Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 07.12.1933, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 07.12.1933, Qupperneq 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Annáll. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Leith i fyrrakvöld á leið til Vest- mannaeyja. Goðafoss er á leið til Hamborgar frá Hull. Brúarfoss fór frá ísafirði í gærmorgun kl. 11 á leið Reykjavíkur. Dettifoss kom frá Hull og Hamborg í fyrrakvöld. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss er í Reykjavík. Vátryggingariélögin London og Poenix eru geysistór og fjársterk félög. Eins og sést í auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu eru eignir þeirra 853 milj. ísl. króna virði. Til þess að fullvissa blaðið um að tala sú væri rétt, er aug- lýst er, kom umboðsmaður félag- anna hér með skilríki er sýndu það. Skipulagsmál. Á bæjarráðsfundi, sem haldinn var 17. nóv. var lagt fram bréf frá atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytinu ásamt till. skipulagsnefndar, um að stofna til samkeppni um skipúlagsgerð. Á síSasta byggingarnefndarfundi voru 20 byggingarleyfi afgreidd. Mest voru það smábreytingar sem gera á á gömlum húsum og ýms- ar viðbætur. Loðdýrarækt. Á siðasta bæjar- ráðsfundi var samþykkt að gefa mönnum kost á að fá land til loðdýraræktar í Krossamýri. Bæjarstjómarfundur verður í dag kl. 5. Til umræðu verður með- al annars tillaga um lögreglunám- skeið, og tillaga um kosningu 2 manna til þess að athuga reikn- inga mötuneytis safnaðanna. Kolaskip kom í fyrrinótt til Sigurðar Ólafssonar. Kópur fór til fsafjarðar í gær til þess að taka bátafisk. Fer hann síðan með fiskfarm til Eng- lands. íslandið kom í gærkvöldi frá Kaupmanahöfn. Bdda er á útleið með fiskfarm en Hekla fór með saltfarm vest- ur á Breiðafjörð og til Vestfjarða. Verzlunarjöínuðurinn. Verðmæti útflutnings í ár hefir numið 39.2 millj. kr., en innflutningurinn á sama tima hefir numið 37.8 millj. kr. Útflutningurinn er því 1.4 millj. kr. meiri en innflutningur- inn. Á sama tíma í fyrra nam sá munur 7.7 millj. kr. Innflutning- urinn til októberloka í ár hefir vérið 37% meiri en í fyrra og út- flutningurinn á sama tíma 9% meiri. Samvinnumannablaðið Rewiew of internatianal cooþeration, sem Aiþjóðasamband samvinumanna gefur út, var fyrir skömmu bann- að í þýzkalandi. Blaðið hefir verið prentað í Sviss og sent þaðan til Sambandanna út um heim og meðal annars til sam- bandsins í Hamborg, en septem- berblaðið var ekki sent út til kaupendanna i þýzkalandi, en kaupendunum 1 staðinn skipað að hætta að kaupa blaðið. Ástæðan fyrir þessari ráðstöfun er ekki önnur en sú, að nefnt blað vinn- ur að aukinni samvinnustarísemi. Árvakur heitir dálítið fjölritað blað, sem drengir þeir, er fóru til Færeyja úr Austurbæjarskólanum í íyrrasumar, gefa út. í því eru nokkrar smáfrásagnir, sögur, vís- ur og æfintýri. Sumt er þarna býsna laglega sagt, eins og t. d. æfintýrið u.m vatnsdropann. Farþegar með Dettifossi frá út- löndum í fyrradag: Geir Zoega, Regína Jónasdóttir, Ingólfur Hin- riksson. Dagskrá bæjarstjómar í dag. 1. Brunabótavirðingar. 2. Fundargerð byggingarnefndar 30. nóv. 3. Fund- argerð bæjarráðs 17. nóv. 4. Fund- argerð bæjarráðs 21. nóv. 5. Fund- argerð bæjarráðs (2. og 3. liður) 24. nóv. 6. Tillaga um lögreglu- námskeið. 7. Tillögur bæjarfull- trúa Stefáns Jóh. Stefánssonar frá bæjarstjórnarfundi 22. nóv. III. lið. 8. Tillaga um kosning tveggja manna til að athuga reikninga og rekstur Mötuneytis safnaðanna. Leikfélögin. Frv. um eftirgjöf á skemmtanaskatti leikfélaganna var fellt í efri deild í fyrradag. Gestir í bænum: Guðmundur Davíðsson, þingvöllum, Helgi Benónýsson, Vestmannaeyjum. Kosningarnar 16. júlí. 1 seinustu Hagtíðindum er gefið yfirlit yfir síðustu alþmgiskosningar, þátt- töku í þeim o. fl. Á kjörskrá voru rúml. 53 þús. kjósendur, en aðeins 69% þeirra neyttu atkvæðisréttar síns. Hafa alþingiskosningar aldrei verið eins illa sóttar síðan 1919. Mest þátttaka hefir verið í kosningunum 1931, þá kusu 78.2% kjósendanna. Bezt voru kosning- arnar nú sóttar i Hafnarfirði, þar var þátttakan 92.9%, en verst voi’u þær sóttar í Eyjafjarðar- sýslu, þar var þátttakan 51.5%. Utan kaupstaðanna var kosningin bezt sótt í Vestur-Skaptafellssýslu, þátttakan 89.2%. Kvenfólkið er i meirahluta meðal kjósendanna (52%), en hinsvegar var þátttaka þess í kosningunum miklu verri en karlmannanna. Af karlmönn- unum neyttu 79% atkvæðisréttar síns, en af kvenkjósendum aðeins 61.9%. Atvlnnuléysið. Áður hefir verið hér í blaðinu sagt frá atvinnu- leysingjatalningunni í Reykjavík, sem fram fór 1. nóvember. Á sama tíma fór fram skráning at- vinnulausra á ísafirði, Vestmanna- eyjufn og Seyðisfirði. Á Seyðis- firði voru skráðir 31 atvinnuleys- ingjar, í Vestmannaeyjum 90 og á ísafirði 141. Að frátöldum ísafirði virðist talningin hafa verið illa sótt, því víst er það, ef öll kurl hefði komið til grafar, að ástand- ið hefði ekki virzt betra annars- staðar. Veðurblíða. Nýútsprungin Sóley sást á Hvanneyrartúni við Siglu- Dálaglegur andbanningur. Am- ei’íkublað eitt hefir átt tal við Spike O’Donnell, sem er alkunnur bófi, og kunnur að því að hafa rekið óleyfilega vínsölu, og spurt hann álits á afnámi bannlaganna. O’Donnell sagði, að hann væri meðmæltur því, að lögin voru felld úr gildi, ekki sízt vegna þess, að nú gæti félitlir verka- menn fengið sér ódýrt bjórglas á frjálsan hátt eins og áður hefði verið. — F.Ú. Byrd pólifarl og félagar hans komu í dag til Wellington í Nýja Sjálandi, og leggja þaðan af stað næstkomandi þriðjudag í rann- sóknarför sína suður í höf á skipi sínu, Jakob Rupert. þeir hafa með sér fjórar flugvélar, og ýmisleg rannsóknartæki, og ætla að fljúga yfir svæði, sem ekki hafa verið rannsókuð áður. Meðal annars hafa þeir með sér þrjár kýr, og eru það fyrstu kýrnar, sem flutt- ar hafa verið til suðurheimskauts- landanna. — F,Ú. Zionista leiðtoginn Weizman flutti í gær í-æðu á fundi nefnd- arinnar til hjálpar þýzkum útlög- um. Hann sagði þar meðal ann- ars, að hann teldi vænlegast fyrir Gyðinga, að setjast að í Banda- ríkjunum, í sumurn hlutum Breta- veldis, svo sem í Ástralíu, og í Suður-Ameríku ríkjum og Pale- stínu. — F.Ú. Útlendingar ílýja. Útlendingar eru nú farnir að flýja i stórhóp- um frá FuKien. Margir Ameríku- menn komu í gær frá Yen Ping til Nanking. Umferðin í bænum • Ódýru f 15. Ökumenn. auglýsmgarnar. Nemið aldrei staðar á miðri akbraut, fast við gatnamót eða á krossgötum. Það má einung- is gera út við gangstétt eða á götujaðri til vinstri handar. Ferming og afferming farar- tækja skal fara fram gang- stéttarmegin. Farþegar skulu og þeim megin stíga upp í far- artæki og út úr þeim. 16. Ökumenn. Kennsla ÖKUKENN SLA. Steingr. Gunnarsson Bergst. stræti 65, heima. Sími 8973 eða á Litlu bílastöðinni. Sími 1380. Kaup og sala 37. gr. lögreglusamþykktar- innar hljóðar svo: „Ef vegfarandi veldur slysi, hvort sem það er hans sök eða ekki skal hann þegar nema staðar, skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess er krafizt, og hjálpa þeim, sem slasast hefir, ef þörf gerist“. Að hraða sér burt eða hlaupa í felur að afstöðnu slysi eins og stundum hefir átt sér stað, er engum ærlegum manni sam- boðið, jafnframt því sem það er brot á almennri reglu. Hús og aðrar fasteiguir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Hillupappír, mislitan og hvítan selur Kaupfélag Reykja- víkur. Sími 1245. Rit til sölu. Nýjar kvöldvök- ur frá byrjun. Einnig nokkrir fyrstu árgangar Fálkans og Spegilsins. A. v. á. Munið lága vöruverðið á TÝSGÖTU 8 „Þarna fór bjðrinn þinn Pétur". Einu sinni auruðu tveir ná- ungar saman og fór annar þeirra inn í búð og keypti tvo bjóra. Þegar hann hitti félaga sinn . aftur brotnaði önnur bjórflaskan. Varð honum þá að orði: „Mikið h..... þama fór bjórinn þinn, Pétur“. Það er eitthvað líkur hugsanaferill Valtýs, þegar hann er að lýsa „skissunni“ með 700 krónumar til nazistans Gísla Sigurbjöms- sonar. V. segir að ferðastyrk- urinn sé veittur „sama sem úr bæjarsjóði“, þó vitanlegt sé að á engan hátt verður greint á milli þess fjár, sem ríkið, bæjarsjóður og einstakir menn gefa mötuneyti safnaðanna. Ef Framsóknarmaður hefði átt í hlut, hefði Valtýr áreiðanlega kallað ferðastyrkinn þjófnað og það án gæsalappa. x. Ódýrastar og beztar vörur á Vesturgötu 16. Sími 3749. VERZLUNIN BRÚARFOSS Ef yður vantar góð og ódýr húsgögn, þá munið Trésmiðj- una á Frakkastíg 10, sími 4378. Tilkynningar Sauma peysuföt, upphluti, vendi fötum og fleira. Kögra einnig peysufatasjöl. ódýr vinna. — Upplýsingar á Braga- götu 22 A III. hæð. Gerið svo vel að hringja upp 2266 eða 4262, þegar ykkur vantar nýjan fisk. Munið Kjötbúð Reykjavíkur Sími 4769. Atvinna Vetrarmann vantar í sveit. Afgr. vísar á. RAUÐA HÚSIÐ. — Hvað áttu við? — Jú, sjáðu. Mark vill ráðstafa öllu. Hann rexar og regerar og svo heimtar hann, að gestimir sam- þykki allt sem hann vill. Ég skal nú segja þér eitt til dæmis. Betty — miss Calladine — og ég hugs- uðum okkur að fara tvö ein í tennis hér um dag- inn. Hún er mesti vargur í tennis og vildi veðja um það að hún skyldi vinna. Mark sá að við vorum að fara út með áhöldin og spurði hvað við ætluðum. Það var sem sé þannig, að hann hafði ráðgert að við færum í tennis eftir te, og hafði reiknað allt út og teiknað með bláu og rauðu bleki allan ganginn í leiknum — með verðlaunum og öllu saman — ann- ars nógu sniðuglega. Hann hafði látið slá grasbal- ann og kríta hann bara fyrir þetta tækifæri. Nú, ekki fyrir það, við Betty hefðum svo sem ekki eyðilagt grasbalann, og við hefðum hæglega getað farið í tennis eftir te — hún sló mig út eins og að drekka — en hvað sem því leið .... Bill þagnaði og ypti öxlum — þetta kom ekki heim við ráða- gerðir hans. — Það kom ekki heim við fyrirætlanir hans? — Nei. Það myndi hafa ruglað áhrifin af þess- ari nákvæmu áætlun hans. Svo að við hættum við allt saman. Hann hló og bætti svo við: Ef við hefðum ekki hætt við að fara í tennis, þá hefði okkur aldrei framar verið boðið hingað. — Hefði ykkur ekki verið boðið aftur? — Sennilega ekki. Nú, ég skal ekki fortaka það, en að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. — Ertu viss, Bill? — Ójá. Það er fjandi að fara svoleiðis í gildr- una. Þessi miss Norris — tókstu nokkuð eftir henni ? H ú n hefir sannarlega gert fyrir sér. Ég þori að veðja hverju sem vera skal um það, að hún kemur ekki aftur hingað. — Því þá það? — Bill hló í kampinn. — Við vorum reyndar öll með í því. — Minnsta kosti ég og Betty. Það er sagt að hér sé reimt í húsinu. Einhver lady Anne Patten. Hefir þú heyrt minnst á hana? — Nei, aldrei. — Mark sagði okkur sögu af henni einu sinni þegar við vorum að borða miðdegisverðinn. Hann var afar hrifinn af því, að það skyldi vera draugur í húsinu hans; ekki svo að skilja, að hann trúi á drauga. En ég held að hann hafi viljað láta okkur öll saman trúa á þennan kvendraug, og þó var hann hálf-hneykslaður á þeim Betty og mrs Calladine af því að þær eru í raun og veru hræddar við drauga. Sá er góður! Nú hvernig sem þáð nú var, þá bjó miss Norris sig — hún er leikkona og það þekkt leikkona — eins og vofu — til þess að leika á hann. Og Mark ræfillinn ætlaði að sálast úr hræðslu. Auðvitað bara allra snöggvast. — En hin? — Ja, við Betty vissum nú um allt. Ég sagði henni — miss Norris auðvitað, að gera nú enga vitleysu. Því ég vissi hvernig Mark var. Mrs Calla- dine var ekki með — Betty vildi ekki, að hún væri neitt riðin við þetta. En hvað majórinn snertir, þá hugsa ég að það þurfi nokkuð til þess að h a n n verði hræddur. — Hvar birtist vofan? — Niðri á vellinum þar sem við höfum knatt- leikinn. Það er sagt, að vofan sé þar á sveimi. Þarna vorum við öll í tunglsljósinu og létum sem við værum að bíða eftir því að vofan birtist. Veiztu hvar völlurinn er? — Nei. — Ég skal sýna þér það þegar við erum búnir að borða. — Það vil ég gjarnan. Var Mark vondur á eftir? — Heldur það. Hann var eins og naut heilan dag á eftir. Já, svona er hann. — Var hann reiður við ykkur öll ?

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.