Nýja dagblaðið - 23.01.1934, Blaðsíða 3
N
B
s
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Utgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Dr. phil. ]Jorkell Jóhannesson.
Ritstjórnarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4073 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
■Vusturstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. fj
í lausasölu 10 aura eint.
^^^^^rentsmiðjai^Acta^^^^J
Hitler ræður!
Ihaldið í Eeykjavík hefir
tapað meirahlutafylginu meðal
reykvískra kjósenda. Höfuðvíg-
ið er fallið. Hinar gömlu að-
ferðir duga ekki lengur: Ekki
peningar, ekki bílar, ekki gjaf-
ir til fátækra daginn fyrir
kosningar, ekki álygar um ein-
staka menn, ekki hótanir. Ekk-
ert af þessu dugir, því að
Thorsara- og sements-íhaldið
er flokkur fortíðarinnar. Fram-
tíðin heyrir til hinni nýju kyn-
slóð.
Þess vegna varð nú að grípa
til nýrra ráða. Jón Þorláksson
— þetta stóra Ég íslenzkrar
eiginhagsmunastefnu, varð að
kyssa á klæðafald hinnar
„brúnu“ ófreskju, sem nú býr
sig til atlögu gegn lýðræði og
mannréttindum. Til mikils var
að vinna og mikið var lagt í
sölurnar. Jóni tókst að kljúfa
óaldarliðið og nota annan hlut-
ann sér til brautargengis. En
til þess varð að taka nazista í
öruggt sæti á listann.
Það er þessi maður, fulltrúi
nazistanna, sem nú hefir úr-
slitavaldið í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Gegn atkvæðum
hinna flokkanna getur íhaldið
engu máli komið fram nema
með hjálp þessa manns. Það
getur ekki kosið Jón eða Garð-
ar í borgarstjórastarfið nema
með hans hjálp. Nazistinn get-
ur með öðrum orðum ráðið
því, hver verður borgarstjóri.
Hann getur heimtað, ef honum
sýnist, að t. d. Pétur Halldórs-
son víki sæti og nazistinn, sem
er varamaður, koml ixm í hans
stað. Engri kröfu frá þessum
manni má íhaldið neita, því að
þá er það um leið búið að tapa
meirahlutavaldinu í bæjar-
stjórninni.
Mikil eru þessi tíðindi. Af
miklum meirahluta þjóðarinn-
ar munu þau verða talin
hörmuleg. Mikill hluti þeirra
manna, sem vitandi vits (kosn-
ingafénaður hér ekki meðtal-
inn) greiddu íhaldinu atkvæði,
mun iðrast þess, þegar stund-
ir líða.
Sambandið við nazistana
hefir verið orðað svo, að í-
haldið hafi gengið „brún-
skjótt“ til kosninganna. Brún-
skjótt mun það verða í augum
alþjóðar héðan í frá. Baráttan
gegn íhaldinu verður héðan í
frá annað og meira en hún hef-
ir áður verið. Það er baráttan
gegn fascismanum á íslandi.
Barátta fyrir frelsi og mann-
réttindum, barátta fyrir hinu
þúsund ára gamla Alþingi.
í þeirri baráttu er Fram-
Bæ j ar st j ór narkosningarnar
og úrslit þeirra.
Úrslit bæj arstj órnarkosning-
arinnar hér í Reykjavík eru nú
að vonum helzta umtalsefnið í
bænum. Enda eru þau úrslit
mjög eftirtektarverð.
Nýir flokkar.
Síðan bæ j arst j órnarkosning-
ar fóru fram í janúar 1980,
eru tveir flokkar fram komnir
og tóku þátt í baráttunni nú.
Það eru kommúnistar og naz-
istar. En afstaða þeirra
þriggja flokka, sem áður hafa
tekið þátt í bæjarstjórnarkosn-
ingum, er sú, að Alþýðuflokk-
urinn hefir unnið á, en Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn tapað.
E-listinn.
Nazistalistinn fékk ekki
nerna um 400 atkvæði. „Hreyf-
ingin“ var svo sem kunnugt er
klofin og fylgdi annar ai*mur-
inn íhaldinu gamla. Þessari
lágu atkvæðatölu nazista er
því, af þeirri ástæðu og öðrum
varlega treystandi. Ofbeldis-
flokki þessum verður að gefa
nánar gætur, og vinna að því
að slíkur ófögnuður nái ekki
meiri þroska en orðið er og
mun þó þegar fullmikill reyn-
ast eins og síðar verður að
vikið.
Kommúnlstar.
Fylgi kommúnista er álíka,
miðað við kjósendatölu, og það
var við alþingiskosningarnar í
sumar, þó ívið meira. Væntan-
lega hefir nú útbreiðsla komm-
únismans náð hámarki hér í
höfuðstaðnum. I Vestmanna-
eyjum, Hafnarfirði, Siglufirði
og Akureyri liafa kommúnistar
tapað fylgi síðan í sumar. Á
Isafirði hafa þeir hinsvegar
bætt við sig nokkru eins og
hér. Þar hefir nú svo kynlega
farið, að þeir hafa fengið
oddamanninn í bæjarstjórn og
hafa því aðstöðu til að ráða úr-
slitum allra mála. Þannig hafa
þeir nú fengið þá aðstöðu að
hægt er að krefja þá ábyrgðar
verka sinna, og efast fáir um,
að dagar kommúnismans séu
þar með taldir á ísafirði.
Framsóknarílokkurinn 1930
og 1931.
Framsóknarflokkurinn hefir
tapað atkvæðum miðað við
bæ j arstj órnarkosningarnar 1980
og alþingiskosningarnar 1931.
Síðan hefir flokkurinn ekki fyr
en nú tekið þátt í kosningum
sóknarflokkurinn sjálfkjörinn
til forystu. Sú barátta er hafin
strax í dag. Ilún mun verða
háð í hverju héraði og hverj-
um bæ um endilangt ísland. Og
þeirri baráttu skal aldrei
linna fyrr en síðustu vígi of-
beldisstefnunnar eru jöfnuð
við jörðu og bókabrennuandinn
frá Berlín upprættur úr ís-
lenzku hugarfari.
hér í bænum, þ. e. a. s. hvorki
í aukakosningum í fyrrahaust
né í alþingiskosningunum í
sumar. Það hafði því nú nokk-
uð á þriðja ár engin reynsla
fengizt um almennt fylgi
flokksins í bænum. Hitt var
vitað, að starfandi áhugamönn-
um í flokknum hefir farið
fjölgandi í seinni tíð, en það er
sá styrkurinn, sem hverjum
stjórnmálaflokki er drýgstur
til frambúðar.
Framsóknarmonn beittu rðk-
ræðum. »
Það var almennt viðurkennt
af mönnum úr öllum flokkifm
nú fyrir kosninguna, að mála-
f lutningur F ramsóknarmanna
hefði borið langt af málaflutn-
ingi hinna flokkanna, að blað
flokksins hefði verið betur rit-
að, að það hefði rætt málin af
meiri alúð með meiri nákvæmni
og rökum en önnur blöð. Það
var líka ómótmælanlegt, að
Framsólmarmenniniir voru
einu ræðumennirnir, sem i út-
varpsumræðunum héldu sig við
málefnin og reyndu að gera
áheyrendum ljóst, hvemig hög-
um bæjarins væri háttað og
hvaða úrræði væru fyrir hendi.
Og það var Framsóknarflokk-
urinn, sem gekkst fyrir því,
nú eins og fyr, að almenningi
gæfist kostur á að hlýða á slík-
ar rökræður um málin.
íhaldið notaði „gömlu að-
ierðina“.
Þannig hagar lýðræðisflokk-
ur baráttu sinni. Þannig á að
haga baráttunni í þvi landi og
í þeim bæ, þar sem dómgreind-
in ein og óþvinguð ákvörðun
á að hafa úrskurðarvaldið.
Á móti kom frá andstæðing-
unum persónulegt níð og
leynilegur slúðurburður um
frambjóðendur Framsóknar-
flokksins. Engin tilraun gerð
til að rökræða málin. 130 bílar
og sjúkravagnar á kjördegi!
Kaffi og exporti útbýtt hjá fá-
tæku fólki! Launaður atkvæða-
smali í hverri götu.
Á kjörstaðnum birtist hin
ömurlega sýn, hin hruma sveit
íhaldsins— hundruð og þús-
undir af skoðanalausu fólki,
sem er „þrýst til að koma".
Þar fá daufir heyrn og haltir
ganga. Þannig hefir íhaldið
stjórnað hingað til í þessum
bæ.
„Einkaíyrirtækið".
Engan þarf að furða á því,
þegar allt er athugað, þó að at-
kvæðamagn Framsóknarflokks-
ins hafi nokkuð minnkað hér í
Rvík. 1 Reykjavík hafa flokks-
mennirnir verið nákunnugastir
þeirri starfsemi, sem hinir
brottviknu úr Framsóknar-
flokknurn, hafa rekið í flokkn-
um á síðasta kjörtímabili. Hér,
þar sem þingið er háð, fylgdust
menn bezt með því, hvernig
samstarfinu við íhaldið var í
raun og veru háttað. Þeir, sem
hér hafa mest starfað fyrir
flokkinn, vissu það og vita
enn, að traustið á flokknum út
á við þvarr vegna íhaldsáhrif-
anna í flokknum. Menn voru að
hætta að líta á Framsóknar-
flokkinn, sem höfuðandstæðing
íhaldsins og vígi hinnar frjáls-
lyndu umbótastefnu. Nú hafa
verið teknir npp aðrir starfs-
hættir. En engan þarf að
undra, þótt ekki hafi tekizt að
vinna upp þriggja ára niður-
lægingu á einum mánuði. —
„Einkafyrirtæki" Jóns í Stóra-
dal & Co. getur nú notið á-
nægjunnar af því að hafa
hrundið a. m. k. 1000 Revkvík-
ingum — sem annars myndu
nú fylgja Framsóknarflokkn-
um — inn á aðrar og ógæfu-
legri brautir.
Eísti maður viss, íleiri kom-
ast ekki að, sögðu andstæð-
ingamir.
Það er verðugur eftirleikur á
viðskilnaði þessara manna við
Framsóknarflokkinn, að þeir í
blaði sínu „Framsókn", sem út
kom á kjördaginn, gerðu það
sem frekast var hægt til að
spilla fyrir því, að listi Fram-
sóknarmanna yrði kosinn.
Mikil áhrif hefir það líka
haft, að af öllum andstöðu-
flokkunum var því óspart hald-
ið fram, að Framsóknarflokk-
urinn gæti ekki komið að nema
einum manni, en sá maður
væri viss. Það er vitað nú, að
ýmsir, sem annars standa næst
Framsóknarflokknum, kusu af
þessari ástæðu með Alþýðu-
flokknum. Þeir óttuðust, að at-
kvæðin yrðu ónýt, og vildu þá
frekar greiða Alþ.fl. atkvæði,
ef það mætti verða til áð fella
íhaldsmeirahlutann.
íhaldið tapaði meirahlutan-
um.
Höfuðbaráttan í kosningun-
um stóð um það, hvort íhaldið
ætti að vera í meirahluta á-
fram eða hvort það ætti að
tapa þessum meirahluta.
Og í því sambandi hafa orð-
ið eftirtektarverð tíðindi.
íhaldið er búið að missa
meirahlutann meðal kjósend-
anna.
1 bæj arstj órnarkosningunum
1980 hafði listi Sjálfstæðis-
flokksins um 800 atkvæði
i fram yfir atkvæðatölur hinna
i listanna samanlagðar.
Nú hefir listi Sjálfstæðis-
flokksins um 200 atkvæðum
minna en aðrir listar fengu
samanlagt.
Þrátt fyrir hinn gífurlega
fjáraustur, sem tvímælalaust
nemur mörgum tugum þús-
unda, þrátt fyrir 130 bíla,
þrátt fyrir öll þau ósærnilegu
kosningameðöl, sem bæjarbúar
vita vel hver voru — þrátt fyr-
ir allt þetta — er hann nú
loksins úr sögunni, meirihluti í-
haldsflokksins meðal kjósend-
anna — og sá meirihluti kem-
ur aldrei aftur.
Jarðarmen Jóns kaupmanns
porlákssonar.
En minnihluti kjósendanna
hefir í þetta • sinn fengið
meirahluta í bæjarstjóminni.
Af þessum mixmahluta kjós-
Framh. á 4. síðu.
fylgirit Nýja dagblaðsins kemur út á hverjum
sunnudegi, 16 síður á góðum pappír í fallegri lit-
prentaðri kápu.
Dvöl verður stærsta íslenzka tímaritið, um 800
blaðsíður á ári og að efni til það langfjölbreytt-
asta og skemmtilegasta. Hún flytur smásögur eft-
ir beztu höfunda, frásagnir og ritgerðir ýmiskonar,
sagnafróðleik, skrítlur o. fl.
Þeir, sem gerast nýir áskrifendur Nýja dagblaðs-
ins nú, fá Dvöl frá byrjun og blaðið ókeypis til
1. febrúar.
Notið tækifærið áður en upplagið þrýtur.
Beztu dgarettumar í 20 stk. pökkum, wn kouta kr. 1.10 —
Commander
Westmlnater
Virginia
dgarettur
Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá
Tðbakseinkasölu rildsins
Bðnar tii af
London