Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Síða 3

Nýja dagblaðið - 08.12.1933, Síða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Heilsuvernd í barnaskólum bæjarins. II. íþróttir og útivist. NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáían h/f‘ Ritst.ióri: Dr. phil. porkell JóhanneBson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Fátækramálin. Reykjavíkurbær greiðir Elliheimilinu Grund um 60 þúsund krónur á ári í meðgjafir. Bærinn á ekkert þurfa- mannahæli, hvorki fyrir börn né gamalmenni. Nýja dagblaðið var fyrir skömmu að afla sér upplýs- inga um hvar það fólk, sem bærinn á að sjá fyrír er nið- urkomið. Gekk heldur illa að ná í þær upplýsing-ar, en á end- anum gekk þó að fá nokkrar. Fátæki'afulltrúinn tjáði blað- inu, að flest þau börn, er bær- inn ætti að sjá fyrir, væru í sveit. Með ungbörnum sagði. hann að' væri borgaðar 40 kr. á mánuði að jafnaði, fyrir eldri börn, sem væru orðin 10 eða 11 ára, væri meðlagið um 300 krónur á ári. Nokkrum börnum er komið fyrir á barnaheimilinum „Vor- blómið“ og nokkrum á barna- heimilinu „Sólheimar" í Gríms- nesi. Með börnum, sem eru á þessum heimilum, eru greidd- ar 50* kr. á mánuði. Gamalmennin, sem bærinn þarf að sjá fyrir, eru ýmist heima hjá sér, komið fyrir á heimilum, eða eru á Elliheimil- inu Grund, hér í Reykjavík. Á Elliheimilinu eru nú 55 gamalmenni, sem bærinn sér fyrir, og mun það vera helm- ingur allra sem þar eru. Það meðlag, sem bærinn greiðir með þessu fólki er frá 90—120 kr. Með einu gamalmenni eru þó ekki greiddar nema kr. 80,00 á mánuði. Bærinn mun því greiða Elliheimilinu Grund rúmlega 60 þúsund krónur á ári fyrir það fólk, sem þar er og hann á að sjá fyrir. Að meðaltali greiðir bærinn þannig rúmlega kr. 95,00 á mánuði með hverjum manni, sem hann hefir á Elliheimilinu. Væri það ekki athugandi fyrir bæjarstjómina, hvort ekki mundi vera hægt að sjá þessu fólki fyrir jafngóðum samastað fyrir nokkru lægra verð? Annars er það merkilegt og ekki vansalaust, að Reykja- víkurbær, höfuðstaður íslands, skuli ekki eiga skýli yfir það fólk, er hann þarf að sjá fyrir, hvorki fyrir börn né gamal- menni og verða að leita náðir einstaklinga með að koma þessu fólki niður. Rvík er eini höfuðstaðurinn á Norð- urlöndum, og líklega eini bær- inn af jafnri stærð, sem svo aumlega er staddur. Það er alkunnugt og viður- kennt nú orðið, að íþróttirnar eru einn áhrifamesti þátturinn til eflingar lífsþrótti og heil- brigði æskunnar. Það er því allmikils um það vert, að í- þróttamálum barnanna sé sem bezt skipað. Barnaskólanirnir oij íþrótta- félögin. Hér í Reykjavík hefir í- þróttakennslu barna undanfar- ið verið skipt milli tveggja að- ila, skólanna og íþróttafélag- anna. Skólinn gat eigi, sökum húsnæðisskorts, fullnægt í- þróttaþörfum barnanna nema að nokkru leyti. Tóku því á- hugasömustu börnin að leita til íþróttafélaganna. Tvímæla- laust hafa félögin þannig unn- ið mikið og gott starf fyrir börnin. Ilitt gat mönnum eigi dulizt, að þetta fyrirkomulag var óheppilegt og þurfti að breytast á þann hátt, að skól- arnir yrðu þess megnugir að taka íþróttakennslu barnanna í sínar hendur að öllu leyti. Rökin fyrir þeirri nauðsyn eru margþætt og verða hér lítt rakin, þó skal drepið á nokkur atriði. Félagasamkeppnin óheppileg fyrir börnin. Það má hiklaust teljast ó- heppilegt, að börnin taki virk- an þátt í samkeppni milli fé- laganna. Sú samkeppni kann að vera holl og fyllilega rétt- mæt í sjálfu sér, en hætt er við, að við þeim sem minnst eru þroskaðir, snúi aðallega ranghverfa hennar, þ. e. a. s. ofstækið, hleypidómarnir og á- reitni við andstæðingana. Mismunandi viðhorf. íþróttafélögin eru neydd til að miða starfsemi sína að nokkru leyti við það, hvað dregur fólkið mest að og hvað bezt gengur í augun. Til þess æfa þau undir sýningar og kappleiki, stundum meira en góðu hófi gegnir. Aftur á móti er skólunum skylt að taka til- lit til þess eins, sem börnunum er hollast og bezt samræmist vaxtarþörfum þeirra á hverj- um tíma. Ójafnir eiga leik saman. Venjulega eru aðeins fáein börn úr hverjum bekk skólanna ! í íþróttafélögunum. Þessi bqrn fá helmingi eða þrisvar sinn- um fleiri kennslustundir í í- þróttum á viku en hin börn- in í bekknum og komast því fljótlega á undan þeim í í- þróttaleikni. Oft missa þau um leið áhuga fyrir íþróttum skólans og sækja þær ver. Skólinn, sem á að hafa vit fyr- ir börnunum, stendur hinsveg- ar illa að vígi með að heimta að þau sæki leikfimi fram yf- ir það, sem heim er hollt. Einn- ig hefir þetta áhrif á hin börnin, t. d. þau lökustu, sem hættir við að missa kjarkinn þegar þau sjá hve lai.gt þau verða á eftir þeim beztu í bekknum. Jafnframt dregur fyrirkomulag þetta yfirleitt úr virðingu barnanna fyrir íþrótt- um skólanna og gerir skólunum á ýmsan hátt erfiðara að ná árangri. Loks er ótalin sú ástæðan, sem þegar fram líða stundir mun eigi verða talin veiga- minnst, en hún er á þá leið, að sá sem kennir börnum í- þróttir, verður samkvæmt kröf- um nútímans að hafa um hvert barn ýmiskonar upplýs- ingar, sem skólinn hefir yfir að ráða, en íþróttafélögin ekki. Bamaskólarnir eiga nú góð húsakynni til íþróttaiðkana. Nú er svo komið, að barna- skólar bæjarins hafa yfir þremur íþróttasölum að ráða í stað eins, sem áður var. Auk þess hinni ágætu, nýju sund- laug. Það virðist því tímabært nú að tala um það að skólarnir taki alla íþróttakennslu barna á skólaskyldualdri i sínar hendur. Enda virðist allmikill áhúgi fyrir því, bæði í skólun- um, og þó engu síður meðal foringja íþróttamanna. Stjóm- ir íþróttafélaga bæjarins hafa rætt um það sín á milli og virðast því fylgjandi, að hætta alveg að taka börn á skóla- skyldualdri til kennslu. Um ílokkun barnanna í íþróttaiðkunum íer eftir allt öðrum reglum en flokkunin til bóknáms. Þegar skólarnir eru orðnir einir um íþróttakennslu bam- anna, þá er ábyrgðin sem á þeim hvílir ennþá meiri og nauðsynin brýnni að skipu- leggja betur íþróttastarfið og bæta skilyrðin. Eitt af stærstu verkefnunum er skynsamlegri flokkun barnanna. Hingað til hefir það verið látið duga hér eins og reyndar alstaðar ann- arsstaðar, að börn sem eru saman í bekk eru einnig höfð saman í leikfimi með þeirri einni breytingu, að þar sem eru blandaðir bekkir, eru stúlk- ur sér og drengir sér úr tveim- ur samsvarandi bekkjum höfð saman. En nú er börnunum flokkað í bekki eftir andleg- um þroska og hæfileikum til bóklegs náms, en ekki eftir því hvernig þau heyra saman til íþróttaiðkana. Fyrirfram en engin ástæða til að vera viss um að þetta tvennt fari sam- an, enda hafa rannsóknir nú alveg nýlega sýnt að svo er yfirleitt ekki. Nýjar rannsóknir um íþrótta- hæfileika bama. Fyrir nokkrum árum hóf Rúmeníumaður, dr. Petre-La- zar, rannsókn á íþróttahæfi- leikum barna. Rannsókn hans var annarsvegar fólgin í mann- fræðilegum mælingum, hins- vegar í ýmiskonar íþrótta- prófun. Niðurstöðurnar voru í stuttu máli þessar: Börn eru mjög mismunandi upplögð til ýmiskonar leikfimi og' annara íþrótta. Fer sá munur aðallega eftir vaxtarlagi og er mjög mikils um það vert að böm með líkum vaxtarhlutföllum séu saman í íþróttum. En með því að flokka eins og nú er gert, eftir andlegum þroska, fæst ekki hin minnsta trygg- ing fyrir því að svo verði. Bók dr. Petre-Lazar um rann- sóknir þessar kom út á frönsku árið 1931. Er hún ein- stæð í sinni röð og hefir vakið mikla eftirtekt. E. Pittord, einn þekktasti mannfræðingur Evrópu, hefir látið svo um- mælt, að rannsóknir dr. Petre- Lazar kunni að hafa í för með séi' mikilverðar breytingar á likamsuppeldi barna um heim allan. Annað nauðs.vnjamál sem hér verður aðeins nefnt á nafn, er það, að músik sé höfð meira en nú er í sambandi við leik- fimikennsluna. í hvern leik- fimissal barnaskólanna þarf að koma píanó. Útiíþróttir nauðsynlegar. — Skortur á íþróttasvæðum. Þá eru útiíþróttirnar. Dr. Gunnlaugur Claessen hélt því fram í útvarpserindum Rauða- krossins, að sem allra mest af íþróttum barnaskólanna ætti að fara fram úti. Munu sjálf- sagt allir heilsufræðingar vera honum sammála um það. En hér í Reykjavík vantar barna- skólana gersamlega öll skil- yrði til útiíþrótta. Við Austur- bæjarskólann er að vísu nokk- urt landrými sem skólanum er ætlað og sem hægt er með litlum tilkostnaði að gera að sæmilegum íþróttavelli. Verð- ur það væntanlega gert bráð- lega. Lfndir yfirráðum Miðbæj- arskólans er aftur á móti eng- inn blettur til slíkrar starf- semi, og leikvallarskilyrðin eru þar ófullkomnari en orðum taki. Virðist sjálfsagt að bær- inn taki þegar í stað eignar- námi lóðirnar milli skólans og Fríkirkjunnar og geri þar í- þrötta- og leikvöll fyrir skóla- börnin. Kostnaðurinn við það myndi ekki verða mikill miðað við þann ávinning, að um 1300 börn sæki þangað á ári hverju aukinn lifsþrótt og hreysti. Fjallafcrðir barnanna. Göng- ur on skiðaiðknanir. Brlend- ar fyrirmyndir. Auk þess sem íþró.ttir barnaskólanna ættu að fara fram úti bæði haust og vor og yfirleitt alltaf þegar veður leyfir, þá ætti og að vera skylt að fara með hvern bekk Athugiö Ávextir, nýir: Epli, þrjár tegundir, Appelsínur, — Vínber. Áv extir, þu rkaðir: Rúsínur, — Sveskjur, Apricosur, — Epli, Fíkjur, — Döðlur, Konfektrúsínur. Valhnetur, — Heslihnetur, Krakmöndlur. Hreinlætisvörur, mikið úrval. Þar á meðal hinar fínu eftir- sóttu vörur frá: J. G. Mouson & Co. — Hentugar til jólagjafa! — Ilmvötn, — Hárvötn, Rakspeglar, Snyrtivörur, margskonar. llillupappír og eldhúspappír, í rúllurn, mislitur og hvítur. Spil, margar tegundir. Tóbaksvörur, — Sælgæti, Matvörur, — Nýlenduvörur. Brauðgerð kaupfélagsins sel- ur brauð og kökur með lægsta verði bæjarins. Þar er hið eftirsótta Kjarnabrauð selt. Góðar vörur. Sanngjarnt verð. Haupfélag Reykjavíkur Bankastræti 2.. Sími 1245. Samkvæmni. Vísir hefir eftir Lárusi Sig- urbjörnssyni, að af sparnaðar- ákvæðum vilji Leikfélagið ekki auglýsa í Nýja dagbl., en í sömu greininni, rétt á eftir, er haft eftir honum, að Leikfé- lagið ætli að auglýsa í blaðinu þegar bíóin fari að auglýsa. — Þá þarf ekki lengur að spara! í gönguför út úr bænum a. m. k. tvisvar á mánuði. Ennfrem- ur ættu, efstu bekkirnir að fara fjallaferðir ekki sjaldnar en fjórum sinnum á vetri. Fyrst á bilum upp til fjallanna, síðan á skíðum ef þess væri kostur, en annars fótgangandi upp um hlíðar og dali. Mér hefir reikn- ast til að kostnaðurinn við það að öll 12 og 13 ára börn barnaskólanna færu slíkar ferðir fjórum sinnum á ári þyrfti ekki að fara fram úr 3000 kr. árlega. Þann kostnað á bærinn að greiða. Loks ættu skólarnir að eigá nægilega mörg skíði til þess að efstu bekkirnir gætu farið á skíðum sem oftast þegar færi gefst. Má geta þess til samanburðar og fyrirmyndar, að barnaskól- inn Högalid í Stokkhólmi, sem er lítið eitt fjölmennari en Austurbæjarskólinn, á 800 pör af skíðum. Sigurður Thorlacius.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.