Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLASI9 3 NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaOaútgáfan h/f' Ritstjóri: Dr. phil. JJorkell Jóhannesson. Ritstjórnarsk rifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stj óri: Vigfús Guömundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Sundnámið í barnaslcólunum. Hún er gersemi, litla sund- laugin í nýja barnaskólanum. Öll börn úr eldri deildum beggja skólanna fá þar þriggja vikna tilsögn í sundi. Sá, sem þetta ritar var viðstaddur lokakennslustundir tveggja drengjahópa. Var það einskon- ar próf. Fyrri hópurinn var ósyndur fyrir þrem vikum, en nú syntu allir drengirnir bringusund og sumir farnir að bera við baksund, og allir þorðu þeir að stinga sér í vatnið. Síðari hópurinn mun hafa verið syndur við upphaf námsskeiðsins, enda syntu drengirnir prýðilega og allir mjög vel bringusund, misjafn- ari voru þeir á baksundi, en þó allir vel færir. Björgunar- sund höfðu sumir þeirra til- einkað sér til gagns og allir höfðu þeii1 viðburði um það. Flestir syntu þessir drengir í kafi yfir laugina. Einnig stungu þeir sér fallega til sunds. Er áhugi barnanna yfirleitt mikill við sundnámið. Alls hreinlætis er gætt. Eng- inn fer á útiskóm í dklefann þar sem menn afklæðast. Eftir því lítur hinn nafnkunni sund- maður Jón Ingi Guðmundsson, en hann er baðvörður skólans, og sér um að allir fari undir steypibað og þvoi sig vel áður gengið er til laugarinnar. Að- komumenn fá sérstaklega gerða tréklossa til þess að ganga á, fái þeir leyfi til að horfa á sundið. Sundkennarar eru tveir, þeir Vignir Andrés- son og Júlíus Magnússon. Er þessi litla sundlaug, gagn- semi hennar og vinsældir nokk- ur bending um það, hver nyt- semi verður að sundhölinni, þegar hún er fullbúin. Og þá mun harmað, hver dráttur hef- ir á því orðið, að við hana yrði lokið. En sá dráttur má heldur eigi verða að óþörfu, úr þessu. En sú er spá mín, að ekki verði að fullu séð fyr- ir sundþörf Reykvíkinga í volgu vatni, fyr en rúmgóð laug hefir verið gerð vestan Laufásvegar og opin laug með endilöngum suðurvegg sund- hallarinnar. Er það sæmandi fyrir sjálfan höfuðstaðinn úr þessu, að sjá ekki fyrir sæmilegri að- stöðu til sundnáms fyrir bæjar- búa eins og á stendur, þegar önnur byggðarlög koma upp sundlaugum og hita þær upp með kolum, eins og Bolungaiv vík hefir gjört og Vestmanna- eyjar eru að gjöra. Innfl Titni nijsh öl*tin. Allsherjarnefnd efri deildar hefir sent frumvarp um afnám innflutningshaftanna til um- sagnar bankastjóra Lands- bankans, fulltrúaráðs Útvegs- bankans, Sambandsins, Búnað- arfélagsins, Verzlunarráðsins, Fiskifélagsins og iðnráðsins. Bankastjórar Landsbankans og Sambandið leggja hiklaust til, að innflutningshöftin verði ekki afnumin. Búnaðarfélagið vill að ríkisstjórnin hafi heim- ild til að hefta innflutning vara, sem framleiddar eru inn- anlands af landbúnaðinum. Mun það eiga að skiljast, að félagið vilji verja sitt hús fyr- ir eldinum, en láti nágrannana um, hvort þeirra hús brenna. Verzlunarráðið, fiskifélagið og iðnráðið leggja til áð höft- ín yerði afnumin. Enginn skyldi undrast um Verzlunarráðið. íslenzka verzl- unarstéttin hefir þá einu „stefnu“ að verzla mikið og verzla „frjálst". Fiskifélagið hefir fengið trúarbrögð að láni hjá verzlunarstéttinni, og skal þess hér að engu getið. En um iðnráðið mætti segja: Og þú líka barnið Brútus! Hafa iðnaðarmenn annara um það hugsað, livort þeir eru því vaxnir, að inn á íslenzkan markað berist steypiflóð af er- lendum iðnvörum, sem seldar eru undir kostnaðarverði, bara til að losna við þær? Hvað segir Álafoss um það, að það væri nú fluttir inn ódýr- ir ullardúkar og ódýr fatnaður fyrir — segjum — 2 milj. króna, „Framtíðin" um að flutt sé inn „frjálst" sem mest af ullargami og prjónavöru, Sjó- klæðagerðin um innflutning sjóklæða, húsgagnasmiðirnir um innflutning erlendra hús- gagna, Efnagerðin um kemisk- an iðnað o. s. frv. ? Nýja dagblaðið skal annars ekki tala um þetta frá eigin brjósti að þessu sinni. Það leyfir sér bara að birta svo- lítinn kafla úr grein, sem Helgi Hermann Eiríksson rit- aði fyrir Islenzku vikuna 1933, og er sá greinarkafli um „bú- skaparlagið“ áður en innflutn- ingshöftin voru sett. En til þess að gæta allrar sanngirni, eru menn beðnir að hafa það þrennt í huga, þeg- ar þeir lesa þennan eftirfar- andi greinarkafla: 1. að innflutningshöftin hafa náð til þeirra vörutegunda, sem feitletraðar eru í greinarkafl- anum. 2. að aðalrök iðnráðsins fyr- ir því, að það mælir með að innflutningshöftin séu numin úr gildi, eru þau, að lögin, sem þau eru byggð á, séu um „bann við innflutningi á óþarfavarningi“, en þeir viti ekki til, að iðnaðarmenn fram- leiði óþarfan varning! 3. að bréfið frá iðnráðinu er f undirritað af formanni iðn- ráðsins Helga Hermanni Ei- ríkssyni og vafalaust samið af honum. En hér kemur greinarkafl- inn: „Auk þess var þetta ár‘ flutt inn 15,412 kg. af tólg, fyrir 15,325 kr.; 409,637 kg. af mjólk og rjóma, fyrir 369,984 kr.; 8,510 kg. af smjöri, fyrir 29,942 kr.; 98,630 kg. af osti fyrir 119,236 kr.; 97,110 kg. af eggjum fyrir 206,834 kr.; 43,374 kg. af fisksnúðum, fyr- ir 40,553 kr.; 1137 kg. af laxi, fyrir 2,355 kr. niðursoðið kjöt og kjötmeti og lifrarkæfa, 38,869 kg., fyrir 89,632 kr.; samtals kr. 873,861,00. Ennfremur var þetta sama ár flutt inn 111,757 kg. af skipsbrauði og skonroggi, fyr- ir 110,298 kr.; 13,476 kg. af kringlum og tvíbökum, fyrir 17,064 kr.; 262,157 kg. af kexi og kökum, fyrir 339,860 kr.; 2,298,145 kg. af kartöflum, fyr- ir 355,564 kr.; 12,042 af gul- rótum og næpum, fyrir 3,566 kr. og 29,723 lítrar af öli og gosdrykkjum, fyrir 27,712 kr.; samtals kr. 854,064,00. Alls hafa þá verið flutt inn matvæli, sem framleiða má og framleidd eru í landinu, þetta eina ár 1930, nálægt því 3703 tonn, fyrir 1,885,137 kr. eða tæpar tvær miljónir króna. Ef við lítum svo á iðnaðar- vörur, þá var flutt inn 8,075 kg. af ullarbandi, fyrir 89,398 kr.; 48,057 kg. af ullarfatnaði, íyrir 967,751 kr.; inniskór fyr- ir rúml. 100,000 kr.; penslar, burstar og sópar fyrir 92,500 kr., vagnáburður fyrir 10,500 kr.; kerti, stangasápa og blaut- sápa íyrir 220,000 kr.; skó- sverta og leðuráburður fyrir 20,000 kr.; húsalistar og til- höggin hús fyrir um 200,000 kr.; legsteinar fyrir nær 18,000 kr.; bátar, prammar og mótor- bátar, fyrir 460,000 kr.; sam- tals 2,321,600 kr. Tvær miljónir króna! Það ætti að vera nægileg velta fyr- ir alla þá, sem nú teljast að vera atvinnulausir hér á landi. Og þó er margt ótalið af inn- flutning’i, sem mætti spara sér. H. H. Eiríksson“. En setjum nú svo, að Al- þingi tæki það mark á bréfi iðnráðsins, að það felldi inn- flutningshöftin úr gildi þess vegna. Gæti þá ekki svo farið á eftir, að formanni iðnráðsins, Helga Hermann Eiríkssyni dytti þá óvart í hug sama spurningin og nafna hans í íslenzku vikunni?: „Er nú hægt að finna nokkra afsökun fyrir þetta búskaparlag ?“ Og svo til viðbótar: Hversvegna vorum við að sækjast eftir óafsakanlegu bú- skaparlagi ? A. Auglýsingum, sem koma eiga innan í blaðinu sé skilað fyrir kl. 6 e. h., en smáaugl., sem eiga að koma í „ódýru auglýsingunum“ sé skil- að fyrir kl. 10 á kvöldin á afgr. eða í Acta. Rafveiia og sund- laug á Eiðum. Allir Austfirðingar, hvort sem staddir eru hér í Reykja- vík eða í átthögum sínum, munu veita mikla athygli þál.till., sem 6 þingmenn bera nú fram í sameinuðu þingi um reifveitu og sundlaug vegna Eiðaskóla. Alþýðuskólinn á Eiðum er eini héraðsskólinn á landinu, sem ekki hefir að- stöðu til sundkennslu. Vegna þessa aðstöðumunar eru þeir unglingar eystra, sem hafa hug á alhliða íþróttanámi, neyddir til þess að sækja skóla í fjarlæga landsfjórð- unga, þótt að öðru leyti kjósi sér nám í sínum eigin skóla. Af sömu ástæðu hefir íþróttamenningu á Austur- landi hnignað síðustu ár í samanburði við aðra lands- fjórðunga, sem hafa betri að- stöðu. En meðan sú aðstaða var jafnfrumstæð um allt land, var á Austurlandi öflug íþróttastarfsemi. Fjölmenn íþróttamót fyrir hérað og firði voru iðulega haldin og í einstökum félögum var starf- að ósleitilega. Og þeir sem þessum málum eru kunnugir hér vita að íþróttamenningu Reykjavíkur hafa borizt merk áhrif frá einu þessara félaga á Flj ótsdalshéraði. Ég tel vafalaust, að nýtt tímabil hefst fyrir íþrótta- menningu Austurlands með rafhitaðri kennslulaug á Eið- um. Þessi ástæða er næg til þess, að verkið verði unnið. En þó koma hér til ýms fleiri mikilvæg atríði. Olía og kol, sem nú eru á Eiðum not- uð til ljóss' og hita verða allt- af dýr á þessum stað vegna mikils flutningskostnaðar. Og þegar stjórn og þingi verður gefin skýrsla um það, hve mikið nemendur og starfs- menn á Eiðum hafa lagt að sér síðastl. 15 ár vegna sparnaðar á kolum og olíu, þá mun ýmsa furða á því, hve langt hefir verið komizt í þeim efnum á ekki meiri meinlætaöld. Þá er þess að gæta hve verð á þessum hlutum er reikult. Síðasta heimsstyrjöld sýndi Is- lendingum, að -ljós og hita er betra hjá sjálfum sér að taka en sinn vopnaða bróður að biðja. Auk þessa má segja, að nýir kennslukraftar og ýms ný menningaráhrif bætist skólan- i um með væntanlegri rafveitu. j Að sjálfsögðu verður þessu J máli vel tekið af þingi og stjórn, því með þeim skilyrð- | um tók ríkið við Eiðaskóla og j eignum hans af sýslufélögum Múlasýslna, að hann skyldi á hverjum tíma standa jafn- j íramlega öðrum héraðsskólum. Guðgeir Jóhannsson. Umferðin í bænum 10. Gangandi vegfarendur: Farið gangstéttarnar þar sem þær eru til að svo miklu leyti, sem frekast er unnt. Það léttir fyrir umferð á akbrautinni, og skapar meira öryggi ykkur sjálfum og þeim sem stjóma farartækjum. Ef gangstéttir eru ekki við götuna þá gangið götujaðarinn til vinstri handar. 11. Vegfarendur. Gleymið því aldrei, að um- ferðarreglurnar leggja ábyrgð á herðar sérhverjum vegfar- anda, bæði gagnvart sjálfum þeim og öðrum. Lærið þessar reglur. Hlýðið lögunum, og komið þannig í veg fyrir hætt- ur og slys. Húsmæður? Munið að Svana-sm j örlíki, Svana-jurtafeiti, Svana-kaffi, Svana-kryddvörur, Svana-lyftiduft, Svana-edik, Svana-soya, og yfirleitt allar Svana- vörur, sem nú eru orðnar þjóðkunnar fyrir gæði,; fást í Kanpfélagi ReykjaYíkur Bankastræti. Auglýsendur! Ef þið viljið að auglýsingar ykkar séu lesnar og tekið vel eftir þeim í Reykjavík og ýms- um öðrum bæjum og kauptún- um landsins, þá skuluð þið helzt auglýsa í Nýja dagblað- inu. Þeir, sem kynnu að eiga 10., 11- eða 12. tölubl. Nýja dag- blaðsins, og ekki ætla að halda blaðinu saman, eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna hafa þessi blöð. * þ. e. 1930. Ef þér notið HARO -SJALFBLEKUNGINN þá þurfið þér ekki ritvél. Með HARO er hægt að taka mörg afrit af því sem skrifað er. — Fæst í Bókaverzlun Sigtúsar Eymundssonar og Bóka- verzlun E. P. Briem og bókaverzlunum úti um land

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.