Nýja dagblaðið - 19.02.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 19.02.1934, Blaðsíða 1
NYJA 2. ár. íDAG w - DAGBIAÐIÐ Reykjavík, þriðjudaginn 19. febrúar 1934. 43. blað Ljúévitnamálið gegn Hermanni Jónassyni lögreglustjóra. þegar aðrir varalögreglumenn komust að því, að hann hefði skrifað undir. Hann hefir einu sinni komizt undir hendur lögreglunnar hér í bænum. Það var haustið 1929. Hann varð uppvís að því, að hafa ásamt öðrum manm sprengt tvær „bombur“ seint um kvöld inni á Hverfisgötu í því skyni að hræða eða meiða gömul hjón, sem bjuggu þar í litlum skúr ein sér. Þetta verk mæltist illa fyrir, en þeir, sem að því stóðu sluppu við refs- ingu fyrir æsku sakir. Annari bombunni hafði 0. B. stolið frá þáverandi húsbændum sínum í Kveldúlfi. Oddgeir Bárðarson hefir verið atvinnulaus síðan um nýjár að hann fór úr varalög- reglunni. Hann hefir gert ÍOGO kr. skaðabótákröfu til Magnús- ar Guðmundssonar dómsmála- ráðherra fyrir atvinnumissi, og er blaðinu ókunnugt um, hvort sú krafa hefir verið greidd. „nokkrar upplýsingar um rann- sóknina“. V itnaleiðslumar. Hermann Jónasson óskaði þess af rannsóknardómaranum, að honum væri gefið ttekifæri til að vera viðstaddur vitna- leiðslur, sem fram kynnu að, fara frá upphafi. Rannsóknar- dómarinn varð ekki við þeirri ósk H. J. Þau vitni, sem vitn- uðu gegn H. J. voru prófuð án þess að hann væri við, og þeg- ar því var lokið var H. J. kvaddur til samprófunar við þau. Kærandinn og vitnin frá í haust. Viðvíkjandi því atriði kær- unnar, að H. J. hafi skotið úr byssu úti í „eyju“ í október í haust, hefir verið tekinn framburður þriggja manna í réttinum, kærandans Oddgeirs Bárðarsonar, Gustavs Karlsson- ar fyrv. varalögreglumanns, og ; Jóns Valby verkamanns. Framburður Oddgeirs Bárð- arsonar. Oddgeir Bárðarson segist hafa verið staddur úti í „eyju“ í októbermánuði í haust, ein- hverntíma fyrrahluta mánaðar- ins, man ekki hvenær, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar. Hann segist hafa séð H. J. ganga með „riffil"*) út eftir grandagarðinum og út í eyj- | una, og áleiðis út á hæð, sem I er á tanga vestan á eyjunni. ; Þá segist vitnið hafa lagt af stað til lands, og þá heyrt j skot, sem hann viti ekki hvað- | an hafi komið. En þegar hann , hafi verið kominn dálítið upp á ; grandagarðinn, hafi hann séð ') í kærurmi „lryssu“. Framh. á 3. síðu. Hlbert I. BelDlukonuiDur látian Hanu hrapadi fram af klettum í Ardennatjöllum, og beið þegar bana. Sóláruppkoma kl. 8.1!. Sólarlag kl. 17.14. Flóð árdegis kl. Flóð síðdegis kl. 9.35. Veðurspá:* Vaxandi sunnanátt og rigning. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 5.45 til kl. 7.40. Söfn, skrlfstofur o. fL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ...... opið 1-4 þjóðminjasafnið ...... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ..... opið 2-3 Alþýðubókasafnið .. . .opið 10 10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsbaní inn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Laitdsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðaríélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Sölusamb, ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .......... opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Hcimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12V£-2 Vifilstaðahælið 1214-1% og 3%-4i4 Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar .............. opið 3-5 Næturvörður í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir Hannes Guömunds- son, Hverfisgötu 12. Sími 3105. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Vermlendingar kl. 9. Gamla Bíó: Maðurinn sem hvarf (amerísk mvnd) kl. 9. Samgöngur og póstferðir: Dettifoss væntanlegur snemma í morgun. Lyra væntanleg frá Bergen. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnii'. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19.30 Erískukennsla. 19,55 Auglýs- ingar. 20,00 Klukkusláttur Fréttir. 20.30 Erindi: Uppruni og þróun tónlistar, III. (Páll ísólfsson). 21,00 Tónleikar; Celló-sóló (þórhallur Árnason). 21,20 Upplestur: þýdd ljóð (Kristján Albertson). 21,35 Grarnmófónn: a) Mozart: Symp- honia nr. 40 í G-moll. b) Danslög. Sigurður Jónsson rafvirki. Mál þetta varð til í síðast- liðnum mánuði nokkru fyr- ir bæj arst j órnarkosningarnar. Sigurður Jónsson rafvirki, 7. maður á lista íhaldsflokksins skrifaði grein í Mbl., þar sem hann segir, að efsti maður D- listans, Hermann Jónasson lög- reglustjóri hafi skotið æðar- kollu út í örfirisey 1. desem- ber árið 1930. Um þetta skrif Sigurðar, um æðarkolludrápið, var mikið ritað í blöð íhalds- flokksins fram að kosningun- um. Hjá Magnúsi Guðmundssyni. Nokkrum dögum eftir að Sigurður skrifaði í Mbl. kemur fram svohljóðandi kæra og er lögð fram í dómsmálaráðuneyt- inu: „A f r i t. I s. 1. október mánuði var ég undirritaður Oddgeir Bárðarson Njáisgötu 60, staddur úti í Örfiris- ey. Sá ég þá hr. lögreglustjóra Hermann Jónassson, þar með byssu, og skjóta af henni. Að því er ég hygg á sjófugla. þar sem ég nú veit, að þessi verknaður lögreglustjórans, er brot á lögreglusamþykkt Reykja- víkur og þar sem ég tel mig með vitnum, geta fært sönnur á þetta lagabrot lögreglustjórans, þá leyfi ég hérmeð að kæra það fyrir hinu háa Dómsmálaráðuneyti, í von um að það fyrirskipi rannsókn í málinu. Jafnframt leyíi ég mér að kæra yfir broti því, er lögreglustjórinn hefir gert sig sekan um, gegn írið- unarlögunum, og sem frá er skýrt af Sigurði Jónssyni rafvirkja í sjöunda tbl. Morgunblaðsins þ. á. Reykjavík, 12. jan. 1934. Virðingarfyllst. (sign.) Oddgeir Bárðarson. Til bins háa dómsmálaráðuneytis íslands." I kærunni er eins og sjá má, vísað til greinar Sigurðar Jóns- sonar í Mbl. Sambandið milli hans og kærandans því auð- sætt. Hver er Oddgeir Bárðarson? Víðvíkjandi kærandanum hef- ir blaðið fengið þessar upplýs- ing: Hann er maður um tví- tugsaldur, hefir áður verið og er enn vikapiltur hjá Kveld- úlfi, var um skeið kommúnisti gekk í varalögregluna, skrifaði síðar undir mótmæli gegn vara- lögreglu, en strikaði aftur yfir nafn sitt á mótmælaskjalinu, M. G. tók kæruna til greina. Þegar þessi kæra Oddgeirs Bárðarsonai' barst í stjórnar- ráðið, brá Magnús Guðmunds- son skjótt við, fyrirskipaði rannsókn í málinu og setulög- reglustjóra Arnljót Jónsson lögfræðing. Rannsóknarefni Arnljóts eru tvö, samkvæmt kærunni, sem birt er hér að framan. 1 fyrsta lagi er kært yfir því, að Her- mann Jónasson hafi „í októ- bermánuði“ 1933 skotið úr byssu úti í örfirisey að því er kærandinn „hyggur“ á sjó- fugla. í öðru lagi, að H. J. hafi „sem frá er skýrt af Sigurði Jónssyni rafvirkja í 7. tbl. Morgunblaðsins“(!) skotið æð- arkollu úti í sömu eyju 1. des- ember 1930. Rannsókn þessara tveggja atriða mun nú vera lokið. A. m. k. er nú búið að taka eiða af vitnum, sem ekki er leyfilegt að gera fyr en að loknum að- alyfirheyrslum. Hermann Jónasson hefir ekki, þrátt fyrir ítrekaða kröfu, getað fengið hjá rann- sóknardómaranum afrit af prófunum. Hinsvegar segjast Stormur og Heimdallur hafa fengið upplýsingar um málið og eru þau „blöð“ byrjuð að birta ósannar sögur um niður- stöðurnar. Alþýðublaðið birti líka í gær Kalundborg kl. 17 19/2. FÚ. j Síðdegis á laugardaginn var hrapaði Albert Belgakonungur til bana, þar sem hann var á fjallgöngu í Ardennafjöllum. Var hann þar einn á ferð með þjóni sínum, en lagði í göng- una og bað þjóninn að bíða sín í bifreiðinni, svo sem í tvær stundir, en er konungur kom ekki að þeim tíma liðnum, varð þjónninn órólegur, og gerði embættismanni viðvart um hvarf konungs, en sá snéri sér þegar til embættismanna hirð- arinnar. Var nú hafin leit að konungi, og fannst hann ekki fyr en nokkru eftir miðnætti á sunnudagsnótt. Hann hafði hrapað, að því er virðist úr 40 m. hæð, og var höfuðkúpa , hans mölbrotin. Nýhrundar grjótskriður voru á veginum, þar nálægt, sem lík konungs fannst, og er þess getið til, að I hrapað hafi undan honum fót- festi hans. Leopold krónprinz var á ferðalag'i í Sviss, er þetta vildi til, og var honum þegar gert viðvart. Hann fór þegar á stað heimleiðis, ásamt konu sinni Ástríði, Svíaprinzessu, og komu þau til Brússel á miðnætti síð- astliðna nótt. Leopold gekk þegar til fundar við ekkju- drottninguna, móður sína, og sátu þau á tali í meira en klukkustund. Jarðarför konungsins hefir veriö ákveðin á fimmtudag, og verður þar viðstatt ýmis- legt stórmenni, frá öllum lönd- um álfunnar, og sendiherrar fjölmargra ríkja utan hennar. M. a. mæta þau þar af hálfu Danmerkur Kristján konungur X. og Alexandrína drottning, af hálfu Noregs Ólafur krón- prinz og kona hans, sem einn- ig er sænsk prinzessa. Enn- fremur prinzinn af Wales f. h. Bretakonungs. Mjög mikið er ritað um Al- bert konung í heimsblöðunum í dag, og er hans sérstaklega minnst í sambandi við atburði , þá, er urðu í ófriðnum mikla, er hann tók að sér forustuna í vörninni gegn Þjóðverjum, af hálfu Belgíu, og' þótti þar með hafa unnið sambandsþjóðunum ómetanlegt gagn. Var þessa minnst í Neðri málstofu Brezka þingsins í dag. 1 full- trúadeild franska þingsins lvomst utanríkismálaráðherr- ann svo að orði í minningar- ræðu um hinn látna konung, að það væri ekki einn einasti Frakki, sem ekki tæki fregn- inni um dauða hans, eins og þjóðarsorg, og franska þjóðin Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.