Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLABIB sem viljið fá klæðnað yðar viðgerðan, bletthreins- aðan, gufupressaðan, eða hatta yðar hreinsaða og mótaða og samkvæmiskjóla „dampaða“, að við höfum einungis fullkomlega iðnlært fólk við press- un og viðgerðir og notum aðeins 1. flokks vökva Ef þér viljið gera svo vel og senda herðatré með fötum yðar, fáið þér þau send heim í mel- og rykþéttum poka, og fáið pokann ókeypis. Hvftir dömuhattar hreinsaðir. Sœkjum tatnað og sendum eftir óskum. Crufupressan „Stjarna“ Kirkjustræti 10 Sími488 0. Kartöflur Xslenzkar kartöflur sætar og góðar frá Héraðsbú- um fá almenningslof og allir kaupa attur sem oinu sinri hafa keypt. — Fást aðeins hjá Qnnnlaug-i Stefánssyni Hafnarfirði. Frá Alþingi í gær. í deildunum hófust fundir í gær kl. 1, en kl. 5—7 var fundur í sameinuðu þingi og var varalögreglan tekin til um- ræðu í þriðja sinn og enn ekki lokið því máli, er fundi var slitið. Er málið enn á dagskrá á fundi sameinaðs þings kl. 5 í dag, en auk þess m. a. þingsályktunartill. um störf Einars M. Einarssonar skip- herra, þál. um Eiðaskólann, áfengismálið o. fl. Á fundinum í gær töluðu í varalögreglumálinu Jón Þor- láksson, Jakob Möller, Eysteinn Jónsson, Ingvar Pálmason, Har- aldur Guðmundsson og Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra, sem svaraði fyrirspurn frá H. G. viðvíkjandi stjórnarmyndun og benti ræðumanni á að snúa sér með hana til forseta sam- einaðs þings. Ráðherrann skýrði og frá (að gefnu til- efni hjá Jakob Möller) af- skiptum ríkisstjórnarinar af atvinnubótavinnunni í Reykja- vík í nóvember í fyrra og að af hálfu stjómarinnar hefði verið veitt öll sú aðstoð um atvinnubætur, sem meirihluti bæjarstjórnar hefði óskað eft- ir. Veðurathuganlr á annnesj- um. Sjávarútv.nefnd neðri deild- ar flytur tillögu um að skora á ríkisstjórnina að gera ráð- stafanir til þess, að veðurat- huganir fari fram á annesjum og öðrum þeim stöðum á land- inu, sem bezt liggja við slíkum athugunum með tiiliti til veð- urspár. pingsályktunartillaga um innflutningshöftin. Meirihluti allsherjarnefndar í efri deild flytur svohljóðandi till. til þál. um að fella niður innflutningshöftin: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fella niður innflutningshöftin. Þyki ríkisstjórninni nauðsyn til bera að takmarka innflutn- ing vegna skorts landsmanna á erlendum gjaldeyri, telur Al- þingi rétt, að slíkar takmark- anir séu settar í samráði við þessa aðila: Landsbanka ís- lands, Útvegsbanka Islandsh.f., Verzlunarráðið, Alþýðusam- band íslands, Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík, Búnaðarfé- lag Islands, Samband íslenzkra samvinnufélaga, svo og leitað álits sérfélaga kaupmanna og iðnaðarmanna í Reykjavík að því snertir takmarkanir á inn- flutningi vara, er félagar þeirra verzla með eða nota“ I greinargerð segir, að nefndin hafi haft til athugunar frv. til laga um afnám laga nr. 1 8. marz 1920, um heimild fyrir landsstjórnina til að tak- marka eða banna innflutning á óþörfum varnigni. En það frv. er flutt af Magnúsi Jóns- syni. Nefndin var ekki á eitt sátt um málið; minnihlutinn (J. J.) vill fella frv., en meiri hlutinn (J. Bald. og P. M.) telur rétt að afgreiða málið með þings- ályktun þeirri, sem hér er prentuð að framan. Þó áskilur P. M. sér rétt til þess að vera með eða bera fram brtt. við þál.till. Umsögn Landsbanlcans, Sam- bandsins, Búnaðaríélagsins, Fiskiiélagsins, iðnráðsins og verzlunarráðsins. Nefndin sendi frv. til um- sagnar bankastjóra Lands- banka íslands, fulltrúaráðs Út- vegsbankans, Samband ísl. samvinnufélaga, Búnaðarfé- lagsins, Verzlunarráðsins, Fiski- félagsins og iðnráðsins. Nefnd- inni hafa borizt svör frá flest- um þeiira og leggur Verzlunar- ráðið, Fiskifélagið og iðnráðið til, að frv. verði samþykkt, en Samband ísl. samvinnufélaga leggur til, að frv. verði fellt. Búnaðarfélag íslands vill, að ríkisstjórnin hafi heimild til að hefta innflutning vara, sem framleiddar eru innanlands af landbúnaðinum. Bankastjórar Landsbankans, þeir Magnús Sigurðsson og Georg Ólafsson, komu á fund ne^fndarinnar, og fer hér á eftir álit þeirra, eins og það er bókað á fundinum: „Georg Ólafsson taldi eigi gerlegt nú á þessu þingi að af- nema höftin. Augljóst væri, að jafnframt því gagni, sem höft- unum væri ætlað að vinna, þá hefðu þau skaðleg áhrif, og því lengur, sem höítunum væri beitt, þess alvarlegri yrðu afleiðingar þeirra fyrir atvinnulífið. Ætti því að fela stjórninni að end- urskoða reglugerðina og breyta henni samkvæmt þeirri reynslu, sem fengin er. — Magnús Sig- urðsson taldi ekki gerlegt að afnema lög nr. 1 8. marz 1920, heldur væri þvert á móti þörf á að fylgja fastar fram, m. a. vegna lítillar getu landsmanna til kaupa á erlendum varningi, að undanskildum þeim, sem na.uðsynlegur væri til fram- leiðsluatvinnurekstrar þeirra; hinsvegar væri víst sízt van- þörf á að endurskoða innflutn- ingsreglugerðina með hliðsjón af þeirri reynslu, sem nefndin Framh. á 4. síðu. <356£raentitir - íþróttir - íistir Tvö ung skáld Til mín komu sama daginn tvö ung skáld með ljóðabæk- urnar sínar. Annað skáldið er 23 ára sveitapiltur austan úr Ijoltum, Guðmundur Daníels- son frá Guttormshaga og bókin hans heitir: Ég heilsa þér. Hitt er 24 ára sjómaður að vestan, Bjarni M. Gíslason, og bókin hans heitir: Ég ýti úr vör. Báðir eru alþýðubörn. Annar hefir stundað nám í al- þýðuskóla, hinn hefir engrar skólafræðslu notið og hefir ekki átt þess kost. En hann vonar, að ljóðabókin sín opni sér einhverja vegi. Eru þetta fulltrúar fyrir „hið nýja skáldakyn“? Báðir þessir ungu menn eru gáfaðir menn, ríkir af sársauka, og stál vilja þeirra er bæði stælt og bi’othætt. Þeir vii’ðast báðir eiga bæði gáfur og skap skáldsins. Og jafn ólíkir sem þeir eru, eiga þeir svo margt sameiginlegt, að enginn þarf að efast um, að þeir eru böm hins sama tíma. Sami boðskap- urinn blundar þeim á tungu. Blundar! Það er einmitt hið rétta orð. Því að ennþá hafa þeirra orð ekki fengið hinn spámannlega þrótt. Ef til vill er á bak við „hugsun stór og sterk og frjáls — — sem brýzt í rofum ríms og máls og röngum stuðlum hleður“. Sú hugsun hefir aðeins ekki náð þeim þrótti, að hún geti tekið okkur með valdi, svo að við verðum frá okkur numin. Er þess heldur von? Alþýðu- menn geta orðið spámenn og skáld, en þeir verða það venju- lega elcki fyrr en rosknir. Því að það er hvorki lærdómurinn eða listin, sem kallar þá, heldur lífið með öllu sínu valdi. Þeir hafa varðveitt æsku síná, svo að blæðir úr sárunum og þeir sjá bjarmann yfir framtíðinni í baráttunni, sem þeir heyja. Ég held, að báðir þessir ungu menn geti orðið mikil skáld, ef þeim endist líf. Þeir eru ólíkir. Annar þeirra, Guðmundur, hefir — líklega ó- sjálfrétt — stillt hörpu sína eftir hörpu Davíðs frá Fagra- skógi. Hann er nú þegar orð- inn furðu slyngur íþróttamað- ur í ljóðlistinni, hann er oft- ast skýr í máli, bjartur í hugs- un og leikur sér að ríminu. Og þó að dragi ský sljóleikans yfir sem snöggvast, koma oft hvað bjartastir „sólskinsblettir í heiði“ í næstu andrá. Eitt- hvert bezta kvæðið byrjar t. d. svona sljólega: „Að vöggu minni völvur engar tróðu“. Hann kann einna lakast að gera að gamni sínu. Það er alltaf eitthvað tilgert, ónátt- úrlegt við gaman hans. Þegar hann segir „Bæn mín er stór sem biblían hans afa“ er varla annað hægt en láta sér falla það illa, en það hefði bara þótt skemmtileg „fígúra“ hjá Laxness. Aftur getur hann sagt undra vel „óbrotna mann- 1 lega kærleikans sögu“: „Ég skrifaði um þig sögur í lærdómskverið mitt svo gal'stu mér i staðiim töfrabrosið þitt“. Bjarni M. Gíslason hefir — líklega ósjálfrátt — stillt sína hörpu við lag Einaxs Bene- diktssonar. Þó hefir hanri ekki náð því lagi, og sitt eigið lag hefir hann heldur ekki fundið til hlítar — og svo virðist stundum að langt sé, þangað til 'hann vefður viss á nótun- um. Það er af því, að hann yrkir kvæði sín oftast í hams- lausu ósjálfræði, og honum finnst áreiðanlega um of til um andann, sem ltemur yfir hann. Það getur orðið býsna harður straumur í kvæðunum hans, en þau eru eklti nógu tær, alltaf eitthvað óskýrt bæði um boðskapinn og jafnvel um tilfinninguna. En ef það gæti hrunið ryðið af sverðinu hans, held ég, að það hljóti að vera bæði beitt og skínandi fagurt. Því að áreiðanlega er í því hreint og gott stál, og hann íinnur það líka sjálfur: Gæti ég letrað í ljóði svo lýsandi alvöru’ og þunga, þann guðmóð, þá fegurð og göfgi, sein geymir Jiin islenzku tunga, skyldi ég skelina brjóta er skyggir á perluna bjarta, — vígja i vorsins eldi og vekja þig islenzka lijarta. En ef leitað er að einhverju sameiginlegu fyrir þessi tvö ungu verðandi skáld, þá er það þrátt fyrir allt aðdáunin á viljanum, þessum brothætta og reyndar margklofna, niarg- sprungna vilja mannanna barna. Annar þeirra segir: „Æska það er á viljans valdi, hvað vorar snemma í þinni sveit“, en hinn kvartar yfir, að . „tæpast finnst lína af ljóði, sem lifir í heilbrigður styrk- ur“. Og þó að Bjami M. Gíslason dýrki nú ef til vill mest þá hrifningu, er kemur honum að óvörum, og hann ræður ekki við, gæti ég vel trú- að, að hann sneri fljótlega við blaði og gæti fyrr en varði sagt með Guðmundi: „Ég hef starað í arineldinn með óvitans von um helga sýn“. Því að þó að allar þær lind- ir, er vökva rót lífsins komi úr djúpunum, sem við skiljum ekki, verður heróp nýja tím- ans fyrst og fremst vilji, meiri, sterkari, heilli vilji. Þar er þörfin mest. Unga kynslóðin þjáist ekki af andlegri fátækt. Því einkennir hana ekki fróð- leiksþrá. Hún deyr heldur ekki úr fátækt af lífshvötum og ástríðum, því að hún hefir nóg af þeim auði og fær oftast nægilega að njóta hans. En hún getur auðveldlega dáið af því, að hún nái ekki valdi yfir þeim auði, að hún fái ekki þann vilja, sem henni dugar. Því verður ákallið sem hún hlýðir á frá hrópendum viljans | og heiðríkjunnar (og ef til , vill líka bráðum, því miður: þröngsýnisins). Slík verða hin nýju skáid, sem bergmálið iá. A.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.