Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 05.12.1933, Blaðsíða 4
4 ,~i •' a t j a SAOBLABIB AjuálL ElðsvoðL Eldur kom upp i gœr í gúmmiviðgerðarv.erkstœði Ingi- mars Kjartanssonar á Laugaveg 50 og var slökkviliðið kvatt á vett- vang. Verkstæðið var í kjallara iiússins, en húsið skemmdist ekki, j>ví loft var jámvarið. Aftur urðu nokkrar skemmdir á gúmmi og vörum er i verkstæðinu voru, en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn á skammri stundu. Merkur rithöfundur látinn. pýzka skáldið Stephan George andaðist í gær, 65 ára að aldri. — F.Ú. Höskuldur Bjömsson iistmálari hefir málverkasýningu í Odd- íellowhúsinu. Eru á sýningunni um 60 málv.erk. Sýningin verður opin til 14. J>. m. kl. 10 f. h. til kl. 7 e. m daglega. Sjötugsaimsli á i dag Nikolina Snorradóttir, Óðinsgötu '11. Skipairóttir. Gulifoss kom til Leith i gær. Goðafoss kom til Hull í gær. Brúarfoss var á Flat- ey í gærmorgun. Lagarfoss er á Akureyri. Dettifoss kom til Vest- mannaeyja i nótt og hingað i kvöld. Seifoss er i Reykjavík. Esja kom hingað á sunnudagsmorgun, en hafði verið væntanleg á laug- ardagskveld, eins og frá var sagt 1 seinasta blaði. Gestamót Ungmennafélaganna verður haldið hér í Reykjavík n. k. laugardag. Mót þessi eru hald- in árlega og eru vanalega mjög fjölsótt og einhver ánægjulegasta skemmtun vetrarins. Erlendum listamönnum hefir verið bannað að halda skemmt- anir i Danmörku. Danski þjóð- bankinn heíir kvartað um það við dómsmálaráðuneytið þar hvað eftir annað undanfarið, að mikið fé væri flutt úr landi af erlendum listomönnum, sem halda skemmt- anir í Danmörku. þetta hefir orð- ið til þess, að banna ýmsum er- lendum listamönnum að koma fram í Danmörku, og hófst þetta bann í fyrradag á því , að bönnuð var söngskemmtun Mary Ander- son. Utanrikisnefnd transka þingsins hefir samþykkt að senda þjóða- bandalaginu áskorun um að meira verði gert til þess að vernda póli- tísk réttindi og frelsi íbúanna í Saarhéraðinu. (þýzka útvarpið bætir því við, að nefndinni hafi láðst að geta þess, að frelsi Saar- búa s'é mest hætta búin af frönsku stjómarnefndinni). — F.Ú. Þýzkir flóttamenn. Fyrsti fund- ur alþjóðanefndarinnar til aðstoð- ar þýzkum flóttamönnum verður haldinn í Genf í næstu viku. Fulltrúar frá 12 þjóðum sækja fundinn, en forseti hans er Banda- ríkjamaður. — FÚ. Fulltrúaráð þýzku ríkisjárn- brautanna heldur nú fund í Múnchen. það hefir komið í ljós á fundinum, að tekjur járnbraut- anna en nokkru minni í ár held- ur í fyrra, og er það aðallega því að kenna, að farþegaflutningur hefir minnkað. Vöruflutningar hafa aftur á móti aukizt nokkuð. — F.Ú. Víðlesin skáldverk. Bráðlega á uð opna sýningu á pólskum skáld- verkum í Varsjá. Frægasta bókin á sýningunni verður .,Ouo Vadis“ eftir Henryk Sienkrewicz. Hún hefir komið út á 27 málum og í 564 útgáfum. Næst kemur skáld- sagan „Bóndinn“ eftir Reymonts, sem komið kefir út á 21 máli, í 142 úgáfum. Báðir þessir höf- undar hafa fengið Nobelsverðlaun. Bezti meðgöngutíminn. Norsk kona, dr. med. Kirsten Toverud, sem í mörg ár hefir verið bama- læknir, heldur því fram, að hraustustu börnin fæðist í ágúst- mánuði. Ástæðuna til þessa, grein- ir hún þá, að mæðurnar borði þá meira af ávöxtum, grænmeti og öðrum hollum fæðutegundum á þýðingarmesta hluta meðgöngu- timans, heldur en á öðrum tímum ársins. Hressingarskálinn er orðinn vin- sælt kaffihús, fyrst og fremst fyr- ir að veitingar eru þar ódýrar, og góðar, hefir enga drykkjupeninga og þó góða afgreiðslu, viðkunnan- leg húsakynni og þennan fallega garð, sem sérstök ánægja er að sitja í á sumrin, við kaffidryklcju : góðu veðri. Aldur bílanna. í London eru 25% fólksflutningsbílanna eldri en 10 ára og 3% enn meira en 15 ára gamlir. Uppreisn í Kína. Bretar hafa nú sent tundurspilli, og Bandaríkin annan, til Foochow í Fu-Kien i Kína, þar sem uppreist stendur riú yfir, og eiga herskipin að vernda brezka og bandaríska borg- ara þar. Búizt er við að Japan- ar hafi sent herskip þangað í gær. — FÚ. Ungmennafélagið Velvakandi heldur fund í kvöld kl. 9 á Bar- ónsstíg 65. Á undan fundinum verður námsskeið í útskurði. Norskur herforíngi var fyrir skömmu með dómi sviftur embætti sínu í norska hernum, fyrir það, að hafa látið 'í ljós þá skoðun, að hann vildi ekki fara í strið. Rétt- urinn taldi svo, að maður sem lýsti þvi yfir, að hann vildi ekki vinna verk, sem hann hefði tekið að sér, eða færi um það hrakyrð- um, ætti ekki við það að vera. Ennfremur taldi rétturinn, að þessi neitun herforíngjans á því að fara í stríð, væri ástæðulaus, þar sem ekki gæti, að því er Nor- eg snerti, verið um annað að ræða en varnarstríð. Urslit spönsku kosninganna, sem þegar eru fullkunn, eru þessi: Hægri flokkarnir hafa fengið 184 þingmenn, miðflokkarnir 128 og vinstri ílokkarnir 66. Endurkosn- ing á að fara fram i 95 þing- sæti. —■ FÚ. Á fjárlögum Japana fyrir næst- komandi fjárhagsár er gert ráð fyrir mjög auknum gjöldum til hers og flota. Til flotans er á- ætlað að veita 449 milljónir yena, en til hersins 487 milljónir. — FÚ, > Einkennilegt vinnulag. Flestir vegfarendur í bænum munu hafa tekið eftir því að sumar götumm eru stundum svo að segja jafn- harðan rifnar upp og þær eru lullgerðar. í sumar var t. d. Skot- liúsvegurinn mjög mikið lagaður, sömuleiðis Fjólugatan. þegar ný- búið er að leggja þessar götur báð- ar mörgum lögum og þjappa þær, eru þær rifnar upp til þess að koma fyrir gasleiðslum, þegar bú- ið var að ganga frá þessum leiðsl- um, þurfti að rífa nefndar götur upp aftur, því þá þurfti að leggja í þær rafmagnsleiðslur. — Mundi ekki vera hægt að finna einhverja liagkvæmari atvinnubótavinnu? Kuldar í Englandi. Víða í Eng- landi hafa verið kuldar og hríð- ar undanfarna daga. Snjókoma varð víða mikii og féll tveggja til sex þumlunga snjór. — FÚ. Úr Dalasýslu. Fjárheimtur hafa verið hér yfirleitt góðar, og lömb í meðallagi að þroska. Fé liggur viðast .úti, og er það óvenjulegt um þetta leyti árs. Bráðapest hef- ir stungið sér niður á nokkmm stöðum. — Sláturfé var margt rekið til Borgarness og Reykjavík- ur, 3—4 þúsund. þó mun slátrun í Búðardal hafa verið svipuð og undanfarin ár. Hækkandi verð sláturfjárafurða hefir gert það að verkum, að fœrra hefir verið sett á af lömbum nú en undanfarin ár. Talsvert hefir verið keypt af fóðurbæti, að mestu leyti síld. FÚ. Frá Alþingi. Framh. af 2. síðu hefði nú fengið. Báðir banka- stjórarnir voru sammála um það, að beita þyrfti frekari ráðstöfunum en nú viðvíkjandi skömmtun á gjaldeyri, ef lög nr. 1 8.' marz 1920 yrðu af- numin“. Blindir menn. Magnús Jónsson flytur til- lögu til þingsályktunar um að fela ríkistjórninni að hlutast til um: 1. Að fátækum, blindum mönnum verði veitt undan- þága frá að greiða afnotagjald af útvarpsviðtækjum, eftir til- lögum stjómar Blindravinafé- lags íslands. 2. Að Blindravinafélagi Is- lands verði fengin ókeypis allt að 10 viðtæki til afnota fyrir blinda menn, eftir reglum, sem ríkisstjórnin setur um útlán þeirra. Réttariorsetinn i Leipzig til- kynnti í réttinum í ^fyrradag, að hann gerði ráð íyrir því, að hinni pólitísku hlið rannsóknarinnar út af bruna Ríkisþingshússins yrði lokið um helgina, eða þá fyrstu daga næstu viku. — F.Ú. Menningarlög. Samkvæmt nýj- um þýzkum lögum, sem kölluð eru menningarlög, eru nú allir þýzkir rithöfundar, nema blaða- menn, skyldaðir til þess að ganga í Samband þýzkra rithöfunda, og hefir verið gefin út fyrirskipun þess efnis, að þeir skuli hafa gert það fyrir 15. des. — F.Ú. Án dóms og laga. Óvenjulega mikið hefir borið á því í Banda- ríkjunum í síðastl. mánuði, að menn hafi verið teknir af án dóms og laga. í borginni St. Joseph í Missouri réðist mannfjöldi á fang- elsi i fyrradag og náði þaðan negra, sem átti að hafa svívirt hvíta konu, og var hann hengdur. í Salisbury í Maryland tókst mannfjölda að bjarga úr fangelsi fjórum mönnum, sem höfðu verið teknir fastir fyrir að taka negra af lífi án dóms og laga. þrjú hundruð liermenn börðust við mannfjöldann, en fengu ekki við ráðið. í South Carolina voru þrír menn teknir fastir i gær og höfðu þeir staðið fyrir því að taka negra af lífi 16. nóv. — F.Ú. § Ódýrn § auglýsingarnar. Kennsla ÖKUKENNSLA. Steingr. Gunnarsson Bergst. stræti 65, heima. Sími 8973 eða á Aðalstöðinni. Sími 1388. Hillupappír, mislitan og hvítan selur Kaupfélag Reykja- víkur. Sími 1245. Rit til sölu. Nýjar kvöldvök- ur frá byrjun. Einnig nokkrir fyrstu árgangar Fálkans og Spegilsins. A. v. á. Ódýrastar og beztar vörur á Vesturgötu 16. Sími 3749. VERZLUNIN BRÚARFOSS Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkm'. Sími 1245. Ef yður vantar góð og ódýr húsgögn, þá munið Trésmiðj- una á Frakkastíg 10, sími 4378. Tiljtynningar Sauma peysuföt, upphluti, vendi fötum og fleira. Kögra einnig peysufatasjöl. Ódýr vinna. — Upplýsingar á Braga- götu 22 A III. hæð. Gerið svo vel að hringja upp 2266 eða 4262, þegar ykkur vantar nýjan fisk. Munið Kjötbúð Reykjavíkur Sími 4769. Tólg tr& Kópaskeri og Búðardal Fyrirliggjandi hjá Samb. ísl. samvinnufél. Sími 1080. RAUÐA HÚSH). komnir góðan spöl frá húsinu. Framundan og til hægri handar lá trjágarðurinn, fyrst í lægð^ en hækkaði svo smám saman, svo að byrgði útsýnið lengra í þá átt. Þétt skógarræma á vinstri hönd skyggði á þjóðveginn fyrir þeim. — Hefir þú komið hér fyrri? sagði Antony stutt- aralega. — Það held ég. Oftar en einu sinni. — Ég átti við hvort þú hefðir komið á þennan ,stað, þar sem við stöndum núna. Eða sitjið þið inni við ballskák allan guðslangan daginn? — O, sei-sei, nei. — Jæja, tennis og þessháttar. Það eru til margir menn sem eiga fallega trjágarða, en nota þá bara aldrei nokkurn tíma, og allir ræflamir, sem ganga framhjá rykugan þjóðveginn, hugsa um það, hvað þeir, sem eiga þetta, séu hamingjusamir menn, og halda að þama inni hafi þeir allt hugsanlegt, sem til skemmtunar má vera. Hann benti til hægri. Hef- ir þú nokkumtíma komið á þessar slóðir? Bill hló, eins og hann hálfgert blygðaðist sín. — Ekki sérlega oft. Ég hefi auðvitað gengið þennan veg vegna þess, að það er styzta leiðin í bæinn. — Jæja ... það er rétt; segðu mér nú eitthvað um Mark. — Hvað ætti það að vera? — Sjáðu nú til. Sleppum því, að þú ert gestur hanns og hann sjálfur einstakt prúðmenni og þar fram eftir götunum. Vertu ekkert að ryfja upp fyrir- þér úr „Kennslubók í mannasiðum“, en segðu afdráttarlaust hvað þér finnst um Mark og hvem- ig þér líkar að vera hjá honum og hvað oft þessi litli hópur ykkar hefir átt í rifrildi þessa vikuna, og hvemig þér semur við Cayley og svo yfirleitt allt annað. Bill leit til hans með ákefð. — Heyrðu, hefurðu tekið þátt í bréflegu náms- skeiði fyrir spæjara? — Ég ætla að fá mér nýtt starf, sagði Antony og brosti við. — Það er laglegt! Ég á við það.... hann leið- rétti sig, svo sem í afsökunarskyni, maður ætti auðvitað ekki að taka svona til orða þegar lík stendur uppi á bænum og sjálfur húsbóndinn. .. . Hann þagnaði vandræðalega og lauk svo við setn- inguna á þessa leið: Fjandinn hafi það, þetta er dálaglegt ástand héme. —Jæja? sagði Antony. Haltu áfram. Mark? — Hvemig mér líkaði við hann? —,Já. Bill var í vandræðum hvemig hann ætti að orða hugsanir, sem hann hafði aldrei getað gert sér vel Ijósa grein fyrir. Hvaða álit hann hafði á Mark? Þegar Antony sá að vöflur komu á hann, mælti hann: — Ég hefði átt að segja þér það strax, að þú þarft ekki að vera hræddur um það, að nokkuð af því sem þú kannt að segja mér verði skrifað nið- ur og fengið lögreglunni í hendur, svo þú þarft ekki að vera í neinum vandræðum með það hvaða orð þú getir leyft þér að nota. Segðu hvað sem þér sýnist og segðu það alveg eins og þér sýnist. Ég skal reyna að koma þér á skrið. Hvort vilt þú nú heldur vera hér yfir helgina, eða vera hjá Borring- tonsfólkinu ? — Tja, það er nú undir því komið... . — Setjum svo, að hún sé þér samtíða á hvorum staðnum sem væri. — Þú ert bjáni, sagði Bill, og gaf Antony oln- bogaskot. En um þetta er vandi að segja, því það skaltu vita, að hér er allt annað en dónalegt að vera. — Svo? — Já. Ég hugsa að ég viti ekki af neinum stað, þar sem allt er í jafn góðu lagi. Herbergið hefir maður, matinn — áfengið — vindlingana — allt er

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.