Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 1
NyJA DAGBIAÐIÐ 1. ár. Reykjayík, þriðjudaginn 5. desember 1934. 33. biað. Ríkisrétturinn þýzki í Leipzig Ríkisréttarbyggingin. Manntjónið nyrðra á laugardaginn. Tveir bátar tarast meö allri áhötn. Bátur lendir í hrakningum. Einum manni skolar fyrir borð. I_DAG Sólaruppkoma kl. 9,58. Sólarlag kl. 14,37. Háflóð árdegis kl. 7,15. Háflóð siðdegis kl. 7,35. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3,20 e. m. til 9,10 árd. Veðurspá: Stinningskaldi á suð- austan eða sunnan. Rigning öðru hvoru. Söítl, skriistofar o. fL: Landsbókasaínið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 þjóðminjasafnið .......... kl. 1-3 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Listasafn Einars Jónssonar lokað. Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn ....... opinn 10-3 Utvegsbankinn ........ opinn 10-1 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg................... opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfélagið opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnufélaga opið kl. 9-12 og 1-6 Sölusamband isl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofumar opnar 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 10-12 og 1-5. Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítaiinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12%-2 Viíilstaðahælið .. 12y2-2 og 3y2-4y2 Kleppur .................... kl. 1-5 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Grænland kallar, kl. 9. Gamla Bíó: Iíonungur ljónanna, kl. 9. Samgöngur og póstierBir: Lyra frá Færeyjum og Bergen í kvöld . Póstbíll til Grindavíkur. Dagskró útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. þing- fréttir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veð- urfergnir. 19,20 Tilkynningar. Tón- leikar. 19,35 Erindi Stórstúkunn- ar: Unglingastarfsemi reglunnar. (Magnús V. .Tóhannesson). 20,00 Klukkuslúttur Fréttir. 20,30 Er- indi: Húsagerð, I. (Sigurður Guð- mundsson, byggingameistari). 21,00 Tónleikar: Píanósóló. (Emil Thoroddsen). Grammófónsöngur: Lögu eftir Boieldieu. Danslög. Undanfarna mánuði hefir ekki verið rætt um annað meira um allan heiminn en réttarhöldin miklu út af þing- hallarbrennunni í Berlín í vor. Ríkisrétturinn þýzki hefir haft með höndum rannsókn þessa stórmáls og hafa réttarhöldin farið fram bæði í Leipzig, þar sem rétturinn hefir aðsetur sitt, o g í Berlín, þar sem Eins og sagt var frá í Nýja dagblaðinu á sunudaginn fóru þeir Steindór Sigurðsson og félagar hans á sunnudaginn var áleiðis suður á öræfi og gistu á sunnudagsnótt í öxna- dal, sem ■ liggur alllangt suður með Skjálfandafljóti. Fengu þeir rok á móti sér, en þó var bjart veður. Á sunnudag gengu þeir upp á öldu fyrir suðaustan dalinn og sáu þaðan yfir öræfin frá Trölladyngju austur að Þrí- hyrning og þaðan allt austur til Dyngjufjalla. En beggja vegna við Trölladyngju sáu þeir Vatnajökul. Héldu þeir síðan austur undir Þríhyrning og höfðu þaðan ágætt útsýni suð- ur í Vonarskarð og til jökl- anna, en sáu engin merki elds á þessum slóðum. Sneru þeir þá við og héldu norður yfir Ódáðahraun, í sæluhús á Sandmúladal, sem er norðarlega í hrauninu. Þar gistu þeir. Komu þeir félagar um miðjan dag í Víðiker og héldu síðan áleiðis til Akureyr- ar seinni partinn í gær. Fengu þeir gott veður alla leiðina. Þess má geta, að alls einu sinni á leiðinni sáu þeir elds- bjarma, en þá voru þeir stadd- ir niðri í dalverpi og gátu ekki áttað sig á stefnunni. brennan varð. Nú er réttar- höldum þessum að verða lokið, og verður málið þá lagt í dóm. Nokkur tími mun þó enn líða, þangað til svo langt er komið, en þá verður þess skammt að bíða, að dómurinn verði kveð- inn upp í því máli, sem einna rnesta athygli hefir vakið, síð- in Dreyfusmálið mikla var á döfinni í Frakklandi. Á sunnudaginn sást til elds- ins úr Bárðardal, einkum frá Mýri, og á mánudagskvöld sáu menn frá Akureyri er gengu upp á Súlur, eldsbjarma í suð- austri og önnur merki jarð- elds, en eigi gátu þeir stað- greint eldinn. Eftir för Steindórs Sigurðs- sonar þykir víst, að eldurinn er ekki í grennd við Trölla- dyngju, og hvergi á því svæði, sem menn ætluðu fyrst. Fróð- ir menn ætla nú að eldurinn muni vera í Vatnajökli, á lík- um slóðum og eldurinn haustið 1922. Sá eldur sást bæði fyrir norðan og sunnan land og var hann allstórkostlegur, þótt ekki kæmi öskufall í byggð. Svo björt voru leiftrin af eldi þessum, að gerði bjart sem um hádag er rökkva tók, en dimdi yfir á milli. Stóðu gos þessi rúma viku, svo vart yrði. Annars er talið að fá ár líði svo, að ekki verði einhver elds- umbrot í Vatnajökli, þótt þeirra verði að jafnaði lítið vart. Er ófróðlegt, að jökul- flæmi þetta skuli vera því sem næst ókannað. Ennþá hefir t. d. enginn maður séð gosstöðv- arnar frá 1922. En það gos var að vísu hið stórfenglegasta. í blaðinu á sunnudaginn var getið um ofviðri það, sem gerði nyrðra á Skagafirði og Eyjafirði eftir hádegi á laug- ardag. Þann dag reru bátar í blíðuveðri bæði af Siglufirði og frá Bæjarklettum við Hofs- ós. Er rokið skall á, leituðu bátarnir lands, en 2 bátar frá | Bæjarklettum náðu ekki landi og einn bát vantaði af Siglu- firði. Var þá farið að leita I bátanna. Fannst Siglufjarðar- báturinn morandi í kafi aust- ur í Eyjafjarðarál og voru mennirnir allir týndir. Bátur frá Siglufirði fann annan bátinn frá Bæjarklett- um á reki með bilaða vél. Hafði hann þá misst einn mann. Hinn báturinn er nú talinn af. Manntjónið á Siglufirði. Ettir skey ti trá Siglu- firði í gær. Vélbáturinn Haraldur af Siglufirði kom til Siglufjarðar um kl. 19,30 í gærkveldi með trillubátinn SI41, sem leitað var að. Trillubáturinn hafði fundist hálfsokkinn í Eyja- fjarðarál — aðeins framstefni stóð upp úr sjó, en báturinn var óskemmdur. Ahnar leitar- bátur, Gunnar, fann vélar- < Eldgos á Havaii. London kl. 19,50 3/12 F.Ú. Stærsta eldfjalli heimsins, Mauna Loa á Hawaiia eyju í Kyrrahafinu, byrjaði að gjósa í nótt, og er eldgosið sagt hið versta, sem komið hefir síðan ■1903. Miklir jarðskjálftar voru þar í gær. Fólk, sem býr í ná- grenni við fjallið flýr nú heim- ili sín. Hér er eitthvað blandið mál- um. Stærsti eldgígur í heimi er ekki Mauna Loa á Hawaji, heldur Haleakala á eynni Maui, skammt frá Hawaii. Vetrarkuldar í Míð-Evrópu. Berlín kl. 11,45 4/12 FÚ. Kuldar miklir ganga nú um alla Miðevrópu. I Þýzkalandi hefir kuldinn orðið mestur í Slesíu, og var hann þar í nótt frá 15 til 21 stig á Celcius á jafnsléttu. I Suður-Englandi liafa einnig verið miklir kuld- ar, og hríðarveður, og er snjór- inn þar sumstaðar orðinn 1 skýli og olíufat af trillubátn- um frá Bæjarklettum í Skaga- firði. Margir skipstjórar af Siglufirði tóku þátt í leitinni. Þessir menn fórust af sigl- firska bátnum : Þorleifur Þorleifsson formað- ur, 63 ára, lætur eftir sig konu og uppkomin böm, Þorvaldur sonur Þorleifs 30 ára ókvænt- ur, og Hartmann Jónasson 18 ára. Á síðustu 4 vikum hafa far- izt frá Siglufirði 5 menn. Fán- ar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæinn í dag. Manntjónið á Skagafirði. Á skagfirska bátnum voru þessir menn: Jónas Jónsson formaður frá Sæbergi á Bæjarklettum, 39 ára, kvæntur og lætur sig 5 börn. Jóhannes Jóhannsson yngri frá Vatnsenda á Bæjar- klettum, 28 ára ókvæntur. Jó- hann Eggertsson 50 ára kvænt- ur og átti uppkomin börn, og sonur hans Eggert Jóhanns- son 17 ára, báðir frá Ytra-ósi á Bæjarklettum. Maðurinn, sem út tók, hét Jóhann Jónsson bóndi að Glæsi- bæ í Fellshreppi. metri á dýpt, og hamlar mjög umferð. 1 Rúmeníu hafa gengið af- takastormar þessa dagana, og hafa nokkur skip farizt á Dóná. Frá Suður-Ameríku berast einnig fregnir um storma, og fórst þar brasilianskt skip við strönd Uruguay, með allri áhöfn. Þjóðaratkvæða- greiðslan um bannlögin. . London kl. 17,00 4/12 FÚ. Bannmenn í Bandaríkjunum hafa nú gert síðustu tilraun sína til þess að koma í veg fyrir það að bannlögin verði afnumin. Þeir hafa beðið um úrskurð dómstóla um það, að ekki skuli gefa út yfirlýsingu um afnám bannlaganna. Stjórn- in hefir svarað því, að afnám bannlaganna leiði af sjálfu sér eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, og þurfi því ekki að gefa út neina sérstaka yfirlýsingu um það, að þau séu úr gildi felld. Eldgosið nyrðra. Eldsstöðvarnar eru ekki í Odáða- hrauni. Þær munu vera um mið- bik Yatnajökuls vestanvert.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.