Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Blaðsíða 2
2' N Ý J A DAGBLAÐIÐ U.M.F.I U.M.P.V. Gestamot ungmennafélaga verður haldið í Iðnó á morgun og hefst klukkan 9 e.h. Til skemmtunar verður: Frambjóðanda í kjördæmi er heimilt að afsala sér rétti til landlistasætis, enda tilkynni hann það landskjörstjórn áður en framboðsfrestur fyrir lands- lista er, liðinn, sbr. 26. gr„ og verður hann þá ekki tekinn á listann". Mótið sett. Upplestur (Friðf. G-uðjónsson). Karlakór syngur. Sjónleikur. Vikivakar. Dans, Hijómsveit Aage Lorange. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó í dag kl. 5—7, og á morg- un eftir kl. 1, og kosta þeir kr. 2,50. N ý ljóðabók er nýútkomin eftir vestfirsku skáldkonuna Guðrúnu Magn- úsdóttur, kennara í Bolungavík. Bókin er snotur að efni og frágangi og mun mörgum ljóðavinum kærkomin jólagjöf. Fæst hjá bóksölum. Kostar kr. 4,75. Stærsta bruna- og lítsábyrgðarfélagiö, sem atarfar hér á landi, er S V E A Aðalumboð fyrir ísland: C. A. Broberg Lækjartorgi 1 — Sími 3123 Líftrygrglng'arupphœð vlð árslok 1082 . . kr. 581.612.064 sœuskar Nýtrygglngar teknar á árinu.......— 56.863.633 — Innborguð iðgj ild fyrir líftrygginfrar 1032 — 20.854.013 Innborguð iðgjöld f. brunatryggingar 1032 — 21.100.033 — Þó SVEA vinni aðeins að líftryggingum hér á landi, er hin stóra brunadeild félagsins aukið öryggi fyrir hina tryggðu. Auk þess sem hluthafar fá aðeins arð af þessari deild félagsins. Gengur því allur sá arður, sem er af líftryggingunum til hinna tryggðu í endurgreidd- um iðgjöldum (bónus). Takið þvi allar ykkar líftryggingar hjá SVEA Framgang sinn og vinsældir á SVEA fyrst og fremst að þakka réttum skilningi á þörfum hinnatryggðu og heilbrigðri samkeppni Frá Alþiugi Fundir hófust í gær í báðum deildum kl. 1, og voru 15 mál á dagskrá í efri deild og 8 í neðri deild. Framhald umræðu um kosn- ingalögin stóð í neðri deild til kl. að ganga 4, þá fór fram atkvæðagreiðsla um breyting- artillögur og frv. í heild og var það endursent til efri deild- ar til einnar umræðu þar. Um breytingartillögu Thors Thors, Jakobs Möller og Gísla Sveinsson, féll forsetaúrskurð- ur á þá leið, að ekki þætti fært að vísa henni frá atkvæða- greiðslu. Var breytingartillagan. því- næst borin upp til atkvæða og felld með 15 gegn 13 atkv. Allir Sjálfstæðisflokksmenn í deildinni greiddu atkvæði með henni, en Framsóknarflokks- menn og Alþýðuflokksmenn á móti. Tillaga Vilmundar Jónssonar um úthlutun uppbótarsætanna var þvínæst samþykkt mótat- kvæðalaust, en í henni er far- ið eftir venjulegum reglum hlutfallskosninga. Báðar þessar tillögur voru birtar hér í blaðinu í gær. Flestar tillögur nefndarinn- ar voru samþykktar óbreyttar í gær. í einu hljóði, enda voru það samkomulagstillögur. Ákvæðin um landlistann (þau sem ágreiningi ollu) eru nú orðin nokkuð margbrotin, en þau hljóða svo í frv. eins og það nú er afgreitt til efri deildar: Úr 30. gr.: „Á landlista skulu vera nöfn frambjóðenda flokks í kjör- dæmum, þó eigi fleiri fram- bjóðenda úr neinu kjördæmi en þar á að kjósa þingmenn og varamenn (í Reykjavík). Nú eru fleiri frambjóðendur af hálfu flokks í kjördæmi en þar á að kjósa þingmenn, og sker þá flokksstjórnin, sbr. 28. gr., úr því, hver eða hverjir þeirra skuli teknir á landlisþa. Á landlista skiilu nöfn fram- bjóðendanna sett eftir staf- rófsröð. Stjórnmálaflokki er heimilt að láta fylgja landlista sínum til landskjörstjórnar skrá yfir frambjóðendur flokksins í kjör- dæmum í þeirri röð, er flokk- urinn óskar, að þeir hljóti uppbótarþingsæti. Röðina á landlista að kosn- ingu lokinni ákveður landskjör- stjórn samkvæmt ákvæðum 128. gr. Úr. 128. gr.: „Til þess að finna, hverjir frambjóðendur þingflokks hafa náð uppbótarþingsæti, skal fara þannig að: Fyrst skal nema af landslista flokksins alla þá frambjóðendur, sem náð hafa kosningu í kjördæm- um. Þá frambjóðendur, sem kunna að hafá náð kosningu sem varaþingmenn í Rvík, skal þó eigi nema af listanum að svo stöddu. Því næst skal skrá við nöfn frambjóðend- anna persónuleg atkvæði þeirra hvers um sig í kjördæmum. Ef eftir eru á listanum tveir eða fleiri, sem í kjöri hafa ver- ið í sama kjördæmi, skal nema þá alla burt, nema þann einn fyrir hvert kjördæmi, sem hæsta hefir atkvæðatölu. Því næst skal raða þeim frambjóð- endum, sem eftir eru á listan- um, þannig, að sá, sem hæsta atkvæðatölu hefir, verði efst- ur, sá, sem að honum frá- gengnum hefir atkvæðatölu, er nemur hæstri hundraðstölu gildra kjörseðla í kjördæmi sínu, næstefstur, o. s. frv. á víxl. ^ . Hafi þing-flökkur notað sér heimild 30 gr. til íhlutunar um röð frambjóðenda á landlista, skal á sama hátt og áður segir nema af skrá flokksins alla þá, sem ekki koma til greina við úthlutun uppbótarþingsæta. Þeir, sem þá eru eftir á skránni, skiptast í þriðja hvert sæti landslistans í þeirri röð, sem þeir nú eru, þannig að efsti frambjóðandi á skránni verður þriðji á landlistanum, annar frambjóðandi hinn sjötti o. s. frv„ hafi hann eigi áður hlotið sæti á honum samkvæmt reglum 1. málsgr. þessarar gr. Að öðru leyti skipast sæti landslistans samkvæmt reglum 1. málsgr. Ef þingflokkur hef- ir ekki haft landslista í kjöri, en á þó tilkall til uppbótarsæta, skal landskjörstjóm gera þeim flokki uppbótarsætalista, er sé skipaður öllum frambjóðendum flokksins í kjördæmum, þó ekki fleiri frambjóðendum fyrir neitt kjördæmi, en þar átti að kjósa þingmenn og varaþing- menn (í Reykjavík). Hafi fleiri verið í kjöri af hálfu þess flokks í kjördæmi en þar áttl að kjósa þingmenn, tekur sá eða þeir frambjóðenda sæti á uppbótarsætalistanum, sem hef- ir hæsta eða hærri atkvæðatölu í kjördæmum. Því næst nemur landskjörstjórn þá frambjóð- endur af listanum, sem hafa náð kosningu í kjördæmi, og skipar þeim, sem þá eru eftir, í röð á listanum samkv. regl- um 1. málsgr. þessarar gr. Ef frambjóðendur hafa jöfn at- kvæði við niðurskipun á lista eða til upbótarþingsætis, ræð- ur hlutkesti milli þeirra eftir reglum 119. gr. Skorti nú á, að eftir séu á QSófmútiutir - íþróttir - íistir Tvær unglingabækur. I haust komu út tvær bæk- ur, sem ætlaðar eru unglingum til lestrar, önnur einkum fyrir stúlkur, hin fyrir drengi. Hér er að vonum lítið um unglinga- bókmenntir. Er því full ástæða til að gefa gætur að því, sem út kemur í þeirri grein. Stúlknabókin heitir Anna í Grænuhlíð, og er eftir kana- diska skáldkonu, L. M. Mont- gomery að nafni. Axel Guð- mundsson hefir þýtt söguna á snoturt mál, en farið of ná- kvæmlega eftir frumtekstan- um, virðist mér. Sagan segir frá munaðarlausri telpu, sem roskin systkini uppi í sveit taka að sér. Fyrst er telpan heldur óféleg og kemst vel á veg með að gera lesandann uppgefinn og dauðleiðan á lát- lausu masi og vaðli. En syst- kinin í sögunni og höfundur og þýðandi með þeim eru hrifin af vaðlinum, svo að brátt tóm- ast úr telpu; hún verður auga- steinn fósturforeldranna, somi sveitai'innar og- gáfnaljós skól- ans. Er sagan eftir því skemmtilegri og betur sögð, sem lengra líður á hana. Telpum þykir vafalaust gam- an að Önnu í Grænuhlíð, og hún leiðir hugann að ýmsu, sem betra er að 'kynnast en án að vera, og má því telja feng í henni. En það er leiðinlegt, að gleymst hefir að lesa af henni prófarkir. Drengjabókin er alíslenzk og heitir Börnin frá Víðigerði. Höfundur hennar, Gunnar M. Magnússon kennari, er þegar kunnur maður og vinsæll með- al barna og unglinga. Sagan gerist á þeim tímura, er fólk streymdi héðan til Vestur- heims, og þangað fór Víðigerð- isfólkið. Meðal barnanna frá Víðigerði er Stjáni langi úr Reykjavík, aðalsöguhetjan, og sá lætur nú ekki allt fyrir brjósti brena. Saga þessi er nýjung í ís- lenzkum unglingabókmenntum. Hún er laus við þá væmnu helgislepju, sem margir halda að vera eigi á öllu, sem börn lesa, fjörug og fyndin, full af margbi-eyttni, gáska, hrekkj- um og ljómandi fegurð, eins og sjálft líf barnanna. Ég hefi ekki séð drengi skemmta sér við aðra bók hjartanlegar en þessa. Enda fá íslenzkir dreng- ir ekki á hverjum degi annan eins hátíðamat og Fransara- sögu langa Stjána og Bláu röndina á vatninu. Ólafur Erlingsson hefir gef- ið út Önnu í Grænuhlíð, en Ólafur P. Stefánsson Börnin frá Víðigerði. Hafi þeir báðir þökk fyrir. A. Sigm. Ný matreidslubók. Kaldir réttir og smurt brauð. Eftir Helgu Sig- _ urðardóttur. Ungfrú Helga Sigurðardótt- ir hefir gefið út nýja mat- reiðslubók, þá þriðju í röðinni, og eru báðar hinar fyrri þegar uppseldar. Bók þessi lýsir til- búningi 150 rétta alls þar af 99 kaldir réttir, 43 réttir með smurðu brauði og 8 ábætis- réttir. Bókin ber þess merki, að höfundurinn hefir víðtæka þekkingu á fræðigrein sinni og mikla reynslu við tilbúning og framleiðslu hinna mörgu rétta. Lýsingar á tilbúningi og fram- reiðslu þeirra eru glöggar, svo vandalaust er fyrir húsmæður að fara eftir uppskriftunum. Þarna eru uppskriftir yfir rétti til notkunar í veizlum og ódýran hversdagsmat. Lýsingar ungfrú Helgu um hvemig framreiðslan og útlit réttanna eigi að vera á borð- um er sérstaklega eftirtektar- verðar, því smekkvísi um þá hluti hefir sína þýðingu fyrir húsmæðurnar. lista þingflokks tvöfalr fleiri nöfn en listanum hafa hlotnazt uppbótarþingsæti, nefnir hlut- aðeigandi flokksstjórn til menn, sem koma neðst á list- ann eftir því sem til þarf til viðbótar á listann, og skal veita henni hæfilegan frest til þess. Þeir, sem nú standa efstir á landslista hvers þingílokks, hafa náð kosningu sem lands- kjörnir þingmenn, svo margir af hverjum landslista, sem hlutaðeigandi þingflokki hafa hlotnazt uppbótarþingsæti“. Ef efri deild samþykkir ekki . frumvarpið óbreytt eins og það er nú, kemur það til með- ferðar í sameinuðu Alþingi. En kapp mun vera lagt á, að þinginu verði lokið á morg- un, þó ólíklegt sé, að það tak- ist. I sameinuðu þingi hófst fundur kl. 9 í gærkvöldi. Voru 8 mál á dagskrá, og byrjað á varalögreglunni. Var umræðum um hana ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun. Gísli Olafsson frá Eiríksstöðum. Þessi norðlenzki hagyrðing- ur dvelur hér í bænum um þessar mundir. Mun hann hafa í hyggju að halda hér kvæða- og söngskemmtun inn- an skamms. Gísli Ólafsson er kunnur orðinn um aflt land fyrir kvæði sín. Tvær ljóða- bækur hafa verið gefnar út eftir Gísla og eru þær vinsæl- ar mjög, en þá sem þetta lesa er hægt að gleðja með því að • þriðja bókin er þegar prentuð og aðeins ókomin á bókamark- aðinn og verður góð jólagjöf. Gísli Ólafsson hefir vanalega haldið hér kvæðaskemmtun sína við mjög góða aðsókn. Sjálfur syngur Gísli vel og leikur efni kvæðanna ágætlega, enda er hann eftirhermumaður og leikari með afbrigðum. — Mun hann hafa nú á boðstól- um mörg ágætis kvæði, sem Reykvíkingar hafa ekki heyrt. P.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.