Nýja dagblaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 4
4
K T J A
dagblabis
Annáll.
Skipatréttir. Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn og fer þaðan 2. des.
áleiðis til Leith. Goðafoss fór frá
Vestm.eyjum í dag á leið til Hull.
Brúarfoss fer vestur á laugardags-
kvöld. Dettifoss er í Hull og fer
þaðan annað kvöld. Lagarfoss var
á Sauðárkrók i gærmorgun. Sel-
foss fór frá Reykjavík 27/11. á
ieið til Leitli.
Sigurður Nordal prófessor hefir
verið í Stokkhólmi í haust og
haldið þar fyrirlestra við háskól-
ann. Á heimleiðinni kom hann
við í Osló, hélt þar 2 fyrirlestra
við háskólann og einn í Norræna
félaginu í Osló, um viðfangsefni
nútíðarinnar á íslandi. Nordal
mun liafa farið í gærkvöldi frá
Bergen á leið heim með Lyra.
Mbl. reiknar: 1933 1906 = 40.
Páll Erlingsson kom hingað í
bæinn 1906. Mbl. segir í Lesbók
sinni á sunnudaginn var, að
hann liafi flutt hingað fyrir 40
árum.
Misprentast hafði í kostnaðar-
áætlun Einars Erlendssonar, sem
er í grein eftir J. J. um Sund-
höllina, í blaðinu á þriðjudaginn.
þar átti að standa: „Ótalið er
liitaveita að húsinu og vatns-
hreinsunartæki, ef þeirra er þörf“.
Nýja stúdentablaðið kemur út í
dag. Ritstjóri blaðsins er Stein-
grímur Pálsson stud. mag. og hef-
ir hann skrifað aðalgreinina. Nýja
stúdentablaðið líkist meira erlend-
um stúdentablöðum, en sést hefir
hér áður. Blaðið er fjörlega skrif-
að, það er hörð ádeila á háslcól-
ann sem menntastofnun, og stúd-
entunum er óhikað sagt til synd-
anna fyrir andleysi, þröngsýni og
áhugaleysi. þeir sem rita Nýja
stúdentablaðið, eru ekki ánægðir
með hið andlega andrúmsloft við
æðstu menntastofnun landsins.
„Stundum kvaka kanariíuglar.
Gísli Sveinsson heldur fullveldis-
ræðuna í dag.
Frá Akureyri. Veðrátta er frá-
iiærlega góð, þíðviðri og hlýindi
'eins og á vordegi. Hvergi er snjór
i fjöllum og jörð marþið. Heilsu-
far fólks er gott og efnaleg af-
koma allmiklu betri en síðastliðið
ár. — Ægir lagði af stað áleiðis
til Rvíkur með togarann Neufund-
land i gær kl. 2 síðdegis. Hefir
verið gert við skipið, svo að fært
þótti að ætla honum sjóferðina til
Rvíkur, en þó vissara að Ægir
fylgdi honum.
Lyfsali skiptir skapi. Hér í blað-
inu var i fyrradag birt sú fregn,
að Stefán Thorarensen lyfsali
RAUÐA HtJSBE).
hefði vei’ið kærður af H.f. Svan
fyrir atvinnuróg. það þótti tals-
vert merk fregn, því lyfsalinn er
mikið kunnur hér í bænum íyrir
ýmsan nýtízku verzlunardugnað.
þetta liefir lyfsalanum sárnað
mjög, Hann segir að það hafi
verið rangt að birta fregnina,
þar eð sér hafi engin kæra bor-
izt frá H. f. Svan. Lyfsalinn held-
ur sýnilega að sá sé gangur þess-
ara mála, að kærendur sendi
kærðum kærurnar og gögn máls-
ins. En það er hreinn misskiln-
ingur.
Bruggari tekinu. í gær var mað-
ur að nafni Bjarni Bjarnason á
Lokástíg 14 tekinn fastur fyrir
brugg. Uppi á háaiofti fundust
hjá honum bruggunartæki og 4
lítrar af heimabruggi í 40 potta
brúsa. í skrifborði hans í íbúð-
inni fundust 6 lieilflöskur og
voru 5 þeirra fullar af heima-
brugguðu áfengi. Var Bjarni sett-
ur í. varðhald að lokinni rann-
sókn. Hefir hann áður verið
dærndur fyrir brugg.
Pósthúsið verður aöeins opið kl.
10—12 í dag.
Nýja dagblaðið kostar 2 kr. á
mánuði. Gerist áskrifendur til
reynslu í desember. Hringið þá í
síma 2323 eða lítið inn á afgr. i
Austurstræti 12. það sem óselt er
af blaðinu frá byrjun fæst sem
kaupbætir til nýrra áskrifenda.
Blaðið kemur út alla morgna
(nema mánudags) og er borið
heim til kaupenda, svo þeir fá
það um svipað leyti og morgun-
kaffið. — Reykvíkingar! Sendið
Nýja dagblaðið frændum og vin-
um úti á landi. þið gleðjið þá
með íáu jafnmikið, sem kostar
eins lítið.
1. desember. Stúdentar gangast
fyrir hátíðaliöldum hér í bænum í
dag, eins og venja hefir verið
undanfarin ár. Klukkan 1 koma
stúdentar saman við Alþingis-
húsið. Kl. 1,15 leikur Lúðrasveitin
nokkur lög á Austurvelli. Gísli
Sveinsson alþm. talar af svölum
Alþingishússins, en á eftir verður
•gengið suður að Stúdentagarðin-
um. Rektor háskólans, Dr. Alex-
ander .Tóhannesson leggur hom-
stein að Garðinum og flytur ræðu.
Kl. 4 verður skemmtun í Gamla
bíó og verður liún fjölbreytt mjög
í kvöld er dansleikur stúdenta í
Hotel Borg.
Stúdentablaðið 1 des. kemur út
i dag eins og venja er 'til og verð-
ur selt á götunum til ágóða fyrir
Stúdentagarðinn. Efni þess er
mjög fjölbrcytt. M. a. eru þar
myndir af hinum nýja Stúdenta-
I garði og greinar um hann. Einnig
grein eftir Steingrím læknir Matt-
híasson um lif stúdenta á Garði
(Regensen) i K.höfn. Stúdentar
skrifa þar og um hagsmunamál
sín og ferðasögur frá utanferð-
um þeirra á þessu ári.
Manndráp og morð. Miljónamær-
ingur einn, Mr. Hart að nafni, var
numinn i brott af ræningjum
snemma í nóvember, í San José í
Californiu, en í gær fann lík hans
í fjörunni, og þótti það bera þess
vott að hann hefði einnig verið
myrtur. Fregnin um líkfundinn
varð til þess, að tveir menn voru
teknir af óðum mannfjölda og
hengdir. — F.Ú.
Viðskipti Rússa og Breta. í
neðri málstofu enska þingsins gaf
fulitrúi vorzlunarmálaráðuneytis-
ins skýrslu um viðskipti Rússa
og Breta á fyrstu 9 mánuðum
þessa árs. Kvað liann Rússa hafa
flutt inn uí vörum frá Stóra-Bret-
iandi 11 miljón sterlingspunda
vii'ði, en Stóra-Bretland hefði flutt
inn aí rússneskum vörum fyrir
3% miljón sterlingspunda. — F.Ú.
Góð afkoma. Fjármálaráðherrar
víðsvegar um lieim munu nú
flestir líta öfundaraugum til fjár-
inálaráðherra Jersey eyju. Er hag-
ur hins opinbera í eyjunni svo
góður, að fjánnálaráðherrann legg-
ur það til að lækka tekjuskattinn
úr 11 í 10 pence á sterlingspund,
og afnema te-tollinn með öllu, en
þó muni verða ærinn tekjuafgang-
ur næsta ár. — F.Ú.
Viðtæki í bílum. Ein bifreiða-
stöð í New York hefir ákveðið að
koma fyrir útvarpsviðtækjum í
bifreiðum sínum, en þær eru 5000
að tölu. þetta hefir þegar verið
reynt í 50 vögnum og gefizt vel,
og verið vinsælt. — FÚ.
Nýtt tollstríð. England og Frakk-
land eiga nú í tollstríði hvort
\ ið annað. . í fyrri viku ákvað
f'ranska stjórnin að takmarka
mjög innflutning enskra kola, og
er það gert vegna óánægju þeirra,
sem rikir meðal námumanna í
Frakklandi út af atvinnuleysi. þá
eru ráðgerðar tollhækkanir á ýms-
um vörum. í brezka þinginu var
nýlega rætt urn að leggja aukatoll
á franskar vörur í mótmælaskyni.
— FÚ.
Peningar eða sprengjur. Frönsk
blöð hafa nýlega gert það að á-
rásarefiii á þýzkaland, að nikkel-
innflutningur þjóðverja hafi auk-
ist mjög frá því í fyrra og sé
þetta vottur um aukna hergagna-
smíði. þýzka stjórnin hefir gefið
út yfirlýsingu, þar sem bent er
á, að nikkelinnflutningur sé þrátt
„Saklaus er ég • - “
Framh. af 2. síðu
getið, að hann hafi notað
ferðastyrk sinn til Þýzka-
lands til að kynna sér síðustu
aðferðir nazista og búa sig
undir að starfa sem útsendari
þeirra hér á landi. Er marg'-
krossað dánarmerkjum undir
til merkis um, að blaðið ætlar
sér að hengja bakara fyrir
smið.
Alþýðublaðið þarf ekki að
ímynda sér að því takizt að
skella skuldinni af þessu máli
á Gísla Sigurbjörnsson eða frú
Jónínu Jónatansdóttur, þótt sá
virðist tilgangurinn. Sé um
sök að ræða, er hún hjá nefnd-
inni allri, ekki sízt hjá þeim
nefndarmönnum, sem létu sig
vanta á fundi eða sátu hjá við
atkvæðagreiðslur. Er furða, að
blaðið skuli halda, að slíkt geti
orðið þeim til málsbóta. -
fyrir þetta ekki enn orðinn eins
mikill og hann var árin 1928—29,
og kveður hún aukning innflutn-
ingsins vera því að þakka, hve
málmiðnaði hafi fleygt á'fram og
auk þess fari mikið af hinu inn-
flutta nikkel til myntgerðar, —FU.
Skip, sem týna tölunni. Sam-
lcvæmt skýrslum Bureau Veritas
liafa 235 gufu- og mótorskip verið
felld niður úr skipaskrám á
þriðja ársfjórðungi yfirstandandi
ars, og auk þess 23 seglskip.
Tonnatala þessara skipa var sam-
anlögð 724 þús. Hafa þau verið
strikuð út, af þessum ástæðum:
180 hafa verið höggvin upp, 18
ha. strandað, 9 hafa eyðilagst
vio árekstui’, 7 hafa hrunið, 5
verið yfirgefin úti á hafi, 5 hafa
verið endurbyggð og 3 hafa tap-
azt, án þess að vitað sé um af-
drif þeirra.
Erfðaská . Manúels. Fyrverandi
konungur í Portúgal, Manúel, lézt
í fyrra sumar. Eítir að hann
lagði niður völd, bjó hann lengst
ai í höll, sem hann átti, skammt
frá London. þó hann væri sviftur
konungdómi, fékk hann að halda
eignum sínum í Portúgal og voru
þar á meðal um 200 búgarðar.
Hann átti mjög gott listasafn,
enda var hann hneigður fyrir þá
hluti. í erfðaskrá sinni hefir hann
ákveðið, að öllum sínum eignum
skuli varið til menntastarfsemi í
Portúgal. Á að stofna búnaðar-
skóla, koma upp bókasafni o. fl.
fyrir erfðaféð.
• Ódýrn f
auglýsing’a rnar.
KeiniKla
táiÉ
ÖKUKENNSLA.
Steingr. Gunnarsson Bergst.
stræti 65, heima. Sími 3973
eða á Aðalstöðinni. Sími 1383.
Munið Iíjötbúð Reykjavíkur
Simi 4769,
2 öruggir legubekkir (með
skúffum) til sölu með tæki-
færisverði. Uppl. í síma 2488.
Ódýrastar og beztar vörur á
Vesturgötu 16. Sími 3749.
VERZLUNIN BRÚARFÖSS
KJARNABRAUÐIN
Hafið þið reynt hið holla og
ljúffenga kjamabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur ?
Munið
lága vöruverðið á
TÝSGÖTU 3
Ef yður vantar góð og ódýr
húsgögn, þá munið Trésmiðj-
una á Frakkastíg 10, sími
4378.
Tilkynningar
Píanó óskast til leigu. A.
v. á.
Gerið svo vel að hringja upp
2266 eða 4262, þegar ykkur
vantar nýjan fisk.
Rakarastofornar
verða lokaðar eftir kl. 2 í
dag.
Foreldrarl
Klæðið bömin yðar íslenzk-
um fötum í vetrarkuldanum.
Fjölbreytt úrval af fataefnum
og káputauum.
OEFJVN
Laugaveg 10. Sími 2838.
— Og þér þurfið ekki að vera með neinum, sem
bendlaður er við málið.
— Alveg rétt. Mætti vera að af því leiddi það, að
yður þætti ég vera full hreinskilinn. Bill hafði lagt
sig í grasið. Cajdey settist á bekkinn og studdi oln-
bogunum á hnén og lét hökuna hvíla í lófum sér og
starði niður fyrir sig.
— Ég vil að þér séuð alveg hreinskilinn, sagði
hann loks. Auðvitað hefi ég mínar skoðanir um allt,
sem snertir Mark, þess vegna vil ég gjarnan vita
hvað þér segið um hugmynd mína — þér, sem engar
fyrirfram skoðanir hafið í nokkru atriði þessa mál?
— Hugmynd yðar?
— Þá hugmynd, að ef Mark drap bróður sinn, þá
hafi það verið af hreinni slysni eins og ég sagði við
lögreglufulltrúann.
Bill leit upp og var nú fullur áhuga.
— Þér eigið við, að Robert hafi ógnað honum og'
svo hafi þeir flogizt á, skotið hlaupið úr byssunni,
Mark tapað sér alveg og flúið sína leið? Að það hafi
gerzt á þennan hátt?
— Einmitt.
— Ja, það virðist mjög svo sennilegt. Bill sneri
sér að Antony. Eða hvað sýnist þér? Þetta mun öll-
um finnast langeðlilegasta skýringin, sem nokkuð
þekkja Mark.
Antony tottaði pípuna.
— Ég býst við því, sagði hann með dræmingi. En
það er eitt, sem sannast að segja gerir mig órólegan.
— Hvað er nú það? Bill og Cayley spurðu báðir í
einu. | ;
— Lykillinn?
— Lykillinn? sagði Bill.
Cayley leit nú upp og á Antony.
— Hvað er um lykilinn ? spurði hann.
— Ja, það getur vel verið að þetta sé bara mark-
leysa. En mér kom það kynlega fyrir. Látum nú
svo vera, að Robert hefði verið drepinn, eins og þér
segið, og setjum svo, að Mark trylltist og hugsaði
um það eitt, að komast á brott, áður en nokkur mað-
ur sæi hann þarna. Nú, þá er langsennilegast, að
hann myndi loka dyrunum og stinga lyklinum í
vasann. Hann myndi gera það, án minnstu umhugs-
unar, bara til þess að vinna fáeinar mínútur.
— Já, það hugsa ég líka.
— Þetta er eiginlega nokkuð skynsamlegt, sagði
Bill. Því ætli maður að strjúka, þá myndi þetta
hjálpa til.
— Já, það er áreiðanlega rétt — ef lykillinn er
til staðar. En setjum svo, að hann sé það ekki.
Hann sagði þetta eins og um staðreynd væri að
ræða. Hinir hrukku hálfgert við og litu með undrun
á Antony.
— Hvað eigið þér við? sagði Cayley.
— Sjáið þið nú til, spurningin er bara þessi, hvar
maður er vanur að hafa lykilinn. Maður gengur upp
á herbergið sitt, og svo vill hann loka að sér, ef
ske kynni, að einhver kynni að labba sig inn, þar
sem maður stæði á sokkaleistunum. Þetta er ofur
eðlilegt. Og sé þetta athugað, þá kemst maður að
þeirri niðurstöðu, að í nærri því hverju einasta húsi
standa lyklarnir að svefnherbergjunum að innan-
verðu, þannig að maður getur lokað að sér, þegar
manni sýnist, á einu augabragði. En maður lokar
ekki að sér í stofunum. Það gera menn blátt áfram
aldrei. Bill til dæmis hefir víst aldrei lokað að sér
borðstofunni til þess að vera í eirirúmi með sherry-
flöskunni. Hinsvegar er allt kvenfólk og einkum
vinnukonur dauðhræddar við innbrotsþjófa, og komi
innbrotsþjófur inn um stofuglugga, vilja þær tak-
marka starfssvið hans við þessa einu stofu. Þess-
vegna láta þær lyklana sitja að utanverðu og læsa
stofunum áður en þær fara að sofa. Hann hi’isti ösk-