Nýja dagblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 3
» f J A SAOBLASIð 3 NfJA DAGBLAÐIÐ j Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Dr. pliil. Jiorkell Jóhannesson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Atvinnuleysið Síðan kreppan hófst hefir atvinnuleysið verið stærsta vandamál þjóðanna. 1 sumum löndum, t. d. Þýzkalandi, hefir >að haft hinar örlagaríkustu afleiðingar. Þess gerist varla þörf, að benda á böl atvinnuleysisins, til þess er það of ljóst. Það skapar hið hróplegasta misrétti í lífskj örum. Það grefur grunninn undan framtíð hvers þjóðfélags, því æska, sem elzt upp við bág og heilsuspillandi kjör, hefir engin skilyrði til að vera tápmikil og hamingju- söm þjóð. Það hefir líka fólgna í sér hættu fyrir stj órnskipulagið. Örvæntingin, sem það skapar, hneigir hugi manna til fylgis við öfga- og ofbeldisstefnur, því krafan um réttarbætur og skilyrði, til að framfleyta lífinu, verður að brjótast fram á einhvern hátt. Þegar athugað er það á- stand, sem nú er ríkjandi í at- vinnumálum þjóðanna, þá er fljótfundin skýringin á hinu vaxandi fylgi einræðisstefn- anna. Það er atvinnuleysið, hin erfiðu kjör alls þorra almenn- ings, sem gefið hefir þeim byr í báða vængi. Hér á landi hefir atvinnu- leysið gert töluvert vart við sig og valdið miklum áhyggj- um, nú hin seinustu ár. Fyrir nokkrum tíma síðan fór fram atvinnuleysingja- skráning hér í bænum. Það er margreynt, að við slíkar taln- ingar gefa ekki nærri því allir sig fram. Þó voru skráðir að því sinni 544 menn. Alls höfðu þeir að sjá fyrir nálega 1350 manns. Rúmlega 350 hinna skráðu atvinnuleysingja höfðu verið atvinnulausir lengur en í tvo mánuði. Þessar tölur lýsa svo slæmu ástandi, að þær hljóta að vera hverjum hugsandi manni mikið áhyggjuefni. Þær hljóta þó að vera enn meira áhyggjuefni vegna þess, að slíkt á ekki að þurfa að koma fyrir hér á landi. Möguleikarnir til aukinnar atvinnu eru óþrjótandi á Is- landi, bæði fyrir okkur og næstu kynslóðir. óbrotið land bíður eftir starfsfúsum hönd- um í hverri sveit. Fossarnir bíða eftir að knýja iðjuver, sem fætt geta heilar borgir. Hafið við strendumar er fullt af auðæfum. Nei, það vantar ekki skilyrði til atvinnu á ís- landi. Það eina sem þarf að gera, Afurðasalan Framh. af 1. síðu. getið, að þó markaðurinn í Noregi sé nú orðinn tahnn lít- ilsvirði, þá er hann til mikils hagræðis fyrir þau héröð, sem ekki hafa aðstöðu til að koma kjöti sínu í verð á annan hátt, og ennfremur, og ekki hvað sízt, fyrir það, að til Noregs er hægt að selja talsvert af kjöti, sem telja má lítt seljan- legt annarsstaðar. Það hefir dálítið borið á því, að einstakir menn hafa byi-jað að flytja út frosið kjöt. Er hér aðeins um að i*æða smámuni eina tvö síðustu haustin. í bæði skiptin var langt frá því að gætt væri þeirrar vandvirkni um meðferð vörunnar, sem telja má viðunandi, og er brýn nauðsyn, að allir, sem hlut eiga að máli, séu vel á verði um það, að einstakir gróðabralls- menn geti ekki spillt áliti kjöts- ins á erlendum markaði. Verð- ur hér að treysta á eftirlit lækna og matsmanna, og enn- fremur að kært sé út af öllum misfellum, sem eru þannig vaxnar, að þær varði við lög. Einkaverzlun: Útflutnings- verzlun með sjávarafurðir hef- ir jafnan verið rekin sem einkafyrirtæki. Innflytjendur í markaðslöndunum hafa haft hér umboðsmenn til að kaupa sjávarafurðir og jafnframt hafa verið hér nokkrir einstak- Ijngar og einkafélög, sem hafa keypt fisk og aðrar vörur og flutt út fyrir eigin reikning. I sæmilegu árferði getur svona verzlunarmáti verið sæmilegur fyrir framleiðendur, en hvað lítið sem út af ber lendir allt í voða. Formælendur einka- rekstursins hafa oft komið auga á þetta. Hafa þeir reynt að ráða bót á misfellum með samtökum fárra stórútflytj- enda og stórframleiðenda. Sem dæmi þess er Fiskhringurinn, sem allir kannast við frá kreppuárunum 1921—1923. Hin blinda og tilgangslausa er að hefja óslitið starf, starf, sem tryggir það, að enginn maður þurfi að vera atvinnu- laus á íslandi. Þar sem ein- staklingsframtakið hefir brost- ið framkvæmdir, verður hið opinbera að hafa forgöngu. Það verður nú þegar fyrir atbeina hins opinbera, að hefja framkvæmdir, sem ráða bug á atvinnuleysinu. Meðan það er ógert, höfum við ekki tryggt framtíð okkar sem batnandi og gæfusöm þjóð. Þess vegna hefir Framsóknarflokkurinn gert það að einu stærsta bar- áttumáli sínu, að gerðar séu ráðstafanir til útrýmingar at- vinnuleysisins á íslandi. Baráttan gegn atvinnuleys- inu er barátta fyrir réttlæti í lífskjörum. Það er barátta fyrir framtíð þjóðarinnar. Það er barátta fyrir því, að menn taki ekki þá trú, að leiðin til að bæta kjör sín, sé að svifta sig réttindum. samkeppni á fiskmarkaðnum undanfarin ár var því nær búin að leggja í rústir fiskfram- leiðslu landsmanna. Árin 1930 og 1931 var fiskverðið komið niður úr öllu valdi og fór svo að lokum, að í ársbyrjun 1931 þorði enginn að kaupa fisk og var hann þá allur látinn í um- boðssölu, til innlendra útflytj- enda og innflytjenda í mark- aðslöndunum. Árangurinn varð auðvitað sá, að öllu harðvítugri samkeppni hélt áfram með um- boðssölufiskinn, en verið hafði á meðan útflytjendur keyptu j framleiðsluna, og verð það, sem framleiðendur fengu, varð al- veg hörmulega lágt. Þegar hér var komið, voru : formælendur einkarekstursins i búnir að gefa upp alla von um j að nokkurt lag kæmist á fisk- i verzlunina með óbreyttu fyrir- j komulagi, og þarmeð væri út- j gerðin lögð í rústir. Bankarnir : áttu hér stórkostlegra hags- ; muna að gæta. Fyrir áhrif j þeirra var undinn að því bráð- i ur bugur, nokkru fyrir mitt ár I 1932, að koma á allsherjar i samtökum um fiskútflutning- | inn. Þrír stærstu einkaútflytj- j endur landsins, ásamt tveimur j bankastjórum, stofnuðu eins- konar félag og buðu öllum fisk- framleiðendum að taka fisk þeirra í umboðssölu. Þá var ekkert framundan annað en sama eymdin, sem verið hafði undanfarin ár, og gripu flestir úrræði þetta fegins hendi. Samin var bráðabirgðareglu- gerð fyrir þessa útflutnings- starfsemi og sölunefndinni gef- ið nafnið Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda. Hefir nefndin starfað í tvö ár og i komu strax í ljós kostir sam- j takanna í stórum hærra fisk- verði og miklu meira söluör- yggi, en þekkst hafði um langt skeið. 1 samvinnufélögum landsins er margt smáútgerðarmanna. ! Sambandsfélögin hafa því um all-langt skeið haft mikið af fiski til útflutnings. Hefir þetta, þegar mest hefir verið, : numið 10—12% af allri fisk- ■ framleiðslu landsmanna. | Félögin hafa aldrei komið sér fyrir sem sjálfstæðir útflytj- endur fiskjar á sama hátt og með landbúnaðarvörumar. Á- stæðin er meðal annars sú, að fiskmagnið, sem þau hafa ráð- ið yfir, hefir verið svo-lítið, miðað við alla framleiðsluna, og ennfremur að fiskfram- leiðsla félaganna hefir verið aðeins fyrir vissa markaði (Barcelona og Ítalíu). Ef félög- in hefðu byrjað á sjálfstæðum útflutningi, hefðu þau orðið að kaupa talsvert af fiski til þess að geta fullnægt alhliða mark- aðsþörf og látið viðskiftamönn- um sínum í té nægan fisk allt árið, eins og aðrir útflytjend- ur. Þetta hafa forráðamenn félaganna og Sambandsins talið of áhættumikið, með því verzi- unarfyrirkomulagi, sem gilt hefir í fiskverzluninni. Sambandsfélögin urðu strax þátttakendur í Sölusambandinu og hafa verið það síðan. I vet- ur skrifaði ég grein, þar sem ég sting upp á breytingum á fyrirkomulagi Sölusambands- ins. Þessar eru helztu breyt- ingamar: 1. Félagsmenn í S. í. F. geti þeir einir orðið, sem hér segir: a. Skrásett samvinnufélög og samlög fiskframleiðenda. b. Einstakir útgerðarmenn og útgerðarfélög, ef hlutað- eigandi framleiðir a. m. k. sem svarar meðalafla eins togara, ca. 3.000 skpd, af verkuðum fiski á ári. 2. Sölusambandið haldi aðal- fund einu sinni á ári. Á þeim fundi mæti fulltrúar frá þátt- takendum í Sölusambandinu, eftir fyrirfram ákveðnum regl- um. 3. Fulltrúafundur úrskurði reikninga, kjósi stjórn og end- urskoðendur og sé æðsta úr- skurðarvald í málefnum Sölu- sambandsins. 4. Stjórnin ráði framkvæmd- arstjórn. í reg'lur um framkvæmdir Sölusambandsins séu teknar upp þessar grundvallarreglur fyrst og fremst: 1. Að framkvæmdarstjórn annast söluna og að hver fram- leiðandi beri ábyrgð á sínum fiski. 2. Fiskurinn sé seldur fyrir sameiginlegan reikning félags- manna. Skylt sé að greiða sama verð fyrir allan fisk jafnan að gæðum, sem tilbúinn er til út- flutnings á sama tíma. 3. Til að geta jafnað verðið eftir á, ef verðbreytingar verða á árinu, sé haldið eftir hluta af verðinu. 4. Að haldið sé uppteknum hætti Sölusambandsins, um að hver félagsmaður sé skyldur að aíhenda Sölusambandinu allan fisk sinn til sölumeðferð- ar. Stjóm Sölusambandsins gekk að því, þegar Sambands- félögin lofuðu þátttöku sinni yfirstandandi ár, að þau fengju sérstakan fulltrúa, og jafnframt samþykkti stjórnin að bera fram við þátttakendur Sölusambandsins frumvarp, eða uppástungur um breytingu á reglugerð þess. Lét stjórnin þess jafnframt getið, að hún vonaði, að fullt samkomulag næðist síðar um þær breyting- ar, sem fram yrðu bomar. Ég hefi ekki mikla trú á, að Fisksölusambandið verði lang- líft, ef fyrirkomulagi þess verður ekki breytt í lýðræðis- átt og framhald á starfinu tryggt. En verði það gert, get- ur Sölusambandið tekið sér fyrir hendur margháttaðri starfsemi, en það hefir nú með höndum. Sala á ísfiski fer mjög misjafnlega úr hendi og má telja alveg víst, að sterkt sölusamband með skrifstofur eða umboðsmenn í markaðs- löndunum, gætu miklu áorkað til umbóta og ör.vggis. Þá má geta þess, að fundnar hafa verið aðferðir til að frysta fisk, án þess að hann skemm- ist, eða breytist nokkuð að ráði. Margra vikna gamall freðfiskur frystur með þessum aðferðum, heldur einkennum nýs fiskjar að mestu. Þetta er staðreynd. Hinsvegar hefir ekki tekizt enn að afla þess- um f iski markaðar að neinu ráði. Einstaklingar ráða ekki við dýrar tilraunir með fram- leiðslu og sölu á svona fiski. Þó ríkið styrki fyrstu útflutn- ingstilraunirnar, þá liggur beinast við að Sölusamband fiskframleiðenda hafi útflutn- inginn með höndum. Ef hér á að geta orðið veru- leg aukning á útgerð og fisk- framleiðslu, verður að leggja á- herzlu á, að koma nýjum og frosnum fiski á erlendan mark- að. Það getur líka farið svo, að smátt og smátt verði horfið frá neyzlú saltfiskjar. Er sú reynslan t. d. með kjöt, að allt- af er horfið frá því meir og meir, að geyma það í salti. Má heita að allt kjöt, sem nú er selt á heimsmarkaðnum, sé fryst eða kælt. Það er gleðilegt fyrir sam- vinnumenn landsins, að veita því athygli, hve samvinnu- stefnunni vex öðfluga fylgi við sjávarsíðuna. Að vísu eru samtökin víða lausleg og hlýða ekki föstum reglum samvinnu- félaga. En allt færist þó í þá átt. Hefi ég t. d. engan heyrt andmæla því, að gera Sölusam- bandið að samvinnufélagi eða heildsölu samvinnufélaga. Lýs- isframleiðendur hafa stofnað samlög og síldarframleiðendur hafa setið á ráðstefnu í vetur og haft ráðagerðir um stofnun síldarsamlags. Samtök þessi beinast ein- göngu að útflutningsvörum. I umsetningu sjávarafurðanna gætir innanlandssölunnar (þ. e. þeirra vara, sem notaðar eru í landinu) svo lítið, að enn hefir ekkert verið um það talað að bæta fyrirkomulag þeirrar verzlunar vegna framleiðend- anna. Hinsvegar er líklegt, að neytendurnir reyni bráðlega að koma einhverri lagfæringu á þessi mál, einkum hér í Reykjavík, því bæjarverzlunin með fisk er einhver sá mesti skrælingjaháttur, sem þekkist í bæjarlífinu. Verðið, sem neyt- endur borga fyrir fiskinn, er þrefalt til fimmfalt, miðað við útflutningsverð, og öll meðferð fiskjarins á fisksölustöðunum svo sóðaleg, að ótrúlegt er, að slíkt skuli liðið ár eftir ár óá- talið af heilbrigðisstjórn bæj- arins. Sala landbún- aðarvara inn- anlands. Þegar kaupfélögin hófu starf- semi sína hér á landi um og eftir 1880, var annað aðalvið- fangsefni þeirra, að seljafram- leiðsluvörur félagsmanna. — Þessar framleiðsluvörur voru því nær eingöngu landbúnaðar- vörur, því það er ekki fyr en á tveimur síðustu áratugum, sem framleiðendur við sjávar- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.