Nýja dagblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ LILJA KRISTSKONUNGSDRÁPA BRÓÐUR BYSTEINS ASGRÍMSSONAR Kemur í bókaverzlanir í dag. Lilja er iegursta helgikvæði íslenzkrar kristni, list- ræn æfisaga Krists og lýsing endurlausnarinnar, auðskilin hverjum manni að efni og máli, þótt aldir skilji oss og höfundinn. „Allir vildu Lilju kveðið hafa“ segir móltækið. Lilja á ekki siður að vera í höndum hvers íslendings ’ en Passíusálmar Hallgrims. Útgófunni fylgir æfisaga bróður Eysteins eftir Guð- brand Jónsson, sern gengur fró útgáfunni: er æfisagan sögð nokkur önnur en hingað til hefir verið. Er þetta tuttugasta og fjórða útgófa Lilju. Utgáfan er hin prýðilegasta — sérstaklega ætluð til gjafa — og eru ekki prentuð af henni nema 150 tölusett eintök. — Verð kr. 10,00. Áskrifendur vitji eintaka sinna sem fyrst. BÓKAVERZLUN SIG. KRISTJÁNSSONAR BANKASTRÆTI 3. REYKJAVÍK. Da.nsleiloii* í Oddtellohúsinu í kvöld kl. 9. e. m. Ágóðinn verður jólagjöf til fátækrar ekkju. — Aðgöngumiðar fást í Oddfellowhúsinu og kosta kr. 3,00. Skemmtið ykkttr! — og gevið um leið þarft verk. Aths. Dansleikurinn verður á 1. hæð til kl. IIV2, eftir það niðri í stóra salnum. Framfarafélag Seltirninga heldur skemmtun í Mýrarhúsaskólanum kl. 9 í kvöld í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Adgöngumiöar fást í Mýrarhúsaskólanum, Bjargi og Nesi. • nálverkasýning Ólafs Tubals í Goodtemplarahúsinu uppi Daglega opin frá kl. 10 f. h. til 8 e. h. Frá Alþingi í gær. 1 sameinuðu þingi var í gær afgreidd þál.till. um Eiðaskól- ann. Var fyrri liður um áætl- un um rafstöð samþ., en síðari liður, um sundlaug og leikfim- ishús felldur með 19 : 19 atkv. Tillagan um varalögreglu var með 24 : 17 atkv. afgreidd með rökstuddri dagskrá frá ólafi Thors. Hefir sú dagskrá áður verið birt hér í blaðinu. Með dagskránni greiddu atkv. allir Sjálfstæðismenn, Tryggvi Þór- hallsson, Hannes Jónsson, Jón Jónsson og Halldór Stefánsson. Móti dagskránni geiddu at- kvæði Alþýðuflokksmenn, og allir Framsóknarmenn aðrir en áðumefndir , nema Ásgeir Ás- geirsson, sem sat hjá. 1 tilefni af fyrirspurn frá forsætisráðherra var samþykkt að slíta þingi um leið og kosn- ingalagafrv. væri afgreitt. En ýmsir þingmenn kröfðust næt- urfundar um áfengismálið, og hófst fundur í sameinuðu þingi kl. 11 í gærkvöldi. Á fundi efri deildar var kosningalagafrv. afgreitt til sameinaðs þings. Stjórnar- skrárnefndarmennirnir Björn Kristjánsson, Ingvar Pálmason fluttu nokkrar brtt. til sam- ræmingar. Jón Baldvinsson og Jón Þorláksson lýstu sig mót- fallna breytingum, er gerðar hefðu verið í neðri deild, en kváðust ekki flytja brtt., þar sem ekki væru líkur til, að þaSr gengju fram í sameinuðu þingi. í neðri deild var stuttur fundur og aðeins þrjú mál á dagskrá. Kl. 11 í gærkvöldi hófst fundur aftur í sameinuðu þingi. Var þar til umr. till. til þál. frá 9 þingm. þess efnis, að ríkisstjórnin afli sér heimildar til þess að afnema með bráða- birgðalögum áfengislög nr. 64 7. maí 1928, en setja í staðinn reglur um innflutning áfengis í samræmi við þjóðaratkvæða- greiðsluna 21. okt. — Er áður skýrt frá tilögunni. — Umræð- ur stóðu enn er blaðið fór í pressuna. Iioltvarnir. Lengi hefir mönnum blöskr- að sú ógn hernaðarins einna mest, er vopnaðar flugvélar gera næturárás á varnarlausa stórborg, láta rigna yfir hana tundurskeytum og eitur- sprengjum, umhverfa henni á stuttri stund í logandi rústir. En allur þorri íbúanna bíður illan dauðdaga, eða hræðileg meiðsl og þjáningar, sem eng- in orð fá lýst. En þrátt fyrir allar framfarir á flughernaði hin síðustu 15 ár þykir nú afar vafasamt, hvort árásar- flugsveit stendur nokkru betur að vígi hlutfallslega heldur en gerðist í heimsstyrjöldinni, er hvorttveggja, flugvélarnar og varnirnar gegn flugárásum, var næsta ófullkomið. Mætti virðast, að þá sé til lítils bar- izt fyrir vígvélamennina, er vopnin og verjurnar magnast alltaf nokkurnveginn jafnt. Vopnasmiðjurnar græða en hernaðaraðstaðan er lík og áður. Amerísk blöð skýra frá nýj- ustu varnarvélum Ameríku- manna gegn flugárásum. Er það fyrst vél ein, sem hlerar eftir vélarhljóðinu úti í geimn- um og sýnir hún jafnskjótt, í hvaða stefnu flugvélin er, sem til heyrist, og hversu hátt hún flýgur. Vél þessi er samstæð við aðra, sem sendir þegar feykilega björt kastljós í þá stefnu, sem fundin er. Kast- ljósið hefir 600 milj. kerta styrkleika og dregur nærri 9 enskar mílur. Þegar kastljósið fellur á flugvélina kemur að því að reyna að skjóta hana niður og er það þyngri þraut- in. Byssum þeim, er til slíks eru gerðar, fylgja margbrotin hárnákvæm sjálfvirk mæling- artæki, er gera allt í senn: finna hæð flugvélarinnar, gera fyrir hraða hennar með tilliti til skotmálsins. Þá verður að ætla fyrir styrkleika og hraða vindsins, hraða skeytisins, loft- þunga og loks sveiflum þeim, sem fiugmaðurinn kann að láta flugvél sína gera. Allt þetta gerist í svo skjótri svip- an og með þeirri nákvæmni að gegnir furðu. Bezta loft- varnarbyssan er 105 millimetr- ar að vídd. Hraði kúlunnar, sem vegur yfir 30 pd., er 3000 fet á sekúndu. Hún dregur 11 enskar mílur í lá- réttri stefnu og nærri 8 mílur í loft upp, hærra en nokkur flugvél, sem hlaðin er sprengi- efni, getur flogið. Þessar byss- ur hafa verið reyndar og reyndin er sú, að jafnaði, að 50% af skeytum hitta. Með 4 slíkum byssum er hægt að skjóta 100 skotum á mínútu. Mætti eyða heilum flota af fjandsamlegum flugvélum á einni mínútu með fimmtíu kúlum, er allar hitti mark. Hernaðarreynslan ein sker úr því hvað þessar varnir duga, en vel skilst manni kvíði þeirra þjóða, sem í raun og sannleika eiga á hættu slíka atburði sem þá er áður var á minnst. Svo sem nú horf- ir um friðarmálin verður þeim ekki láð sem vopnin fægja — til varnar, ef í nauðir rekur. Q5ó£menutir - íþröttir - íi$tir r mr' Merkilegt sögurit. Saga Eiriks Magnússon- ar í Cambridge. Eftir Dr. phil. Stefán Einars- son. Rvík 1833. Aðalum- boðssala ísafoldarprent- smiðja h. f. Eiríkur Magnússon meistari í Cambridge var fyrir margra hluta sakir einstakur maður. Gáfur hans voru óvenjulega fjölhæfar, svo að hann lagði izt að koma sköpulagi á verk sitt, mannsmóti, ef svo mætti segja. Það er ekki sópdyngja eða haugur, lögunarlaus og sviplaus að öllu öðru en breidd og lengd. En vandi er að skrifa um jafn geðríkan mann og Eirík Magnússon, án þess að flaska á því að gera mót- stöðumönnum hans einhvers- staðar heldur lægra undir höfði en vert væri. Eiríkur var aldrei myrkur í máli og sízt um þá Eiríkur Magnússon. gjörva hönd á því nær hvað eina, sem hann vildi. Hann var fríður maður og álitlegur og kunni vel að umgangast menn af hvaða stétt sem var. Lær- dómsmaður var hann sæmileg- ur að hætti sinnar aldar, ekki sérlega þrautlærður í neinu, en með yfirgripsmikla þekk- ingu og gott skyn á mörgu. Hann var mjög hrifnæmur og fljótur að átta sig á hverju einu. Hinsvegar var örlyndi hans og kapp þess valdandi öðrum þræði, að hann lét sér ekki allt jafnvel skiljast og sumt alls ekki, ef honum bauð svo við að horfa. Hann var því í rauninni ekki mjög til þess fallinn að vera vísindamaður, þolinmóður könnuður, varfær- inn, óhlutdrægur og hófsam- ur. Hann var í eðli sínu bar- dagamaður og hafði gaman af skærum, enda sneyddi hann alls ekki hjá góðri sennu, ef færi bauðst. Og færin gáfust nóg, helzt til mörg. Lýsing Stefáns Einarssonar á Eiríki Magnússyni er góð. Fátt er vandasamara en það að lýsa æfi manns, sem víða kemur við sögu, á þann hátt, að lýsingin eigi fyrst og fremst við manninn og ekki fyrst og fremst við allar sögurnar sem hann kemur við. Það væri samt oflof, að segja, að þetta ! hafi tekizt í bezta lagi. Það eru til betri æfisögur en þessi. Ég held samt, áð þetta sé bezta rit sinnar tegundar, sem rit- að hefir verið um íslenzkan mann. Höfundinum hefir tek- menn, sem honum þótti við. Til þess að greina vel kj ama málsins í svo heitum ræðum, þarf fyrst og fremst glöggan skilning á þeim, sem orðunum veldur. Þar þarf oft mikið af að taka og á hinn bóginn þarf að bæta við. Óhemjumikla vinnu kostar það að geta náð þvílíkum tökum á ýmsum þátt- um í æfi Eiríks Magnússonar, að frásögnin sé hvorki of né van. Engum myndi nú ánægja að því, að hallað væri málum þeirra Eiríks og Guðbrands Vigfússonar, á hvora hlið sem væri. Um það vandræðamál er frásögn Stefáns hófleg og hin skynsamlegasta, eins og bezt verður kosið. Það er ekki sök hans, þótt ekki fari hjá því að báðum þeim ágætu mönnum, Eiríki og Guðbrandi, verði jafn- an minnkun nokkur að viður- eign þeirra, frá hvaða hlið sem skoðað er. Hér er ekki unnt að rita rækilegar um sögu Eiríks. Hún er rituð á góðu íslenzku máli, hispurslaust og mjög blátt á- fram, enda er Stefán Einars- son ekki aðeins einn hinn bezti málfræðingur, sem við eigum, heldur einn hinn* ritfærasti maður á íslenzka tungu. Er þakkarvert, að honum hefir auðnazt að rita bók þessa, svo örðugt sem slíkt verk hlýtur að vera manni, er dvel- ur langvistum í annari heims- álfu, hlaðinn störfum, sem eru álíka óskyld íslenzkum fræðum og Baltimore liggur langt frá Beykjavík.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.