Nýja dagblaðið - 22.12.1933, Síða 4
4
N Ý J A
DAOBLAÐIÐ
Nokkrir fónar
með tækifærisverði
seldir til Þorláksmessu. -
Komið tímanlega.
Plötur og nálar fylgja.
Hljóðfærabúsíð
Bankastræti 7
(við hliðina á skóbúð
Lárusar3.
Reyklituð ávaxtastell fyrir 6,
að eins kr. 7,50.
Sigurdur Kjartansson
Laugaveg 41.
Anná.11.
Hekla var væntanleg aö vestan
í gærkvöldi.
Magnús Sigurðsson bankastjóri
fór til Englands í gær með Detti-
fossi.
Esja kom til Stykkishólms i gær
kl. 1 og var tilbúin að fara kl.
3, en komst þá ekki frá bryggj-
unni sökum storms. Var hún í
Stykkishólmi í gærkvöldi og óvíst
hvenær hún gæti farið. Farþegar
voru 70—80 með skipinu hingað til
Reykjavíkur, og mikið af vörum.
Lokað iyrir vatn. Á svæðinu
sunnan Laugavegs og vestan
Hringbrautar verður lokað fyrir
vatnið mill 2 og 5 eftir hádegi í
dag og á morgun. — Er það
gert til þess að koma vatni til
fólks, sem býr í Skólavörðuholt-
inu og er vatnslaust mikinn hluta
dagsins.
Athygli skal vakin á auglýsingu
frá Slysatryggingu ríkisins í blað-
inu i gær.
Jólakort, sem drengir í Austur-
bæjarskólanum, 6. bekk 5, hafa
gert, er util sýnis í glugga af-
greiðslu Nýja dagblaðsins í Aust-
urstræti 12.
Póstmannablaðið er nýkomið út.
Er þar grein um framfarir á sviði
póstmála og símamála í Rúss-
landi. Önnur grein er um póst-
þingin og ísland. Líkar greinar-
höf. það illa, að íslendingar skuli
alltaf láta danska fulltrúa mæta
fyrir íslands hönd á póstþingun-
um.
Höfnin. Egill Skallagrímsson
kom frá Englandi í gær. Max
Pemperton fór á veiðar 1 gærmorg-
un. Suðurland kom frá Borgar-
nesi.
Fisktökuskipið Ophir fór vestur
til þess að taka fisk, og kemur
aftur milli hátíðanna.
Glimufélagið Ármann. í dag eru
síðustu fimleikaæfingar félagsins
fyrir jól, en hefjast syo aftur
mánudaginn 8. janúar 1934.
Fisksala. Norska stjórnin hefir
gefið út reglugerð um sölu og
verkun á fiski og fiskafurðum.
Meðal annars er þar ákveðið, að
slægja skuli allan fisk, sem selja
eigi í ís, og þorsk má aldrei
selja óslægðan. — FÚ.
Skipafréttir. Gullfoss, Goðafoss
og Selfoss eru í Reykjavík. Brúar-
foss og Lagarfoss eru í Kaup-
mannahöfn. Dettifoss fór til Hull
og Hamborgar í gærkvöldi kl. 8.
Bæjarstjórnarkosningin á Siglu-
íirði. Flokkarnir hafa nú lokið
við lista sína til bæjarstjórnar-
kosninganna. Hér fara á eftir 6
efstu menn á hverjum lista. Á
lista Sjálístæðismanna: Ole Herter-
vik bakarameistari, Aage Schiöth
lyfsali, Sveinn Hjartarson kaup-
maður, Sigurður Kristjánsson
kaupmaður, Ólafur Vilhjálmsson
fulltrúi og Einar Kristjánsson
lyfjafræðingur. Á lista Framsókn-
armanna: pormóður Eyjólfsson,
konsúll, Andrés Hafliðason kaup-
maður, Sophus Blöndai konsúll,
Ilannes Jónasson bóksali, Einar
Heraiannsson verkstjóri og Bjarni
Kjartansson kaupmaður. Á lista
Alþýðuflokksmanna: Gunnlaugur
Sigurðsson verkamaður, Jóhann
F. Guðmundsson verkstjóri, Arn-
þór Jóhannsson skipstjóri, Krist-
ján Sigurðsson trésmiður, Krist-
ján Dýrfjörð rafvirki og Kristmar
Ólafsson verkamaður. Á lista
Kommúnista: Gunnar Jóhannsson
verkamaður, þóroddur Guðmunds-
son verkamaður, Aðalbjörn Pét-
ursson gullsmiður, Sveinn þor-
steinsson haínsögumaður, Óskar
Garibaldason verkamaður og Gísli
Sigurðsson verkamaður. — FÚ.
Miklar þokur eru í Iinglaiuji,
og ollu þær 19. þ. m. ýmsum sam-
gönguerfiðleikurn og slysum. Tvö
skip hal'a strandað, er búizt er við
því, að þau náist bæði út. — FÚ.
Nýr Suður-íshafsleiðangur lagði
upp 19. þ. m. frá Cape Town.
Foringi hans er Norðmaðurinn
Lars Christiansen og tilgangur
leiðangursins er sá, að rannsaka
hvalagöngur í Suður-íshafinu. Bú-
ist er við því, að leiðangursmenn
verði 2 mánuði i burtu. — FÚ.
Styrjöldinni milli Boliviu og
Paraguay er lokið. Ófriðnum milli
0
Boliviu og Paraguay er' endanlega
lokið. Staðfest fregn frá Montevi-
deo hermir, að eftir þriggja ára
styrjöld hafi Bolivia fallizt á
vopnahlé til ársloka, en þangað
til sendir stjórnin í Boliviu full-
trúa til Mondevideo til þess að
semja við stjórn Paraguay og Pan-
American ráðstefnuna um friðar-
skilmála og friðarsamning. — FÚ.
Bollapör 0,50
Bollapör 0,55
Bollapör 0,60
Bollapör 0,65
Bollapör 0,70
15 tegundir af pollapörum, með
eða án diskum. — Ef þið get-
ið ekki komið, þá símið í 3830,
ég sendi yður það, sem yður
vantar.
Sigurður Kjartansson
Laugaveg 41.
6 vatnsglös,
6 bollapör,
6 matardiskar
kosta aðeins kr. 8,00.
Sigurdur Kjartausson
Laugaveg 41.
Oóð bók
er einhver handhægasta og
bezta jólagjöfin.
Auglýsið bækur og annað,
þar sem mest er tekið oftir
auglýsingum, en það er í
Nýja dagblaðinu.
Bæjarstjórnar-
fundur i gær.
Framh. af 1. síðu.
vinna upp með auknum álög-
um á bæjarbúa annað hvort nú
eða í framtíðinni, þegar auka
verður þessi fyrirtæki. Og
þessi álagning bæjarsjóðs á raf-
reituna og gasstöðina kemur
fram sem ranglátur tekjuhalli,
því hingað til hefir bærinn
unnið upp tekjuhalla sína mest-
megnis með sköttum, sem á
eru lagðir eftir efnum og á-
stæðum, en þessi skattur legst
jafnt á alla, ríka og fátæka.
Það eru líka framkvæmdir,
sem ekki eru áætlaðar í fjár-
hagsáætluninni, en verða þó að
gerast á næsta ári, t. d. bætt
aðstaða til sundiðkana við Naut-
hólsvíkina, sem er óhjákvæmi-
leg framkvæmd, vegna æsk-
unnar og íþróttalífsins í bæn-
um. Sú framkvæmd kostar ekki
minna en um 60 þús. kr. Sama
er að segja um byggingu
skólahúsa í bænum. 1 Skild-
inganesi verður að byggja
skólahús og helzt annað til á
öðrum stað. Til þess þarf allt-
af um 100 þús. kr.
Þó fjárhagsáætluninni verði
ekki breytt nema til allra
minnstu samræmingar við
brýnustu íþróttanauðsynina og
menningarþörfina í bænum
verður raunverulegur tekju-
halli um 800 þús. kr.
Ef sömu hlutiöll væru nú
milli iiskiflotans og fólks-
fjöldans i Reykjavik og voru
1928, þyriti að bæta við 4
togurum og 10 iínuveiðurum.
Það, sem gera þarf til að
bæta úr ástandinu og auka
greiðslugetu borgaranna svo
hún geti fullnægt útgjalda-
þörfum bæjarins, er að auka
og efla þann atvinnuveg, sem
framtíð og velferð Reykjavík-
ur byggist á, en það er sjávar-
útvegurinn.
En í þeim efnum hefir
straumurinn gengið í öfuga átt
seinustu árin.
1928 voru gerðir út í Reykja-
vík 28 togarar, 8 línuveiðar-
ar og fólksfjöldinn í bænum
var þá 24 þús. Á yfirstandandi
ári voru gerðir út héðan 23
togarar, 7 línuveiðarar, en
fólksfjöldinn er orðinn meira
en 31 þús.
Þrátt fyrir þetta hefir ekk-
ert verið gert af meirihluta
bæjarstjórnarinnar til að ráða
á þessu bót.
Meirihluti bæjarstjómarinn-
ar hefir meira að segja gagn-
stætt þessu unnið í þá átt að
auka dýrtíðina í bænum, með
hækkun á lóðaverði, afskipta-
leysi í húsnæðismálum, mjólk-
ursölumálinu o. fl. o. fl. En
dýrtíðin þyngir byrðar útgerð-
arinnar.
Ef vel á að fara verður því
j að breyta um stefnu. Bæjar-
stjómin verður eftirleiðis að
leggja sitt fram, til að skapa
hér sterka og vaxandi útgerð.
Það verður m. a. gert þannig,
að skapa hér heilbrigt verðlag,
og reisa á þeim grundvelli þær
kaupkröfur,er sjávarútvegurinn
getur unað við. Markmiðið er,
Saumavélarnar
HUSQVARNA o g
JUNO
eru áreiðanlega bezta jólagjöfin.
Samb. ísl. samvínnufélaga
Orgel
uotuð.
Eitt 1-falt á. 110,00
Eitt lVi-falt á .. .. 215,00
Eitt 2-falt á............. 250,00
Eitt 4-falt á............. 650,00
Eiga að seljast strax.
PÁLMAR ÍSÓLFSSON.
Sími 4926.
að gera atvinnuveginn, sjávar-
útveginn það sterkan, að hann
tryggi borgurunum þá greiðslu-
getu, sem fullnægir útgjalda-
þörf bæjarins.
Eftir ræðu Hermanns hélt
borgarstjóri stutta svarræðu
og töluðu þeir svo báðir aftur
Stefán og Hermann. Að því
loknu var málinu vísað til ann-
arar umræðu.
Ný eldavél
til solu með tækifœris.
verði.
Upplýsingar í
Landssmiðjunni
Egg 13 aura. Kjötverzlunin
Herðubreið, Fríkirkjuvegi 7,
sími 4565.
KJARNABRAUÐIN
Hafið þið reynt hið holla og
ljúffenga' kjamabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur?
Munið
lága vöruverðið á
TÝSGÖTU 3