Nýja dagblaðið - 23.01.1934, Page 2

Nýja dagblaðið - 23.01.1934, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ PLÓEIA sixijöx*líki er búið til í fullkomnuscu smjörlíkisgerð- arvélum, af fyrsta flokks fagmönnum og úr beztu fáaniegu hráefnum. Þess vegna er FLÓRA bezta, drýgsta og ljúffengasta smjörlíkið. Hyggnar húsmæður nota eingöngu FLÓRA smjörlíki. Allir sem þurfa að gera stærri kaup á smjörlíki, ættu sjálfs sín vegna að leyta tilboða hjá ^ Kaupfélagi Eyfirðinga. ^ %%%%%%%%%%%%%%%%%%Wi rtr 'ír ~Jr 'ir ■ir •ir *lr ‘ir -ir rlr "ir rir 'V *!r rir v rir -V -i/ -!r -ir *S\ $4 ffj Systir mín Hildur Haraldsdóttir frá ■>$ Austur-Görðum andaðist á Landsspítalanum $4 ^ í ffær ^ Kristjana Haraldsdóttir ^ H(. .............................. . .......... ............S8* r^.. ttís a&T * (í^ ^ ^ ^ ^ -'í'- 4- ^ 4* -■> ^ Merkur maður látinn Varð landflótta vegna konnnnar sinnar. Nýlega er dáinn einn af þeim mönnum, sem miklu réðu í Rússlandi fyrstu árin eftir byltinguna. Það er Lunatjar- ski. Hann var yfirstjómandi menntamálanna í Rússlandi 1918—1929 og án efa lang at- hafnasamasti og áhrifamesti maðurinn, sem Rússar áttu á því sviði, á þeim árum. Hér er ekki rúm til að segja frá hinum margháttuðu störf- um Lunatjarski. Þegar hann tók við stjóm menntamálanna voru þau í hinu hörmulegasta ástandi. Þjóðin hafði búið við ill kjör í margar aldir og stjórnendurnir áttu önnur á- hugamál en að vinna að menn- ingarstarfsemi. Undir forustu Lunatjarski var hafið mikið og erfitt starf. Hér varð að byggja upp allt að nýju og þurfti til þess bæði gott skipu- lag og stjórnsemi. Þar átti Lunatjarski heima. Hann var sjaldan á mannfundum og hafði sig ekki mikið í frammi opinberlega. En frá skrifstofu sinni stjórnaði hann marghátt- aðri starfsemi um allt landið | og árangurinn varð vonum framar. Þegar hann dó, var hann í | | einskonar útlegð. Ástæðan til j j þess að hann varð að leggja j j niður starf sitt og fara af j landi burt, er næsta æfintýra- 1 j 1 eg. Honum var ekki gefin nein embættisvangá né ódugnaður að sök. Það var konan hans, sem átti sökina. Hún var af I aðalsættum, hafði verið leik- kona og var ein fallegasta kona landsins. í erfðir hafði hún fengið áhuga fyrir veizl- um og öðrum skemmtunum yf- irstéttarinnar. Á tímum keis- arastjórnarinnar átti það vel við. Eftir byltinguna gegndi öðx-u máli. Slíkt átti ekki vel heima í landi öreiganna. Þar við bættist að óvinátta reis á milli hennar og konu Stalins, sem síðar breyttist í fullan fjandskap. Og þar kom, að Stalin gaf Lunatjargki tvo kosti: Að skilja við konu sína eða leggja niður embættið og fara. af landi burt. Þó Lunatjarski vildi ógjarn- an láta af embætti sínu, sem hafði fallið honum vel og gef- ið honum aðstöðu til að vinna stórvirki, þá tók hann seinni kostinn. Ástin til konunnar varð yfirsterkari. Eftir burtför sína gegndi hann ýmsum sendistöi’fum fyrir Rússa erlendis. Nú stóð til að hann yrði sendiherra þeirra í Madrid. En dauðinn gerði enda á þeirri fyrirætlun. Ráðið í fornar rúnir 1 British Museum hafa um alllangt skeið verið gerðar til- raunir með að ljósmynda göm- ul handrit með ultrarauðum .geislum, og hefir orðið merki- legur árangur af. Hefir á þann hátt tekizt að fá þvílíkar myndir af gömlum og máðum handritum, að þau hefir mátt lesa, svo sem þau væx-u ný. Þannig hefir nýlega tekizt að lesa egyfzk handrit, sem talin eru um 4000 ára gömul, og áður voru talin svo máð, að þau væru með öllu ólæsi- leg. Reyndust það frásagnir um lífið í dauðraríkinu og þykja allmerkilegar. Þessi uppgötvun á vafalaust eftir að verða fomfræðingum okkar Islendinga að gagni, ef tækist að mynda þau ísl. hand- rit, sem eru lítt læsileg eða ólæsileg með öllu. Bókmenntir — íþróttir — listir Myndir Eisars Jónssonar Reykvíkingar ættu að koma oftar í myndasafn Einars Jóns- sonar. Ekki til að dást að formum. Ekki til að miklast af, að þjóðin á þar ágætan lista- mann. Heldur til þess að fara pílagi’ímsför þangað, sem þeir geta kropið í lotningu á heilögum stað. Því að Einar Jónsson er svo ríkur af því, sem nútímamað- urinn þarfnast mest og er þó svo fátækur af: frumleika og trú. Þegar ég nefni fi’umleika og trú, verð ég víst að afsaka mig. Með frumleika á ég ekki við eitthvert pírumpár, sem er dregið upp í ósjálfræði, og ég hefi ekki áður séð. Einar Jóns- son fálmar aldrei í ósjálfræði. Hann er ekki að leitast við, að búa til eitthvað, „sem aldrei hefir verið til“. Hver mynd ’ hans er mótuð af lífi hans öllu, á dýpstu rót að rekja heinx til Galtafells, þar sem hann gekk sín fyrstu spor við föður- og móðurkné og horfði undrunaraugum barnsins upp til fellsins og niður á sléttuna, inn i myrkrið og upp til sólar- innar. Frumleiki Einars er fólginn í því, að hann hefir aldi’ei hætt því að vera barn, þó að hann hafi orðið fullorðn- ari maður en nokkur annar nú- lifandi Islendingur. Og þegar ég tala um trú, á ég ekki við klingjandi bjöllu kirkjunnar, ekki við sálnxasöng og ekki við kenningar, sem lífinu hefir verið stolið úr. Ég á aðeins við þessa tilfinningu og lotningu fyrir máttai’völdum lífsins, þetta sem hækkar manninn um leið og hann krýpur á kné. Ég hefi aldrei séð myndir, sem mér hafa fundist eins rík- ar af lofgerð og trú og sumar myndir Einars. Um það eru mér reyndar tvö málvei’k hans minnisstæðust (þau eru ekki til sýnis á safninu). Annað þeirra er Lofgjörðin fyrsta, þax' sem sólargeislarnir brotna í berg- stuðlunum þann veg, að fi’am kemur myndin af því lífi, er fómar og þjáist í fögnuði, lotningu og kvöl. Hitt er Jól 1917. Þá lágu þrumuskýin þyngst yfir þessai-i jörð okkar í minni núlifandi manna. Þá var hildarleikurinn mikli tryllt- astur, óviðráðanlegur og ó- visst um úrslit. Þá varð hún til þessi mynd Einars af guðs- móður, er leitar sér skjóls með barnið milli bergki-istallanna, sem rísa og benda til himins eins og tvær greyptar hendur. Um leið og hér er færð í bún- ing myndarinnar hin frægu orð postulans: „öll skepnan styn- ur“ og orð skáldsins: „Æfinlega með lyktum lófum lof ræðandi á kné sín bæði skepnan öll er skyld að falla skapari minn fyrir ásjón þinni“ er til okkar talað um þaÖ, að allt sé af einu fætt og jafnvel dauð náttúran syngi skapara sínuxn lofgjörð — þrátt fyrir allt. Einar Jónsson er alltaf að skapa nýjar og nýjar myndix-. Ég get hér aðeins tveggja nýj- ustu mynda hans. Önnur er af hinum mikla höfuðsmið, senx er að rnóta á steðja sínum í- mynd þess, senx hann elskar. En síndi’in sem hrökkva þaðan eru allt þetta iðandi jarðarlíf. Hin er af manninum, sem brýt- ur bergið og finnur þar stein- gerða beinagrind drekans mörg þúsund ára 'gamla, en í klón- unx drekans dylst ennþá lifandi líf í gerfi yndislegi-ar konu. — — Ég ætla að ljúka þessu máli með því, sem ég man og því sem mig hefir dreymt úr fyrstu viðræðunni sem ég átti við Einar Jónsson. Það var fyi’ir meir en 6 árum, en þó trúi ég því, að ég fai’i rett með aðalatriði þess, sem Einar sagði um list sína: „Ég vil vera heimsbox-gari með því að vei’a sjálfunx mér trúr, eðli mínu og upphafi, bei’nskuheimili mínu og þjóð- inni. Listaverk mín, sem mig langar til að hafi alþjóðlegt gildi, eiga að bera blæ af land- inu mínu, litum þess og línum og þeim æfintýraljóma, senx sveipar það, og sá einn skilur, sem þar er fæddur, og þar hef- ir dreymt sína fyi’stu drauma. Listaverk okkar eiga að vera eins og sál okkar, sem er geisli alheimssálai’innar um leið og við erurn Islendingar. Það eru andstæðurnar í íslenzkri nátt- úru, sem mest áhrif hafa á mig haft, gert mig það sem ég er. Ekkert hefir gert mig eins gagntekinn af hrifningu og stuðlabergið í fjöllunum okkai’ og ungar ilmandi birkihríslur. Hraunin hafa hinsvegar alltaf fyllt mig skelfingu. Þau minna mig á dauðann og dómsdag. En stuðlabergið minnir mig á fyrstu vonina um ljós og líf á langri óttu. ‘ Bergkristalarnir, stuðlai’nir, di’aga hug minn að fyrstu byrjun lífsins, mér detta alltaf í hug fyrstu þrep- in á stiganum hans Jakobs, sem átti að ná til himins. Og ung, ilmandi birkihríslan minn- ir mig á lífið sjálft, mér finnst hún anda frá sér yndi þess og fögnuði. — Ég lifi mjög í eigin heimi. Ég get ekki að því gert, að ég hefi andúð á flestu, sem fylgir þessari svokölluðu nútímamenningu. Allar stefnur eða skóiar eru drepandi fyi’ir sann a list. Listin er oftast gerð að ópersónulegri, heimil- islausri og föðui’landslausi’i beiningakonu. En hún á að eiga sér persónuleika, heimili og föðurland, af því að hún á að vera rík og’ gjöful“. A. I þið viljið að tekiö sé vel eftir auglýsingum ykk- ar, þá skuluð þið helzt auglýsa í Nýja dagblaðinu

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.