Nýja dagblaðið - 28.12.1933, Qupperneq 1
1. ár.
ÍDAG
Sólaruppkoma kl. 10.28.
Sólarlag kl. 2.30.
Háflóð árdegis kl. 2.50.
Háflóð síðdegis kl. 3.15.
Veðurspá: Stinningskaldi norð-
austan, úrkomulaust.
Ljósatími hjóla og bifreiða k!. 3
—10.
Söin, skrifstoíur o. íl.:
Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10
pjóðskjalasafnið ....... opið 1-4
pjóðminjasafnið ........ opið 1-3
Náttúragripasafnið ...... kl. 2-3
Alþýðubókasafnið ...... opið 10-10
Landsbankinn .......... opinn 10-3
Búnaðarbankinn ........ opinn 10-3
lítvcgsbankinn ........ opinn 10-4
Útibú Landsbankans á Iílappar-
stíg .................. opið 2-7
Sparisjóður Rvíkur og nágrennis
opinn 10-12 og 5-7%
Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan .... opin 10-5
Landsíminn .............. opinn 8-9
Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4
Fiskifél....Skrifst.t,. 10-12 og 1-5
Samband ísl. samvinnufélaga
opið kl. 9-12 og 1-6
Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6
Eimskipafél. íslands......opið 9-6
Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda
opið 10-12 og 1-6
Stjórnarráðsskrifstofurnar
opnar 10-12 og 1-4
Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4
Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4
Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4
Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6
Tryggingarstofnanir ríkisins
opnar kl. 10-12 og 1-5
Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6
Lögregluvarðstofan
opin allan sólarhi'inginn.
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............ kl. 3-4
Landakotsspítalinn ............ M
Laugarnesspítali ...... kl. 12%-2
Vífilstaðahælið 12y2-l% og 3%-4%
Kleppur .................... kl. 1-6
Næturvörður í Laugavegsapóteki
og Ingólfsapóteki.
Næturlæknir: Bragi Ólafsson
Ljósvallagötu 10. Sími 2274.
Skemmtanir og samkomur:
Nýja Bíó: Cavalkade kl. 9.
Gamla Bíó: Leikfimiskennarinn
kl. 9.
Jólaskemmtun Menntaskólans í
Menntaskólanum kl. 9.
Jólaskemmtun U. M. F. Velvak-
andi (sjá. auglýsingu).
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
Endurtekning frétta o. fl. 19,00
Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20
Tilkynningar, 19,25 Lesin dagskrá
næstu viku. Tónleikar. 19,50 Til-
kynningar. 20,00 Klukkusláttur.
Fréttir. 20,30 Erindi: Kveðja frá
fjarlægum frændum (þorst. p.
Þorsteinsson skáld frá Winnipeg).
Reykjavík, fimmtudaginn 28. des. 1933.
52. blaö
Listi Framsóknarflokksins
vib bæjarstjórnarkosningarnar í næsta
mánuði var ákveðinn í gærkveldi:
•
1. Hermann Jónasson lögreglustjóri, Laufásveg 79.
2. Aðalbjörg Sigurðardóttir frú, Lauganesi.
3. Guðmundur Kr. Guðmundsson skrifstofustj., Bergst.str. 82.
4. Björn Rögnvaldsson byggingameistari, Hringbraut 110.
5. Hallgrímur Jónasson kennari, Hörpugötu 4, Skildinganesi.
6. Magnús Stefánsson verkstjóri, Laugahvoli.
7. Eysteinn Jónsson alþingismaður, Hellusundi 7.
8. Sigurður Baldvinsson póstmeistari, Freyjugötu 32.
9. Guðrún Hannesdóttir frú, Ránargötu 6 A.
10. Aðalsteinn Eiríksson kennari. Laugaveg 84.
11. Eiríkur Hjartarson rafm.fræðingur, Laugadal v/Engjaveg.
12. Guðmundur Ölafsson bóndi, Austurhlíð.
13. Friðrik Á. Brekkan rithöfundur, Smáragötu 12.
14. Júlíus Ólafsson vélstjóri, Öldugötu 30.
15. Þórhallur Bjarnarson prentari, Ásvallagötu 29.
16. Eyþór Árnason sjómaður, Bergstaðastræti 9 B.
17. Jóhann Eiríksson verkstjóri, Bergstaðastræti 35.
18. Aðalsteinn Sigmundsson kennari, Nýja barnaskólanum.
19. Eðvard Bjarnason bakari, Bjarnarstíg 7.
20. Magnús Björnsson fulltrúi, Skólastræti 4.
21. Páll Hallgrímsson stud. jur., Bjarkai'götu 14.
22. Páll Pálsson skipasmiður, Lokastíg 4.
23. Bjarni Bjarnason bílstjóri, Þórsgötu 5.
24. Aðalbjörg Albertsdóttir frú, Klapparstíg 27.
25. Sveinn G. Björnsson póstfulltrúi, Njálsgötu 39 B.
26. Gunnar Árnason búfræðikandidat, Grundarstíg 8.
27. Guðbrandur Magnússon forstjóri, Bergstaðastræti 54.
28. Gísli Guðmundsson ritstjóri, Tjarnargötu 39.
29. Jónas Jónsson alþingismaður, Sambandshúsinu.
30. Jón Árnason bankaráðsformaður, Laufásveg 71.
Listinn var samþykktur, þannig skipaður, á fundi í full-
trúaráði Framsóknarfélaganna í gærkveldi.
í dag ritar stjóm fulltrúaráðsins útvarpsráðinu og stjórn-
um annara flokka, sem væntanlega hafa frambjóðendur í kjöri
við bæjarstjórnarkosningarnar. Er þar farið fram á, að út-
varpsráðið leyfi útvarpsumræður í næstu viku, um bæjarmál
Reykjavíkur, og skorað á hina flokkana að taka þátt í þeim
umræðum.
Framsóknarflokkurinn mun opna kosningaskrifstofu þeg'ar
upp úr nýárinu. En þangað til eru þeir, sem ætla að starfa
fyrir flokkinn í kosningabaráttunni, beðnir að gefa sig fram
við einhvern úr fulltrúaráðinu eða á afgreiðslu Nýja dagblaðs-
ins í Austurstræti 12.
Þjóðverjar neita
að koma til Genf.
London kl. 17 27/12. FÚ.
Franska ráðuneytið kom
saman á ráðherrafund í dag,
til þess að taka ákvörðun um
afstöðu Frakklands til stefnu
Þjóðverja í afvopnunarmálum.
Hafði undirbúningsviðræða far-
ið fram í gærkvöldi, milli
þeirra Chautemps forsætisráð-
herra, utanríkisráðherrans og
flotamálaráðherrans. Talið er
líklegt, að opinber tilkynning
verði send út loknum þessum
fundi í dag, og þykir miklu
varða hvernig hún verður, þar
sem ákvarðanir fundarins
hljóta óhjákvæmilega að verka
á afvopnunarsamniuga í fram-
tíðinni. Þjóðverjar hafa ákveð-
ið hafnað frekari umræðum um
afvopnunarmálin í Genf, en
Frakkar hafa aftur á móti
hingað til haldið því fram, að
Genf væri sjálfsagður fundar-
staður til slíkra umræðna.
Yfirhershöfðíngi
Hitiers hefir
sagt af sér.
London kl. 17 27/12. FÚ.
Ilammerstein herforingi, yf-
irmaður ríkishersins þýzka,
hefir sagt af sér embætti sínu
frá 1. febrúar næstkomandi.
Það er sagt, að ástæðan til
þessa sé sú, að honum ,hafi ver-
ið erfitt um embættisstörf sín
sökum þess, að hann hafi hald-
ið því fram, að Ríkisherinn
ætti að standa ofan og utan
við átök stjórnmálaflokka.
Rússland-Ameríka
London kl. 17 27/12. FÚ.
Trianovsky, hinn nýskipaði
sendiherra Sovétríkjanna í
Bandaríkjunum, lagði af stað
frá Moskva í dag áleiðis til
Washington.
Slysíð
míkla
í Frakklandi
á aðfangadag.
180 manns fórust.
Nú hafa borizt nokkuð nán-
ari fregnir um hið ógurlega
járnbrautarslys í Frakklandi á
aðfangadaginn. Það er eitt-
hvert hið mesta þessháttar
slys, sem sögur fara af- Slysið
varð á járnbrautarlest, sem var
á ferð frá París, aðallega með
jólagesti norður í land. Lestin
var komin um 19 mílur frá
borginni, og var mikil þoka á.
Rann önnur lest aftan á hana,
með svo miklu afli, að sex öft-
ustu vagnarnir slengdust sam-
an í eina kös. Um 180 manns
biðu bana við áreksturinn, en
um 300 særðust. Menn gera ráð
fyrir því, að orsök slyssins
hafi verið sú, að ljósmerki
lestanna hafi misskilist, eða
alls ekki sézt vegna þokunnar.
London kl. 17 27/12. FÚ.
Minningarathöfn var haldin í
París fyrri hluta dags í dag,
til minningar um þá, sem létu
líf sitt í hinu mikla járnbraut-
arslysi um helgina. Viðstaddir
voru athöfnina forseti franska
lýðveldisins og stjóm. Ræður
voru haldnar af verkamálaráð-
herranum og forseta jám-
brautarfélagsins. Þrír fagrir
sveigar voru lagðir á minnis-
merki, sem reist hafði verið
og tjaldað svörtu: einn frá
stjórninni, einn frá flotamála-
ráðherranum, og einn frá járn-
brautarfélaginu.
Rannsóknum á orsökum
slyssins heldur enn áfram, og
af vitnisburðum, sem þegar
hafa verið fram bomir, er
mjög erfitt að gera sér grein
fyrir hvort að ljósmerki braut-
arinnar voru í ólagi, eða hvort
að þau hafa verið send um
seinan. Vélamaður og kyndari
Cherbourg lestarinnar, þeirrar,
sem rakst á hina, voru teknir
fastir eftir áreksturinn en voru
látnir lausir í dag.
Van der Lubbe
biður ekki um líf.
London kl. 17 27/12. FÚ.
Hollenzki ræðismaðurinn í
Berlín hefir nú lagt fram form-
lega náðunarbeiðni fyrir van
der Lubbe, og fer þess á leit,
að refsing hans verði milduð.
Einn örðugleikinn á því, að
náðunarbeiðni þessi verði tekin
til greina, liggur í því að slík
beiðni á að koma frá sakbom-
ingi sjálfum, en van der Lubbe
hefir engar ráðstafanir gert
til slíks.
Jólaveðrið
á Atlanzhafinu.
Berlín kl. 11.45 27/12.FÚ.
Mjög stormasamt hefir verið
á norðan- og austanverðu At-
lanzhafi nu um jólin. Við Ný-
fundnaland fórst seglskip á að-
fangadag, og drukknaði öll á-
höfnin, 9 manns. í Suður-Af-
ríku hafa einnig geysað óveður
fyrir jólin, og hafa hvirfil-
byljir valdið tjóni, aðallega ná-
lægt Pretoria. Þar hafa 12
manns farizt af völdum óveð-
urs.
Erlendu skipbrotsmenn-
irnir héldu jólin i Rvík.
Kvedjuathöin vegna hinna látnu Þjóð-
verja fór tram i dómkirkjunni 2. jóladag’
Svo einkennilega vildi til að , Þjóðverjunum, sem komust lífs
skipshafnir af 3 útlendum tog- J af, er þeir ætluðu að bjarga
urum, sem strandað höfðu hér J skipshöfnini af Margarete
við land eða hlekkst á, voru . Clark.
staddar hér í Reykjavík á jóla- \ I tilefni af þessu gekkst sjó-
daginn. Voru það mennirnir af mannastofan, vetrarhjálpin o.
togaranum Margarete Clai’k, fl. fyrir samkomu, sem haldin
sem strandaði um daginn við var í Oddfellowhúsinu og hófst
Skaptárós, skipshöfnin af ( kl. 8% á jóladagskvöldið.
belgiska togaranum, er strand- Forsætisráðherra hélt þar
aði við Reykjanestá og þeir af ræðu og var hún samstundis