Nýja dagblaðið - 19.02.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 19.02.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Ljúgvitnamálið gegn Hermanni Jónassyni iögreglustj. Framh. af 1. síOu. H. J. standa á hæðinni vestan | á eyjunni og skjóta úr rifflin- um, og vegna þess að hlaupið hafi stefnt að sjónum „gizki hann á“, að H. J. hafi verið að skjóta sjófugla. Aðspurður segist Oddgeir ekki verulega hafa tekið eftir því, hvemig H. J. var klædd- ur. Kærandinn benti á Gustav Karlsson sem vitni, segist hafa séð hann, ásamt öðrum manni, fara út í eyjuna rétt á eftir H. J. Framburður Gustavs Karls- sonar. Gustav Karlsson segir svo frá, að hann hafi verið staddur úti í eyju dag einn fyrrahlut- ann í októbermánuði ásamt Jóni Valby. Segist hann þá hafa heyrt skot og séð H. J. standa á hæðinni vestan á eyj- unni með byssu í hendinni, en segist ekki hafa séð liarm skjóta. Hann segist álíta, að Jón Valby hafi tekið eftir þessu. Gustav segist ekki hafa séð Oddgeir Bárðarson. Jón Valby neitar að liaía sóð H. J. eða heyrt skot. Jón Valby skýrir svo frá, að hann hafi oft verið með Gustav Karlssyni úti í eyju. En hann segðist aldrei, hvorki þegar hann hafi verið með Gústav né endranær, hafa orðið var við Hermann Jónasson í eyjunni. Hann segist aldrei, þegar hann hafi verið með Gustav, hafa orðið var við mann skjóta í eyjunni. Aðspurður telur hann víst, að hann mundi hafa tekið eftir slíku, ef það hefði komið fyrir, og muna það. Samprófuu vitnanna við Hermann Jónasson. Þá kom að því, að yfirheyra vitnin nánar um einstök atriði, og lét Hermann Jónasson þá leggja fyrir þau ýmsar spurn- ingar. Reyndist þá framburðurinn ósamhljóða í ýmsum atriðum. Oddgeir segír, að skotin hafi verið tvö. Gustav segir, að það hafi verið eitt. Oddgeir segir, að þegar hann hafi séð manninn skjóta, hafi Gustav og félagi hans verið all- langt út eftir eyjunni. Gustav segist ýmist ekki hafa farið nema að sundskálanum eða austur af honum (seinni fram- burður). Oddgeir segir talsvert af unglingum hafi verið á granda- garðinum og „margt fólk í eyj- unni“. Nánar aðspurður í næsta réttarhaldi man hann eftir að hafa séð fimrn menn í sjálfri eyjunni. Hann segist ekki hafa þekkt neinn af þess- um mönnum, en heldur, að tveir af þeim hafi verið „sveitamenn“. Ekkert af þessu „fólki“ hefir gefið sig fram eða fundizt. — Gustav segist hins- vegar engan mann hafa séð í eyjunni, nema þann, sem hann segist hafa séð skjóta á hæð- inni. Oddgeir og Gustav komast i bobba. Þegar H. J. hafði látið Gúst- av Karlsson skýra frá, hvar hann hefði staðið í eyjunni, i þegar hann hefði þekkt sig á hæðinni, lét hann spyrja hann nýrrar spurningar: Hvort hann hefði séð, hvernig H. J. heí'ði verið klæddur og á hverju hann hefði þekkt H. J. Gustav sagði, að H. J. hefði verið í dökkum eða gráum frakka, dökkum fötum, og haft á höfði hatt með slútandi börð- um. Hann kvaðst hafa þekkt H. J. þegar hann hefði snúið sér við svo að hann hefði séð framan í hann. Hann kvaðst ekki hafa komið nær manninum en þá, er mað- urinn hefði staðið á hæðinni, en hann sjálfur (vitnið) rétt austan við sundskálann. Eftir það hefði maðurinn haldið áfram lengra út í eyjuna, en Gustav sjálíur til lands. H. J. íer með dómarann og vitnin út í eyju. Rannsóknardómarinn ákvað nú að láta vitnin staðfesta framburð sinn með eiði. H. J. fór þá fram á það, að áður en eiðfestingin færi fram, yrði farið með vitnin, að sér viðstöddum út í eyju og þau látin sýna þar staðarafstöðuna. Þegar vitnin svo stóðu í þeim sömu sporum, sem Gústav kvaðst hafa staðið, þegar hann hefðj þekkt H. J. á hæðinni, sendi H. J. mann út á hæðina. Komu þá'fjórir menn, sem þar höfðu verið í hvarfi, upp á hæðina, þar sem H. J. átti að hafa staðið. Hermann Jónasson krafðist þess þá, að vitnin yrði látin segja til um, hvaða menn þetta væru. Vitnin þekktu engan. Rannsóknardómaranum kom þessi athöfn sýnilega mjög á óvart og spurði, hvað þetta ætti að þýða. Ég ætlaði mér aö sanna það hér á staðnum, sem ég nú hefi gert, sagði Hermann Jónasson, að þetta vitni er ljúgvitni"), því að það hefir í réttinum borið um og ætlað að sverja atriði, sem það getur ekki hafa skynjað. Þegar í réttinn kom, krafð- ist H. J. þess, að setulögreglu- stjórinn tilkynnti dómsmála- ráðuneytinu þegar í stað, hvað i komið hefði fyrir vitnin, og að þau yrðu tekin undir saka- málsrannsókn fyrir rangan framburð**). *) Fyrir þessi ummæli o. fl. hafa þeir Oddgeir og Gustav nú farið í meiðyrðamál við H. J.! **) Fýrir þetta hafa vitnin líka stefnt H. J.! Vitnin gátu ekki hata þekkt manninn á hæðiniii. Fjarlægðin, sem Gustav Karlsson þykist hafa þekkt H. J. á, er um 300 metrar og fjar- lægðin frá Oddgeiri nokkru meiri. Er þetta jafn langt og frá Arnarhvoli niður á hornið á Pósthúsinu eða úr miðju Bankastræti vestur í Aðal- stræti. Getur hver sem vill prófað sjálfur, hvort hann myndi vilja vinna samskonar eið og Gustav Karlsson. Það skal tekið fram, að vitn- in viðurkenndu að þau, undir venjulegum kringumstæðum, þekktu alla þessa fjóra menn í sjón og væru sérstaklega kunn- ugir einum þeirra. Þau reyndu að snúa sig út úr þessu með því að skyggni væri ekki nógu gott, og bauð þá H. J. að end- urtaka tilraunina í því skyggni, sem þau tiltækju, en því var neitað. Og samt sóru þaul En á fimmtudaginn var lét Amljótur Jónsson vitnin, í stað þess að þau yrðu tekin undir rannsókn, sverja það, að þau hefðu þekkt Hermann Jónas- son í þessari fjarlægð í októ- bermánuði síðastliðnum! En Jón Valby sór líka. Sóru þessi tvö vitni (Odd- geir og Gústav), innbyrðis hvort á móti öðru og um at- burði, sem samiað er að þau gátu ekki, skynjað. Og daginn eftir sór þriðja vitnið Jón Val- by sinn framburð, sem skýrt er frá hér að framan og er þvert ofan í framburð hinna. Þetta er þá orðið úr kæru Oddgeirs Bárðarsonar. Vitnin frá 1930. Vitnin frá 1930, sem bera gegn Hermanni Jónassyni, eru fjögur: Valdemar Þórðarson frá Brekkholti (áður kunnug- ur lögreglunni) og bílstjóri, sem segist hafa verið með hon- um við grandagarðinn, enn- fremur þeir Egill Jónasson, starfsmaður við pípugerð Jóns Þorlákssonar og Stefán ólafs- son frá Fúlutjörn. Þessir menn eru allir kunningjar, eftir því sem þeir hafa sjálfir skýrt frá í prófunum. Vitnin við grandagarðinn. Valdemar og bílstjórinn, segjast, þann 1. des. 1930, hafa séð H. J. ganga fram grandagarðinum með riffil að því er þeir halda milli kl. 1. og 2 um daginn. Vitnin í eyjunni. Egill og Stefán segjast hafa farið út í eyju þennan dag til að líta þar eftir bát. Þeir segj- ast hafa gengið út eftir eyj- unni til að bíða eftir háflæði. Þegar þeir komu til baka, segj- ast þeir hafa mætt H. J. í miðri eyjunni með riffil og hafi hann farið út eftir eyj- unni. Segjast þeir svo hafa staðið undir prömmum syðst í eyjunni, til að standa af sér hríðarél. Segja þeir, að H. J. hafi þá snúið við, að því er þeir álíta undan hríðarélinu (en hefði reyndar verið móti), en hiúðarélin segja þeir að hafi skollið á öðru hverju, og stormur hafi verið á suðvestan. „Æðarkollan“. Vitnin segja svo frá, að þeg- ar H. J. hafi verið kominn rétt að segja til þeirra, hafi hann skotið einu skoti vestur á sjó- inn út í brimið. Hafi æðarkolla orðið fyrir skotinu og „legið“, enda hafi verið á hana miðað. Segja vitnin, að H. J. hafi þá litið til þeirra og virzt vera illa við nærveru þeirra. Síðan hafi H. J. komið til þeirra, tal- að við þá, boðið þeim að reyna riffilinn, skotið síðan sjálfur í mark og þvínæst farið í land. Telja þau, að klukkan hafi þá verið nokkuð gengin í þrjú. Nánar aðspurð hafa vitnin staðfastlega borið það, að II. J. hafi verið 1 eyjunni nokkru fyrir og um háflóð og farið í land, þegar byrjað var lítið eitt að fjara út. Klukkan var tvö um háílóð. Háflóð hefir samkvæmt almanaki 1930 verið nákvæm- lega kl. 2 þennan dag. Æðarkolluna segja vitnin hafa rekið á land, og hafi þeir ekki hirt hana, en lagt hana upp á eyjuna. Skothylki segj- ast þeir hafa fundið, sem H. J. hafi skilið eftir, og hefir Stefán lagt það fram í réttin- um sem sönnunargagn. En það , er samskonar og seld eru hér í , hundrað þúsunda tali hjá Jó- f hanni Ólafssyni. En þetta skot- , hylki segist vitnið hafa geymt þessi þrjú ár. Maðurinn með fjárhópinn. Þessi vitni voru fyrst yfir- , heyrð áður en framburður vitn- ! anna frá sl. hausti ónýttist. ’ En eftir það tók dómarinn þau til nýrrar yfirheyrslu og end- urbættu þau þá framburðinn. Sögðust þau þá m. a. hafa séð gamlan mann reka fjárhóp í land eftir grandagarðinum, og hafi þessi gamli maður með fjárhópinn mætt H. J., þegar hann var á leiðinni út í eyjuna. Hafi H. J. þá verið að skjóta á máfa á flugi, og þá að sjálf- sögðu gengið gegnum fjárhóp- inn, sem gamli maðurinn rak, því að garðurinn er, eins og menn vita, ekki breiður. Vitnunum bar ekki saman. Þrátt fyrir tvöfalda prófun, urðu þessi vitni líka ósam- hljóða, þegar Ií. J. fór að láta spyrja þau. Egill segir, að „kollan“ hafi verið blóðug að framan. Stefán segir, að ekkert blóð hafi á henni verið, en skotsár á henni miðri. Stefán segir, að H. J. hafi, eftir að hann skaut „kolluna“, skotið einu skoti austur yfir eyjuna, og muni það liafa farið í sjóinn. Egill segir, að H. J. hafi aðeins skotið þessu eina skoti vestur, en síðan engu fyr en hann hafi komið til vitnanna og farið að skjóta í mark. Stefán segir, að „kolluna“ hafi rekið upp á þurrt land. Egill segir, að hún hafi legið í NÝJA DAGBLAÐIÐ | Útgeíandi: „Blaðaútgáían h.í.“ | Ritstjóri: Dr. phil. þorkell Jóhannesson. | Ritstj ómarskrif stoí ur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353. | Afgr. og auglýsingaskrifstofa: | (Vusturstræti 12. Simi 2323. ' Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriítargj. kr. 2,00 á mánuði. | í lausasölu 10 aura cint. | | Prentsmiðjan Acta. I sjónum, þegar þeir tóku hana. Svipað ósamræmi er í nokkr- um öðrum atriðum. pórarinn á Melnum. Það er mörgum Reykviking- urn kunnugt, að maðurinn, sem hefir fé í eyjunni, og er oft á ferð með það um granda- garðinn, heitir Þórarinn Jóns- son og á heima í Smiðjuhúsi, oft kallaður Þórarinn Jónsson á Melnum, af því að hann átti áður heima suður á Melum. Hann er 64 ára að aldri, kunn- ur borgari hér í bænum. Hann hefir einnig mætt í réttinum. Aðspurður kveðst Þórarinn , hafa rekið fé út í eyjuna á vetrum í hverju færu veðri síðan grandagarðurinn vai' byggður. Kvaðst hann fara út í eyna tvisvar í sólarhring — til að reka féð og sækja — og oftar, þegar stórstreymt sé eða vont veður eða útlit fyrir það. Hann kvaðst ekki muna, hvort hann hefði verið þarna á ferðinni 1. des. 1930, en ef maður hefði verið á ferð með fé á garðinum þann dag, væri ekki öðrum til að dreifa en sér, því að aðrir hefðu ekki haft fé í eyjunni á vetrum í mörg ár. Þórarinn kveðst hafa þekkt Hermann Jónasson í sjón, síð- an hann varð lögreglustjóri, og kvað hann H. J. aldrei hafa borið fyrir sín augu í eyjiumi, eða á grandagarðinum. ítarlega aðspurður kveðst hann ekki efast um, að hann myndi muna eftir því, ef hann hefði mætt H. J. þama, hvað þá ef hann hefði mætt honum með skotvopn. „Föll3“ og hríðarélin. öllum vitnunum segist svo frá, að hríðarél hafi verið, þegar þessir atburðir gerðust. Miða þau ýmislegt í framburði sínum einmitt við þessi hríðar- él og „föl“, sem verið hafi á á jörðu eftir éljaganginn. Til viðbótar við það, sem áður er nefnt, segist Stefán hafa séð að farið var að fjara út, þegar þeir fundu „kolluna", því að ekkert föl hafi verið á fjöru- borðinu eins og annarsstaðar í fjörunni. Ennfremur segja bæði vitn- in, að ef „kolluna“ hafi ekki rekið beint að landi, muni hana heldur hafa rekið inn með landinu, þ. e. þegar nánar er aðgætt, talsvert móti vindi. Vottorð veðurstofunnar. Þegar vitnin áttu að fara að vinna eið að þessum framburði

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.