Nýja dagblaðið - 25.11.1933, Síða 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Annáll.
Innbrot var íramið í fyrrinótt á
hárgreiðslustofu frú Hobbs í Aðal-
stræti. Hafði verið farið inn um
glugga. En engir peningar voru
þar teknir, því engir peningar
voru í búðinni.
Bruggari tekinn. Tryggvi Jó-
hannesson á Grettisgötu 20 B var
í gær tekinn fyrir heimabrugg.
Fundust hjá honum 4 eða 5 litr-
ar af heimabrugguðum spíritus.
Mannlaus bifreið, sem stóð fyrir
utan liúsið á Klapparstíg 35, rann
aí stað, niður Klapparstiginn og
lenti á hornhúsinu neðanvert við
Laugaveginn og skemmdi hún
húsið dálitið og beyglaðist eitt-
livað.
Tillagan, sem sagt var frá í gær,
að hefði komið fram á fundi
nefndar mötuneytis safnaðanna,
og sagt var- að heíðl verið borin
fram af P. J. J>. Gunnarssyni, var
einnig samin og borin fram af
liinum endurskoðanda reikning-
anna Arngrími Kristjánssyni kenn-
ara. Tveir af jafnaðarmönnunum
í nefndinni, þeir Amgrímur Krist-
jánsson og Sigurjón Ólafsson, hafa
tjáð blaðinu, að þelr hafi eliki
verið á fundi, þar sem Gísla
Sigurbjörnssyni var veittur þessj
700 króna ferðastyrkur.
Togariuu Huglnu i Hafnarfirði
kom aí veiðum með 1200 körfur
fiskjar, og fór áleiðis tii Englands
með aflann í nótt. Rán kom írá
Englandi í fyrradag og fór á veið-
ar í gær. — F.U.
Úr Kefiavík. Nokkrir bátar reru
hér siðastiiðinn þriðjudag og öfl-
uðu 5—6 þúsund pund hver. Afl-
inn er isaður til útflutnings: í
suðaustan rokinu i fyrradag sökk
hér á höfninni opinn vélbátur og
var í dag unnið að því að ná
honum upp. Báturinn er vátryggð-
ur hjá Sjóvátryggingarfélagi ís-
iands. — F.Ú.
Togarastrandið á Skaga. Frek-
ari fréttir af strandi togarans
Neue Fundland nálægt Vík á
Skaga eru þær, að nú er eitt varð-
skipanna að reyna að ná togaran-
um út, en talsverður leki er kom-
inn að skipinu, og álitið er að það
sé mjög' laskað. Mikill fiskur er
í skipinu. Skipverjar fóru strax
út í annan þýzkan togara, sem
var "á flóanum.
Skipafregnlr. Esja var á Sauðár-
króki í gær um hádegi.
Hekla fer í dag vestur til Sands
og Ólafsvíkur með saltfarm.
Frá Fljótsdaishóraði. Heyskapur
var þar ágætur og hey góð. Fé
til slátrunar var með lakasta
móti þar eins og viðast annars-
staðar. Bráðapestarí fé hefir lítið
sem ekkert orðið vart þar. þakku
menn það aðallega tvennu, ágæti
hins íslenzka bólefnis og að farið
er að bólusetja miklu fyr en áður
var gert. Haustið, hefir verið gott.
Brengur fær slag og deyr. Dreng-
ur að • naíni Ragnar B. Bjarna-
son, til heimilis á Vegamótastíg
9 hér í bæ, var í gær að fara í
sundlaugina í Austurbæjarskólan-
um, þegar hann hneig niður á
gólfið. Lögregiuþjónn, sem var þar
skamrnt li'á, tók drenginn og bar
hann inn á lækningastofu skól-
ans, og dó hann skömmu siðar,
Óskar þórðarson læknir var kall-
aður til drengsins og áleit hann
og lijúkrunarkonan, að drengur-
inn hefði dáið aí slagi. Drengur-
inn var í 7. bekk. Bjó hann hjá
önunu sinni, þvi íoreldrar hans
eru bæði dáin.
Slátrað var með flestu móti hér
i haust. Slátrað hefir verið um
50.000 fjár hjá Sláturíéiagi Suður-
lands í Reykjavík, Hafnarfirði og
Akranesi. Féð hefir verið með
rýrastu móti og mun það hvað
mest stafa af ormaveiki í fénu,
sem hefir verið mjög útbreidd
héj' sunnanlands.
Frá Akureyri. Hátiðakantata
Björgvins Guðmundssonai- við Al-
þingishátiðarljóð Davíðs Stefáns-
sonar var sungin 21. og 22. þ. m.
fyrir fuliu húsi og við góðan orðs-
tir. Margt utanbæjaríólk kom til
þess að hlusta á kantötuna. —
Afli hefir verið dágóður undanfar-
ið, en skort hefir nýja beitu, þvi
lítil sild hefir veiðst. — Skarphéð-
inn Asgeirsson, ungur maður, hef-
ir um hrið stundað leikfangagerð
hér og þykja leikföng þessi
smekkleg og ódýr. — Jiessar bæk-
ur eru nýkomnai- út hjá þor-
steini Jónssyni bóksala: Gríma, 9.
hefti; Kristrún í Hamravik, eftir
Guðmund Hagalín; Fótatak
manna, eftir Halldór Kiljan Lax-
ness og Nýjar Kvöldvökur, síð-
asta ársfjórðungshefti. Ennfremur
íullprentuð ljóð ,)þú hlustar Vör“,
eftir Huldu, útgefin sem handrit
í fáum eintökum. — FÚ.
.. Flotamálaráðherra Bandaríkj-
anna hefir farið fram á það, að
fé verði veitt í fjárlögunum til
þess að auka mannafla flotans
um 5300 háseta og 2000 sjóliða.
Mundi þá lið flotans alls verða
85000 hásetar og 17000 sjóliðar. —
FÚ.
Gestir í bænum: Níels Stefáns-
son bóndi i Húsey i Norður-Múla-
sýslu. — Með Suðurlandi komu i
gær frá Borgarnesi meðal annara
þessir, er dvelja hér i bænum um
tima: þórður Pálmason, kaupfé-
lagsstjóri með frú, Ingólfur Gísla-
son, læknir og frú, Ari Guðmunds-
son, verkstjóri með frú, Hervald
Björnsson, skólastjóri, þorkell
Teitsson, simstjóri, Magnús Jóns-
son, sparisjóðsgjaldkeri, Ásgeir
Ólafsson, dýralæknir, Davíð Jior-
steinsson, bóndi, Arnbjarnarlæk,
Guðmundur Jónsson, bóndi, Hvít-
árbakka, Friðjón Jónsson, bóndi,
Hofsstöðum, Pétur Jiórðarson,
bóndi, Hjörey, Tómas Hallgrims-
son, bóndi, Grímsstöðum, Jón
Steingrimsson, sýslumaður, Stykk-
ishólmi, Ólafur Ólafsson, læknir,
Stykkisliólmi, Sigurður Steinþórs-
son, kaupfélagsstjóri, Stykkis-
hólmi.
Saga Hafnarijarðar, 4. hefti, með
íjölda mynda, er nýkomin út. Sig-
urður Skúlason magister liefir
sainið rit þetta. Verður þess nán-
ar getið.
Ingimundur Guðmuudsson, sá
sem varð fyrir skotinu um dag-
inn er ennþá á spitalanum og líð-
ur eftir öllum vonum.
Fundur sá í Stúdentaráðinu,
þar sem rætt var um blöðin og
sagt var frá í gær, var á sunnu-
daginn, en ekki á laugardaginn.
Fisksaian. í fyrradag seldu tog-
ararnir Karisefni í Grimby, 95
smálestii' af bátaíiski að vestan,
fyrir 1400 strelingspund, M&x
Pembei'ton, 1400 kröfur, fyrir 732
sterlingspund, Snorri goði seldi í
Hull 1000 kit fyrir 742 pund. í
gær seldu Hannes ráðherra í
Grimsby, 2600 körfur, íyrir 686
sterlingspund og Walpole, 2400
körfur fyrir 600 sterlingspund.
Áheit á Strandarkirkju kr. 5,00
frá Benna.
Sjávarútvegsneindin hefir nú
sent út skýrzluform sín til þess
að fá upplýsingar um útgerðina.
Var búizt við að það mundi taka
ailiangan tíma að fá skýrslumar
útfylltar aftur eins og sagt hefir
verið frá áður í blaðinu. En nefnd-
in biður þess getið, að hún leggi
mjög mikla áherzlu á að fá
skýrslurnar sem fyrst og að hún
hafi þegar íengið nokkrar aftur.
Rekur nefndin mikið á eftir mönn-
um með að senda aftur skýrslurn-
ar, svo hægt sé að byrja að
vinna úr þeim strax upp úr há-
tíðum, og væntir hún þá að geta
lokið störfum í vor og birt þá
heildarniðurstöður sínar.
Spikfeitt
Norðlenzkt dílkakjöt,
Hangikjöt,
Rjúpur o. m. fl.
VERZL.
KJÖT & GRÆNMETI
Laugaveg 58. Sími 3464.
Nýkomið:
Spikfeitt sauðakjöt af Hóls
fjöllum,
Nautabuffkjöt af ungu,
Rjúpur og kjúklingar,
Slikpurer á 25 aura stk.
Kjötverzl. Herðubreið
Frikirkjuveg 7. Sími 4565.
Nýtt
lirossabuíf
w
Kjötbúð Reykjavikur
Sími 4769.
„Fullorðnir elga að ganga fjn-ir
börnum“. Niú ára telpa var ný-
lega send all-langan veg í búð til
þess að kaupa lítilræði. Ein eða
tvær konur voru aðkomandi fyrii'
í búðinni þegai- hún kom. En á
eftir hcnni komu allmargar mann-
eskjur í húðina. Allar fengu þær
afgreiðstu á undan litlu stúlkunni.
Jiegar hún loksins bar sig upp
uiídan þessu, sagði ein afgreiðslu-
konan af þremur, sem þarna
unnu: „Fultorðnir eiga að ganga
fyrir börnum“. Litla stúikan var
það lengi í þessari sendiferð, að
móðir hennar var orðin óróleg
heima, þegar hún loksins kom.
Verndartollur í Frakklandi.
Fmmvarp liggur nú fyrir franska
þinginu um að heimila stjórninni
að lækka innflutningstolla með
reglugerð. Hafa mjög margar
kvartanir borizt frá viðskiftaþjóð-
um Frakka um það, hve tollarn-
ir séu ósanngjarnir. í heimild
þeirri, sem gert er ráð fyrir að
stjórninni verði veitt, er tekið
fram, að lækkunin megi þó ekki
fara fram úr 4% á hálfunnum
vörum, og 6% á fullunnum vör-
um. — FÚ.
• Ódýru 0
auglýsingarnar.
Kennsla
ÖKUKENNSLA.
Steingr. Gunnarsson Bergst.
stræti 65, heima. Sími 3973
eða á Aðalstöðinni. Sími 1383.
Kaup og sala
SAUMASTOFAN TÍZKAN
Austurstræti 12.
ÓDÝRASTAR
vörur fáið þið aðeins á Vest-
urgötu 16.
VERZLUNIN BRÚARFOSS
Sími 3749.
KJARNABRAUÐIN
Hafið þið reynt hið holla og
ljúffenga kjarnabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur?
Tilkynningar
Reiðhjólaverkstæðið „óðinn“
Bankastræti 2.
Allar reiðhjólaviðgerðir fljótt
og vel af hendi leystar. Tök-
um hjól til geymslu yfir vet-
urinn.
Gerið svo vel að hringja upp
2266 eða 4262, þegar ykkur
vantar nýjan fisk.
Atvinna
Ungur maður óskar eftir at-
vinnu í bænum. Kaupódýr. Til-
boð merkt „12“ sendist Nýja
dagblaðinu.
Mótorbátur
ca. 12 tonna mótorbátur ósk-
ast keyptur eða leigður nú þeg-
ar. Tilboð merkt „Bátur“ legg-
ist inn á afgreiðslu Nýja dag-
blaðsins.
Auglýsið í
Nýja Dagblaðinu.
RAUÐA HUSIÐ.
„Lof sé guði! Ég var hræddur um að það væri
Mark“. En hversvegna hefði hann átt að vilja gefa
Robert tíma til þess að komast undan? Og enn
einu sinni — hversvegna að h 1 a u p a ef hann vildi
í raun og veru gefa honum tíma til að flýja?
Antony gekk aftur út úr húsinu; hann gekk
kringum húsið og kom nú á grasbalann að húsa-
baki. Hann settist á bekk, sem þar var, og virti
íyrir sér gluggann á vinnustofunni.
— Jæja þá, sagði hann við sjálfan sig, látum
okkur rekja hugsanaferil Cayleys og prófa, að
hvaða niðurstöðu maður kemst.
Cayley situr í forsalnum þegar Robert er vísað
inn í vinnustofuna. Þjónustustúlkan fer að sækja
Mark og Cayley heldur áfram að lesa. Mark kem-
ur ofan af lofti og biður Cayley að fara ekki frá,
ef hann skyldi þurfa á honum að halda, og fer
svo að hitta bróður sinn. Hvað hugsar Cayley um
ef til vill að Mark muni vilja spyrja hann ráða, t.
d. ef það kæmi til orða að borga skuldir Roberts,
eða borga fyrir hann fargjald til baka til Ástral-
íu; og ef til vill þarf hann að reyna á krapta
Cayleys til þess að fleygja Robert á dyr, ef hann
gerðist ósvífinn.
þetta? Ef til vill, að sín muni alls ekki þurfa með;
Nú, hann situr þama dálitla stund, og svo geng-
ur hann inn í bókaherbergið. Ja, því ekld það?
Hann er samt ekki lengra frá en svo, að hann get-
ur heyrt ef kallað er á hann.
Allt í einu heyrir hann skammbyssuskot. Skot-
hvellur er nú þessháttar hljóð, sem maður á sízt
af öllu von á að heyra svona úti í sveit, svo að
það er alveg eðlilegt, að hann átti sig ekld strax á
því, hvað þetta er. Hann leggur hlustimar við —
og heyrir ekkert meira. Nú, ef til vill var þetta
alls ekki skammbyssuskot. Eftir litla stund gengur
hann aftur að dyrunum á bókaherberginu. Þessi
dauðaþögn gerir honum órótt fyrir brjósti. Var
þetta skammbyssuskot? Það var skrítið! Og — nú,
það sakaði ekki að líta inn í vinnuherbergið og
biðja þá afsökunar, bara til þess að friða sjálfan
sig. Hann snýr handfanginu á hurðinni — og
finnur að dyrnar eru lokaðar!
Hvernig verður honum við þetta? Verður órótt
og veit ekki hvað gera skal. Eitthvað er á seiði
þarna inni. Þótt ótrúlegt sé þá hlýtur það að hafa
verið skothvellur, sem hann heyrði. Hann ber á
dyrnar og kallar á Mark, en enginn svarar. Óróleg-
ur — já, auðvitað. En um hvern óttaðist hann?
Auðvitað óttaðist hann um Mark. Robert þekkti
hann ekkert, en Mark var nákominn vinur hans.
Robert hafði sent bréf þennan. sama dag; það er
bréf frá manni, sem er í viðsjárverðu sálarástandi.
Robert er þrjótur, Mark fágað prúðmenni. Ef
hér hafði kastazt í kekki, þá var það áreiðanlega
Robert, sem hafði skotið á Mark. Hann hamrar
aftur á hurðina.
Þegar Antony svo allt í einu kom fram á sjónar-
sviðið, fannst honum vitanlega háttemi Cayleys
æði skrítið, en auðvitað var haxm þá tæpast með
sjálfum sér af æsingu. Og myndi ekki hafa farið
svo fyrir flestum? En strax og Antony stingur upp
á því að þeir skuli reyna gluggann, sér Cayley, að
það er það skynsamlegasta sem hægt er að gera.
Þess vegna vísar hann leiðina til gluggans —
lengstu leiðina.
Hvers vegna? Til þess að gefa morðingjanum
tíma til þess að flýja? Hefði hann haldið að Mark
væri morðinginn — ja ef til vill þá. En hann hélt
að Robert væri morðinginn. Hann h 1 a u t að
halda það, ef hann leyndi þá ekki einhverju. I
raun og veru segir hann þetta sjálfur, þegar hann
finnur líkið: „Ég var hræddur um að það væri
Mark“, sagði hann, þegar hann sér, að það var
Robert, sem drepinn var. Það var því alls engin á-