Nýja dagblaðið - 25.11.1933, Side 3

Nýja dagblaðið - 25.11.1933, Side 3
lí T J A dagblabib s NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Di-. phil. porkell Jóhannesson. Rilstjórnarskrifstofur: I augav. 10. Síniai: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Templaralóðin. i Svo sem vænta mátti hefir grein sú, er birtist hér í blað- inu, um þingsályktunártillögu um kaup. á húseign og lóð templara við Vonarstræti, vak- ið mikla athygli. Mönnum heíir skilizt það, að sú leið, sem þar var stungið upp á, var ekki fær. Fjárveitinganefnd n. d., sem fékk till. til meðferðar, hefir því algerlega horfið frá orðalagi hinnar upphaflegu till. og gjörbreytt efni henn- ar. Meirihl. nefndarinnar legg- ur til, að eignin sé keypt fyrir 75 þús. kr. Ennfremur sé veittur 75 þús. kr. styrkur til að reisa nýtt hús, sem jafnan verði í eigu og til afnota fyrir Goodtemplararegluna í Reykja- vík. Að vísu er verð lóðar og húss allmiklu hærra sett en nemi raunverulegu verði, og hefði verið viðkunnanlegra að verðleggja lóðina og húsið t. d. á 50 þús., en tiltaka bygg- ingarstyrkinn því ríflegar, ef svo sýndist. Tveir nefndar- menn leggja til að húsið og lóðin sé keypt eftir mati dóm- kvaddra manna. Nýja dagblaðið vill endur- taka það, að aldrei hafi brýnni þörf verið eflingar bindindis- starfsemi i landi voru en nú, ekki sízt vegna bruggsins. Á því verður aldrei bugur unninn með lögum einum og engu öðru en vel skipulögðum bindindis- samtökum um allt landið. 1 þessu efni má benda á samtök manna í Keflavík og grennd um að - líða ekki áfengisbrugg. Og svo aftur á móti háttalag ýmsra manna annarsstaðar á landinu, sem hafa tekið af- stöðu með bruggurum og at- hæfi þeirra. Það er einsætt, að ríkinu ber skylda til að efla skipulagða bindindisstarfsemi, sem vinni á móti skaðlegri og siðspillandi áfengisnautn og með samþykkt þál.till. er stig- ið drjúgt spor til þess að efla goodtemplararegluna, sem hing- að til hefir bezt unnið í þessa átt. En um leið og að því er horfið að efla bindindisstarfið með miklum opinberum fjár- framlögum, ætti að setja opin- bert eftirlit með þessum mál- um öllum á ábyrgð ríkisstjóm- arinnar, í sambandi við Regl- una og önnur bindindisfélaga- sambönd, svo unnt væri að fylgjast með því, hvemig þau vinna og hvernig þau fari með það fé, sem þau fá frá ríkinu til starfsemi sinnar. Annars ætti hverskonar starfsemi sem er og styrks nýtur af opinberu fé að vera undir ríkiseftir- liti, svo sem títt er erlendis. Hvar eig'a simdlaug'. arnar að vera? Stefna Framsóknarfiokksins í íþróttamálum Reykjavíkur. „Að koma upp íþróttahúsi, leikvöllum, baðstöðum og íþróttasvæðum handa bæjarbúum, og stuðla að þvi, að skólarnir fullnægi iþróttaþörf barnanna. íþróttamálin í Reykja- vík og skipulag þeirra. Fram að þessum tíma hefir náttúran og tilviljunin ráðið því, hvaða aðstöðu íþróttamenn irnir í þessum bæ hafa haft til að rækja íþróttir sínar. Menn fundu íþróttavöll suður á Melum í leit eftir skauta- svelli, en laugarnar voru nátt- úrusmíði, er bóndi austan úr Árnessýslu fékk bæinn til að laga, svo að fullnægt gæti við sundkennslu, þar sem nægju- semin er nógu mikil. En hvenær sem Reykjavík gerir í fullri alvöru áætlun um og tilraun til að verða menn ingarbær, þar sem skipulag og regla kernur í stað duttlunga og tilviljunar, verður að taka íþróttamálin með til skipu- lagningar. Því verður ekki um neinn trúað, að honum séu menn- ingarmálin alvörumál, ef hann lætur sleggjuna ráða um íþrótt- irnar. Án íþrótta er öll menn- ing’ óhugsandi, því að íþróttin er menning og menningin í- þrótt. Líkamlegu íþróttirnar eru fyrstu spor æskunnar til andlegra íþrótta, þeirra er raunverulegt gildi hafa. Fyr- ir okkar tíma eru íþróttirnai’ eina leiðin og eina lausnin á því mikla máli, að koma á legg heilbrigðri og siðsterkri æsku. Á íþróttamálunum þarf að vei-a skipulag, sem fellur inn í skipulag bæjarins og skipulag fólksins. f þetta sinn verður aðeins rætt um skipulag íþróttamál- anna í sambandi við skipulag bæjarins. Hvaða tillit á bærinn að taka til íþróttanna ? Sundhöll og sund- laugar. Hér í blaðinu hefir áður ver- ið rætt um sundhöllina og skal hér ekki miklu við það bæta. Það skal aðeins tekið fram, að sundhöllina á að fullgera strax. Hún verður handa börn- um og unglingum til sundnáms, og hún verður ennfremur til sundiðkana að vetrinum hverju sem viðrar. En hún veitir eng- anveginn fullnægjandi aðstöðu til íþrótta og jafnvel ekki til sunds. Hún skapar jafnvel rík- ari þörf fyrir að til séu full- nægjandi skilyrði handa þeim, sem eitthvað hafa til íþróttar- innar lært. Það er einber barna- skapur að tala um sundhöll e ð a sundlaugar. Hvorttveggj þarf að vera. En hvar eiga sund- laugarnar að vera? Ef til vill tfúa menn því, að sundlaugarnar eigi að vera áfram á sama stað og þær eru nú. Gömlu sundlaugarnar eigi að smá endurbæta að bygging- um, jafnframt því að tekið er frá þeim vatnið, þangað til þær eru orðnar þurrar. Sú skoðun á málinu er það, sem Icallað er fróm einfeldni. Laugavatnið á að nota allt til hitunar í bænum, og engu síður, þó að sótt verði heitt vatn inn að Reykjum til viðbótar. En til sundlauga á að nota vatnið, sem frá húsunum rennur, eftir að það hefir ver- ið notað til upphitunar. Á þann hátt er alltaf hægt að fá nægilega mikið og nægilega heitt vatn til nægilegra sund- lauga í Reykjavík, hversu fólksmargur sem bærinn kann að verða. Og þar með er því máli lokið, að nokkur ástæða sé til að sundlaugarnar séu nærri uppsprettu lauganna. Hitt er auðvitað nokkurt. kostnaðaratriði, að sundlaug- arnar séu nærri húsunum, sem heita vatnið er leitt um til upphitunar. En önnur atriði eiga fyrr að koma til greina. Sundlaugarnar eiga að vera þar, sem þær hafa rúmt og hreinlegt umhverfi, og þar sem íþróttamennirnir geta auðveld- legast og bezt notið þeirra. En hvar er sá staður? Þá er nú komið að megin- máli þessarar greinar. íþróttamennirnir og æskan hér í Reykjavík verða að eiga sitt sérstaka svæði, sem íþrótt- unum er helgað, er skipulagt þeirra vegna og í samræmi við allt skipulag bæjarins. Svo vel hefir ráðizt, að hægt er að benda á svæðið, sem er til þessa kjörið. Bærinn hefir heimild til að taka eignarnámi landið frá Nauthólavík allt til öskjuhlíð- ar. Sú heimild hefir verið gef- in sérstaklega vegna aðstöðu til sjóbaða. Þetta land og land- ið vestan öskjuhlíðar allt til I.aufásvegs á að helga íþrótt- unum. Þar eiga að koma leik- vellir barna, íþróttavellir til hverskonar íþrótta, hlaupa- brautir, jafnvel skautasvið á | vetrum, sólbyrgi og að lokum j íþróttasyið til sýninga. öskju- ! hlíðin sjálf verður lögð í stalla ' og þaðan geta menn notið i þess að sjá íþróttirnar, jafn- | framt því, sem menn njóta þar j hvíldar og sjókælu og sólar í I senn. En landið frá íþrótta- ; svæðinu yfir Hringbrautina 1 allt til Tjarnarinnar, á að gera ! að garði, þar sem menn geta l reikað og notið útilofts, veð- ursins og náttúrunnar sem næst bænum. Beggja megin garðsins koma vegir úr Vest- j urbænum og úr Austurbænum, j bæði vegir fyrir strætisvagna . og hjólreiðamenn. En þeir sem | kjósa að ganga, eiga leið inn- angarðs í þessum „lungum Reykjavíkur“. Síðar verður gerð grein fyr- ir því hér í blaðinu, hvernig íþróttasvæðið verður bezt skipulagt. I þetta sinn verður aðeins á það bent, að þarna og þarna aðeins eru sundlaug- arnar í sínu rétta umhverfi. Við laugina, sem volgu laugar- vatninu frá húsunum er veitt í, á einnig að gera volgá sjó- laug fyrir fólk, sem þarf sjó- böð til heilsubóta. Og frá þess- um laugum er aðeins spölur í sjálfan sjóinn, í Nauthólavík- ina. Þarna geta íþróttamenn- irnir, sem koma heitir úr leik alltaf átt kost þeirra baða, sem þeir geta bezt kosið, og þá verður þeim það regla að fá sér bað eftir hvern heilan leik. Kostnaðurinn. Þessu til viðbótar verður hér aðeins minnst á eitt at- riði: kostnaðinn. Ég kom nýlega til fátæks barnamanns og sá þar smjör á borðum. „Mér þykir vænt um“, sagði ég „að þú hefir þó efni á þessu“. Maðurinn svaraði alvarlega: „Ég hef ekki efni á öðru en hafa smjör á borðinu hjá mér. Ég hefi ekki efni á að eiga börn, sem eru heilsu- laus, af því að þau hafa ekki það viðurværi, sem þeim er nauðsynlegt, til að halda heilsu“. Hefir Reykjavíkurbær efni á að eiga heilsulausa, skaplausa og siðlausa æsku? Og annað atriði kostnaðar- ins: Sundlaugar, leikvellir, í- þróttavellir og íþróttasvið, sjóböð og sólskýli kosta vitan- lega mikið fé, þegar allt kem- ur saman. Og þessu verður ekki öllu komið upp á einu ári. Þeir, sem kynnu að eiga 10., 11. eða 12. tölubl. Nýja dag- blaðsins, og ekki ætla að halda blaðinu saman, eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna hafa þessi blöð. „ R 0 L L 0 “ steinborar og tappar eru beztir. Fást aðeins hjá Ludv. Storr, Laugaveg 16. Rúsínur . . .. 75 aura y2 kg. Sveskjur . . . 75 — y2 — t Epli, þurkuð kr. 1,50 l/2 — Aprecots . . . . — 2,00 y2 — Ferskjuf ... — 2,00 y2 — Birgðir eru mjög takmark- . aðar, því ennþá hjarir sá ógeðslegi óskapnaður, innflutn- ingshöftin. Verzlunin Týsgötu 3. En kostnaðarins vegna verður að reyna að tryggja það eftir föngum, að allt sé gert eftir heildarskipulagi, svo að ekki sé alltaf verið að eyða stórfé til að rífa niður og byggja upp að þarflausu. Þetta verður allt ódýrast með því að leggja skipulagsgrundvöllinn sem fyrst og leggja hann rétt! Þegar á réttan grundvöll er komið til að vinna á, er alltaf hægt að vinna í rétta átt, án þess að leggja mikið í kostn- að á hverjum tíma. Og þó get- ur mikið unnizt, ef ekkert, sem unnið er, fer til ónýtis. A. Nú er á bnðstólum I sunuudagsmatinn Rjúpur (reittar og spikdregn- Hangikjöt. ar ef óskað er). Norðlenzkt dilkakjÖt. Norðlenzkt sauðakjöt. Nautabuff af ungu. Kjúklingar. Kálfskjöt. Saltkjöt. Svið. Reykt Kindabjúgu. Miðdagspylsur. Vínarpylsur. Ennfremur allskonar ávextir og grænmeti. Kiötbúð Reykiavíkur Vesturgötu 16. Sími 4769. Beztu cigaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 — eru Commander Westminster Virginia dgarettur Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá Tóbakseinkasölu ríkisins Búnar til af Westnioster Iécco Ctnnpany 11. London MT Skiptiö yíö þá sem auglýsa í Nýja dagblaöinu. M

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.