Nýja dagblaðið - 19.02.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 19.02.1934, Blaðsíða 2
N Ý 3 A DAGBLAÐIÐ pað tilkynnlst hér með vinum og vandamönnum, að maður- inn minn og faðir okkar, Magnús Magnússon, verður jarðsung- inn írá Fríkirkjunni miðvikudaginn 21. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili þess látna, Dal við Múlaveg, kl. 1 siðd. Helga Grfmsdóttir og bðm. Hugheilar þakklr færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför Péturs porgrímssonar, Sér- staklega þökkurn við stjórn og starfsmönnum h.f. Strætisvagna Reykjavikur fyrir þá ógleymanlegu hjálp og vináttu, er þeir sýndu honum og okkur bæði í veikindum hans og siðar. Enn- fremur þökkum við Karlakór Reykjavíkur og þeim öðrum, sem heiðruðu minningu hans. Biðjum við góðan guð að launa öllu þessu fólki að verðleikum. Kona og aðrir aðstandendur. J Búsáhöld ýmískonar nýkomin í Kaupíélag Alþýðu Vitastíg: 8 a. Simi 4417 Verkamannabústöðunum Sími 3507 Loftskeytapróf Með tilvísun til reglugerðar um loftskeytapróf 22. apríl 1931 og samkvæmt ákvörðun atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytisins 15. febrúar þ. á., verður 2. fl. loftskeytapróf að þessu sinni haldið mánudaginn 5. marz n. k. á 3. hæð landssímastöðvarinnar við Thorvaldsens- stræti og hefst kl. 10 f. h. Umsóknir ásamt prófgjaldi og tilskyldum vottorð- um sendist landsímastjóra fyrir 4. marz næstk. Landssímastjórinn, 19. febrúar 1934. 01. Kvaran settur Ti! bænda og búnaðarfélaga MUNIÐ að panta allar ræktunarvörur svo sem girðingarefni, verkfæri, sáðvörur og tilbúinn áburð o. fl. svo tím- anlega að ekki þurfi að treysta á síðustu stundu til aðdrátta og framkvæmda. MUNIÐ að vér útvegum yður allar slíkar vörur, og veljum þær eftir óskum yðar, og þeirri reynslu, sem við má styðjast bæði hér og erlendis. MUNIÐ að vér svörum greiðlega öllum fyrirspumum, um þessi atriði, og sendum verðlista hvert sem óskað er. Virðingarfyllst, Samband ísl. samvinnufélaga •|i Allt með íslenskum skipum! f Sjúkrahús Hvítahandsins tók til starfta í gær. Á sunnudaginn var horn- steinninn að sjúkrahúsi Hvíta- bandsins lagður og húsið vígt. Hornsteininn lagði frú Ing- unn Guðmundsdóttir. Séra Bjami Jónsson hélt ræðu og og böð. I kjallara er eldhús, þvottahús og geymsla. Á efstu hæð eru herbergi hjúkrunar- kvenna og starfsstúlkna. All- ur útbúnaður í húsinu er eftir nýjustu tízku og eru herbergin Hinn margeftirspurði ágæti og ódýri harðfiskur er kominn aftur í verzlun Jóns Guðlaugssonar Bragagötu 29. Sími 1853. Sjúkrastofa. vígði húsið og formaður félags- ins, Guðlaug Bergsdóttir skýrði frá starfi Hvítabands- ins og byggingu hússins. Loks lýsti yfirlæknirinn Kristinn Bjamason herbergjaskipun og fyrirkomulagi hússins. Hvítabandið var stofnað fyrrihluta árs 1895. Var það fröken ólafía Jóhannsdóttir mjög snotur, björt og vistleg. Sjúkrastofurnar eru 14. Rúm er þar fyrir 40 sjúklinga. Flest eru herbergin ætluð fyrir 2 og 3. Nokkur eins- og fjögra- manna herbergi eru þar einn- ig. Sjúkrahúsið með öllum tækjum og innbúi hefir kostað um 180 þús. kr. Þegar byrjað var að byggja, Skurðarstofa. sem gekkst fyrir stofnun þess. 1 fyrstu var félagið eingöngu bindindisfélag, en breyttist smámsaman í líknarfélag. Langt er síðan félagið fór að vinna að undirbúningi sjúkrahússbyggingarinnar. 1 fyrstu var hugsað að reisa að- eins hressingarhæli, en brátt var því slegið föstu, að reyna að koma upp fullkomnu sjúkra- húsi. Þær konur, sem mest hafa beitt sér fyrir sjúkrahúss- byggingunni eru Ingveldur Guðmundsdóttir, sem var for- maður félagsins í nær 30 ár, Þorbjörg Sveinsdóttir, Sigur- björg heitin Þorláksdóttir kennslukona og núverandi form. fél., Guðl. Bergsdóttir! Sjúkrahús félagsins stendur við Skólavörðustíg ofanverðan. > Er húsið þrjár hæðir, kjallari og ris. Á þrem hæðunum eru sjúkraherbergi, skurðstofa, skrifstofa, framreiðsluherbergi átti félagið 50 þús. kr. í sjóði, sem það hefir safnað í með samskotum, hlutaveltum, happ- drætti o. fl. Til viðbótar hefir félagið fengið veðdeildarlán og tvö útlend lán. 5000 kr. styrk fékk félagið frá ríkinu. Ýmsir hafa gefið félaginu nokkrar upphæðir til minning- ar um látna vini eða ættingja og bera nokkrar sjúkrastofur nöfn þeirra. Þama eru her- bergi til minningar um: Katrínu Magnússon prófess- orsfrú, Ólaf Jónsson lækni, hjónin Gíslínu Þórðardóttur og Bjarna Loftsson kaupm. frá Bíldudal, hjónin Kristjönu og Th. Thorsteinsson, frk. Sigur- björgu Þorláksdóttur, Rann- veigu Helgadóttur og Árna i Bjarnason frá Vogi. í dag tekur sjúkrahúsið til starfa. Yfirlæknirinn er Krist- innBjarnarson, sem verið hefir skurðlæknir við Landspítalann. Erum kaupendur að200 nýjum eggjum daglega Tilboð óskast. Foreldrar! Klæðið bömin yðar íslenzk- um fötum í vetrarkuldanum. Fjölbreytt úrval af fataefnum og káputauum. GEFJUN Laugaveg 10. Sími 2838. Enskir samvinnu- menn i baráttu við hringana. Samtök enskra verksmiðja, sem framleiða útvarpstæki, reyndu í árslok 1932 að þvinga ensku kaupíélögin til þess að láta hagnaðinn af sölu útvarps- tækja ekki fara til viðskipta- mannánna og jafnframt að selja þau með hinu fastákveðna verði hringsins. Samningar náðust þó á þeim grundvelli, að kaupfélögin mættu endur- greiða viðskiptamönnunum hagnaðinn, en gerðu það ekki uppskátt, hvað sú greiðsla væri mikil. Seinna tilkynnti hringur- inn, að þessir samningar giltu aðeins til 1. des. fyrra árs. Samband ensku kaupfélaganna, C. W. S., neitaði að verða við kröfum hringsins, því það væri brot á stefnu samvinnunnar, ef verzlunarhagnaðinum væri ekki úthlutað til viðskiptamann- anna. Jafnframt sneri C. W. S. sér til allra kaupfélaganna og bað þau að gera enga sér- samninga við hringinn. Að- eins sex félög brugðust því trausti. Hin öll hafa slegið skjaldborg um C. W. S. sem nú hefir sjálft komið sór upp verksmiðju, sem framleiðir út- varpstæki. Komu þau fyrst á markaðinn rétt fyrir áramótin og er heitið á þeim Defiant. Þessi viðureign enska út- varpstækjahringsins og C. W. S. er merkileg til umhugsunar fyrir samvinnumenn. Reyndar hafa svipaðir atburðir gerzt oft áður. En þetta er ný sönn- un þess, að eina, sterka vörn neytendanna gegn okurvei'ði hringanna og afarkostum er samvinnufélagsskapurinn.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.