Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Blaðsíða 1
1. ár. Reykjavík, föstudaginn 8. desbr. 1933. 36. blað. 1 DAG Sólai’uppkoma kl. 10,07. Sólarlag kl. 2,32. Háflóð árdegis kl. 9,05. Iláflóð síðdegis kl. 9,25. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3,20 e. m. til 9,10 árd. Veðurspá: Suðaustan og sunnan gola, skýjað, en úrkomulítið. 1 Söfn, skrifstofur o. fi.: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 þjóðminjasafnið lokað. Náttúrugripasafnið lokað. Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Landsbankinn ........... opinn 10-3 Búnaðarbankinn ......... opinn 10-3 Útvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg .................. opið 2-7 Sparisjóður Rvikur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7Ya Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfélagið opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband isl. samvinnufélaga opið kl. 9-12 og 1-6 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafél. fslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 ogl-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjómarráðsskrifstofumár opnar 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir ríkisins Skrifst. lögreglustj... opin 10-12 opnar kl. 10-12 og 1-5. Baðhús Reykjavíkur opið kl. 8-8 Lögregluvarðstofan opin allan daginn. Alþingi: Fundur í báðum deildum kl. 1. Hæstiréttur kl. 10. Heimsóknartími sjókrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspitalinn ............ S-6 Laugarnesspítali ...... kl. 12^4-2 Vífilstaðahælið .. 12ya-2 og 3Vi-4y2 Kleppur ................... kl. 1-5 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Ólafur Helgason, lngólfsstræti 6. Sími 2128. Skemmtanir og samkomnr: Nýja Bíó: Grænland kallar, kl. 9. Gamla Bíó: Konungur ljónanna, kl. 9. Samgöngur og póstlerBtr: íslandið kl. 6 til Akureyrar. Suðurland frá Borgarnesi. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 13,00 Búnaðarfélagið: 3. búnaðarfræðsluerindi. 15,00 Veð- urfregnir. Endurtekning frétta o. fl. þingfréttir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynn- irigar. Tónleikar. 19,35 Erindi Fiskifélagsins (Árni Friðriksson). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöldvaka. Bæjarstjórnarfundur. S&mþykkt tillaga Hermaxms Jónassonar um end- urskoðun á reikningum Mötuneytis satnaðanna. Sjáltstæðisflokkurinn felldi tillögu Hermanns Jón- assonar um samvinnuútgerð, og tillögu Stefáns Jóh. Stefánssonar um bæjarútgerð. Vatn handa búendum við ratmagnsstöðina. — Bókari hjá rafveitunni.—Lögreglunámskeið — o.fl. Fundurinn hófst að venju kl. 5 síðd. og stóð til kl. 71/2- Dagskráin var birt hér í blað- inu í gær og skal ekki endur- tekin. Hermann Jónasson bar fram tillögu um að gefa búendum við Elliðaárstöðina kost á að leggja vatnspípur frá aðal- vatnsæð bæjarins, samkvæmt ósk þeirra. Tillögunni var vís- að til bæjarráðs. Fyrir lá ályktun frá meira- hluta bæjarráðs (Sjálfstæðis- mönnum) um stofnun bókara- embættis hjá rafveitunni. Hafði minnihluti bæjarráðsins skotið þessu til bæjarstjórnar, en eigi að síður hafði borg- arstjóri auglýst stöðuna. Var það átalið á fundinum, en borgarstjóri kvaðst hafa aug- lýst eftir ósk meirahluta bæj- arráðs og „að áskildu sam- þykki bæjarstjómar". 1 þessum umr. var það m. a. upplýst, að fráfarandi borg- arstjóri, Knud Zimsen, hefir rúml. 10 þús. kr. eftirlaun ár- lega frá bænum. Samþ. var að hafa tvær um- ræður um tillöguna og var henni vísað til 2. umr. Þá lá fyrir gömul tillaga frá Jakob Möller um að fela borgarstjóra að setja upp lög- reglu-námskeið fyrir þá menn, sem „settir voru af bæjar- stjóminni“ í lögregluþjóna- stöður. Hermann Jónasson gaf þá þær upplýsingar, að hinir nýju lögregluþjónar væru nú teknir til starfa, enda meira en mán- aðartími síðan þeir voru settir, og væri búið að láta þá fá allra nauðsynlegustu tilsögn, svo sem óhjákvæmilegt hefði verið. Sagðist álíta tillöguna skoplega eins og nú stæðu sakir. Jón Þorláksson skýrði frá því, að hann ætlaði ekki að kenna sjálfur á námskeiðinu, en myndi biðja lögreglustjór- axm aðstoðar við námskeiðið. Tillagan var svo samþykkt með 8 gegn 7 atkv. Lengstar urðu umræður um tillögur Stefáns Jóh. Stefáns- sonar, sem að því miða að draga úr yfirvofandi atvinnu- leysi og bjargarskorti í bæn- um, og þá jafnframt um breyt- ingartillögur Hermanns Jónas- sonar, sem voru um það, að í atvinnubótavinnunni skuli mið- að við venjulegan vinnutíma, „eftir því, sem við verður komið“, og að bæjarstjórniu stuðli aö því að koma upp samvinnuút- gerð, en ekki bæjarútgerð, eins og talað var um í til- lögum Stefáns Jóh. Stefáns- sonar. Till. H. J. um samvinnuút- gerð fékk aðeins atkvæði Framsóknarflokksfulltrúanna tveggja, en síðan var bæjar- útgerðartillaga Alþýðuflokks- ins felld með 8 gegn 5 atkv. Aðrar tillögur St. J. St., um j atvinnubótavinnuna, ókeypis ^ gas, rafmagn, koks og húsnæði j til atvinnu- og eignalausra verkamanna, sömuleiðis um, að bærinn setji upp almennings- mötuneyti, voru felldar með 8 j gegn 7 atkv. En tillaga frá honum um, að skrá alla at- ! vinnulausa menn, sem þess óska, var samþykkt með 7:6 atkv. Síðasta mál á dagskránni var tillaga Hermanns Jónas- sonar um kosningu tveggja manna til þess að athuga reikninga og rekstur mötuneytis safnaðanna. Um mötuneytið urðu all- miklar umræður, bæði í sam- ’ i bandi við þennan dagskrárlið og næsta á undan. Aðalbjörg Sigurðardóttir sagðist lengi hafa verið því fylgjandi, að bærinn kæmi upp almennings- eldhúsi, og m. a. þessvegna vildi hún að bærinn ræki sjálf- ur mötuneytið. Borgarstjóri kom þá fram með tillögu, sem fól í sér það tvennt: Að bæjarstjórnin bæri fram þakkir til stjórnar mötuneytis safnaðanna fyrir vel unnið starf og Að skorað væri á forgöngu- menn mötuneytisins að halda starfseminni áfram í einhverri mynd. Síðari liðurinn var samþ. Framh. á 4. «íðu. Engin þingræðisstjórn. Forseti sameinaðs þings getur ekki bent á neinn sem taki að sér að mynda stjórn á þingræðisgrundvelli. Jón Baldvinsson forseti sameinaðs þings sendi kon- ungsritara í gær símskeyti, þar sem hann tjáir konungsritara, að hann geti ekki bent á neinn mann, sem muni getað mynd- að þingræðisstjórn. Sendi for- seti eftirfarandi skeyti: „Út af símskeyti yðar í gær hefi ég talað við formann Sjálfstæðisflokksins og fof- mann Framsóknarflokksins, og hafa þeir hvor af hálfu síns flokks ekki getað gefið neinar nýjar upplýsingar viðvíkjandi myndun þingræðisstjórnar. Af- staða Alþýðuflokksins er óbreytt frá því sem yður hefir áður .verið símað. Þar sem Ás- geir Ásgeirsson eigi treystist til þess að mynda þingræðis- stjórn, get ég nú sem stendur, hversu æskilegt sem mér þó þætti það, ekki bent á neinn, er myndað geti stjóm með stuðningi eða hlutleysi meiri- hluta alþingismanna". Horfir eftir þessu ekki væn- lega um myndun þingræðis- stjórnar héðan af, hvað sem þá tekur við. Innbrot — og banatilræði? Þeir, sem innbrotið frömdu, komust undan í myrkrinu í fyrrinött. En í gærmorgun voru tveir menn með byssu handteknir at lögreglunni. í fyrrakvöld voru þeir * Tryggvi Einarsson frá Miðdal 0g Steingrímur Hinriksson á leið frá Miðdal að Geithálsi. Þegar þeir fóru framhjá sum- arbústað frú Soffíu Jacob- sen, sáu þeir þar ljós í glugga.' Vissu þeir ekki annað en að bústaðurinn væri lokaður og mannlaus, svo sem venja er um þennan árstíma og þótti þetta grunsamlegt. Sneru þeir því heim að húsinu, en þegar þeir komu heim undir var ljós- ið slökkt en tveir menn hlupu brott frá húsinu. Veittu þeir Tryggvi mönn- um þessum eftirför, og dró fljótt saman. Þegar flótta- mennirnir sáu að alvara var gjörð úr eftirförinni, námu þeir staðar og ógnuðu þeim Tryggva með byssu, er þeir höfðu meðferðis, hlupu í brekku nokkra, og gerðu nú alvöru úr ógnunum sínum. Hleyptu þeir skoti úr byss- unni, en hæfðu ekki. Fóru höglin fyrir ofan höfuð ]>eirra Tryggva og sakaði þá hvergi. Þetta varð þó til þess, að þeir Tryggvi og Steingrímur sáu sitt óvænna að fást við menn þessa vopnaða í myrkr- inu og hættu þeir við eltinga- leikinn. Tilkynntu þeir lög- reglunni í Reykjavík atliurði þessa. Lögreglan brá við og setti vörð við veginn fyrir innan bæinn, þar eð búizt var við því, að mennimir væru héðan úr bænum og myndu leita þangað. Um morguninn kl. rúmlega 4 tók lögreglan tvo menn inni við Bjarnaborg. Menn þessir voru að koma í bæinn. Höfðu þeir byssu moð- ferðis. Var farið með þá á lögreglustöðina. Var ann- þeirra með talsverðan mót- þróa svo að setja varð hann í jám. Mennimir, sem handteknir voru, eru báðir danskir og heita Knud Bush og Emil Kemph. Hafa þeir áður komizt í kast við lögregluna fyrir lög- brot. Var Kemph sektaður í sumar fyrir eggjastuld og dráp á æðarfugli. Menn þessir voru undir rannsókn í allan gærdag, en ekki hafa þeir játað á sig að hafa verið að verki uppi í sumarbústaðnum, né heldur að hafa skotið á þá félaga, Tryggva og Steingrím. Bíða þeir í gæzluvarðhaldi meðan málið er í rannsókn. Semor Hitler Yið kommúnista? London kl. 17,00 7/12 FÚ. Litvinoff utanríkisráðherra sovétstjórnarinnar kom frá Ítalíu til Berlínar í morgun. Fulltrúar þýzka utanríkisráðu- neytisins tóku á móti honum á brautarstöðinni.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.