Nýja dagblaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DACBLAÐIÐ 3 Hafa ,stálfstæðis‘-ritstiór- arnlr etld at skilning'stré góðs og ills? NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h/f‘ Ritstjóri: Di'. phil. þorkell Jóhannesson. Ritstjómarsk rifstofur: Laugav. 10. Símui: 4373 og2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Auslurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guömundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Pi-entsmiðjan Acta. Fimmtán ára fullveldi. I dag' eru 15 ár, síðan ís- land varð fullvalda ríki. Fullveldi Islands má líkja við fúlgufé, sem er sameigin- legur sjóður allrar þjóðarinnar og þó skipt niður í hvers manns eigu. Hver maður meðal þjóðarinnar hefir nokkuð af auði sínum þaðan, draumum og stórhug, von og trú, métnaði og kappi, uppeldi og menntun, vilja og úrkostum, starfi og stríði. Ekki er auðvelt að gera sér það full-ljóst, hversu miklu auðugra líf þjóðarinnar og hvers einstaks manns í land- inu hefir orðið við fullveldið, af því að sá auður er í órofa- tengslum við allt okkar líf. Við eigum fullveldið okkar á sama hátt og við eigum okkar líf, okkar gáfur — og okkar vand- rseði. Ef til vill skiljum við gildi fullveldisins ofurlítið betur með því að hlusta andartak eftir braki af skjöldum frá baráttunni fyrir áð öðlast það: „Vilja menn eiga undir því áð lirópað upp verði í himininn frá hafsströnö til öræfa lands af brennandi liöi-mum það bænaróp frá brjósti hvers einasta manns: Guðs heifj yfir þá, sem nú hika sér við að lieimta vorn rétt eins og menn, Guðs hefnd yfir þá, sem oss rétti’ hafa rænt og reíjast að skila’ h’onum enn“. Þetta er tilvitnun í lítið kvæði frá því einhverntíma um 1908. Þá þótti svona mikils um vert réttinn til sjálfstæðis, um fullveldið. Heyra menn ekki, að þetta er eins og hróp ör- bjarga manns eftir auðugra lífi? Á þessum fyrstu fimmtán fullveldisárum Islendinga hafa orðið meiri framfarir í landinu en á nokkru öðru tímabili jafnstuttu í æfi þjóðarinnar. Hún hefir eflzt að auði og þekkingu. En gildi lífsins er ekki allt fólgið í auði, heldur líka í sannindum. Snorri Sturluson telur einn vin sinn „sælastan undir sólu sannauðugra manna“. Það var „góður bú- þegn en ekki féríkur". Við Is- lendingar þurfum fyrst og fremst að geta valdið okkar auði, skipað okkar málum eins og siðuð þjóð. Það er að vera sannauðug þjóð og fullvalda í raun og veru. A. Blöðum Sjálfstæðisflokksins þykir mál Hinríks Thoraren- sens að ýmsu leyti mjög gott og fallegt. Thorarensen hafi látið sér farast einstaklega vel vel við Framsóknarflokkinn, enda sé maðurinn hinn virðu- legasti „einn af flokksforingj- um“ og „einn þekktasti Fram- sóknarmaður landsins“. Af ein- skærri góðvild til flokksins muni , hann hafa viljað hjálpa Nýja dagblaðinu, sem þau virðulegu Sjálfstæðisblöð kalla ýmist „bleðilinn“, „kosninga- snepilinn" eða „Grimsbyblað- ið“, með því að vekja á því eftirtekt. Það hafi verið sam- kvæmt einhverri „upphaflegri ráðagerð", sem herra Thorar- ensen „lagði út í herferð sína til styrktar blaðinu, sem full- yrt er að hann sé hluthafi í“ (sbr. ólyginn sagði mér“). Enn segir Vísir, að „við athugun virðist hafa komið í ljós, að H. Th. væri enn trúr flokkn- um, því að hann var ekki rek- inn:!;), áður en hann lagði í herf erðina (Sj álf stæðisblöðun- um þykir nefnilega athöfnin ekki hafa farið nógu formlega fram norður á Siglufirði). Hen’a Thorarensen er sem sé þessi einstaki dánumaður gagn- vart Framsóknarflokknum: þó að flokkurinn vilji ekki við hann kannast leggur hann fjár- muni, frelsi og æru í veð fyrir flokkinn með því að lauma nafnlausum hótunarbréfum til þeirra, er auglýsa í Nýja dag- blaðinu, bara til þess að blað- inu sé veitt athygli! Þetta er nú „den sympatiske Forstaaelse" (skilningur sam- úðarinnar) þeirra ritstjóra Sjálfstæðisblaðanna. Er það heldur ekki að undra, þó að þeir skilji herra Thorarensen á þann veg betur en allir aðrir menn. Að minnsta kosti má af því ráða, hvað þeir eiga eftir af þeim andlegu hlutum, frels- inu og ærunni, að þeir muni hafa fórnað miklu fyrir sín blöð. En aftur eru það aðrar hlið- ar á þessu máli, sem blöðum Sjálfstæðisflokksins þykja harla ljótar. Þeim þykir Fram- sóknarmenn hafa gert málið að „óþokkaleik“. Segja þau, að það beri „ódrengskap sjálfra þeirra (: Framsóknarmanna) vitni, þar sem þeir vilja ekki standa með félaga sínum, eftir það, sem hann hefir lagt í söl- urnar fyrir þá“. Og „slíkt mál er sannarlegt stórmál----------- vegna þess, að þeir, sem hafa slíkar athafnir í frammi-------- sýna þar með, að þeir eru óheiðarlegir menn“. Og svo er nú sú vísdómlega ályktun af þessu dregin: „Um eitt verður þó ekki deilt og það er, að óheiðarlegum mönnum er ekki *) Allar leturbreytingar i þess- ari grein eru úr „Sjálfstæðis"- blöðunum. trúandi fyrir stjórn lands og lýðs“. Þá þykir það ekki smá- ræðis ósvinna, að Framsóknar- menn skuli ekki fallast á það, sem herra Thorarensen segir um sín pólitísku trúarbrögð, „þó H. Th. tæki það skýrt fram við lögreglustjórayfir- heyrslurnar, að hann væri og hefði verið Framsóknarmaður“ og „þó þeir hafi síðan s. 1. laugardag í höndum bréf H. Th. sjálfs um, að hann sé Framsóknarmaður enn“.*) Og svo hefir herra Thorarensen gefið út yfirlýsingu um þetta í Vísi! Jafnmikil eða enn meiri ósvinna þykir þó hitt, að Hermann Jónasson lög- reglustjóri hefir bókað það, sem herra .Thorarensen hefir sagt fyrir rétti, að hann hafi keypt ritvélina, sem hótunar- bréfin voru rituð á, af Gústav Sveinssyni og félaga. Þetta er talin höfuðsynd, því eitt sinn hét formaður Varðarfélags- ins Gustav Aðolf Sveinsson, og „þessi frásögn fær ekki staðizt, því að G. A. Sv. hefir engan félaga“ (Vísir). Og af þessu „verður Vísir að taka undir það, að fullkomin óhæfa er, að H. J. gegni störfum, meðan á rannsókn um þetta atriði stendur, Hér er kominn upp grunur um afbrot, sem getur varðað embættismissi og þar á ofan hegningarvinnu allt að 6 árum" (Vísir, miðv.d. 29. nóv). Og svo kemur að lokum dómsfelling Vísis yfir Fram- sóknarmönnum í málinu: ann- hvort hefðu þeir „átt að játa smán flokksins opinberlega, eins og menn með drengskap hefðu gert, eða þegja um mál- ið eins og hver, sem snefil hef- ir af sómatilfinningu“. Framsóknarmenn hafa ekk- ert undan þessari málfærslu að kvarta. Hún er með þvílíkri heimsku og augljósri illgirni, að hún hlýtur að missa marks. En hitt er alvarlegt mál, að nokkurt blað skuli leyfa sér að sýna lesendum sínum aðra eins fyrirlitningu og blöð Sjálfstæðisflokksins gera í þessu máli. Slíka málfærslu er nefnilega ekki hægt að bjóða öðrum en þeim, sem eru ann- aðhvort siðferðilegir aumingj- ar eða gjörsneyddir allri dóm- greind, nema hvorttveggja sé. Og það nær auðvitað ekki nokkurri átt, að þannig séu lesendur þessara Sjálfstæðis- blaða yfirleitt. Og hver er svo ástæðan til alls þessa ofstopa Sjálfstæðis- blaðanna á hendur Fi-amsókn- armönnum að þessu sinni? Líklega að ofurlitlu leyti það, að Framsóknarmenn hafa sett þetta athæfi herra Thoraren- *) Sbr. það sem frægt er orðið: „Jón er þjóðhagasmiður. Ég veit það: hann hefir sagt. mér það sjálfur”. sen í samband við önnur störf hans í óróadeild Sjálfstæðis- flokksins, „Nazistaflokknum“, að þeir hafa ekki varizt þeim grun, að það sé ekki alveg að ástæðulausu, að bréfin eru gef- in út í nafni Sjálfstæðisflokks- ins og Nazistanna (sbr. „Vér Sjálfstæðismenn“). En annars er það í dálítilli mótsögn við hitt, hvað þeir virðast hafa mikla samúð með herra Thor- arensen og verknaði hans. Og' óneitanlega rennur mönnum óvart í grun, að uppþot þeirra sé sprottið af líkri ástæðu, og þegar þau hafa barizt með froðufellandi heift fyrír mál- stað Hálfdánar í Hnífsdal, Ein- ars Jónassonar, Björns Gísla- sonar o. fl. slíkra manna. En með leyfi að spyrja: Halda menn að i’itstjórar Sjálf- stæðisflokksins hafi etið af skilningstré góðs og ills, eða halda menn að þeir hafi ekki gert það? A. „Brúarfoss“ fer annaðkvöld kl. 10 til Breiða- fjarðar og Vestfjarða, snýr við á ísafirði, en fer e k k i norður. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á morgun, og vörur afhendist fyrir sama tíma. Frá Alþingi. Frainh. af 2. síðu. Markaöur landbúu- aðaraturða innan- lands. Jón Jónsson flytur svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar: „Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að láta fara fram rækilega athugun á því, hversu heppilegast væri að haga sölu á afurðum landbún- aðarins í landinu sjálfu og hvaða ráðstafanir væri fært að gera af ríkisvaldsins lxálfu til þess að tryggja sem mestan markað fyrir þær innanlands og að minnsta kosti svo hátt verð, að bændur fengju fram- leiðslukostnaðinn endurgoldinn. Skal leita um þetta umsagnar Búnaðarfélags íslands, Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, Sláturfélags Suðurlands og Mjólkurbándalags Suður- lands. Leggja skal árangurinn af þessari athugun fyrir næsta Alþingi“. Jónas Jónsson flytur svo- hljóðandi breytingartillögu: „Tillgr. orðist svo: Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að skipa 5 manna nefnd ólaunaða, til að undirbúa fyrir næsta þing frv. um skipulag á sölu landbúnað- arafurða innanlands, svo fram- arlega sem Samband íslenzki’a samvinnufélaga, Sláturfélag Suðurlands, Mjólkursamlag Suðurlands, Búnaðarfélag Is- lands og Alþýðsamband íslands vilja leggja til, hvert um sig, einn mann í nefndina". Smjörið er kornið Matardeildin, Hafnarstræti 5. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúðin, Týsgötu 1. Kjötbúðin, Hverfisgötu 74. Kjötbúðin, Ljósvallagötu 10. Gasstöð Reykjavíkur óskar eftir tilboði í ca. 1200 smá- lestir af Wearmouth gaskolum c.i.f. Reykjavík. Andvirði kolanna og flutningsgjald greiðist með þriggja mánaða víxli, í sterling. Kolin eiga að afskipast á tímabilinu 25. desember til 10. janúar. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu borgarstjóra mánudaginn 11. des< ember kl. 11 f, h. Gasstöð Reykjavíkur

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.