Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBIiAÐIÐ Anuáll. Prófessor Sigurður Nordal kom í fyrrakvöld með íslandi úr fyrir- lestraferð sinni til Stokkhólms. Verður viðtal við hann birt í blao- inu á morgun. Pétur Benediktsson fulltrúi í utanrikisráðuneytinu danska, var meðal farþega á íslandi í gær. Hljómsveit Reykjavíkur efnir til sinna fyrstu hljómleika á þessu starfsári, næsta sunnudag. Sveitin er nú rúmir þrir tugir manna, og mun vera stærsta innlenda hljóm- sveit, sem hér hefir leikið. Að- göngumiðar verða seldir bæði að hverjum einstökum hljómleik og ennfremur í einu lagi að öllum hljómleikum sveitarinnar í vetur, og þá fyrir nokkru lægra verð. Mjólkurgjafirnar í barnaskólan- um eru nú byrjaðar fyrir skömmu. I Austurbæjarskólanum fá nú 1200 börn mjólk. Um 800 böm fá mjólkina gefins, en hin borga hana. Um 330 börn. fá nú daglega mið- degisverð gefins í Austurbæjar- skólanum. Skipafregnir. Esja er í Reykja- vík. Fer austur um á mánudag- inn 11. des. og er það siðasta póst- ferð fyrir jól. pót var tekinn af Skerjafirði í gær og á hann nú að fara í Slipp inn til viðgerðar. Lyra fór á leið til Bergen í gærkvöldi. Meðal farþega voru hr. Forberg og frú, og frk. Sigríður Jakobsen. í Grlkklandi urðu alisnarpir jarðskjálftakippir í fyrrinótt, á sömu slóðum og jarðskjálftarnir í fyrra. Tjón varð þó ekkert af, en íbúarnir urðu mjög skelkaðir, og hræddir um að hörmungarnar þær í fyrra endurtækju sig. — FÚ. í fjórða lið. þýzka stjórnin hefir nú gert nýjar ráðstafanir tii þess að útiloka Gyðinga frá opinberum störfum. Hún hefir tilkynnt, að fyrir næstkomandi áramót verði allir málaflutningsmenn og dóm- arar að leggja fram skýrslur um ætt sína, og ef þeir geti ekki sannað það, að þeir séu ekki af Gyðingum komnir i fjórða lið, verði þeim bannað að starfa opin- berlega við dómstóla ríkisins. En önnur lögfræðistörf á ekki að banna þeim. — FÚ. Samkvæmt Canadiskum hag- skýrslum virðist ástandið í verzl- un og iðnaði fara batnandi, eru horfur taldar betri en á nokkrum öðrum tíma undunfarin 3 ár. Út- flutningur hefir verið meiri, verk- smiðjuframleiðsla er aftur að fær- ast í aukana, og námuframleiðsla er nú meiri en síðan einhvern- tíma 1930. Er því vonast eftir að hagur almennings batni eitthvað á næsta ári, ef þessu heldur á- fram. — FÚ. Frá Kína. Við og við skýra heimsblöðin frá ýmiskonar skær- um í Kína, er starfa af uppreisn- aráformum móti Nankingstjórn- inni, sem lieita á að ráði landinu, kommúnistauppþotum og öðru slíku. Herma nýjar fréttir þaðan, að skilnaðarhreyfingin í Suður- Kína lærist mjög í aukana, en hún stefnir að því, að Suður-Kína verði algerlega óháð stjóminni í Nanking. Hefur nýlega verið mynduð stjórn í fylkinu Fukien, sem segist í engu muni lúta stjórninni í Nanking. Búizt er við að Kantonstjórnin geri slíkt hið sama. Stjórnin í Nanking hefir ákveðið að senda her þangað suð- ur eftir til þess að bæla uppreisn- ina niður. En því liði er ekki spáð nema í meðallagi giftusam- lega för, því mikið af herliði stjórnarinnar á i fullu fangi við að lialda kommúnistum i skefjum í Mið-Kína. Atburðimir eru sagð- ir vekja mikla eftirtekt hjá Japön- unum, sem þykjast hafa mikilla hagsmuna að gæta í Suður-Kína. það voru einmitt svona atburðir, sem forðum gáfu Japönum tilefni til, að leggja Mansjúríu undir sig. purrasta landið er i Turkestan og nær yfir 300 þús. km. svæði. Er það svo þurt, að hvorki jurtir, dýr eða menn geta haíst þar við. Fyrstu hljómleikar Hljómsveítar Reykjavíkur verða haldnir n. k. sunnudag, 10. þ. m., kl. 5Y2 e. h. í Iðnó. Aðg’öng'umiðar seldir í Bóka- verzl. Sigf. Eymundssonar og K. Viðar. Hljómleikarnir verða ekki endurteknir. Saumum drengjaföt og telpukápur vel -og ódýrt, einnig dömukáp- ur eftir nýjustu tízku. Höfum fjölbreytt úrval af unglingafötum og káputauum. QEFJUN Laugaveg 10. Simi 2838. Hringið á Kjötverzl. Herdubreið Fríkirkjuveg 7. Sími 4565. Bæjarstjóriiatfundur. Frh. af 1. síðu. með samhj. atkv., enda áður búið að fella till. um, að bær- inn reki sjálfur mötuneytið. Viðvíkjandi fyrra liðnum stakk Hermann Jónasson upp á því, að „þakklætinu“ væri vísað til bæjarráðs, þangað til endurskoðunin væri búin að leiða í ljós, hve mikið tilefni væri til þakklætis. En SJálfstæðismenn vildu bera fram þakkimar strax og var því frestunartill. H. J. felld með 8:7 atkv. En tillaga H. J. um kosning tveggja manna til að rann- saka reikninga og rekstur mötuneytisins var samþykkt, en kosnir voru Guðmundur Ei- ríksson og Sigurður Jónasson. Til starfsemi mötuneytisins hafa verið lagðar fram 19 þús. kr. úr bæjarsjóði. Danska útvarpið byrjar að flytja hinar svonefndu Grænlandskveðj- ur þann 14. þ. m. og fara þær fram með þeim hætti, að þeir sem vini eða kunningja eiga á Græn- landi, mæla sjálfir til þeirra nokk- ur orð í útvarpið, og mega þeir í stuttu máli segja fréttir af líðan sinni og högum, en þulur flytur ekki kveðjuna, nema þegar hlut- aðeigandi getur ekki mætt í út- varpinu. þessu verður haldið áfram öðru hvoru framundir jól- in. — F.Ú. Póststofan mælist til þess, að þeir sem ætla að senda póst með Esju í síðustu strandferð hennar 11. þ.: m. afhendi hann sem fyrst á pósthúsið (einkum bóggla) þar sem dráttur á því til síðustu stundar veldur miklum óþægind- um. Nokkuð á fjórða hundrað pokar fullir af pósti bárust pósthúsinu hér í einni hrynu nú í vikunni. í pósti þessum voru m. a. um 2000 böggulsendingar. Samtímis hafa landpóstar og skip farið héðan með allmikinn póst. Jólapóstar snemma á ferðinnl. Skip Grænlandsverzlunarinnar „Gertrud Rask“ lagði á stað frá Kaupmannahöfn 4. f. m. í síðustu ferðina til Grænlands á þessu ári. — Skipið hafði „jólapóstinn" meðferðis til Julianehaab. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- kaupstaðar var til umræðu á bæj- arstjórnarfundi Hafnarfjarðar í fyrradag. Fjárhagsáætlun þessi er mjög lík og síðastliðið ár. Útgjöld eru áætluð 366100.00 kr. Tekjur 150 900.00 kr. og niðurjafnað gjald er 215 200.00 eða 15 þús. lægra en í fyrra. — FÚ. Jólabók Æskunnar er nýkomin út. Eru þar jólaliugleiðingar eftir sr. Fr. Hallgrímsson og Fr. Frið- riksson. Hreystiverk, jólasaga eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli. í Nazaret, saga eftir Selmu Lagerlöf, í gamla daga, eftir Helgu Sigurðardóttur frá Hofi, Jólasagan hennar ömmu eftir Rósu B. Biöndal o. fl. Guðspekffélagið. — Reykjavíkur- stúkan, fundur i kvöld kl. 8ya síðd. — Efni: I-Iallgr. kennari Jónsson flytur crindi: Nýir þættir úr talnaspekinni. Atvinnubótavlnnan i Hafnarflrði heldur stöðugt áfram síðan byrj- að var í október. Unnið er að gatnagerð, holræsagerð og vatns- veitu. Búið er að vinna fyrir rúmlega 30 þús. kr. — FÚ. Bjarnarbani látinn. Nýlega er dáinn í Romsdal í Noregi maður, sem liét Johan Alnaes. Hann var frægur íyrir mikið bjarndýradráp. Alls hafði hann lagt 11 bjamdýr að velli. Frímerkjasýning stendur nú yfir í London. Meðal frímerkjasafna þeirra, sem þar eru, er sérstak- lega getið um tvö söfn frá Nýja Sjálandi. Annað er safn manns sem fyrir 50—60 árum keypti -frí- merki fyrir £3, en þau eru nú talin £1000 virði. Hitt er safn af öllum frímerkjum sem gefin hafa verið út í Nýja Sjálandi siðastlið- in 75 ár, og er það safn nú talið £5000 virði. — FÚ. Fyxirspum til Nýja dagbl.: Af liverju eru tvö hænsahús á lóð Elliheimilisins? Er það satt, að Ástvaldur eigi annað? — Blaðið vísar fyrirspurninni til hlutaðeig- enda. S k i f t a- f u n d u r í þrotabúi Hjartar Nielsen, veitingasala, Cafe Vífill. verður haldinn í bæjarþing- stofunni laugardaginn 9. þ. m. kl. 10 árdngis til þess að gera ráðstafanir um eignir búsins. Skiftaráðandinn í Reykjavík 7. desember 1933 Bjðrn Þórðarson. • Ódýru • auglýsingarnar. Kaup og sala Saumastofan Tízkan selur fallegar blússur og pils fyrir jólin. Pantið í sima 4940. Aust- urstræti 12. Nýkomið spikfeitt hangikjöt úr Mývatnssveit. Verzl. Rangá, Hverfisgötu 71, sími 3402. Notuð eldavél óskast keypt. Uppl. í síma 3649 eftir kl. 7. KJARNABRAUÐIN Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? Hillupappír, mislitan og hvítan selur Kaupfélag Reykja- víkur. Sími 1245. Ódýrastar og beztar vörur á Vesturgötu 16. Sími 3749. VERZLUNIN BRÚARFOSS Tilkyuningar Sauma peysuföt, upphluti, vendi fötum og fleira. Kögra einnig peysufatasjöl. ódýr vinna. — Upplýsingar á Braga- götu 22 A III. hæð. Atvinna Vetrarmann vantar í sveit. Afgr. vísar á. RAUÐA HÚSIÐ. — Ojá — hann var fúll. — Núna í dag? — Nei. Það fór af honum — eins og alltaf. Hann er alveg eins og krakki. Einmitt, Tony, hann er oft og tíðum alveg eins og krakki. Sannleikur- inn er sá, að hann var óvenjulega ánægður með sig í morgun. Og líka í gær. — I gær? / — Já, okkur kom saman um það, að við hefðum aldrei séð hann jafn ánægðan. — Er hann venjulega í góðu skapi? — Hann er mjög viðfelldinn í samkvæmi, ef maður bara tekur hann á réttan hátt. Hann er ein- kar hégómlegur og barnalegur og — ja eins og ég hefi sagt þér — stór upp á sig, en reglulega skemmtilegur á sinn hátt, og ... Bill snarþagnaði. Það er heldur laglegt að tala svona um gestgjafa sinn. — Þú skalt ekki hugsa um hann sem gestgjafa þinn Hugsaðu um hann sem mann, sem grunaður er um morð, mann sem á hverri stundu getur orð- ið tekinn til fanga. — Þetta er nú bara rugl, það veiztu sjálfur. — Þetta er staðreynd, Bill. — Já, en ég á við það, að hann gerði það ekki. Hann myndi ekki hafa getað drepið mann. Þér finnst það skrítið, en — hann er ekki nógu mikill fyrir sér til að geta ,gert slíkt. Hann hefir sína galla, eins og við hinir, en ekkert í þá átt. — Það er hægt að drepa mann í barnslegu geð- vonzkukasti. Bill muldraði til samþykkis, en engan- veginn samþykkur að þvi er Mark snerti. — Hvað sem öllu líður get ég ekki trúað því. Ég meina, að hann hafi gert þetta með vilja. — Setjum svo að þetta hafi verið slys, eins og Cayley segir. Ilefði hann þá átt að tapa sér gjör- samlega og strjúka svona? Bill hugsaði málið and- artak. — Já það held ég hann myndi hafa gert. Það lá við að hann tæki til fótanna þegar hann sá vof- una. En auðvitað var þar öðru máli að gegna. — Ja, það veit ég nú ekki. Að minnsta kosti er það ekki skynsemin sem ræður á slíkum augnablik- um, heldur blindar eðlishvatir. Nú voru þeir komnir þangað sem vegurinn lá í gegnum þéttan skóg. Hér gátu þeir illa gengið samsíða. Antony gekk á eftir og varð nú hlé á sam- ræðunni, þangað til þeir voru komnir út fyrir garðshliðið og út á þjóðveginn. Hér lá vegurinn jafnhallandi niður að þorpinu Woodham. Fáein smá hús með rauðu þaki og gráan kirkjutum bar yfir græn tré og runna. — Jæja, sagði Antony. Þeir hertu nú gönguna. — Hvernig er það þá með Cayley? — Hvað þá, hvað um hann? — Ég vil fá lýsingu af honum. Ég get nú gert mér ágæta.hugmynd um Mark, eftir lýsingunni sem þú hefir gefið mér af honum. Hún var ágæt. Lát- um okkur nú fá lýsingu af Cayley, eins og hann lítur út í nálægð séð. Bill hló, ánægður en fór þó dálítið hjá sér, og bar því við, að hann væri eng- inn skáldsöguhöfundur. — En þér að segja, bætti hann við, þá er Mark ákaflega fábrotinn maður. Cayley er aftur ein- kennilegur maður, sem ekki er gott að átta sig á. Mark ber þetta utan á sér ... Ófríður, svartskeggj- aður þrjótur ... finnst þér það ekki? — Sumar konur eru nú veikar fyrir þessháttar ljótleik. — Ojá, satt er það. Og okkar á milli þá get ég nú sagt það, að ég held, að hér sé ein, sem þannig er ástatt um. Annars skrambi lagleg stelpa hjá Jollands — hann veifaði vinstri handleggnum. — Þarna, í þessa stefnu. — Hvað er nú það, þetta Jollands?

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.