Nýja dagblaðið - 15.02.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 15.02.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ S I NÝJA DAGBLAÐIÐ | Utgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ | Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. | Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: áusturstræti 12. Síini 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. I lausasölu 10 aura cint. Prentsmiðjan Acta. I Landhelgisgæzlan. Kristján Bergsson, forseti Fiskifélags Islands, skýrir frá. ■ Nógur skipakostur og nóg eyðsla, segir hann, en samt er landhelgisgæzlan „allsendis ónóg‘ Oarðar borfarstjóri Nýja dagblaðið skýrði frá því fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar, að meiningin hjá í- haldinu væri sú, að gera Garð- ar Þorsteinsson að, borgar- stjóra. Jón Þorláksson ætti að verða kosinn til málamynda, en svo ætti Garðar að taka við á útmánuðum. Nú er það komið á daginn, og það jafnvel fyr en varði, sem sagt var um þetta efni hér í blaðinu. Fyrir bæ j arstj órnarf undin- um í kvöld liggur frumvarp frá íhaldsmönnum um að stofna svokallað borgarritara embætti, launað úr bæjarsjóði. Borgar- ritari á eítir því, sem þar segir, að annast umsjón með innheimtu; bæjargjalda og vera hæstráðandi á borgarst j óra- skrifstofunni, þegar borgar- stjórinn er ekki við (og það er eins og kunnugir vita, æði oft). Það er áskilið, að borgarritar- inn sé lögfræðingur, og í þetta starf- ætlar íhaldsmeirihlutinn að setja Garðar Þorsteinsson. Jón Þorláksson ætlar með þessu móti að afhenda Garðari raunverulega borgarstjóra- starfið. Hann á að annast alla framkvæmdina. Handa Jóni verður þá víst lítið annað eftir en að sitja í borgarstjóra- stólnum á fundum — og svo að hirða borgarstj óralaunin, nál. 17 þús. krónur á ári, fyr- ir að gera ekki neitt. Hér við bætist svo það, að nú á að ráða Helga Sigurðs- son verkfræðing til að hafa umsjón með lagning vatnsveit- unnar og hitaveitunnar — með byrjunarlaunum 550 kr. á mán- uði. — Ekki ætlar Jón því að ! láta þessar framkvæmdir ó- j náða sig, og munu margir bæj- arbúar telja það vel farið — og jafnvel þótt fyr hefði verið. Útkoman er þá væntanlega þessi, að bærinn á að fá að sitja uppi með Jón á 17 þús. kr. launum, vinnulausan, en Garðar á að stjórna bænum og kaupa nýja verkfræðinga til að sjá um: framkvæmdir bæj- arins. í rauninni verða þessar 17. þús. ekkert annað en eftir- laun. Jón ætlar að verða annar Knúturinn til. En nú er að vita, hvemig Garðar gefst í borgarstjóra- starfinu. Svo mikið er þó víst, að ekki mun „útnefning" hans vekja neina tilhlökkun í bæn- um. Landhelgisgæzlan er eitt af stórmálum sj óþorpanna, er hyggja afkomu sína á smáút- gerð. Á stuttum tíma geta botnvörpungar eyðilagt góð fiskimið og leitt aflaleysi yfir heila veiðistöð. Það er sann- girniskrafa smáútveg'smanna um land allt, að landhelgis- gæzlan sé í góðu lagi, svo at- vinna þeirra sé ekki eyðilögð með yfirtroðslum og lögleys- um. Tvö seinustu árin hefir Magnús Guðmundsson verið yf- irmaður landhelgisgæzlunnar. Skal hér ekki lagður dómur á þá stjórn hans, en vísað til þess manns, sem ætti að vera hæfur til að dæma um það af þekkingu og hlutlaust. Það er Kristján Bei'gsson, formaður Fiskifélags Islands. Skrifar hann í, nýútkomnum Ægi grein um sjávarútveginn 1933 og fara hér á eftir nokkur um- mæli hans um landhelgisgæzl- una: „Hana önnuðust eins og undanfarin ár varðskipin „Æg- ir“ og „Óðinn“, auk þess sem „Þór“ hafði þessa gæzlu á liendi fyrir SuðuHandinu, jafn- framt björgunar- og eftirlits- starfinu þar á vertíðinni. Annars er varla hægt að tala nema um eitt skip við gæzl- una, því að þessi skip hafa sjaldan verið við hana sam- tímis; hafa þau að mestu skipzt á um starfa þennan, og hefir þá hitt skipið legið í Reykjavík, nema þegar svo hefir staðið á, að þau hafi ver- ið við björgunarstörf, og er það þá einkum „Ægir“, sem við þau hefir fengizt. Talsvert hefir vei'ið kvartað um yfirgang togara á ýmsum stöðum á landinu, einkum þó Austanlands, enda er þessi „44 gæzla okkur allsendis ónóg, þegar ekki er haldið úti nema öðru varðskipinu, og það auk þess notað jöfnum höndum í ýmiskonar ferðalög eða til björgunarstarfa, því að mjög liægt er fyrir veiðiskipin, sem nú hafa flest loftskeytatæki og standa jafnan í skeytasam- bandi hvort við annað, að fylgjast með hreyfingum og ferðalögum eins skips, en mjög illt eða næstum ógerningur að fylgjast með því, þegar tvö eða fleiri eru úti samtímis“. Þannig er dómur kunnugs og hlutlauss manns um landhelg- isgæzluna undir stjórn Magn- úsar Guðmundssonar. llún er „okkur allsendis ónóg“, eitt skip haft við gæzluna í einu, sem þó er jöfnum höndum not- að til „ýmiskonar ferðalaga“ eða annara starfa, óviðkomandi landhelgisgæzlunni. Máli sínu lýkur Kristján á eftirfarandi greinarkafla, sem er með breyttu letri: „Það væri nauðsynlegt að koma landhelgisgæzlunni í betra lag en nú er á henni, og er ekki annað sjáanlegt, en að það væri auðgert með þeim skipakosti, sem við liöfum yfir að ráða og því fé, sem árlega er til hennar varið". M. G. ver framkomu sína í landhelgismálum, með því að 'segist vera að spara. Forseti Fiskifélagsins segir að hægt sé að halda öllum skipunum úti, án aukins kostnaðar, ef vel er á haldið. Hvorum trúa sjómenn betur? Hvort á heldur að stjórna landhelgisgæzlunni til hagsbóta fyrir sjómenn eða eigendur einstakra stórútgerðarfélaga ? Eina örugga leiðin, til að tryggja góða landhelgisgæzlu, er að . steypa Magnúsi Guð- mundssyni og íhaldinu af stóli. Ivan Duca forsætisráðherrami, sem myrtur var í Rúmeníu, var íoringi samvinnumanna þar í landi og hlaut doktorsnafn- hót fyrir ritgerð í samvinnu- fræðum við tiáskólann í Par- ís, þar sem Charles Gida var prófessor. Dansskemmtun heldur kvennadeild Slysavarnarfélagsins í Oddfellow- húsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar verða seldir í Bóka- rerzl. Sigf. Eymundsen, Yeiðarfærav. Geysir og Yerðandi Til bænda og búnaðarfélaga MUNIÐ að panta allar ræktunarvörur svo sem girðingarefni, verkfæri, sáðvörur og tilbúinn áburð o. fl. svo tím- anlega að ekki þurfi að treysta á síðustu stundu til aðdrátta og framkvæmda. MUNIÐ að vér útvegum yður allar slíkar vörur, og veljum þær eftir óskum yðar, og þeirri reynslu, sem við má styðjast bæði hér og erlendis. MUNIÐ að vér svörum greiðlega öllum fyrirspurnum, um þessi atriði, og sendum verðlista hvert sem óskað er. Virðingarfyllst, Samband ísl. samvínnnfélaga Iva:a Diica. Nokki'u fyrir áramótin var forsætisráðherrann í Rúmeníu ! myrtur. Tilræðismaðurinn var nazisti. Færði hann þá ástæðu fyi'ir morðinu, að stjórnin hefði lagt bann við starf'semi naz- ista í landinu, og sýnt sig al- búna þess, að íylgja því fram með harðri hendi. 1 Hinn myrti forsætisráðherra, I Ivan G. Duca, var einn af : merkustu stjórnmálamönnum Rúmena. Ilann var 55 ára að aldri, og hafði frá því á árinu 1907 verið aðalforingi frjáls- . lynda flokksins í landinu. Á yngri árum hafði hann stundað ! nám í París og komst þar í j kynni við ýmsa merka sam- ! vinnumenn. Varð það til þess , að vekja áhuga hans á sam- vinnustefnunni ’og á þeim ár- | urn samdi hann ritgerð um samvinnufélögin í Rúmeníu og hlaut doktorsnafnbót fyrir. I Var Charles Cide einn af þeim, sem gagnrýndu ritgerðina. Eft- ir heimkomuna var Duca einn af athafnamestu mönnum samvinnuhreyfingarinnar í Rúmeníu og stóð þar í farar- brjósti fram til dauðadags. Ilann hafði ekki gegnt for- sætisráðherrastörfum nema á annan mánuð, þegar hann var myrtur. Á þeim skamma tíma afrekaði hann ótrúlega miklu. Hann hóf starfið fyrir verndun lýðræðisins og gekk ákveðið til verks. Þó honum auðnaðist ekki sjálfum að leiða þá bar- áttu til sigurs, má ætla, að af starf'i hans leiði góðan árang- ur. Eftirmenn hans í stjórn- inni halda sókninni áfram og byggja á þeim grunni, sem lagður var aT þessum merka stjórnmála- og samvinnumanni. w Avarp frá Bálfarafélagi íslands■ Bálfarir liafa rutt sér mjög til rúms víða erlendis, á ný- tízku bálstofum. Forgöngu- menn hafa verið Þjóðverjar og Norðurlandabúar. I sumum þýzkum borgum eru nú flest lík brennd, en á Norðurlöndum eru víða bálstofur, og það í mannfærri borgum en Reykja- vík. Orsakir til þess, að horfið er frá að jarðsetja framliðna, er aukinn skilningur almenn- ings á því, aó það er að öllu leyti nieiri ræktarsemi og hreinlæti að eyða líkamsleyf- um hins látna á 1—2 klst. í líkofni, heldur en að leggja þær tii rotnunar árum eða áratug- um saman í dimmri gröf. Er- lendis reynast líka bálfarir miklu ódýrari en jarðarfarir, og starírækja bæjarfélögin víða bálstoíur, en reyna að komast hjá kostnaði við aukning og viúnald grafreita. A íslandi voru sett frj'áls- lynd líkbrennsluiög árið 1915, skv. frv. Þáverandi alþm. Sv. Björnssonar, sendiherra. Þó er enn engin bálstofa til hér á landi. Þ. 6. febr. sl. var því stofnað „Bálfarafélag Islands“, til þess að koma þessu máli á rekspöl. Tilgangui' þessa félags er að 1) útbreiða þekkingu um lík- brennslumál, 2) vinna að því að reistar verði bálstofur í Reykjavík og víðar á landinu, 3) veita aðstoð og leiðbeining- ar um bálfarir og bálstofur, 4) vinna að því að gera bálfar- irnar sem ódýrastar, 5) koma upp tryggingardeild, þannig að menn geti gegn iðgjöldum tryggt sér greiðslu bálfarar- kostnaðar að þeim látnum. — Félagsníenn geta orðið bæði fullorðnir og börn. Árgjald er kr. 3.00, en æíigjald kr. 25.00. Menn geta innritað sig og börn sín í félagið í flestum bóka- • verzlunum höfuðstaðarins og hjá ritara félagsins, Gunnari Einarssyni, Isafoldarprentsm. Vér þykjumst þess fullvissir, að Bálfarafélag íslands eigi er- indi til landsmanna. Bálfarafé- lögin í Svíþjóð og Danmörku eru nýlega búin að eiga 50 ára afmæli, svo ekki verður sagt að rasað sé fyrir ráð fram, þótt þessi lireyfing sé vakin á Is- landi. Erlendis hefir fyrstu bál- stofunni aldrei verið komið á fót í neinu landi nema vegiia forgöngu og atbeina félags ein- stakra manna. Bálfarafélag ís- lands ætlar sér að vinna að þessu sjálfsag’ða menningarmáli hér á landi, og skorar á menn að gerast félagar. Reykjavík, 14. febr. 1934. I stjórn Bálfarafélags íslands G. Claessen. Ben Gröndal. Gunnar Einarss. Ág. Jósefsson Björn Ólafsson. |LUlidj)jS UliDjSllðjSi Q3UI JIIV Auglýsið í Nýla dagMadínu!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.