Nýja dagblaðið - 28.12.1933, Síða 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIS
Annáll.
Skipaíregnii: Gullfoss er á leið
til Kaupra.hafnar. frá Rvík. Goða-
foss kom til Vestm.eyja um hádegi
i gæi'. Brúarfoss er í Kaupm.höfn
og fer þaðan 9. janúar. Dettifoss
kom til Hull í fyrradag. Lagar-
foss er í Kaupm.höfn. Selfoss er í
Reykjavík.
Frá höfninni. Sindri kom frá
Englandi á aðfangadag jóla.
Snorri goði og Gulltoppur á jóla-
daginn. Belgaum og Tryggvi
gamli fóru á veiðar á jóladaginn.
Nýja danblaðið kostar 2 krónur
yfir janúarmánuð. þeir, sem ger-
ast kaupendur strax, fá það ó-
keypis frá 15. þ. m. til 1. janúar,
meðan upplagið endist. þar á
meðal er margfalt jólablað og
fylgiritið „Dvöl“, sem kemur út
á sunnudögum.
Silfurbrúökaup áttu í gær Sig-
ríður Ólafsdóttir og Guðmundur
Magnússon Freyjugötu 9.
Leikhúsið. „Maður og kona“, út- |
dráttur úr sögu Jóns Thoroddsen ‘
var leikinn á annan í jólum. Stóð í
leikurinn í 414 tíma, svo flestum J
mun hafa þótt heldur langt. Að-
sókn var mikil, hvert sæti og
stæði skipað. Verður síðar nánar
sagt frá leiknum.
Hjónaefni. Á þorláksmessu opin-
beruðu trúlofun sína frk. þorbjörg
Guðlaugsdóttir og Páll Wium mál-
ari, bæði til heimilis á Bjargar-
stíg 7. — Á aðfangadag jóla birtu
trúlofun sína ungfrú Emma
Samúels, Laugavegi 53, og Sig-
urður Möller, Tjamargötu 3. —
Á aðfangadaginn opinberuðu trú-
lofun sína, ungfrú Sigríður Jóns-
dóttir, Sigmundssonar gulismiðs
og Ilalldór Halldórsson frá Hnifs-
dal.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af sr. Fr.
Hallgrímssyni ungfrú Guðbjörg
Gisladóttir frá Nýjabæ í þykkva-
bæ og Marís Kr. Arason Ingólfs-
stræti 21.
Skemmtun heldur Félag ungra
Framsóknarmann% i Oddfellow-
húsinu föstudaginn 29. des. Til
skemmtunar verður, auk dansins,
einsöngur: ungfrú María Markan,
danssýning: frk. Helene Jónsson
og Eig. Carlsen o. fl. Hin ágæta
spánska hljómsveit spilar, og
verður dansað til kl. 4. Skemmti-
nefndin segir að þetta verði mjög
fjölmenn og ánægjuleg samkoma.
Farþegar með e.s. Goðofoss frá j
Reykjavík til Kaupm.hafnar á 2.
í jólum: Helga Björnsdóttir, Anna
þorláksson, Ásta Andrésdóttir, Ar-
ent Claessen og frú, Sigfús Blön-
dahl, þorv. J. Blöndahl, Jóna
þórðardóttir, Jóhann þorkelsson,
Olsen, Alm, Pétur Johnson, Om
Johnson, Pétur Benediktsson og
frú, þorsteinn Gislason og frú,
Anna Sigurðardóttir, Hally Hans-
en og 4 þýzkir sjómenn.
Jólatrésskemmtun fyrir börn
verður eins og áður hefir verið
auglýst hér i blaðinu, i Oddfel-
lowhúsinu 2. í nýári. Skemmtun-
in byrjar kl. 5 fyrir bömin og
stendur til kl. 10 og kostar með
veitingum kr. 2.75 fyrir hvert
barn. Fyrir íullorðna byrjar dan-s
inn kl. 10 og stendur til kl. 3.
Fyrir fuilorðna kosta aðgöngu-
miðarnir 2 krónur.
Félag róttækra háskólastúdenta
heldur fund í Oddfellowhöllinni
uppi kl. , i kvöld. Pálmi Hann-
esson rektor talar: Ýmsar kenn-
ingar um uppruna lifsins. —
Kaffidrykkja.
Farþegar með e.s. Guilfossi 26.
þ. m. til Kaupm.haínar og Petcr-
head: Frú Elín Guðmundsson,
Frk. Elín Guðmundsson, Sigm.
Sigmundsson, 4 sjómenn aí botn-
vörpungnum „Margaret Clark“,
Mr. J. M. March, Mr. S. Bodham,
Mr. Harold Iniroff, 15 sjómenn frá
s.s. „Jan Valders" og 8 sjómenn
irá b.v. „Margaret Clark".
Nýja símaskráin. Nú er verið að
bera símaskrána um bæinn, og
eru aðalbreytingarnar á henni frá
þvi sem áður var, þessar: Sérstök
atvinnu- og viðskiptaskrá er nú í
íyrsta sinni tekin upp i síma-
skrána, en í henni er nöfnum
símanotenda, sem reka atvinnu-
eða verzlunarfyrirtæki, raðað í
staírófsröð í þann atvinnu- eða
vörutegundaflokk, sem þeir óska,
svo sem tíðkast í erlendum síma-
skrám. Til hægðarauka framvegis,
er sérstakt eyðublað fyrir tilkynn-
ingar í atvinnuskrána. þá er einn-
ig sú nýbreytni, að í bókinni er
sérstök skrá yfir ,bæi í sveitum,
sem hafa síma, þ. e. a. s. sima-
notendur í sveitum og jaínframt
tilgreind sú landsímastöð, sem
hver bær er í símasambandi við.
Viðbótarskrá yfir nýja símanot-
endur verður framvegis prentuð
úrsfjórðungslega og send símanot-
endum þannig útbúin, að auðvelt
sé að líma hana inn í skrána.
Víni stolið. Um jólin var brot-
izt inn i víngeymsluna á e.s.
Goðafoss og stolið þar 22 flöskum
af sterkum vínum og 8 flöskum
af likör. Málið er í rannsókn.
Bæjarstjórnarkosningar á Akur-
eyri eru ákveðnar 16. jan. þrír
listar hafa nú verið lagðir fram,
auk lista Alþýðuflokksins, er áð-
ur er birtur. Fimm efstu menn á
lista Verklýðsfélaganna eru:
Nýja dagbldðið
birtir smáauglýsingai' fyrir eina
krónu. — Mörgum auglýsendum
ber saman um að mestan árang-
ur hafa auglýsingar þeirra borið,
sem birzt hafa í Nýja dagbl.
Steingiimur Aðaisteinsson verka-
maður, þorsteinn þorsteinsson
verkamaður, Elísabet Eiriksdóttir
kennslukona, Magnús Gíslason
múrari og Sigþór Jóhannesson raf-
vélamaður. Á lista Sjálfstæðis-
ílokksins eru þessir fimm efstir:
Sigurður Hlíður dýi'alæknir, Stef-
án Jónasson útgerðarmaður, Jón
Guðmundsson yfirsmiður, Axel
Kristjánsson kaupmaður og
Gunnar Schram simstjóri. Á D-
lista eru þessir fimm efstir: Jón
Sveinsson bæjarstjói'i, Jón Guð-
laugsson bókari, Helgi Pálsson út-
gerðarmaður, Valdimar Steffensen
læknir og Jón Kristjánsson út-
gerðarmaður. Enn er von á ein-
um eða tveimur listum. — FU.
Ólundinn er enn Sigurlaugur
Sigfinnsson í Hafnarfirði, sem
hvarf þann 23. þ. m. Hefir verið
slætt á höfninni og leitað með-
fram ströndinni, en ekkert fund-
izt nema sjórekin húfa, sem kunn-
ugir fullyrða að Sigurlaugur hafi
átt. Leitinni var haldið áfram í
gær. Sigurlaugur var maður um
þrítugt, og bjó við Garðaveg í
Hafnarfirði. — FÚ.
Kirkjan á Siglufirði. Á jóladag
var rafstraumi veitt í fyi'sta sinn
í rafofna kirkjunnar á Siglufirði.
Ofnarnir eru undir endilöngum
fótskemli hjá hverjum bekk, og
auk þess eru 4 veggofnar í kór.
Hitunartækin eru 40 þús. króna
gjöf frá styrktamefnd kirkjunnar,
en í þeirri nefnd eru allmargar
bæjarkonur. Vatnsorkuvél bæjar-
ins er notuð til hitunar á ofnun-
um, á meðan ljósaþörfin er
minnst í bænum. Tækin þurfa
40—50 kílóvött, og verður þá sæmi-
lega lilýtt eftir 2 tíma. Ásgeir
Bjarnason rafíræðingur kom tækj-
unum fyrir. — FÚ.
Glæpur að skjóta á þjóf? Hinn
opinberi ákærandi i Danmörku
hefir ákveðið að höfða skuli mál
fyrir manndráp á hendur Hansen
veitingamanni, þeim er fyrir
skemmstu skaut á innl)ix)tsþjóf,
svo hann hlaut bana aí sárun-
um. — FÚ,
Eldsvoði. Mikill bruni varð í
Kaupmannahöfn í fyrrinótt. Eldur
kom upp í stórhýsi á horninu á
Nörrebrogade og Nörregade, og
brann húsið að allmiklu leyti áð-
ui' en ráðið varð við eldinn. — FÚ.
1
I
Tveir konungar
á ferð í París.
Berlin kl. 11.45 27/12. FÚ.
Franska blaðið, Le Matin,
skýrir frá því, að í byrjun
janúarmánaðar sé von á kon-
ungshjónunum í Jugo-Slavíu í
lieimsókn til Parísar. Sömu-
leiðis mun konungur Rúmeníu
vera væntanlegur til Parísar
mjög bráðlega.
Verður íaríð að
rækta korn í
Reykholtsdal?
1. des. sl. stofnuðu tíu Reyk-
dælir kornræktarfélag, er nefn-
ist Kornræktin í Reykholti.
Framkvæmdanefnd var kosin
og skipa hana bændurnir Jón
Hannesson Deildartungu, Þor-
gils Guðmundsson og Þórir
Steinþórsson, Reykholti. Á-
kvörðun um félagsstofnun
þessa hafði raunverulega ver-
ið tekin sl. haust, og var þá
ákveðið land til ræktunar í
Reykholti. En áður hafði
Klemens Kristjánsson korn-
ræktarmaður á Sámsstöðum
verið fenginn til að koma og
athuga landið og gefa ýmissar j
leiðbeiningar viðvíkjandi fram- j
kvæmd verksins. Kornræktin !
hefir allt að 15 ha. land til
umráða, «g var tilætlunin sú,
að það yrði að mestu brotið og
unnið í haust, en eigi vannst
tími til að vinna meira en ca.
4 ha. Landið hefir þegar ver-
ið mælt, og strax og við verð-
ur komið, verður byrjað á að
gera þau mannvirki, sem nauð-
synleg eru í sambandi við
kornræktina.
Sjóróðrar
á Suðurnesjum.
Garðbúar hafa róið í allt
haust á opnum vélbátum með
þorskanet og ýsulóðir og hefir
fiskast óvenjulega vel framan-
, af jólaföstunni. En gæftaleysi
i hefir hamlað sjósókn síðan í
I miðjum mánuðinum. Og eiga
; sumir net úti ennþá, sem þeir
hafa ekki getað vitjað um
síðan 15. þ. m. Eru menn nú
orðnir hræddir um að sjá þau
ekki aftur vegna ágangs tog-
§ Ódýrn %i
augiýsingarnar.
Hús og aðrar fasteignir til
sölu. Hús tekin í umboðssölu.
Skrifstofan í Aðalstræti 9 B
opin kl. 11—12 og 5—7. Sími
4180 og 8518 (heima). Helgi
Sveinsson.
ÞURFISKUR
sérlega ódýr, fæst í vættar-
knippum hjá Hafliða Baldvins-
syni Hverfisgötu 123. Sími
1456 (tvær línur).
Ilmvötn, hárvötn og hrein-
lætisvörur fjölbreytt úrval hjá
Kaupfélagi Reykjavíkur.
Sími 1245.
Ef yður vantar góð og ódýr
húsgögn, þá munið Trésmiðj-
una á Frakkastíg 10, sími
4378.
Tapiið-Fundið
25 krónur töpuðust í gær
niður við fiskskúrana. Finn-
andi skili á afgr. Nýja dag-
blaðsins.
Húsnæði
Einhleypur maður óskar eft-
ir litlu herbergi helzt í mið-
0bænum. A. v. á.
Tilkynningar
„Verkstæðið Brýnsla*
Ilverfisgötu 4
(hús Garðars Gíslasonar)
Brýnir öll eggjám.
Sími 1987.
Kennsla
Kennum að taka mál og
sníða kjóla. Einnig að flosa,
stoppa og bródera á algengar
saumavélar. ólína og Björg
Hellusund 3 (uppi).
ÖKUKENN SLA.
Steingr. Gunnarsson Bergst.
stræti 65, heima. Sími 3973
eða á Litlu bílastöðinni. Sími
1380.
ara, sem sífellt eru að veiðum
uppundir landsteinum.
RAUÐA HÚSIÐ.
hina veggina. Hann var of langur til þess að geta
gengið uppréttur þarna inni.
— Til þess er reyndar ekki nema ein ástæða, sem
sé sú, að þá þyrftum við ekki að hafa fyrir því
að leita að honum annars staðar. Mark hefir þó ekki
látið ykkur fara í krokket á bawlingvellinum ?
Hann benti á krokketáhöldin.
— Hér áður fyrri hélt hann því alls ekki að okk-
ur, að fara í krokket, en núna fyrst í sumar fór
hann að komast á lag með það. Og satt að segja er
þetta eini staðurinn, þar sem hægt er að fara í
krokket. Hvað mig snertir hefi ég skömm á því.
Mark var ekki sérlega góður í bowling, auðvitað,
en honum fannst það eitthvað mikið í munni að
kalla þetta bowlingvöllinn og demba því á kunn-
ingja sína.
Antony hló.
Hann fór að leita í vösum sínum að pípunni og
tóbakinu, en allt í einu snarhætti hann og stóð graf-
kyrr og hlustaði. Hann lagði undir flatt og hélt
fingrinum upp að eyranu til þess að gera Bill varan
við.
— Hvað er þetta? hvíslaði Bill. Antony benti
honum að hafa hljótt um sig og hélt áfram að
hlusta. Hann kraup með gætni niður og hlustaði
enn. Ilann hleraði við gólfið. Svo stóð hann á fætur
og dustaði í skyndi af sér rykið, gekk að Bill og
hvíslaði að honum.
— Fótatak. Einhver kemur. Þegar ég byrja að
spjalla verður þú að talta undir.
Bill kinkaði kolli. Antony gaf honum vænt oln-
bogaskot í bakið til þess að hressa hann við og gekk
svo föstum skrefum að skápnum, þar sem leikföngin
voru geymd, og blístraði hástöfum. Hann tók á-
höldin út úr skápnum, missti eitt á gólfið, svo að
mikill hávaði varð af- „Hvert í logandi“, segði hann
og svo hélt hann áfram:
— Heyrðu Bill. Ég held ég nenni ekki að fara í
bowling núna.
— Því varstu þá að tala um það muldraði Bill.
Antony leit til hans með örvandi brosi.
— Ja, ég vildi það þegar ég sagði það, en nú
vil ég það ekki lengur.
— Hvað v i 11 u þá ?
— Spjalla.
— Áfram þá! sagði Bill ákafur.
— Það er bekkur þarna úti á grasblettinum —
ég leit svo til. Við skulum taka áhöldin með, ef
ske kynni að við vildum fara í leik. Þeir gengu
þvert yfir völlinn. Antony draslaði með sér áhöld-
unum og náði nú í pípuna.
— Hefir þú eldspýtur? sagði hann hátt. Þegar
hann beygði sig yfir eldspýtuna hvíslaði hann: Það
er einhver á hleri. Þú skalt látast trúa á skýringar
Cayleys. Svo hélt hann áfram í venjulegum róm:
— Hvaða fjandans eldspýtur ertu með Bill. Svo
kveikti hann á annari til. Þeir gengu nú þangað
sem bekkurinn var og settust.
— Yndislegt veður í kvöld! sagði Antony.
— Dásamlegt.
— Gaman væri að vita hvar Mark er niður kom-
inn.
— Já, það er laglegt allt saman.
— Þú ert altsvo á sama máli og Caylay — að
þetta hafi verið slys.
— Já. Sjáðu til, ég þekkti Mark.
— Hm. Antony tók upp penna og pappír og fór
að skrifa á kné sér, en hélt þó áfram að tala. Hann
hélt þeirri skoðun fram, að Mark hefði skotið
bróður sinn í reiðikasti, og að Cayley hefði vitað
þetta, eða a. m. k. getið sér þess til, og reynt að
gefa frænda sínum undanfa-íri að strjúka burt.
— Og eins og þú skilur, þá álít ég að hann hafi
breytt alveg rétt. Ég held að við hefðum farið al-
veg eins að í hans sporum. Auðvitað mun ég ekki