Nýja dagblaðið - 23.12.1933, Page 2

Nýja dagblaðið - 23.12.1933, Page 2
2 * Ý J A DA6BLA9I9 í SXiENDIN GAR Bókin eftir dr. Guðm. Finnbogason um eðlisein- kenni Islendinga kom á markaðinn í gær. Bókin er 386 bls. i stóru broti og vönduð að öllum írágangi. Höfundur hefir unnið að samningu henn- ar í mörg ár, og mun hér vera stórmerkilegt rit á íerðinni, og eigulegt í alla staði. Til þess að gefa lítið sýnishorn af efni bókarinnar, birtast hér yfir- skriftir hinna 16 kafla hennar: Sjónarmið — Uppruni íslendinga — Landnáms- menn — Stj órnarskipun — Lífsskoðun og trú — Huliðsheimar — íslenzkan .— Sögurnar — Kveð- skapur — Listir og íþróttir — Landið — Dýrin — Mannlýsingar — Þjóðarlýsingar — Frá ýmsum hliðum — Að lokum — Auk þess formáli og heim- ildaskrá. Bókin kostar að eins 10 kr. óbundin og 13 kr. í vönduðu bandi. — Fæst hjá bóksölum. — Aðalút- sala hjá: frá Solusambandí ísl. fiskframleiðeuda. Vér undirritaðir stjórnendur Sölusambands isl. fiskfram- leiðenda erum staðráðnir í því, að halda Sölusambandinu áfram næsta ár ef þátttaka framleiðenda verður nægilega mikil og verður þá starfsemi þess hagað svipað og verið hefir, þó með þeirri breytingu, að vér munum hlutast til um að hver lands- fjórðimgur velji sér trúnaðarmann, er komi á fund vorn til þess að fylgjast með störfum og athuga hvernig gætt sé hags- muna hinna einstöku fjórðunga. Er þetta gjört í því skyni að auka viðkynningu og traust milli stjórnar Sölusambandsins og meðlima þess. Viljum vér því hér með beina þeirri ósk til allra sem taka vilja þátt í slíkum samtökum um sölu á næsta árs fisk- framleiðslu, að þeir sendi oss umboð sín eigi síðar en 10. jan. næstkomandi og munum vér þá taka ákvörðun um það, hvort vér treystum oss til þess að halda starfseminni áfram. Verði þátttaka eigi nægileg að vorum dómi, munum vér leggja niðiir störf vor jafnskjótt og vér höfum ráðstafað sölu á þeim hluta af þessa árs fiski sem enn er óseldur. Til þess að ná sæmilegu verði fyrir þann fisk mun verða leitað aðstoðar ríkisstjórnar-. innar ef nauðsyn krefur. Að lokum viljum vér lýsa yfir þeirri skoðun vorri, að Sölusambandið hefir reynzt landsmönnum til mjög mikilla hags- bóta og álítum vér, að falli starfsemi þess niður, kunni af því að leiða slíkt verðfall, að valdi fjárhagslegu hruni sjávarút- vegsins. - < Þess vegna skorum vér fastlega á alla fiskframleiðendur að fylkja sér sem einn maður, undantekningarlaust, undir merki Sölusambandsins. Reykjavík, 21. desember 1933. Richard Thors. Ólafur Proppé Kristján Einarsson. Magnús Síéurðsson. Helgi Guðmundsson. Allir eru sammála um að kvæðabækur Davíðs séu albeztu jólagjafirnar sem gefnar eru á þessum jólum. Geflð vinum yðar þad albezta. Í5ófmenntir - xþróttir - íistir Vígsla skólahússins að Brautarholti á Skeiðum. Latigardagskvöldið 16. þ. m. var vígt heimavistarskólahús, sem reist hefir verið að Braut- arholti á Skeiðum. Var þar saman komið marg-menni, á fjórða hundrað, og hin mynd- arlegasta samkoma. Hófst hún á prédikun sóknarprestsins, séra Gunnars Jóhannessonar. Síðan flutti Helgi Elíasson fræðslumálastjói-i aðalvígslu- ræðuna. Gat hann þess m. a., að hús þetta væri veglegasta og fullkomnasta heimavista- skólahús á landinu, og lauk mjög rniklu lofsorði á áhuga og dugnað Skeiðamanna. Þá sagði Eiríkur oddviti Jónsson í Vorsabæ sögu skólabyggingar- innar, Klemenz Þorleifsson kennari skólans flutti ræðu. Rósa B. Blöndal skáldkona flutti skólanum vígsluljóð. Loks flutti Aðalsteinn Sigmundsson sambandsstjóri ávarp frá U. M. F. 1. og Aðalsteinn Eiríks- son kennari heillaóskir kenn- arastéttarinnar. Þá var danz- að. En síðar um kvöldið söng flokkur manna úr Karlakór K. F. U. M. og Helgi Geirs- son formaður U. M. F. Skeiða- manna flutti ræðu. Eiríkur Þorsteinsson skólanefndarfor- maður á Löngumýri stýrði samkomunni, og fór hún hið bezta fram. Skólahús Skeiðamanna er glæsilegur vitnisburður um ein- huga og vel mannaða sveit. Hreppurinn, kvenfélagið og ungmannafélagið hafa staðið saman að byggingu þess og eng- inn látið sitt eftir liggja. Þar eru heimavistir fyrir um 20 böm, skólastofa og kennara- íbúð, allt rúmgott og vandað, og svo auk þess fimleikasalur, sem jafnframt er samkomuhús sveitarinnar. Er hann svo stór og veglegur, að hann á fáa sína líka í sveitum þessa lands. Einar Erlendsson húsameist- ari gerði teikningu af húsinu. Er það úr steinsteypu og vik- urlag innan á útveggjum. Á- ætlað verð er 42 þús. kr., og er talið, að kostnaður hafi ekki farið fram úr áætlun. Kristinn Vigfússon stóð fyrir smíði hússins, og auk hans var einn múrari aðfenginn. Alla aðra vinnu við bygginguna, 1300 dagsverk, lögðu Skeiðamenn sjálfir fram, endurgjaldslaust. Nokkur ný og vönduð Eikar- skrifbord til sölu á N j á ls g ö t u 80 (kjallaranum) 125 krónur stk. Sérstaklega góð til jölagjafa. Alexander Jóhannesson: 1 lofti. Nýja dagblaðinu barst í þessu bók um fluglist og flug- ferðir eftir próf. Alexander Jó- hannesson. Er þar fyrst rak- in sagan um framfarir fluglist- arinnar og síðan vendilega sagt frá flugferðum hér á íslandi og flugferðum útlendra flug- manna hingað. Próf. Alexander hefir frá upphafi haft hinn mesta áhuga á flugmálum Islendinga og lát- ið þau meir til sín taka en nokkur maður annar. Þess lætur hann raunar lítið getið í þessari bók sinni. En bókin öll ber þeim áhuga vitni. Bókin er helguð æskulýð Is- lands og lýsir höf. þannig á einfaldan hátt 'trú sinni á framtíð flugmálanna hér á Is- landi. Er það heldur ekki að efa, að þau mál eru mál fram- tíðarinnar og er ólíklegt, að þess þurfi lengi að vænta, að við íslendingar komumst í ná- ið samband við umheiminn loftleiðis. Tvær góðar bækur. Frá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hafa komið tvær bækur nú fyrir jólin, er Nýja dagblaðið vill mæla sér- staklega með að sem flestir lesi. Önnur þessara bóka er Sag- an um San Michele, eftir sænskan lækni, Axel Munthe. Það er undursamleg bók um lífið og dauðann. Þar er undar- leg samstilling nautnar og þjáningar, er lífinu fylgir, séð með augum manns, sem er hvorttveggja í serín raunsæis- maður og hugsjónamaður, mik- ill læknir og mikið skáld. En hann segir frá öllu, sem hann sér, með svo einfaldri og sannri list, að það smýgur inn í hvers manns hug og fyllir hvers manns hjarta. Þessi bók er svo auðug af öllu, sem lífið á, og þó auðugust af list, að hver maður á að verða ríkari eftir að hafa lesið hana. Jafnvel frá hinum hryllilegustu atburðum er þannig sagt, að það er eins og lífið komi þar móti okltur í sinni mestu dýrð og veldi. Sag- an um Flopette, stúlkuna af götunni, sem fyrirfór sér í rennunni, er með öllum sínum hryllingi fögur eins og helgi- saga. Og þó er hún líklega feg- urst og átakanlegust sagan um bláeygða drenginn, John, er Munthe bjargaði fyrst, er hann fæddist, og svo aftur úr hinni írönsku „uppeldisstofnun“, og barðist síðan fyrir að fengi að lifa, sagan um drenginn, sem aldrei lærði að brosa, en átti þó svo blá og falleg augu — og líka svo hjartaríka móður. Hún kom bara of seint, þó að hún væri kölluð snemma. Þar er líka sagt frá dýrun- um með frábærri ást og skiln- ingi. Ef til vill er lýsing Munthe á þeim um of vafin róman- tískri fegurð. Um það verður ekki fullyrt, því að um það er ekki til nokkurt fullgilt mat, nokkur löggildur mælikvarði. Og svo er það raunar um alla auðlegð lífsins. Hún verður aldrei metin, nema með okkar eigin alinmáli, okkar eigin næmleika. Og Axel Munthe hefir svo mikið af þeirri auð- legð að segja, af því að hann er svo undumæmur, af því að hann getur svo margt skilið og metið og þakkað. En mönnum finnst ef til vill frásögn hans ofurlítið villandi, ekki nógu einföld um það, að fagurt sé fagurt og ljótt sé ljótt, nautnin sé nautn og þján- ingin þjáning, því að allt mæt- ist þetta hjá honum í hærri einingu og samstillingu: Það er allt saman líf. Hann segir það í forspjalli, að einhverjir hafi nefnt bókina söguna um dauðann. En þó að hann viðurkenni, að það sé ef til vill rétt, þá er það nú samt algerlegt rangt. Hitt er rétt, að honum hverfur dauðinn sjald- an úr huga. Hann hefir líka vai'ið öllu sínu atgerfi í bar- áttuna við hann, líka þegar hann ritaði þessa bók, því að hann elskar lífið af heitri hjartrænni ástríðu. Þessvegna er bókin ástaróður og lofsöng- ur um lífið. Þýðingin er góð, en hún er ekki ágæt. Hún er einföld að máli eins og frásögn höfund- arins sjálfs. En hún á ekki þá auðlegð og dulræna töfra í sín- I um einfaldleik sem frásögn , höfundarins, þegar hann talar j á sínu eigin máli. En þrátt i fyrir það ber að þaKka þýðend- unum verk sitt — og útgefand- anum, því að þessi bók getur ekki verið gefin út af gróða- hug, heldur af löngun til að gefa út góða bók. Hin bókin, sem hér skal minnst á, eru 17 þýddar smá- sögur frá ýmsum löndum. Jón frá Kaldaðarnesi og Kristján Aibertson hafa búið þær undir prentun og má telja það tryggingu fyrir góðu vali og vandaðri þýðingu. Sögumar eru líka flestar ágætar í sín- um íslenzka búningi. Og þær eru með ýmsum hætti, svo að þar getUr hver valið sér sögu eftir sínum smekk. Ef einhver kýs sér sögu, þar sem einfald- leiki lífsins blásir við sem dul- arfullt fyrirbrigði, eða (svo má líka að orði kveða um hinn sama hlut) að hið dularfulla fyrirbrigði blasir við sem ein- faldleiki lífsins, þá les hann Hjón og einn maður til, eftir Kipling eða I dótturleit eftir Olav Duun. Ef menn kjósa sér harmsögu lífsins eins og hún getur verið einfaldast sögð og með mestum sannindum, þá lesi menn Skósmiðinn eftir Galsworthy. En kjósi menn bara að lesa sér sögur til skemmtunar, þá slculu menn lesa þær allar. A.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.