Nýja dagblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, laugardaginn 24. marz 1934. 71. blað. í DAG Sólaruppkoma kl. 6.21. Sólarlag kl. 6.51. Flóð árdegis kl. Flóð síðdegis kl. 12.25. Afurðasalan og umbætur hennar Ur ræðu Jóns Arnasonar framkv.stj. Verkföll í Bandarikjunnm Vcrkfall í bifreiðaiðnaðinum. — Roosevelt gcngst fyrir sáttatil- raun. — Bílstjóraverkfall í New- Vork. í fyrradag urðu meiri róstur þar en verið hafa f mörg ár. 5 Veðurspá: Vestan gola og nokk- ur snjóél. Söfn, skrifstofur o. fL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 jfjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 Alþýðubókasafnið ....... opið 10-10 Landsbankinn .... opinn kl. 10-1 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-1 Útvegsbankinn .... opinn kl. 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-G Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufé! 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisirin opin 9-12 og 1-4 Eimskipafélagið ...........opið 9-4 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Skrifst. bæjarins .... opnar 10-12 Skrifst. lögmanns .... opin 10-12 Skrifst. tollstjóra .... opin 10-12 Ríkisféhirðir .......... opið 10-2 Skipaskoðunar og skráningast. ríkisins 10-12 og 1-6 Lögregluvarðst opin allan sólarhr. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........ k! 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12%-2 Vifilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur .................. k! 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 k! 1-3 og 8-9 Sólheimar .............. opið 3-5 Næturvörður í Laugavegs- og Ing- ólfs-apóteki. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4, sími 2234. Skemmtanlr og aamkomur: Nýja Bíó: Kátir karlar k! 9. Gamla Bió: Bros gegnum tár k! 9. K.-R.-húsið: 35 ára afmælisfagn- <aður k! 9. G.-T.-húsið: S. G. T. Eldri dans-„ arnir. Samgöngur og póstferöir: Goðafoss til útlanda. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Bamatími (þuríður Sigurðar- dóttir). 19,10 Veðurfregnir. Til- kynningar. 19,25 Tónleikar (Út- varpstríóið). 19,50 Tónleikar Aug- lýsingar. 20,00 Klulckusláttur. — Fréttir 20,30 William Morris, 100 ára minning: Erindi (Guðm. Finn- bogason). Upplestur. Ensk tónlist o. s. frv. Danslög til k! 24. Símar Nýja dagblaðsins: Ritstjóri ....................... 4373 Fréttaritari .................... 2353 Afgr. og augl. .................. 2323 á fulltrúafundi samvinnufélaganna, sem settur var í gær. Inngangur Það er kunnara en frá þurfi að segja, að framleiðsla vor Is- lendinga er fábreytt. Vér þurf- um margt að kaupa frá öðrum þjóðum til lífsframfæris og til framleiðslu þeirra vara, sem landið og sjórinn kringum strendur þess gefur af sér. Til þess að geta fullnægt óhjá- kvæmilegum kröfum til sæmi- legra lifnaðarhátta er oss nauð- synlegt að geta selt öðrum þjóðum a. m. k. eins mikið verðmæti af landsins eigin framleiðslu, eins og vér þurf- um að borga fyrir innfluttar vörur. Framleiðendur til lands og sjávar hafa um langt skeið lagt mjög ríka áherzlu á að fram- leiða sem mest af vörum til út- flutnings og sníða meðferð þeirra eftir kröfum hinna út- lendu kaupenda, eftir því sem þekking og reynsla hefir bent til á hverjumi tíma. Hér þarí þó sífelt að vera á verði um nýjar aðferðir við vöruverkun, svo afurðirnar nái sem hæstu verði og útbreiðsla þeirra geti orðið sem mest. UtanríkiS" verzlunin Utanríkisverzlun með fram- leiðsluvörur landsmanna hefir einkum verið með tvennum hætti, félagsverzlun (samvinnu. félög) og einkarekstur (kaup- mannaverzlanir). Þó hefir rík- ið annast verzlunina með sum- ar framleiðsluvörur öðru hvoru. Félagsverzlun: Þegar bændur stofnuðu samvinnufélögin fyrir rúmum 50 árum, varð það strax annað aðalhlutverk félag. anna að vinna að umbótum á meðferð framleiðsluvaranna og annast sölu þeirra fyrir félags- menn. Tóku sum samvinnufé- lögin upp mat á framleiðslu- vörunum, löngu áður en lög- gjafarvaldið lét sig það mál nokkru skipta. Kom brátt í ljós, að vöruvöndun og mat á vörunum margborgaði sig fyrir framleiðendur og varð til þess að tryggja þeim bezta verð fyr- ir vörur sínar á hverjum tíma. Framan af seldu félögin vör- ur sínar annaðhvort með milli- göngu erlendra umboðsmanna, eða til innlendra útflytjenda. I byrjun stríðsins stofnuðu þau fyrst heildsöluskrifstofu í Kaupmannahöfn, sem annaðist innkaup á vörum félaganna og sölu á framleiðsluvörum kaup- félagsmanna. Það er þó ekki fyr en í stríðslolcin, að heild- sala félaganna, Samband ísl. samvinnufélaga, verður alger- lega sjálfstæður útflytjandi. Sá útflutningur náði þó því nær eingöngu til landbúnaðarvar- anna. Á þeim 15 árum, sem lið- in eru síðan stríðinu lauk, hafa þau ótíðindi gerzt, að aðalfram. leiðsluvara landbúnaðarins, kjötið, varð því nær óseljan- legt í því ástandi, sem það hafði verið áður flutt út, þar sem sífelt dró úr saltkjötssölu til Noregs, sem var eina land- ið, sem keypti þá vöru, svo nokkru nam. Vegna samtaka félaganna varð þó hægt að mæta þessum örðugleikum, svo minna tjón hlauzt af en vænta mátti, með því að breyta um verkunaraðferð á kjötinu og flytja það út frosið, í stað þess að salta það. Hafa félögin sýnt dæmafáa þrautseigju og stór- hug í sambandi við þetta mál, þar sem þau á 6 árum komu upp 12 frystihúsum fyrir sam- tals um 1.300.000 kr. Árangurinn af samstarfi fé- laganna er sá, að þau flytja nú út, fyrir milligöngu Sís, alit kjöt, sem fryst er til útflutn- ings, milli 80 og 90% af út- fluttu saltkjöti og 70—80% af útfluttum gærum og ull. Þó nokkuð vanti enn á, að fé- lögin hafi allar útflutningsvör- ur landbúnaðarins í sínum höndum, þá álít ég ekki, að það sé nein aðkallandi nauðsyn að gera ráðstafanir til breytinga á þessu sviði með aðstoð ríkis- valdsins. Ég býst við að srnátt og smátt fækki þeim mönnum, sem fela öðrum en félögunum sölu á vörum sínum. Sís hei'ir líka gert nokkuð að því hin síð- ari ár, að kaupa ull og gærur frá kaupmönnum. Hættan við undirboðum á erlendum mark- aði verður því minni, sem það vörumagn minnkar, sem kaup- menn hafa á boðstólum. Þá er og miklu síður hætta á skaðleg- um afleiðingum af undirboðum á þeim vörum, sem hægt er að selja hindrunarlaust víðsvegar um heim, eins og á sér stað með ull og gærur. Um saltkjötið vil ég láta þess Framh. á 3. síðu. F l o \k k s þ i n g i ð Á síðasta fundi flokksþings- ins, sem haldinn var í fyrra- dag, voru samþykktar í einu hljóði eftirfarandi ályktanir: Umbætur á Hellisheiðar- | vegi. „Flokksþing Framsóknar- manna telur umbætur á vetrar- veginum austur um Hellis- heiði svo nauðsynlegar og þýð- ingarmiklar, bæði fyrir héruðin austanfjalls og Reykjavík og llafnarfjörð, að ekki megi dragast úr hömlu, að fram- kvæmdir hefjist nú þegar í þessu efni, eftir því er fjár- hagur ríkissjóðs leyfir“. Kreppulöggjöfin. „Flokksþing Framsóknar- manna lítur svo á, að kreppu- löggjöfin beri ekki nauðsynleg- an og fyrirhugaðan árangur nema aukinn sé hinn beini stuðningur ríkisins bændum til handa. Flokksþingið skorar því á þing og stjóm að ákveða, að ríkið leggi fram fé til styrktar þeim. Jafnframt skorar flokksþing- ið á Framsóknarmenn um land allt, að beita sér fyrir þessu máli, og fylgja því örugglega fram til sigurs“. Ályktun fulltrúa utan Reykjavíkur. Helgi Thorlacius bóndi á Tjörn í Vestur-Húnavatnssýslu bar fram eftirfarandi tillögu til ályktunar, sem samþykkt var í einu hljóði af fulltrúunum utan Reykjavíkur: „Kjörnir fulltrúar úr kjör- dæmum utan Reykjavíkur, sem mættir eru á fjórða Flokks- þingi Framsóknarmanna, votta miðstjórn Framsóknarflokks- ins og öðrum flokksmönnum í Reykjavík, fyllsta traust sitt og þakkir fyrir örugga fram- kvæmd á ákvörðunum síðasta flokksþings, svo og fyrir þá ótrauðu baráttu fyrir málefnum flokksins, sem þeir hafa haldið uppi í blöðunum og á öðrum vettvangi gegn árásum stjórn- málaandstæðinganna“. Fundur samvinnufélaganna var settur í gær. Kl. IOV2 í gærmorgun var fulltrúafundur samvinnufélag- anna settur í Iðnó, uppi. Fundur þessi er boðaður af stjórn Sambands ísl. samvinnu- félaga, til þess sérstaklega, að ræða um afurðasöluna til sjávar og sveita. Fundarstjóri var Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri Kosin var nefnd til að fara á ’ fund Kreppulánasj óðs- stjómar og ræða við hana um kreppuhjálpina til bænda. — Síðan var gefið fundarhlé. Kl. 1 hófst fundur að nýju. Þá flutti Jón Árnason fram- kvæmdarstjóri útflutnings- deildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga erindi um af- urðasöluna og birtist útdrátt- ur úr því erindi á öðrum stað í blaðinu. Þvínæst voru kosnar fimm nefndir til að taka til með- ferðar einstök atriði viðkom- andi afurðasölunni. Næsti fundur verður haldinn síðdegis í dag. De Yalera herðir baráttuna LRP. 23/3. FÚ. Það hefir valdið stjórn írska fríríkisins allmiklum örðug- leikum og áhyggju, að öld- ungadeild þingsins hefir fellt lagafrumvarpið um bann gegn notkun pólitískra einkennisbún- inga, en því var einkum beint gegn blástökkum O’Duffy. Ekki er tahð, að De Valera muni ganga til kosninga um þetta mál, en hefir svarað með því, að flytja frumvarp um afnám öldungadeildarinnar, og var það lagt fyrir þingið í gær. Talið er að De Valera muni láta túlka lögin til verndar opinberu öryggi, til hins ít- rasta í þá átt, að hnekkja flokki O’Duffy.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.