessu þingi báru fjórir þingmenn í nd. Alþingis fram till. til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að kaupa hús og lóð góðtemplara við Vonarstræti og Templara- sund hér í bænum. Kaupverðið sé 200.000— tvö hundruð þús- und krónur. Fordæmið: Lóðir í Lækjargötunni keypt- ar undir þjóðhýsi. Á síðustu árum hefir ríkis- stjórnin samkvæmt till. Al- þingis keypt nokkrar lóðir með húsum hér í bænum, með það fyrir augum, að þar yrði síðar reistar opinberar byggingar eða þjóðhýsi, svo sem það var nú kallað. Það er vitanlega hart, að ríkið skuli þurfa að sæta því, að kaupa aftur hundraðföldu verði lóðir og lönd, sem aldi-ei hefðu átt að ganga úr eign þess. En úr því einu sinni þannig var komið, þá var víst ekki annað að gera en að ráðast í þessi kaup, áð ur en færi þó ennþá ver, fyrst að horfur voru á því, að ríkið þyrfti síðar þessara lóða við. Lóðirnar munu hafa verið keyptar eftir mati þar til kvaddra manna. Lóð sú, sem hér ræðir um liggur að Alþingishússlóðinni, og er því sjálfsagt að mönnum sé annt um, að þar verði ekki reist hús er á nokkurn hátt verði Alþingi til baga. En þetta er þegar tryggt. Alþingi á meirahluta þessarar umræddu lóðar og þar verður alls ekki byggt Alþingi til baga. Því verður varla neitað, að mál þetta lítur í meira lagi fáránlega út. 11. marz 1927 féll dómur um það í hæsta- rétti, að Templarar hafi ein- ungis öðlazt tímabundinn og skildagaðan eignarrétt yfir allri lóðinni fyrir norðan Good- templarahúsið og að Alþingis- hússgarðinum, allri lóðinni undir liúsinu og 5 álna. breiðri ræmu fyrir sunnan það, þann- ig að þeim hafi verið skylt að flytja burt húsið á sinn kostn- að og láta lóðina af hendi end- urgjaldslaust frá landsstjórn- inni, þegar hún þyrfti á lóð- inni að halda og krefðist henn- ar. Þessum rétti hins opinbera hefir á engan hátt verið hagg- að, svo sem dómur hæstarétt- ar sýnir ljóslega. Að þessari lóð liggur svo i lóðarræma, svokallaður Good- ' templaríiússgarður, milli Good- í templarahússins og Vonar- strætis. Þessi lóðarræma hefir verið metin til fasteignaverðs ásamt lóð þeirri er Goodtempl- arahúsið stendur á, eins og um eina eign væri að ræða. Sam- kvæmt fasteignamati Reykja- víkur er þá lóðin öll metin 24,700 kr. En sjálft Goodtempl- arahúsið er mftið á 26,600 kr. Hvað gerir Alþingl. Það sem ríkið á að kaupa fyrir 200 þús. kr.: 1. Lóðarræma ca. 10 þús. kr. virði. 2. Ca. 40 ára gamalt timburhús, metið á 25.600 kr. Fyrir 200 þús. kr. á ríkið að fá eign sem er rúml. 30 þús. kr. að mati og víst ríf- lega borguð með 40 þús. kr. Nú er spurt: Ilvað veldur, að því er nú haldið að ríkisstjórninni að kaupa eign þessa 5-földu verði Starfsemi templara er að sjálf- sögu góðs makleg. Og ef um það væri að ræða, að þeir yrði nú að flytja hús sitt burt sam- kvæmt kröfu hins opinbera, væri sjálfsagt i'étt að það yrði gert á þann hátt, sem regl- unni mætti minnstur bagi að verða. En um það er ekki að ræða, og engar líkur til að amazt verði við templurum eða húsi þeirra fyrst uni sinn. En um það er ekki að ræða, og engar líkur til að amast verði við templurum eða húsi þeirra fyrst um sinn. Ýmsum getum er nú að því leitt, hvað eiginlega liggi á bak við þessa þingsályktunartillögu. En hvað sem öllu líður, er hér um að ræða mjög óvenjulega aðferð í meðhöndlun opinbers fjár. Flestir munu á einu máli um það, að styrkja beri bind- indisstarfsemi með ríflegum fjárframlögum af hálfu þess opinbera. Nauðsyn þess, að vinna kröftuglega að framgangi bindindis- hreyfingar í landinu hefir aldrei verið brýnni en nú. Það er eðlilegt og sjálfsagt, , að goodtemplarareglan hafi | forustu um þau mál og njóti ; þar fullkomins styrks löggjaf- : arvaldsins og fjárstyrks frá | Alþingi. En ef reglan á annað i borð er styrkt með fj árframlagi j verður að gera það hreinlega. ; Sú viðurkenning, sem Alþingi | sýnir svo göfugri menningar- I starfsemi má ekki líta út eins , og ófyrirleitið gróðabragð. , Heiður Reglunnar og heiður l Alþingis krefst þess. En þessi i aðferð minnir allt of mikið á i svindilbrask, sem er fullkom- j j lega ósamboðið bæði Alþingi og j ; Reglunni og ofboðslegt almenn- ; ingsálitinu. Mótorbátur ca. 12 tonna mótorbátur ósk- ast keyptur eða leigður nú þeg- ar. Tilboð merkt „Bátur“ legg- ist inn á afgreiðslu Nýja dag- blaðsins. Bæjarstjórnartundurinn Frh. af 1. síðu. sagði,, að ekki væri í rauninni búið að samþykkja varalög- regluna ennþá, og væri hér bara um tillögur bæjarstjórn- arinnar til dómsmálaráðuneyt- isins að ræða. En þá lagði Pétur Halldórs- son fram tillögu um, að um læðunum yrði tafarlaust slitið. Stefán Jóh. Stefánsson fékk þó að lialda eina stutta ræðu, en því næst bjóst forseti til að bera upp tillöguna um að slíta umræðum, en þá vantaði Ragn- hildi í Háteigi. Það kom mesta fát á Sjálf stæðismennina, því að ef Ragn- hildur hefði ekki komið í leit- irnar myndi tillagan hafa fall- ið með jofnum atkvæðum. En Ragnhildur kom. Tillagan um að slíta umræð- um var þá samþykkt með 8:7 atkv. Sigurður Jónasson vakti þá athygli á því, að hann væri búinn að leggja fram hjá for- seta tillögu, sem ætti að koma til atkvæða í þessu máli. En hún var um Að bæjárstjórnin ákvæði, að kostnaður við varalögreglu megi ekki fara f'rám úr 45 þús. kr. á næsta ári. En það er sú upphæð, sem borgárstjóri hefir talað um í þessu sambandi. Forseti neitaði að bera þessa tillögu upp og sagði, að hún væri óviðkomandi því máli, er á dagskrá væri. Tillaga Jakobs Möllers um að leita úrskurðar dómstóla um setningu hinna 7 manna var samþykkt með samhljóða 10 atkv. Tillögu H. J. um að leita einnig dómstólaúrskurðar rnn afsetninguna var frestað með 8:7 atkv. Tillaga J. M. um að greiða þessum 7 mönnum fullt kaup unz málinu lýkur var samþ. með 8:7 atkv., og tillaga Sig- urðar Jónassonar um að hafa um það mál 2 umræður felld með 8:7 atkv. Tillögu Stefáns Jóh. Stefáns- sonar um að leita þegar úr skurðar dómsmálaráðuneytis- ins frestað með 8:7 atkv. Greiðsla bæjarins til þessara 7 manna, ef málið tæki 2 ár, nemur um 80 þúsundum króna. Þegar þessu máli lauk voru tekin fyrir erindi frá Mæðra- styrksnefndinni og síðan erindi frá Sjómannafélaginu og verkamannafélaginu Dagsbrún, og flutti Stefán Jóh. Stefáns- son ýmsar tillögur í því sam- bandi, sem að því miða að draga úr atvinnuleysinu og hjálpa þurfandi fólki í vetur. Var þeim öllum vísað til bæj arráðs. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Haraldur Hagan §ími 3890. Austurstr. 3 Húsmæður! Munið að Svana-smjörlíki, Svana-jurtafeiti, Svana-kaffi, Svana-kryddvörur, Svana-lyftiduft, Svana-edik, Svana-soya, og yfirleitt allar Svana- vörur, sem nú eru orðnar þjóðkunnar fyrir gæði, fást í Kaupfélagi ReykjaYíkur . Bankastræti. HOBQVABNA- merkið er alltaf örugg trygging fyrir úrvals- efni og afburða-smíði. Kynnið yður verð og gæði HUSQUARNA- prjónavélanna og HUSQUARNA- saumavélanna. Samband ísi. - samvinnufélaga Fyrír 1 krónu Alum. eggskerar...........1,00 Alum. smjördósir..........1,00 Teppabankarar.............1,00 Mjólkurmál, % ltr........1,00 Gler í hitaflöskur........1,00 Fataburstar, sterkir .. .. 1,00 3 klósettrúllur (1500 blöð) 1,00 4 eldspýtnabúnt (40 st.) 1,00 50 þvottaklemmur, gorm . 1,00 Þvottasnúrur, 20 mtr. .. 1,00 2 kveikir í olíuvélar . . . . 1,00 3 gólfklútar, góðir . . .. 1,00 Kökuform..................1,00 Sápuþeytarar .............1,00 Flautukatlar, blikk . . .. 1,00 4 borðþurkur.............1,00 Diska- og könnu-bretti .. 1,00 Myndarammar...............1,00 4 vatnsglös...............1,00 Rafmagnsperur.............1,00 2 borðhnífar.............1,00 4 matskeiðar, alm........1,00 3 vartappar..............1,00 2 matardiskar.............1,00 2 bollapör...............1,00 3 sápustykki.............1,00 1 bóndós..................1,00 2 brúsar fægilög.........1,00 Niðursuðuglös.............1>00 Skaftpottar...............1,00 Leirskálar................1,00 Emaill. skálar............1,00 Sigurönr Kjartansson Laugavegi 41.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.