Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Qupperneq 3
* * 3 A
DAOB LABIB
3
ósfum dí& öllum corum rn&sfiftamönnum 09 þöffum
fyrir þa& gamla.
E>ibtcefjat>er3lun rtftsins
Atyinnuvegir og viðskipti
á árinu 1933.
Eftir Guðlang Bósinkrauz.
Þegar horft er til baka yfir
liðna árið, fer ekki hjá því, að
manni íimiist, að bjartara hafi
verið yfir því en næsta ári á
undan. Við nánari athugun
kemur líka í ljós, að svo hefir
verið yfirleitt. Atvinna hefir
verið meiri og vöruverð hækk-
andi. Þessi staðreynd gefur
okkur góðar vonir, bjartsýni
og framfarahug, þrátt fyrir
það þótt viðskiptajöfnuðurinn
sé ekki eins góður og við hefði
mátt búast. Skal hér nú nokk-
uð drepið á helztu atriði í at-
vinnulífi voru og verzlun á
liðna árinu.
Tiðai’farið.
Tíð var góð um land allt,
spretta var ágæt alstaðar og
nýting góð á heyjum að Suður-
landi og Borgarfirði undan-
teknum. Á Suðurlandi var úr-
koma meiri en á undanfömum
árum og rigndi sumstaðar
meira en áður eru dæmi til hér
á landi. Voru s. a. s. stöðugir
óþurrkar á Suðurlandi. Eigi gat
heitið að snjór félli á jörðu
allt haustið, fram að nýári,
gránaði aðeins snöggvast, en
tók fljótlega upp aftur, og mun
það vera éinsdæmi að svo sé.
Blóm sprungu út um jól og
íólk fór jafnvel á grasafjall.
Hey voru yfirleitt mikil og góð
og litlu búið að eyða af þeim
um nýár, þar eð hestar og
sauðfé víðasthvar hefir gengið
álgjörlega úti fram að nýári.
Bústofninn.
Búpeningi hefir alltaf verið
að fjölga hér á landi síðustu 3
árin. Seinustu tölur hagstof-
Unnar eru fyrir árið 1932. 1
fardögum það ár var sauðfé
alls á landinu 706.415, naut-
gripir 29.925, hross 46,318,
gfeitfé 2644 og hænsn 54.694.
Sérstaklega hefir sauðfé og
hænsnum fjölgað mikið. Mörg
stór hænsnabú hafa risið upp
í grennd við Reykjavík og í
grennd við þorp og bæi víða u'm
land. 1 fyrrahaust var fleira fé
sett á en undanfarið, sökum
þess, hvað kjötverðið var lágt,
og hinsvegar mikil hey. Á
þessu ári mun því bústofn
landsmanna hafa verið mun
meiri en hann hefir nokkuru
sinni fyrr verið.
Siáturfé var því með flesta
móti í haust. Hjá Sláturfélagi
Suðurlands var t. d. slátrað hér
í Reykjavík, Hafnarfirði og
Akranesi 50 þúsundum fjár, og
er það mun meira en nokkuru
sinni fyrr. Fé var þó heldur
rýrt. Var veikindum kennt um,
því óvenjumiklir kvillar voru
í fé á síðastliðnu ári, sérstak-
lega illkynjuð ormaveiki, er
mest bar á í landléttari sveit-
um, þar sem fé gengur mikið
úti og lítið er gefið.
Síðastliðið haust mun hafa
verið sett álíka margt á og í
fyrrahaust.
Garðyrkjan.
Jarðeplauppskeran var miklu
meiri í ár en á undanförnum
árum. En kartöflusýki gerði
mjög vart við sig á Suðurlandi
og í Borgarfirði, svo mikill
hluti af uppskerunni í þessum
héruðum varð ónýtur. Sérstak-
lega bar mikið á sýkinni á
Akranesi, Eyrarbakka og
Stokkseyi'i. Reynt var að verj-
ast kartöflusýkinni með því að
sprauta með blásteinsupplausn
og dufti, og varð það töluvert
til bóta, ef það var gert nógu
snemma. Verðið á kartöflum
var frá 14—18 kr. tunnan í
heildsölu. Sennilegt er talið að
framleitt sé nú svo mikið af
kartöflum hér á landi, að nægi-
legt sé með sömu neyzlu og á
undanförnum árum hefir verið.
Mjólkurbúin.
Framleiðsla mjólkurbúanna
var með minnsta móti. Smjör
varð að flytja inn síðari hluta
sumars og í haust. Lögin, sem
samþykkt voru á síðasta reglu-
legu þingi, um að blanda smjör-
líkið með ísl. smjöri í ákveðn-
um hlutf.llum (5%), gátu ekki
komið til framkvæmda, sökum
smjörskorts. Heildsöluverð
rjómabússmjörs hefir verið kr.
3,30 pr. kg.
Sjávarútvegurinn.
Samkvæmt skýrzlu Fiskifé-
lagsins hefir fiskaflinn í ár
verið mun meiri en í fyrra. 1.
des. 1932 var fiskaflinn 56
þús. smálestir en á sama tíma
í ár er hann 68.440 smálestir
af þurrum fiski. Aflinn er því
1. des. í ár 12.440 smálestum
meiri en í fyrra.
Síldveiðarnar.
Síldveiðamar gengu ágæt-
lega framan af sumri, en síld-
in hvarf snögglega síðast í á-
gústmánuði.
Síldaraflinn, talinn í tunnum,
var í ár sem hér segir:
Söltuð síld............. 71.820
Matjesíld.............. 109.728
Kryddsíld............... 21.166
Sykursöltuð síld . . .. 3.234
Sérverkuð............... 13.098
Samtals 219.046
I fyrra var öll sérverkaða
(þar í innifalin matjesíld,
sykursöltuð og kryddsíld) og
saltaða síldin 247.053 tn. —
Bræðslusíldin er aftur á móti
miklu meiri í ár en í fyrra.
1932 voru 525.752 hl. látnir í
bræðslu, en í ár 758.198 hl.
eða 226.446 hl. meira brætt í
ár en í fyrra, síldarmjölið og
olían hefir og verið meiri.
Skip, sem gengu til veiða.
í ársbyrjun voru 38 togarar
en 2 fórust á árinu, Skúli Fó-
geti í fyrravetur og Geysir í
haust. Þá mánuði, sem flest
skip voru á veiðum hér, voru
37 togarar (22 frá Reykjavík,
11 úr Hafnarfirði, 2 frá Pat-
reksfirði, 1 frá ísafirði og 1
frá Önundarfirði), 22 línuveið-
arar, 213 vélbátar yfir 12 tonn,
264 vélbátar undir 12 tonn,
406 opnir vélbátar (trillubát-
ar) og 60 róðrarbátar. Skip-
verjar á öllum þessum flota
voru á sama tíma 6615.
Iðnaðui'.
Á undanförnum árum hefir
iðnaður færzt allmikið í vöxt
hér á landi. Þau iðnfyrirtæki
sem áður hafa verið starfrækt,
hafa verið rekin með svipuð-
um hætti í ár og undanfarið,
en flest nokkuð verið aukin.
Ríkið keypti Pauls-síldarverk-
smiðjuna á Siglufirði og starf-
rækti hana, (en hún var ekki
starfrækt í fyrra). Smjörlíkis-
verksmiðjurnar hafa heldur
aukið framleiðslu sína og mun
hér nú vera framleitt nægilega
miðið smjörlíki til neyzlu í
landinu. Sjóklæðagerðin hefir
verið aukin. Vinnufata- og
veiðarfæragerðir hafa verið
settar á laggirnar og virðast
ganga ágætlega. Mj ólkurniður-
suðuverksmiðja Kaupfél. Borg-
firðinga hefir heldur aukið
framleiðslu sína. Súkkulaði-
verksmiðjan Freyja hefir og
töluvert fært út kvíarnar og
sömuleiðis efnagerðirnar. Ull-
arverksmiðjurnar hafa unnið
úr meiri ull í ár en undanfar-
ið. Verið er að byggja við og
auka ullarverksmiðjuna Gefj-
un á Akureyri. Vélarnar hafa
verið bættar og er verið að
koma fyrir ullarþvottavélum
og kamgarnsvélum. Getur þá
verksmiðjan aukið framleiðslu
sína að miklum mun, og fram-
leitt nýjar og miklu betri og
áferðarfallegri dúka en hingað
til hefir verið hægt. Gæru-
verksmiðjan á Akureyri hefir
verið rekin með svipuðu fyrir-
komulagi og í fyrra, og í ár
hefir garnaverksmiðjan í Rvík
verið starfrækt.
Þenna tiltölulega hraða vöxt
iðnaðarins má sjálfsagt mikið
þakka innflutningshöftunum.
1 Hinsvegar má og sjálfsagt
nokkuð þakka bættri fram-
leiðslu, sem fengizt hefir við
meiri þekkingu og reynslu.
i ♦
Verzlun og viðskipti.
Utlit er fyrir að viðskipta-
jöfnuðurixm, þrátt fyrir góð-
æri, mikla framleiðslu og hækk-
andi vöruverð, muni verða
mjög óhagstæður, og er þar
um að kenna miklum inn-
flutningi á árinu. Verðmæti
innfluttrar vöru á árinu til 1.
' desember var kr. 41.264.000. Á
sama tíma í fyrra var verð-
j mæti innfluttrar vöru krónur
! 32.052.431. Innflutningurinn er
l þannig 9.212.569 kr. meiri í ár
| en í fyrra.
Gleðilegt nýár
og þökk fyrir viðskiítin á liðna árinu.
Kjötbúð Reykjavíkur
Vesturgötu 16.